Tíminn - 05.12.1990, Blaðsíða 16

Tíminn - 05.12.1990, Blaðsíða 16
AUGLÝSINGASÍMAR: 680001 & 686300 RÍKISSKIP NUTIMA FLUTNINGAR Hatnarhusinu v Tryggvagotu. S 28822 1 SAMVINNUBANKINN í BYGGÐUM LANDSINS NISSAN g Réttur bíll á réttum stað. Ingvar | Helgason hf. ' Sævartiöfða 2 Sími 91-674000 9 ríniimi MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER1990 Frumvarp til nýrra samvinnulaga var kynnt ríkisstjórninni í gær: Tryggir jafnari stöðu sam- vinnufélaga og hlutafélaga Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra kynnti í ríkisstjórninni í gær stjórnarfrumvarp um samvinnulög. Frumvarpið er hugsað til þess að jafna stöðu hlutafélaga og samvinnufélaga. Um er að ræða allítarlegan laga- bálk sem setur samvinnufélögin samhliða hlutafélögum. Gert er ráð fyrir því í frumvarpinu að samvinnufélög geti skipt stofn- sjóð í tvo sjóði og stofnað B-deild stofnsjóðs. í honum er hægt að selja hlut, sem sérstök sam- vinnuhlutabréf verða gefin út á og þannig geta samvinnufélögin aflað sér eigin fjár. Samvinnu- hlutabréfin eru í flestu jafngild venjulegum hlutabréfum í hluta- félögum. Þeim fylgir þó ekki at- kvæðisréttur í félaginu, en aftur á móti fylgir þeim viss forgangs- réttur til arðgreiðslna. Þá er gert ráð fyrir því í frum- varpinu að heimild til að reka innlánsdeildir falli niður, en inn- lánsdeildir hafa verið mjög þýð- ingarmikill þáttur í rekstri kaup- félaga. Á móti því komi að sam- vinnufélögin hafi heimild til að stofna sparisjóði. Sigurður Markússon stjórnar- formaður Sambandsins var nýbú- inn að fá frumvarpið í endanlegu formi þegar Tíminn hafði sam- band við hann: „Við teljum að það séu merk nýmæli í þessu frumvarpi, sem geti orðið sam- vinnufélögunum til framdrátt- ar“, sagði Sigurður. „Mér finnst þessi nýju ákvæði vera mjög áhugaverð fyrir kaupfélögin og hugsanlega fyrir Sambandið líka, en það á allt eftir að skoðast miklu betur. Ég held að það sé engin spurning að samvinnu- menn hafa áhuga á þessum lög- um, enda hafa þeir átt fulltrúa í þeirri nefnd sem vann að frum- varpinu". Sigurður sagðist þó eiga eftir að skoða frumvarpið nánar, ásamt sérfræðingum Sam- bandsins, og því liggi formleg umsögn af hans hálfu ekki fyrir. Að þessu frumvarpi hefur nefnd unnið að frá því í lok apríl. Lögin, sem nú eru í gildi, eru að stofni til frá árinu 1937, þó nokkrar breytingar hafi verið gerðar á þeim síðan þá. Frumvarp við- skiptaráðherra er nú til athugun- ar hjá þingflokkum stjórnarinn- ar, áður en það verður lagt fyrir þingið. í frumvarpinu er gert ráð fyrir að það taki gildi í ársbyrjun 1992, verði það samþykkt á Al- þingi. -hs. Bráðabirgðalögin koma úr nefnd í dag og verður mælt fyrir þeim á morgun: Óeining í þingliði Sjálfstæðisflokks Hugsanlegt er talið að afstaða Sjálfstæðisflokksins til bráða- birgðalaganna geti haft stórpólitískar afleiðingar. Hart var deilt á þingflokksfundi sjálfstæðismanna í fyrrakvöld og er umræðum um málið ekki lokið í þingflokknum. Ljóst er að Ólafur G. Einarsson formaður þingflokksins sagði ósatt þeg- ar hann lýsti því yfir á blaðamannafundi á fimmtudaginn að eining væri í þingflokknum um málið. Bráðabirgðalögin voru til umræðu í fjárhags- og viðskiptanefnd neðri deildar í gærmorgun. Páll Péturs- son, formaður nefndarinnar, sagði að ráðgert hefði verið að afgreiða málið frá nefndinni, en minnihluti nefndarinnar hefði óskað eftir að málinu yrði frestað svo að honum gæfist kostur á að ganga frá sínu áliti. Sjálfstæðismennirnir í nefnd- inni, Matthías Bjarnason og Friðrik Sophusson, höfðu ekki gengið frá sínu áliti. Þeim var boðið að skrifa undir álit meirihluta nefndarinnar, en þeir höfnuðu því. Páll sagðist reikna með að afgreiða málið frá nefndinni í dag. Lögin verða væntanlega tekin á dagskrá á morgun. Fulltrúar meirihluta og minnihluta nefndarinnar munu þá mæla fyrir nefndarálitum sínum. Reiknað er með að umræðunni verði síðan frestað vegna þess að Steingrímur Hermannsson forsæt- isráðherra getur ekki verið við- staddur umræðuna. Aðalumræðan verður síðan á þriðjudaginn í næstu viku og er búist við að þá verði hart deilt um þetta margum- rædda mál. Fjölmiðlum sagt ósatt Nú hefur verið upplýst að Ólafur G. Einarsson formaður þingflokks- ins sagði ósatt þegar hann svaraði fyrirspurn Tímans á blaðamanna- fundi sem Þorsteinn Pálsson og Ólafur boðuðu til síðdegis á fimmtudaginn í síðustu viku. Þá var Ólafur spurður hvort eining hefði verið um ákvörðun þing- flokksins að greiða atkvæði gegn bráðabirgðalögunum. Hann sagði að um algera einingu hefði verið að ræða í þingflokknum. Fimm þingmenn flokksins hefðu verið fjarverandi, en haft hefði verið samband við þá og þeir lýst sig efn- islega sammála þingflokknum. Svar Ólafs var hins vegar ekki sannleikanum samkvæmt. Fram hefur komið í fjölmiðlum að það var ekki einhugur á um- ræddum þingflokksfundi. Nokkrir þingmenn lýstu efasemdum um að rétt væri að taka svo afdráttalausa afstöðu gegn Iögunum. Matthías Bjarnason varaði félaga sína í þingflokknum við afleiðingum þessara samþykktar. Það hefur einnig komið fram að ekki var leit- að álits þriggja þingmanna flokks- ins sem voru fjarverandi þegar samþykktin var gerð. Þetta voru þeir Ingi Björn Albertsson, Eyjólf- ur Konráð Jónsson og Guðmundur H. Garðarsson. Svo er að sjá sem að þingflokkur- inn hafi ekki gefið sér langan tíma í að yfirvega þessa umdeildu ákvörð- un. Þegar Eyjólfur Konráð var boð- aður á þingflokksfund baðst hann undan því að mæta, en spurði um leið hvort eitthvað mikilvægt væri á dagskrá fundarins. Hann fékk þær upplýsingar að svo væri ekki. I lyrradag var langur fundur í þingflokki sjálfstæðismanna. Hon- um var að lokum frestað án þess að umræðum væri lokið. Tíminn hef- ur heimildir íyrir því að hart hafi verið deilt á fundinum og formaður og varaformaður hafi fengið það óþvegið hjá nokkrum þingmönn- um. Ingi Björn Albertsson mun t.d. hafa Iýst því yfir að hann myndi ekki greiða atkvæði gegn lögunum á þingi. Ekki er vitað hvenær þing- flokksfundinum verður framhaldið, en Þorsteinn Pálsson Iá í rúminu í gær með flensu. Mörgum finnst með eindæmum hversu einkennilega þingflokkur sjálfstæðismanna hefur hagað sér í þessu máli. Flokkurinn er nú kom- inn í varnarstöðu á þingi. Almenn- ingur skilur ekki forystumenn flokksins þegar þeir segjast styðja þjóðarsátt á sama tíma og þeir gera tilraun til að ganga af henni dauðri með því að fella bráðabirgðalögin. DV birtir í dag skoðanakönnun um fylgi flokkanna og bíða niargir spenntir að sjá það fylgi sem Sjálf- stæðisflokkurinn fær í könnun- inni. Davíð tekur ekki þátt í að verja stefnu flokksins Davíð Oddsson, borgarstjóri og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, hefur látið fara lítið fyrir sér síð- ustu daga meðan Þorsteinn Páls- son, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Ólafur G. Einarsson, formaður þingflokksins, hafa staðið í ströngu að verja stefnu flokksins. Hann fór til útlanda strax og þingflokkurinn hafði gert hina umdeildu ályktun. Eftir að heim kom reyndu fjölmiðl- ar að ná tali af honum, en hann neitaði að ræða þetta mál og vísaði á formann flokksins. Útvarpsstöðin Bylgjan fékk Davíð í beina útsendingu í hádeginu í gær til að ræða um opnun bílastæða í ráðhúsbyggingunni. Fréttamaður- inn spurði þá varaformanninn um bráðabirgðalögin. Davíð sagðist vera sammála þingflokknum í þessu máli og gagnrýndi ríkis- stjórnina harðlega fyrir að hafa sett lög á BHMR. Davíð varaði flokks- bræður sína við að breyta um af- stöðu til málsins. Hann gaf lítið íyr- ir yfirlýsingar þingmanna sem ekki voru á fundinum og minnti á að í reglum flokksins stæði að einfaldur meirihluti þingflokksins markaði stefnuna. Hann sagði hugsanlegt að einhvenir væru að bogna undan álaginu. „Eg vona að það verði fáir menn sem ekki hafa reisn til að standast álagið. Samþykktin var gerð þannig að menn ákváðu að standa sameiginlega um hana. Ég vona að menn hlaupi ekki frá þess- ari samþykkt. Það finnst mér a.m.k. ekki stórmannleg gert,“ sagði Dav- íð. -EÓ ísland aðstoðar Austur-Evrópu og Sovétríkin: Matvæli og fræðsla Forsætisráðherra, Steingrímur að senda matvælin. Þá var sam- frá Sovétríkjunum og hinn helm- Hermannsson, lagði til í ríkis- þykkt í ríkisstjóminni að aðstoða ingurinn frá Póllandi, Ungveija- stjóminni í gær að íslendingar Austur-Evrópu í sínum efnahags- landi og Tékkóslóvakíu. Jón Iegg- veiti Sovétmönnum matvælaað- vanda. Jón Baldvin Hannibalsson ur til að þetta starf verði unnið í stoð. Þá lagðl utanríldsráðherra utanríkisráðherra lagði til að ís- samráðl við þau fyrirtæki sem einnig til á sama fundi, að fsland land legðl fé í sameiginlegan sjóð eiga viðskipti við þessi lÖnd, sem gerðist aðlli að sjóði EFTA sem er EFTA-ríkjanna, sem á að aöstoða greiði laun starfsnemanna. Sam- ætlað að rétta við ijárhag Austur- við aö reisa við efnahaginn í kvæmt upplýsingum Tímans Eyrópuríkja. nokkmm Austur- Evrópuríkjum. gengi starfsþjálfunin út á að I tillögu Steingríms er gert ráð TiUagan var samþykkt og rætt er kynna fyrir ungu fóUd hvemig fyrir því, að matvælaaðstoðin um að um 2 mUljónir verði settar markaðskeríið gengur fyrir sig og verði gerð í samvinnu við fyrir- í sjóðinn. hvemig megi koma á sjálfstæðum tæld sem versla við Sovétrfldn. Jón Baldvin lagði einnig tU að atvinnurekstri og tengslum ungs Hugmynd hans er sú að þessi fyr- hingað komi áriega um 30 manns fólk við fyrirtæld. irtæki tald þátt í kostnaðinum vlð til starfsþjálfunar, helmlngurinn -hs.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.