Tíminn - 05.12.1990, Blaðsíða 6

Tíminn - 05.12.1990, Blaðsíða 6
6 Tíminn Miðvikudagur 5. desember 1990 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin I Reykjavík Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Gíslason Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrímsson Auglýsingastjóri: Steingrlmur Glslason SkrifstofurLyngháls 9,110 Reykjavlk. Sfml: 686300. Auglýsingasfml: 680001. Kvöldsímar Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, (þróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prentun: Oddi hf. Mánaðaráskrift kr. 1100,-, verð I lausasölu kr. 100,- og kr. 120,- um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Misheppnuð bragðvísi Alltaf kemur betur og betur í ljós að Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, var staðinn að pólitísku frumhlaupi, þegar hann boðaði til fréttamannafundar á fimmtudaginn ásamt Ólafi G. Einarssyni þingflokks- formanni, þar sem hann skýrði frá því að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hefði samþykkt einróma að greiða atkvæði gegn staðfestingu bráðabirgðalaga til varnar þjóðarsátt. Eftir að Þorsteinn gaf þessa yfirlýsingu risu kunnir áhrifamenn í Sjálfstæðisflokknum upp gegn stefnu hans og kölluðu hana „ábyrgðarleysi", „stráksskap", „skort á skynsemi“ og öðrum ámóta nöfnum. Morgun- blaðið krafðist þess að Sjálfstæðisflokkurinn styddi bráðabirgðalögin, að öðrum kosti væri flokkurinn að stefna þjóðarsáttinni í voða. Hafi Þorsteinn Pálsson þannig vakið andstöðu gegn sér hjá áhrifamönnum flokksins úti um allt þjóðfélag- ið, gerðu yfirlýsingar hans um afstöðu þingflokksins illt verra fyrir hann með því að hann sagði ósátt um að einhugur væri meðal sjálfstæðismanna og í þing- flokknum um að greiða atkvæði gegn bráðabirgðalög- unum. Nú hefur það vitnast að þingflokkurinn sam- þykkti aldrei formlega ályktun í þessa átt. Það er ósatt að umræður í þingflokknum hafi lýst ein- hug um andstöðu gegn bráðabirgðalögunum. Það er einnig leitt í ljós að umræddur þingflokksfundur var ekki fullskipaður. Það er ósatt að allir þingmenn hafi lýst stuðningi við leikbrellur Þorsteins Pálssonar. Liggur ljóst fyrir, að hann tók sér vald til að gera þing- mönnum sínum upp skoðanir. Hverjar svo sem hvat- irnar voru eða hvatamennirnir á bak við formanninn, er sýnt að hann hefur rangtúlkað afstöðu einstakra þingmanna og þar með þingflokksins í heild og hlaup- ið á sig gagnvart áhrifamiklum öflum í Sjálfstæðis- flokknum. Davíð Oddsson Þorsteinn Pálsson hefur komið fram sem talsmaður hinna pólitísku hrekkjabragða, sem áttu að koma höggi á ríkisstjórnina. Þau hafa hins vegar snúist gegn forystu Sjálfstæðisflokksins, sem hefur fengið sitt eig- ið vopn framan í sig, hún hefur fallið á sjálfs sín bragði. Að vísu er óþarfi að leita hvatamanna þessa frum- hlaups langt út fyrir vinahring Þorsteins sjálfs, enda í stíl við hefðbundið og sögufrægt ábyrgðarleysi Sjálf- stæðisflokksins í stjórnarandstöðu. Hins vegar er þess að minnast, að Þorsteinn Pálsson hefur fengið upp að hliðinni á sér nýjan varaformann, Davíð Oddsson borgarstjóra í Reykjavík. Sá maður ætlar Þorsteini ekki langlífi í formannssæti og mun ekki reynast nema í meðallagi ráðhollur formanninum. Eftirtektarvert var að Davíð Oddsson var ekki á blaðamannafundi þeirra Þorsteins og Ólafs G. Einarssonar, þar sem þeir mistúlkuðu herfilega afstöðu þingflokks síns eins og nú er komið á daginn. Það er þó á flestra vitorði að Davíð Oddsson studdi manna ákafast atlögu Þorsteins Pálssonar að þjóðarsáttinni, enda verulegar líkur til þess að hann sé hinn raunverulegi höfundur að mis- heppnaðri bragðvísi formannsins. Jól víxlaranna Það cr engu likara en að íslend- Ingar séu bónir að fS verðbréf og vaxtagróða á heilann eftbf hálfrar aldar óspUunarsemi í peningamál- um, begar verðbólgan át upp sparifé og brenndi sknldir manna og kreppukrónan varð að lokum jafngiid broti úr einseyríngi og flaut á vatnt. Kauphallar- kristni En nú á að snúa öllu við og taka upp átrúnað á verðbréfaviðskipti og vaxtatekjur og gera hvem kauphailarbraski. Eins og við er að búast f okkar rúmgóðu, íslensku þjóðkristni, þar sem pláss er fyrir atiar kenn* eujátningunni til indverskrar jógaspeki, ef ekki Ásatrú að auki, og halda skuli jÓIin hátíðleg f nafni fjöibreytninnar, hlaut að koma að því aö trúboðar kaup- hallarkristninnar fyndu sér við- uðu hana við að koma boðskap sínum á framfæri við bðmin meðan þau væru $en> yngst og móttækilegust fyrlr gott orð. Segir síg sjálft að kauphallar- kristoin hin nýja verður teogd jóiahátíðinni eins og sjá má á nýrri daegradvöl, sem eetluð er böraum og unglingum á jólunum og ber nafnið Verðbréfaspilið. Eins og áður þótti við hæft að bömin skemmtu $ér við Land- helgisspilið og öll fjölskyldan reyndl sig í minnisfæmi og al- mennum fróðleik undlr alþjóða- heitinu TriviaJ Pursuit, af því að það mátti ekki gefa því ísleoskt nafn frekar en annarri merkja- vöru, á nú að nota jólin til þess að venja krakkana scm yngsta við hugsjúnir fjánnagnsmarkaðar- f'.' ÍÍSW;;; mm i:;;; VERÐUR HANN NÆSTISTJÓRNARFORMAÐUR ÍSLANDS? Það er dæmigeri fyrir hugsjónir þeirra sem standa að þessu nýja að um spilið er fermingardrengur f forstfóratótum roeð úttroðna vasa af seðlum, og spumingin sem söfnuðurinn á að velta fyrir sér er þessi: „Verður hann næsti stjóra- arformaður íslands?“ Boðskapur- inn er m.ö.o. sá að Isiand verði ekki lengi úr þessu þjóðlegt lýð- veidl, heldur hiutafélag, sem stjómað verði af hlutabréfaeig- cndum í stað kjörinna alþingis- manna og ráðherra. Formaður ís- lands h/f ícemur í stað forseta Lýð- veldisins ísiands og forstjóri hlutafélagsins í stað forsætisráð- herra og ýmsir framkvæmdastjór- ar í stað hinna ýmsu ráðherra. Þetta er nú stjómlagafræði og lýó- ysingatextanum segir, að söguhetjan unga í forstjórafotun- að verða formaður fÖutafélagsins íslands. Hann kaupir sér bara hlut er hugsanlegt, ef hann kann ekki á kerflð, að hann „lendi i klónum á skattinum“, enda um að gera að vera nógu snjall í verðbréfa- og hiutabréfaviðskiptum til þess að komasl hjá því og öðlast frama í samur. Hamingjan er fólgin í þvf að kuntta á verðbréfatnarkaðínn, vera liðtækur víxlari, þótt jóla- bamið sjálft hafi verið í heiminn fætt tíl þess að velta um borðum víxlaranna. En hver nennir að hiusta á sitka fomaldarspeki á jólaföstu kauphallarkristninnar? VITT OG BREITT Dægurlagamenning Meðal margra gersema sem út eru gefnar fyrir næstu jól er safnplata með tíu til tuttugu ára gömlum dægurlögum og er látið að því liggja að hér sé um merka menningar- starfsemi að ræða og verðveislu menningararfleifðarinnar. Þá skýrðu klökkir sjónvarpsmenn frá því að komið hafi í leitimar kassi með hljóðbandsupptökum sem sumar hverjar eru allt að 30 ára gamlar. Ungur sérfræðingur hand- lék fomminjarnar af mikilli varfærni og skýrði hryggur frá því hvernig tímans tönn hefur leikið þessi menningarverðmæti. Bót var þó í máli að með tæknisnilli tókst hon- um að bjarga einhverju af hljómun- um inn í appirat og vom hljóm- böndin þar með ónýt. En fornir tónar varðveitast stafrænt og er hægt að fjölfalda þá eftirlifandi og komandi kynslóðum til ununar. Allt eru þetta eðlilega dægurlög, yf- irleitt með flatrímuðum textum. Forgengileikur Á sínum tíma var lítt hirt um að taka upp og varðveita þá saklausu skemmtun sem fólk hafði af að semja, syngja og jafnvel hlusta á dans- og dægurlög. Þetta var dægra- stytting augnabliksins og átti eink- um við þegar fólk fór að lyfta sér upp á laugardagskvöldum og brá sér á ball. Seint á laugardagskvöldum vom dans- og dægurlögin líka leikin í út- varpið og þótti mörgum þá skemmtiiegt. En fremur mun það hafa verið fátítt í fomöld á jörðu að dægurlög væm gerð að aðalinntaki og takmarki lífs- ins og dægurlagafremjendur teknir í guðatölu. Djöfull hefði þótt haliær- islegt ef hraustir og karlmanniegir strákar hefðu farið að fíflast til að gerast einlægir aðdáendur einhverra dægurlagapípara og gítarspilara og hlustað á pípið daginn út og daginn inn. Hugmyndafræði dægurtónlistar kom síðar og lagði langmenntuð- ustu kynslóðir sögunnar að fótum sér. Fólk með háar prófgráður tryllist af fögnuði og aðdáun á hræmulegum dægurlagatextum þar sem tungunni er misþyrmt, sem aldrei íyrr og má ekki á milli sjá hvort má sín betur hugmyndafræðin eða smekkleysan. Svona fólk heldur að það sé að bjarga menningarverðmætum úr fylgsnum fyrri alda þegar það hand- leikur spólur af dægurílugunum, sem enn eru til á plötum, á nótum og prentuðum textum. Hann Bjössi sem stígur bensínið í botn á fyrsta gíri!!! er ekkert merki- legri í frumútgáfunni en í hinum síðari og allt í lagi með strákinn í þeim öllum. En það var aldrei til þess ætlast að hann yrði langlífur í landinu. Menningarverðmæti Að minnsta kosti tvær ævisögur dægurlagasöngvara eru að koma út og verður þeim áreiðanlega tekið að verðleikum af kynslóðum sem trúa á dægurlagasöng. Það er nefnilega ekki bara góður bisniss að semja, spila og syngja. Það er líka fínn bisniss að tala um dæg- urlagasöng og skrifa um dægurlaga- söng. Dægurlagakynslóðimar ffla þetta allt í botn og það vita útgefendur dægurlagamenningarinnar mæta vel. Höfuðskylda Ríkisútvarpsins er að sjá svo til að aldrei verði lát á dýrkun dægurlagakúitúrsins allar stundir sólarhringsins. Prestar átrúnaðarins em á vaktinni hverja stund á rásum og í sjónvarpi og hæla og hæla bók- staflega öllu poppi og rokki, textum og ryþmum og þeim sem það flytja með hæstu stigum lýsingarorða. Ef þvottaefnum og stjórnmála- mönnum væri gert svona ofboðslega hátt undir höfði, þótt ekki væri í nema tvær mínútur, mundu Neyt- endasamtökin kæra, áhugamenn um stjómmál mundu mótmæla að pólitíkusar væm hafðir að fíflum með þessum hætti og yfirmenn út- varps reka þá starfsmenn sem mis- notuðu sína aðstöðu svo hrikalega. En átrúnaðurinn á dægurlögin er yfir allt slíkt hafinn. Aðrar stöðvar lúta sömu goðum. íslensk dægurlagamenning er orð- in svo rótföst í þjóðfélaginu, að hún er búin að koma sér upp sögu og menningarverðmætum sem sér- fræðingar handleika eins og fom, fú- in og fágæt handrit af dróttkvæði. En bragarhátturinn er annar. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.