Tíminn - 05.12.1990, Blaðsíða 5

Tíminn - 05.12.1990, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 5. desember 1990 Tíminn 5 Magnesíumútfelling úr vatni frá Nesjavöllum ógnar hitaveitulögnum Hitaveitu Reykjavíkur og húseigenda: Ekki bara ryð og skítur heldur eyöileggingarógn íslenska skáksveitin hafnaði í átt- unda sæti á Ólympíuskákmótinu í Nova Sad. ísland hlaut 32 og 1/2 vinning eins og V-Þýskaland, Ind- land, Svíþjóð, Holland og B-lið Júgóslavíu. Samkvæmt sérstökum stigaútreikningum, sem gerðir voru þegar öll úrslit lágu fyrir, hlutu ís- lendingar áttunda sætið. Þeir urðu því efstir af öilum Norðurlandaþjóð- unum. Eins og áður hefur komið fram urðu Sovétmenn efstir með 39 vinn- inga. Bandaríkjamenn urðu í öðru sæti með 35 og 1/2 vinning. Eng- lendingar urðu í þriðja sæti einnig með 35 og 1/2 vinning eins og Band- ríkjamenn. Tékkóslavar urðu í fjórða sæti með 34 og 1/2 vinning, Júgóslavar í fimmta með 33 vinn- inga, Kínverjar í sjötta sæti með 33 vinninga og Kúbumenn í sjöunda sæti með 33 vinninga. Nágrannar okkar Svíar urðu í ell- efta sæti með 32 og 1/2 vinning, Finnar urðu í 24. sæti með 31 og 1/2 vinning, Norðmenn urðu í 36. sæti með 30 vinninga og Danir urðu í 37. sæti með 30 vinninga. khg. magnesíumsílikata við upphitun og afloftun. í vatni úr kaldavatnshol- um á Nesjavöllum reiknast einna mest yfirmettun af þeim grunn- vatnssýnum sem athuguð voru.“ Lokaorð skýrslunnar eru þessi „Nið- urstöður þessara rannsókna kalla á mun nákvæmari líkantilraunir þar sem fyrir standa frekari virkjanir á háhitasvæðum landsins þar sem ferskt vatn yrði notað sem varma- miðill svo sem virkjun Hitaveitu Reykjavíkur á Nesjavallasvæðinu, en þar eru vísbendingar um vanda- mál vegna útfellingu magnesíum- sílikata." Sigrún sagði í gær að fram hefði komið á síðasta stjórnarfundi Veitu- stofnana s.I. föstudag að stjórnar- mönnum var ókunnugt um að slík- ar viðvaranir hefðu verið gefnar og sagði síðan: „Ég tel mikla hættu á að útfellingar séu verulegur hluti vandans, en ég er ekki sérfræðing- ur. Ef um slíkar útfellingar er að ræða í einhverju mæli, er óhjá- kvæmilegt að ráðast í úrbætur strax og ráðstafa til þess fjármunum á næstu fjárhagsáætlun." Afgreiðslu á tillögu Sigrúnar var frestað í borgarráði í gær. En þær úrbætur, sem hugsanlega þyrfti að gera, gætu kostað allt að 500 millj. króna. Samkvæmt upplýsingum frá Orku- stofnun er magnesíumsilikatútfell- ing þekkt vandamál sem kemur upp þegar ferskt vatn og hitaveituvatn er blandað saman, en Orkustofnun gerði rannsókn á þessu vandamáli hjá hitaveitum almennt sem nota ferskt vatn til upphitunar. Sérfræð- ingar Orkustofnunar telja að Hita- veita Reykjavíkur hafi gert rann- sóknir og úttekt á þessu vandamáli gagnvart Nesjavallavirkjun á sínum tíma. Ekki náðist í hitaveitustjóra til að afla upplýsinga um hvort svo væri eða hvort þetta væri vandamál sem blasti við þeim nú. Davíð Odds- son borgarstjóri hefur krafist skýrslu um máiið sem hann vill fá í hendur í dag. —GEÓ Undanfarið hefur verið mikið um kvartanir vegna óhreininda svo sem sands og ryðs í vatni því, sem kemur frá Nesjavallavirkjun, eins og fram hefur komið í fjölmiðlum. Nú er hins vegar að koma í ljós að einnig er kísill, magnesíum og brennisteinn til staðar í vatninu sem orsakar útfellingu. Þessi útfelling getur sest inn á aðveiturör og lagnir og eyðilagt þau. Frá Nesjavallavirkjun kemur ferskt vatn, sem hitað er upp, en ferskt vatn er mjög magnesíumríkt. Þegar upphituðu fersku vatni er blandað við hitaveituvatn eða Iághitavatn myndast mikil útfelling magnesí- umsílikats sem getur orsakað þess- ar skemmdir. Ef tilfellið er þetta, hefði átt að dæla vatninu frá Nesja- vallavirkjun sérstaklega, en ekki inn í sjálft hitaveitukerfið þar sem það blandast hitaveituvatni sem fýr- ir er. Sigrún Magnúsdóttir borgarfull- trúi Framsóknarflokks, sem einnig situr í stjórn veitustofnana lagði af þessu tilefni fram í borgarráði í gær fram svohljóðandi tillögu: „Borgar- ráð samþykkir að skipa nú þegar nefnd fimm sérfræðinga er gera út- tekt á vandamálum þeim sem upp hafa komið hjá Hitaveitu Reykjavík- ur í kjölfar tengingar Nesjavalla- virkjunnar. Nefndin skili tillögum til úrbóta fyrir áramót. í greinargerð með tillögunni segir að sem kunnugt sé, hafi inntakssíur í húsum stíflast hvað eftir annað eftir að Nesjavallavirkjun var tengd inn á kerfi Hitaveitunnar. í fyrstu hefði verið talið að eingöngu væri um að ræða óhreinindi, svo sem járn (ryð) úr nýjum pípum og sand ofl. en þetta myndi lagast með tím- anum. Því miður virðist sú skýring ekki einhlít því einnig sé kísill, magnesíum og brennisteinn til staðar í vatninu sem orsakar útfell- ingu. Þá segir í greinargerð Sigrúnar Magnúsdóttur að í skýrslu Orku- stofnunnar frá 1983 (Magnesíum- síiikatútfellingar í hitaveitum) sé varað sérstaklega við hættunni á út- fellingu þegar blandað er saman fersku vatni og hitaveituvatni eða lághitavatni. í niðurstöðum þeirrar skýrslu segir m.a. „vatn úr kalda- vatnsbólum víðs vegar um landið verður yfirmettað með tilliti til ISLENDINGAR I ÁTTUNDA SÆTI Stefán Valgeirsson sér til þess að embættismenn í fjármálaráðuneytinu hafi nóg að gera: Hve miklu eyddu pingmenn i TerOa* log sl. tvo ar? Stefán Valgeirsson alþingis- maður hefur lagt fram á Alþingi fyrirspurn til fjármálaráðherra um ferðakostnað þingmanna og ríkisstarfsmanna árið 1989 og það sem af er þessu ári. Fyrir- spurnin kemur í fcjölfar á svari við fyrirspurn Inga Björns Al- bertssonar um ferðakostnað ráðherra, en talsverðar umræð- ur hafa orðið um svarið í fjöl- miölum. Búast má við að embættismenn í fjármálaráðuneytinu verði að láta hendur standa fram úr erm- um við að safna þeim upplýsing- um sem Stefán vill fá. Stefán vili að svarið, sem á að vera skriflegt, verði ítariegt. í svar- inu á að koma fram hvað margar ferðir hver alþingismaður og hver ríkisstarfsmaður fór á þessum tveimur árum, hvert var farið og hvað lengi viðkomandi dvaldist erlendis. En það er fleira sem Stefán vill fá að vita. Hann viil að ferða- kostnaðurinn verði sundurliðað- ur í fargjöld, samanlagðan gisti- og fæðiskostnað, risnu, dagpen- ingagreiðslur, þar með talið álag á þær og síöast en ekki sist heildargreiðslur fyrir maka. Búast má við að margir hafi gaman að því að glugga í svarið þegar það kemur, enda hefur landinn gaman af því að tala um náungann og öfundast út í hann. Það er hins vegar spuraing hvort ekki sé ástæða til að ein- hver alþingismaður leggi fram fyrirspum á þingi um kostnað við að svara hinni stóru fyrir- spura Stefáns Valgeirssonar. -EÓ Ari Trausti Guðmundsson með sérstæðar handbækur: Hin hliðin á íslandi í byggð og óbyggðum Tvær bækur eftir Ara Trausta Guðmundsson, jarðeðlisfræðing, eru ný- komnar úL Önnur er óvenjuleg myndabók um ísland og heitir „Hin hlið íslands". Hin bókin heitir „A ferð um hringveginn“ og þar er farinn hringvegurinn og valdir 75 staðir sem Ari TVausti lýsir nákvæmlega. Ari Trausti segir bókina Á ferð um hringveginn hugsaða sem ritröð sem kæmi út reglulega og næstu bækur gætu þá heitið ,Á ferð“ eða „Hringvegur" eða „Hringvegur og hálendið" o.s.frv. Bókin er um 250 síður í mjög stóru broti og þeir 75 staðir, sem fjallað er um, voru valdir eftir því hvað höfundi þótti sjálfum athyglisvert. Sagt er frá jarðfræði staðanna, þjóðsögum sem tengjast þeim og fleiru forvitnilegu. í bókinni eru um 300 myndir með kortum og skýringamyndum. Ari sagði að sniðugt væri að lesa bókin áður eða eftir að menn færu hringveginn. Bókin er líka í öskju þannig að lítið mál er að hafa hana hjá sér í bílnum sér til glöggvunar. Hin hlið íslands er á þremur tungu- málum; íslensku, ensku og þýsku. Að sögn Ara Trausta eru í bókinni tólf kaflar og sýnir hver um sig einhverj- ar óvenjulegar hliðar á íslandi, mik- ið til af hálendinu. Myndir eru uppi- staða hvers kafla en einnig er skrif- aður texti sem snýst aðallega um það hvað menn upplifa þegar þeir eru á ferðalögum. Að sögn Ara TVausta lýs- ir bókin fáförnum stöðum, jafnve! stöðum sem enginn hefur komið fyrr til, eða þá af þekktum stöðum sem skoðaðir eru frá mjög sérkenni- legu sjónarhomi. Allar myndir í bók- inni, 70 talsins, eru eftir Hrein Magnússon, ferðafélaga Ara Trausta til margra ára. Ari TVausti Guðmundsson hefur skrifað fjölda bóka um ísland og náttúru þess, m.a. um jarðfræði, eld- virkni, fjallamennsku o.fl. khg. Ari Trausti Guðmundsson. Slysið í rannsókn Maðurinn, sem lést þegar lítil eins- hreyfils flugvél sem hann flaug hrapaði við Nesjavallaveginn í fyrra- dag, hét Þórir Aðalsteinsson. Þórir var til heimilis að Reykási 2 í Reykjavík og var hann fæddur 1. janúar 1968. Hann var ókvæntur og barnlaus og bjó í foreldrahúsum. Rannsókn á slysinu stendur nú yfir á vegum Loftferðaeftirlitsins, en brak flugvélarinnar var flutt til Reykja- víkur til rannsóknar. -hs. Eldur í parhúsi Um klukkan 17 í gær kviknaði eld- ur í íbúðarhúsi í Hveragerði. Eldur- inn kom upp á annarri hæð í sjón- varpsherbergi, en um er að ræða tví- lyft parhús. Slökkviliðið í Hveragerði sá um slökkvistarfið og greiðlega gekk að slökkva eldinn. Töluverðar skemmdir urðu þó af vatni og reyk um allt húsið. Tálið er líklegt að kveiknað hafi í út frá sjónvarpi, en rannsókn er á frumstigi. -hs.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.