Tíminn - 05.12.1990, Blaðsíða 10

Tíminn - 05.12.1990, Blaðsíða 10
10 Tíminn Miðvikudagur 5. desember 1990 Ljóöabrot senda frá sér hljómplötu Út cr komin hljómplata ásamt disk og snældu með fimm manna hópi sem nefnist Ljóða- brot. Hópur þcssi flytur tónlist sem að mestu lcyti er gerð við ljóð eftir nokkur íslensk nú- tímaskáld, m.ö.o. brot úr íslenskri nútímaljóðlist. Skáldin ásamt tcxtahöfundum eru kynnt í meðfylgjandi ritmáli útgáfunnar á ensku og íslensku, auk þess sem útdrættir úr ljóðum og tcxtum fylgja á ensku. Hér cr þó ckki um að ræða dæmigerða vísnamúsík. Frcmur mætti kalla þctta millitónlist sem fclur í scr ýmiss konar stílbrigði úr poppi, rokki og djassi og einnig gcfúr að heyra sömbu, vals, tangó o.fl. Ljóðabrot er ekki hljómsveit eða söngflokkur, heldur „samstarfshópur" sem kemur nú í fyrsta sinn fram undir þessu nafhi. í hópnum eru söngvaramir Sif Ragnhildardóttir, Guð- rún Gunnarsdóttir og Bjami Arason ásamt þeim Ingva Þór Kormákssyni og Stefáni S. Stefánssyni scm sá um útsctningar. Ljóð og textar em eflir Steinunni Sigurðardóttur, Sveinbjöm Þorkclsson, Pctur Eggerz, Magneu Matthíasdóttur, Ragnar Inga Aðalsteins- son, Guðrúnu Guðlaugsdóttur, Ingva Þór Kormáksson, Áma Grétar Finnsson og danska skáldið Benny Andcrsen. Hljóðfæralcikarar cm Þórir Baldursson, Bjöm Thoroddsen, Stefán S. Stefánsson, Bjami Sveinbjömsson, Halldór Gunnlaugur Hauksson, Magnús Einarsson og Eyþór Gunnars- son. Bakraddir em sungnar af Eddu Borg og Jóhanni Helgasyni og upptökumaður var Jó- hann Asmundsson. Sérstaða þessara hljóðritana er sú, að hér cm fluttir textar scm á hcildina litið ættu að vera vcl í mcðallagi, a.m.k. miðað við það sem gcngur og gerist, og gætu jafnvcl sumir hvcijir nýst við bókmenntakennslu. Músíkin er aðgengileg og mjög á léttari nótunum án þcss að vcra nein flatneskja og flutningur allur hinn vandaðasti. Útgcfandi er Hrynjandi en drcifingu sjá Stcinar um. ^1” TÖL'VUNOTENDUR Við í Prentsmiðjunni Eddu hönnum, setjum og prentum allar gerðir eyðublaða fyrir tölvuvinnslu. Smiðjuvegi 3, 200 Kópavogur. Sími 45000 Afmælis- og minningargreinar Þeim, sem óska birtingar á afmælis- og/eða minningargreinum í blaðinu, er bent á, að þær þurfa að berast a.m.k. tveimur dögum fyrir birtingardag. Þær þurfa að vera vél- ritaðar. ---------------------------------------------------------\ Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma Sigríður Sigurðardóttir frá Syðrí-Gegnishólum, Álftahólum 6 verður jarðsungin frá Bústaðakirkju föstudaginn 7. desember kl. 13.30. Birgir Sigurösson Bjöm Ólafsson Sigríöur G. Ólafsdóttir Jökull Ólafsson Sigurður Ólafsson tengdaböm, bamaböm og bamabamaböm Jólaglögg og laufabrauðsgerð í Neskirkju í samvcrustundinni kl. 3-5 laugardaginn 8. dcscmbcr er ætlunin að halda í hciðri þann gamla norðlcnska sið að skcra út laufabrauð, cn það cr nú almennt orðinn fastur liður í undirbúningi jóla á mörgum heimilum. Þcir sem ætla að taka þátt i skurðinum þurfa aðeins að hafa með scr hníf og bretti. Ingibjörg Þórarinsdóttir, skólastjóri Hússtjómarskóla Reykjavíkur, lciðbeinir og sér um steikingu. Kökumar verða seldar við vægu verði. Jólalögin verða leikin og Viggó Nat- hanaelsson mun sýna kvikmynd scm ekki hefúr verið sýnd opinbcrlega áður, m.a. ffá fyrstu innsetningu Ásgeirs Ásgeirs- sonar í embætti forscta Islands og eftir- minnilegri for í Landmannalaugar. Boðið verður upp á óáfenga jólaglögg og pipar- kökur ásamt kaffisopa. Þann 15. desembcr er jólafúndurinn. Gengið verður í kringum jólatréð og sr. Frank M. Halldórsson sýnir litskyggnur ífá margbreytilcgum jólaundirbúningi í Houston í Texas. Þá verður ffamreiddur jólamatur. Þeir scm ætla að taka þátt í laufabrauðsgerðiuni þurfa að skrá sig hjá kirkjuverði í viðtaistíma kl. 5-6 og veitir hann nánari upplýsingar. Það þurfa einnig þeir að gera sem ætla að vera með á jóla- fundinum. Kvenfélag Óháöa safnaðarins verður með jóiafund fimmtudaginn 6., des. kl. 8 í Kirkjubæ. Félagskonur til- kynni þátttöku til Elsu í sima 676267 og til Guðrúnar í sima 10246. Leikskólalögin, plata og snælda Lcikskólalögin nefnist plata og snælda sem Almcnna bókafclagið hefur gefið út. Leikskólalögin eru saffi laga scm vin- sælda hafa notið á leikskólum, ekki síst þau lög þar sem bömin taka þátt í lciknum mcð hreyfmgum cða dansi. Mcðal laga á plötunni má ncftia: Fílaleik, Einn hljóm- listarmaður, Eg á gamla ffænku, Stræt- óvísur, Kisa mín, Pompulagið og Þrír litl- ir hcrmenn. Lcikskólalögin eru sctt ffam scm sam- söngur og samtal bamanna Tótu og Sölva og það em þau Ása Hlín Svavarsdóttir og Öm Ámason sem tala og syngja fyrir þeirra munn. Hljóðfæraleikarar em hljómsveitin Fílabandið, en hana skpa Stefán S. Stefánsson sem leikur á flautur, saxófóna, hljómborð og slagverk, Ari Einarsson sem leikur á gítar og Gunnar Hrafnsson sem spilar á bassa. Áðstoðar- hljóðfæraleikari var Sigurður Rúnar Jóns- son sem lék á orgel. Útsetningar og stjóm upptöku annaðist Stefán S. Stefánsson. Hljóðmaður var Sigurður Rúnar Jónsson, upptökur fóru ffam í Studio Stemmu. Steinar hf. annast dreifingu Leikskóla- laganna. Frá Félagi eldri borgara Opið hús í dag miðvikudag í Risinu, Hverfisgötu 105, ffá kl. 14. KI. 20.30: Umræðufúndur um lífeyrismál og al- mannatryggingar. Bencdikt Davíðsson svarar fyrirspumum. íþróttafélag fatlaöra í Reykjavík hefúr opnað jólamarkað í íþróttahúsi fatl- aðra, Hátúni 14. Opið alla daga ifá kl. 13- 18. Skagfirska söngsveitin gefur út hljómplötu Skagfirska söngsveitin í Reykjavík hcfur nýlega sent frá sér nýja hljómplötu, scm ncfúist Ljómar heimur. Þetta er fimmta platan sem kórinn gcfúr út. Við efúisval cr lögð mcgináhersla á flutning íslenskrar tónlistar og hefúr stjómandi kórsins, Björgvin Þ. Valdimarsson, útsett mörg laganna fyrir kórflutning ásamt einsöng eða tvísöng. Björgvin er einnig höfúndur fimm laga á þessari plötu. Einsöngvarar eru flestir úr röðum kórfó- laga, en þeir em: Friður Sigurðardóttir, Guðmundur Kr. Sigurðsson, Halla S. Jón- asdóttir, Hreiðar Pálmason, Óskar Péturs- son, Sigurður Steingrímsson og Svanhild- ur Sveinbjömsdóttir. Píanóleik annast Violeta Smid. Starf Skagfirsku söngsveitarinnar stend- ur með miklum blóma um þessar mundir. Kórinn hélt þrcnna tónlcika í október- mánuði: í Reykjavík, á Selfossi og í Njarðvíkum. Á öllum stöðunum vom tón- leikamir vel sóttir og undirtektir áheyr- cnda mjög uppörvandi. — Nú standa yfir æfingar á tónlist tengdri jólum og veröur sú efúisskrá flutt á aðventukvöldi í Fella- og Hólakirkju 2. dcsember. Eftir áramót verður svo hafist handa við æfmgar fyrir vortónleika, sem jafúan em haldnir í lok vetrarstarfs. Digranesprestakall Jólafúndur kirkjufélagsins verður i safú- aðarheimilinu við Bjamhólastíg fimmtu- daginn 6. des. kl. 20.30. Séra Fjalarr Sig- uijónsson, fyrrverandi prófastur, kcmur á fundinn. Nemendur úr Söngskóla Reykja- víkur syngja. Jólasaga. Jólaljóð. Veislu- kaffi að lokum helgistundar. MINNING Gestur Geirsson Fæddur 5. apríl 1943 Dáinn 26. nóvember 1990 Vinur minn í rúma tvo áratugi er látinn. Aðeins 47 ára. Eftir að hafa fylgst með veikindum hans kom þetta ekki á óvart. Samt er svo erfitt að trúa því að þessi glað- væri, góði drengur sé allur, að eiga þess ekki kost að heyra framar glað- væran hlátur hans, né að eiga þess kost að hlusta á framtíðaráform hans sem öll voru full af bjartsýni þótt hann ætti við mikið mótlæti að stríða á síðustu árum sínum. Kynni okkar hófust er fjölskylda mín fluttist að Grýtubakka þar sem hann bjó þá með fjölskyldu sinni. Leiðir okkar lágu strax saman í störfum fyrir húsfélagið og þar lá Gesturinn, eins og hann nefndi sjálfan sig stundum, ekki á liði sínu. Ekkert mál að smíða sæti og bólstra í fundarherbergið né að smíða fund- arborð sem einnig þjónaði því hlut- verki að vera veisluborð á heimilum þeirra félagsmanna sem voru að láta ferma eða við önnur tækifæri. Já, það var ólatur maður til verka fyrir náungann, hann Deddi blessaður. Þegar hann hóf svo að byggja sér raðhús að Norðurfelli 7, þá var kom- inn tími til að gera slíkt hið sama, því svona lagað getur orðið bráð- smitandi yfir ótöldu kaffibollaspjalli sem við áttum alltaf saman. Eina rökrétta leiðin til að hrinda því í framkvæmd var að fá Gestinn til að reisa húsið okkar í Engjaseli, hann var jú húsasmiður; og það var auðvitað ekkert mál, enda fluttum við inn rúmum 7 mánuðum síðar. Ekkert iðnaðarmannafúsk þar á ferðinni. Þegar svo Kiwanisklúbburinn Ell- iði var stofnaður í Breiðholtinu, fyrstur þjónustuklúbba í borginni, kenndur við borgarhverfi, þá var Gesturinn að sjálfsögðu með og upp frá því söng K-línan í brjósti hans. Þegar dagana tekur að stytta vetur konungur tekur völd. Þd er gott sína félaga að hitta í Kiwanis kvöld og kvöld. Þarsaman blöndum leikjum ogstörfum, því að mörgu við þurfum að gá. „Velja verður úr allara þörfum og þvi naest að stefna að markmiði og ná. “ ÖE. Þau voru fá störfin í klúbbnum okkar sem við byggðum saman, sem hann hafði ekki gegnt bæði í nefnd- um og stjórn, en klúbbforseti var hann 1981 til 1982. Hann var söng- maður góður og afbragðs minnugur á texta og þurfti aldrei að syngja af blaði. Hann kunni sitt hlutverk. Þegar uppákomur voru í klúbbnum, svo sem á konukvöldum, var einfald- ast að leita til hans til að taka þátt í skemmtiatriðum, hann var alltaf til- búinn í slaginn. Þeir voru ekki margir sem höfðu jafnbrennandi áhuga fyrir Kiwanisstarfinu og hann. Það eru eldhugar eins og hann sem gera veröldina aðeins betri búsetustað, þó ekki fari hátt um störf þeirra út á við. Ský bar á himin fyrir einum sex ár- um síðan er hann gekk í gegnum erfiðan skilnað. Hann sá mikið eftir samvistunum við fjölskyldu sína, en lét ekki bugast. Hugsun hans snérist um það að gera sitt besta fyrir börn- in sín sem hann unni svo heitt og voru sífellt í huga hans. Þá vopnað- ist hann bæninni og bjartsýninni sem honum var svo eiginleg og það dugði til. Fljótlega upp úr þessu kom í ljós að hann var kominn með sykursýki, en hann gaf ekki eftir í neinu, enda virtist hann alltaf vera í framför eftir að hann hafði fengið viðeigandi læknismeðferð. Því mið- ur þá reyndust veikindi hans vera al- varlegri en nokkurn grunaði og í mars s.l. fór hann bráðsjúkur á sjúkrahús þar sem hann undir- gekkst stóra aðgerð. Aftur lifnaði vonin hjá okkur vinum hans. Hann virtist allur vera að braggast eftir að hafa jafnað sig eftir aðgerðina, en þær vonir urðu þó að engu er hann aftur veiktist nú í nóvember s.l. All- an þennan tíma neitaði hann að gef- ast upp og beitti gömlu vopnunum sínum sem áður um gat, en nú var tíminn kominn. Tími kominn til að kveðja þessa lífsvist og halda á eftir föður sínum, Geir Gestssyni sem einnig var trésmiður, og yngri bróð- ur sínum Áskeli, en hann lést einnig langt fýrir aldur fram, en allir féllu þeir feðgar fýrir sama mannskæða sjúkdómnum. Við Deddi vorum alltaf meira og minna að gantast og því sagði ég við hann er ég heimsótti hann á sjúkra- húsið og hitti hann þar fýrir hressan að vanda þó þreyttur væri, að við yrðum nú að hætta að hittast svona, við yrðum að finna okkur annan fundarstað. Hann er nú farinn, blessaður, að undirbúa endurfundi okkar sem ég er viss um að framundan eru, enda ekkert mál fýrir hann að sjá um það. Ég kveð nú góðan vin minn og drengskaparmann með söknuði í þessum fátæklegu orðum mínum, en mér er tregt um tjáningu á skiln- aðarstundinni. Ég bið góðan Guð að blessa og styrkja ástvini hans, börnin hans, Guðrúnu, Gerði, Geir, Áskel og Ingi- björgu, svo og móður hans Ingi- björgu Sigurðardóttur sem hefur þurft að sjá á eftir öllum drengjun- um sínum yfir móðuna miklu sem skilur okkur að frá horfnum ástvin- um okkar. Deddi minn. Far þú í friði og friður Guðs þig blessi. Hafðu þökk okkar Lonniar fýrir samfylgdina og vin- skap þinn og gakk með Guði nú sem endranær. Þinn vinur, Öm Egilsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.