Tíminn - 05.12.1990, Blaðsíða 2

Tíminn - 05.12.1990, Blaðsíða 2
2 Tíminn Miðvikudagur 5. desember 1990 Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra segir að ekki komi til greina að smábátarnir fái aukna hlutdeild í heildaraflanum: Aukin hlutdeild smábáta skerðir hlut annarra Eins og kom fram í opnugrein Tímans í gær eru smábátaeigendur margir hverjir ekki sáttir viö sinn hlut í tilraunaúthlutun sjávarút- vegsráðuneytisins og gera þeir kröfu um aö fá stærri hlutdeild í heildaraflanum. Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegs- ráðherra, sagði að hlutdeild smábáta í heildaraflanum hefði aldrei verið meiri en árið 1989 og sú hlutdeild væri samkvæmt lögunum til viðmið- unar í þessari tilraunaúthlutun. Ef smábátamir fengju meira, væri jafn- framt verið að ganga á hlut stærri skipanna. Halldór sagði að þeir smábátar, sem bættust við í ár, tækju kvóta sinn frá öllum flotanum í réttu hlutfalli við heildarhlutdeildina og mikil óánægja væri með það hjá þeim hluta flotans, sem er yfir 10 brúttórúmlestir, hvað smábátamir hafa áunnið sér mikið á undanfömum árum. Aðspurður sagði Halldór að það væri eðlilegt að menn væru óánægðir með fjölgunina í smá- bátaflotanum. Hins vegar hefði aldrei náðst um það samstaða að stöðva þessa þróun. Hann sagði að ýmsir að- ilar hefðu átt þar hlut að máli og þar á meðal smábátaeigendur sjálfir. „Sannleikurinn er sá að margir hafa keypt báta í fullkominni óvissu um framtíðina. Því miður mun það koma illa við marga", sagði Halldór. Aðspurður hvort ekki mætti eiga von á fækkun smábáta sagði Halldór að það væri alveg ljóst að margir þeirra sem keyptu bát í þessari óvissu ættu Halldór Ásgrímsson. ekki annarra kosta völ en að selja sína báta eða þá að leita eftir samvinnu við aðra og sameina veiðiheimildir. -Kom ekki til greina að þeir bátar, sem voru á banndagakerfinu, fengju aðlögunartíma eins og gert var með stærri skipin 1984? „Þetta er fyrst og fremst spumingin um það hvaðan á að taka afla handa þessum bátum. Þeir hafa fengið þessa hlutdeild og það er enginn möguleiki á því að ganga meira á hlut hins hluta flotans. Það er út af fyrir sig auðvelt fyrir þá að segja að það skuli tekið af hinum, en þeir munu að sjálfsögðu ekki una því“, sagði Halldór. Samkvæmt útreikningum Lands- ambands smábátaeigenda munu smábátaeigendur taka á sig 6% skerð- ingu á afla umfram aðra. Þetta hlut- fall er fengið með því að bera saman hlut báts samkvæmt tilraunaúthlut- uninni og þann hlut sem hann hefði fengið hefði kerfið fra ‘88 gilt áfram. Halldór sagði að þessi samanburður væri óraunhæfur vegna þess að kerfið sem var gekk ekki lengur upp. „Þeir fá sömu hlutdeild í heildaraflanum og 1989 og þar að auki koma inn nýir bátar árið 1990. Allur samanburður við það sem var og gat ekki gengið lengur, er tilgangslaus að mínu rnati", sagði Halldór. Aðspurður sagðist Halldór ekki geta sagt á þessu stigi hvort búast mætti við miklum breytingum þegar til lokaúthlutunar kemur. „Það verða einhverjar breytingar, en ég vona að þær verði ekki mjög miklar því allar leiðréttingar eru líklegri til hækkunar og það mun valda lækkun hjá öðrum hluta flotans", sagði Halldór. —SE Skoðanakönnun DV: Norðurland eystra: Mikill meirihluti styður ríkisstjórnina í BHMR máli Mikill meiríhluti þcirra, sem tóku afstöðu í skoðanakönnun DV og blaðið birti í gær, er fylgjandi setningu bráðabirgöalaga ríkis- stjórnarinnar á BHMR. Og ef marka má könnunina nýtur af- staða Sjálfstæðisflokksins lítils stuðnings þjóðarínnar, en aðeins 28% sögðust styðja flokkinn í málinu. Könnunin studdist við 600 manna úrtak, jafnmargar konur og karla og jöfn skipting var á milli lands- hluta. Var annars vegar spurt hvort fólk væri fylgjandi eða andvígt bráðabirgðalögunum, og hins veg- ar hvort það væri fylgjandi eða andvígt afstöðu þingflokks Sjálf- stæðisflokksins. Varðandi fyrri spurninguna var niðurstaðan sú, að 50,5% voru fylgjandi bráða- birgðalögunum, 27% andvígir, 17,7% óákveðnir og 4,8% vildu ekki svara. Það þýðir að af þeim sem afstöðu tóku eru rúm 65% fylgjandi lögunum, en 34,8% and- vígir. Aðeins 21,8% svarenda sögðust vera fylgjandi afstöðu þingflokks Sjálfstæðisflokksins, 55,8% voru á móti, rúmlega 17% voru óákveðnir og um 5% vildu ekki svara spurn- ingunni. Ef aðeins eru teknir þeir sem tóku afstöðu, þá eru 28,1% fylgjandi afstöðu þingflokksins, en andvígir henni eru 71,9%. Ef marka má könnunina nýtur afstaða þingflokksins því lítillar hylli með- al þjóðarinnar, og Ijóst er að mikill meirihluti þjóðarinnar er fylgjandi bráðabirgðalögum ríkisstjórnar- innar á kjarasamning BHMR. -hs. Arni Steinar efstur hjá Þjóðarflokknum - uppgjör vegna framboðsmála Stjórn Félags Þjóðarflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra skip- aði í sex efstu sæti lista flokksins fyr- ir komandi Alþingiskosningar um helgina. Á fundinum sagði Benedikt Sigurðarson af sér formennsku í Fé- lagi Þjóðarflokksins og vék af fundi. Afsögnin kom í kjölfar þess að Bene- dikt bar fram tiílögu þess efnis að teknar yrðu upp formlegar viðræður við Samtök Jafnréttis og félags- hyggju, og jafnvel fleiri aðila, um sameiginlegt framboð. Sú tillaga var felld og Benedikt sagði af sér. Anna Helgadóttir kennari á Kópaskeri hefur nú tekið við formennsku. Sex efstu sæti lista Þjóðarflokksins skipa eftirtaldir: 1. Árni Steinar Jóhannsson garð- yrkjustjóri Akureyri. 2. Anna Helgadóttir kennari Kópa- skeri. 3. Björgvin Leifsson líffræðingur Húsavík. 4. Oktavía Jóhannsdóttir húsmóðir Svalbarðseyri. 5. Klara Geirsdóttir nemi Akureyri. 6. Gunnlaugur Sigvaldason bóndi Hofsárkoti Svarfaðardal. Ekki er ákveðið hvenær gengið verður endanlega frá framboðslist- anum. hiá-akureyri. Akureyri: Jón Gauti ráðinn til atvinnu- mála- nefndar Jón Gauti Jónsson landfræö- ingur og framkvæmdastjórí Hót- els Áningar á Sauðárkróki hefur verið ráðinn starfsmaður At- vinnumálanefndar Akureyrar. Jón Gauti tekur við starfinu 1. janúar n.k. Er honum ætlað að vinna brautryðjendastarf og hafa frumkvæði að margskonar við- fangsefnum sem snerta atvinnu- líf og uppbyggingu þess á Akur- eyri. Sjö umsækjendur voru um stöðuna. Jón Gauti er fæddur og uppal- ínn Akureyringur. Hann lauk námi í landafræði við Háskóla íslands áríö 1978. Að námi loknu starfaði hann hjá Náttúru* vemdarráöi til ársins 1985, m.a. var hann framkvæmdastjórí ráðsins um tíma. Árið 1985 flutti Jón Gauti tU Sauðárkróks og gerðist kennarí þar. Samhliða kennslunni ritstýrói hann Feyld um tíma, og síðustu þrjú árin hefur hann auk kennslunnar séð um rckstur Hótels Áningar á Sauðárkróki. hiá-akurcyri. Vaxtahækkun hjá Búnaðarbankanum? Bankaráð Búnaðarbankans kem- ur saman nk. fimmtudag og mun þar verða tekin ákvörðun um hvort nauðsynlegt er að hækka nafnvexti. Guðni Ágústsson, for- maður bankaráðs Búnaðarbank- ans, sagði að hækka þyrfti nafn- vexti til að það sparifé, sem væri á Iaunareikningum og almennum sparisjóðsbókum, myndi ekki rýrna. Vísitalan og verðbólgan sjái um að annað sparifé rýrni ekki og því verði að hækka nafnvextina í samræmi við hækkun verðbólgu og vísitölu. Guðni sagðist ekki vita hvort hugsanleg vaxtahækkun mætti andstöðu innan ríkisstjórn- arinnar, en sagði að hún hefði samið um það í þjóðarsáttarsam- komulagi að það ætti að vera jafn- vægi milli verðtryggðra kjara og nafnvaxtakjara. Bankaráð Landsbankans hefur einnig verið að velta því fyrir sér hvort nauðsynlegt geti verið að hækka nafnvextina. Fundur var í bankaráðinu í síðustu viku en ekki hefur verið boðaður fundur í þess- ari viku. Næsti vaxtahækkunar- dagur er 11. desember. —SE Tryggingastofnun ríkisins: Trygginga- bætur hækka Almannatryggingar hækkuðu um 2,83% frá og með 1. desem- ber s.l. Þessi hækkun er sam- kvæmt reglugerð og kemur í kjöl- far hækkana á almennum laun- um skv. kjarasamningum. Einnig bætist 20% tekjuhyggingarauki við eftlrfarandi bótarflokka í des- ember: tekjutryggingu, heimilis- uppbót og sérstök heimilisupp- bót. Þessi tekjutrygginarauki greiðist aðeins í desember og kemur á nóvemberbætumar. Samskonar tekjutryggingarauki kom til greiðslu í ágúst og októ- ber en var þá 15%. —GEÓ Norðurland eystra: Steingrímur í efsta sæti Steingrímur J. Sigfússon Framboðslisti Alþýðubandalagsins í Norðurlandskjördæmi eystra var ákveðinn á fundi kjördæmisráðs, sem haldinn var í Skúlagarði um helgina. Steingrímur J. Sigfússon er áfram í efsta sæti iistans. Athygli vekur að Svanfríður Jónasdóttir að- stoðarmaður fjármálaráðherra, sem skipaði annað sætið fyrir síðustu kosningar, er ekki með í slagnum nú. í annað sætið er hins vegar kominn fyrrverandi formaður Al- þýðubandalagsfélags Reykjavíkur, Stefanía Traustadóttir. Eftirtaldir skipa listann: 1. Steingrímur J. Sigfússon land- búnaðar-og samgönguráðherra Þist- ilfirði. 2. Stefanía Traustadóttir félags- fræðingur Reykjavík. 3. Björn Valur Gíslason sjómaður Ólafsfirði. 4. Örlygur Hnefill Jónsson héraðs- dómslögmaður Húsavík. 5. Sigrún Sveinbjörnsdóttir sál- fræðingur Akureyri. 6. Kristín Margrét Jóhannsdóttir nemi Akureyri. 7. Kristján Eldjárn Hjartarson bóndi Tjörn Svarfaðardal. 8. Sigrún Þorláksdóttir húsmóðir Grímsey. 9. Jón Geir Lúthersson bóndi Sól- vangi Fnjóskadal. 10. Rósa Eggertsdóttir skólastjóri Eyjafjarðarsveit. 11. Guðmundur Lúðvíksson sjó- maður Húsavík. 12. Kristín Hjálmarsdóttir formað- ur Iðju Akureyri. 13. Kristján Ásgeirsson fram- kvæmdastjóri Húsavík. 14. Jakobína Sigurðardóttir rithöf- undur Garði Mývatnssveit. hiá-akureyri.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.