Tíminn - 05.12.1990, Blaðsíða 15

Tíminn - 05.12.1990, Blaðsíða 15
'\ f \ . . J _ 1 . . . i . i: ; ÍÞRÓTTIR ET :- *-?T : w \\ ry ;yysCxÍ-: i - — i Körfuknattleikur - NBA-deildin: Portland TB stendur lang- best að vígi Sigurganga liðs Portland Trail Blaz- ers í NBA-deildinni heldur áfram. Liðið hefur aðeins tapað einum leik af fyrstu 15 og stendur langbest að vígi allra liða í deildinni. Aðeins Phoenix Suns hefur tekist að leggja Blazers að velli í vetur. Um helgina vann Portland sigur á Seattle Supersonics 130-124 í þríframlengdum Ieik. Úrslit í NBA-deildinni síðustu daga: Föstudagur AtiantaHawks-OevelandCátö—93-101 Boston Celtics-Washington B. .123- 95 Orlando Magic-Golden State .113-119 Detroit Pistons-Philadelphia..96- 94 Chicago Bulls-Indiana fticers ..124-95 Milwaukee Bucks-NY Knicks ...103- 97 Utah Jazz-Minnesota Umberw. ..96- 79 Laugardagur NY Knicks-Chariotta Homets ..113- 96 NJNets-OriandoMagic...........111-92 Philadelphia76’ers-Boston.....116-110 Washington B.-Detroit Pistons ...94- 83 Miami Heat-Golden State Whrr. 111-137 Cleveland Cav. Chicago Bulls... 85-120 Houston Rocets-Sacramento K. 117-93 DenverNuggets-LAClippers .121-137 Phoenix Suns-LA Lakers........98-108 Seattíe Supers.-Portland TB _.124-130 3ftamlengingar Sunnudagur Indiana Pacers-Mikvaukee B. .107-103 LACKppers-MinnestoaTímberw..l02- 77 Portiand TVail Blazers-Utah J.101- 97 Staðan í deildini er nú þessi, heildarleikir, unnir, tapaðir, vinnings- hlutfall: Austurdeild-Atlantshafsriðill: Boston Celtics ........15 12 3 80,0 Philadelphia‘76ers ...15 11 6 64,7 New York Knicks ..15 7 8 46,7 New Jersey Nets ...16 6 10 37,5 Miami Heat.............15 5 10 33,3 Washington Bullets....l5 5 10 33,3 Austurdeild-Miðriðill: Detroit Pistons .......1613 3 81,3 Milwaukee Bucks ....16 11 5 68,8 Chicago Bulls .........16 10 6 62,5 Cleveland Cavaliers..17 9 8 52,9 Charlotte Hornets....l6 8 8 50,0 Indiana Pacers.........16 6 10 37,5 Vesturdeild-Miðvesturriðill: San Antonio Spurs .13 9 4 69,2 Houston Rockets ....16 9 7 56,3 Utah Jazz .............15 8 7 53,3 Dallas Mavericks.....13 6 7 46,2 Minnesota Timberwolves 16511 31,3 Denver Nuggets.........15 3 12 20,0 Orlando Magic..........16 3 13 18,8 Vesturdeild-Kyrrahafsriðill: Portland TYail Blazers.15 14 1 93,3 GoIdenStateWorriors. 17 11 6 64,7 Phoenix Suns........... 13 8 5 61,5 Los Angeles Lakers 13 8 5 61,5 Los Angeles Clippers.... 16 8 8 50,0 Seattle Supersonics.... 12 4 8 33,3 Sacramento Kings.......14 113 7,1 BL Lið San Antonio Spurs er i efsta sæti miðvesturriðils vesturdeildar- innar. Það er greinilegur stærðarmunur á David Robinson og þjálfar- anum Larry Brown. Krakkamir kunnu vel við sig á nýja skautasvellinu í Laugardal, en hætt er við því að einhver hafa fengið byltu. Timamynd Ami Bjama. Langþráður draumur að veruleika: Skautasvellið í Laugardal opnaó fyrir almenning í gær var við hátíðlega athöfn tekið í notkun vélfryst skautasvell í Laug- ardal. Skautasvellið er við Sigtún, norðan Húsdýragarðsins. Lengi hef- ur staðið til að byggja vélfryst svell, en draumurinn varð fyrst að veru- leika í gær. Fyrst um sinn verður svellið opin almenningi frá kl. 17.00-22.00 virka daga og 10.00-18.00 um helgar. Endanlegur opnunartími verður auglýstur síðar, sem og æfingatímar íþróttafélaga. Skautasvellið sjálft er um 1800 fer- metrar eða 30x60 metra ísknatt- leiksvöllur. Við svellið stendur 472 fermetra þjónustuhús sem hýsir vél- ar, verkstæði, búningsherbergi, miðasölu, sælgætissölu, auk að- stöðu fyrir skerpingu skauta og fyrir starfsfólk. Húsið er ekki fullgert, en gert er ráð fyrir að öllum fram- kvæmdum verði lokið í febrúar á næsta ári. Svellið er að sjálfsögðu flóðlýst. Jarðvinna var boðin út í ínaí 1989 og samið var við lægstbjóðanda Gunnar og Guðmund, sem buðu 13.837 milljónir í verkið, sem var 77% af áætlun. Uppsteypa þjónustu- húss og svellplötu ásamt frágangi var boðin út í febrúar á þessu ári. Samið var við lægstbjóðanda, Ártún hf. sem bauð 81.315.971 kr. í verkið, sem var um 90% af kostnaðaráætl- un. Verktaki hóf framkvæmdir í mars á þessu ári og lauk við gerð svellplötu, nauðsynlegra lagna og ýmissa frágangsatriða þannig að hægt væri að hefja tilraunakeyrslu. Frystikerfið sjálft kemur frá Dan- mörku. Það er hannað fyrir 330 w álag á fermeter. Komi híý og sterk sunnanátt í nokkra daga með rign- ingu, verður rekstur svellsins stöðv- aður, þar sem ekki er framkvæman- legt að hanna frystikerfi fyrir útisvell sem stenst allar íslenskar veðra- sveiflur. Áætlaður kostnaður við mannvirk- ið allt, hús, svell og allan frágang á lóð er um 180 milljónir króna á nú- virði. BL Davíð Oddsson borgarstjóri flutti vígsluræðuna og sagði meðal annars að á svellinu gæti almenningur rennt sér í þjóðarsátt og samlyndi. Borg- arstjóri hætti sér þó ekki sjálfúr út á ísinn. Tímamynd Aml Bjama. Aflraunir: Hjalti tapaði titlinum - Magnús Ver varð í þriðja sæti Hjalti „Úrsus" Árnason aflraunamð- ur tapaði titlinum heimsmeistari í aflraunum (World Strength Championship) sem fram fór í Frakkalandi á dögunum. Þetta mót hét „Mark Ten“ 1988 þegar Hjalti sigraði á mótinu, en í ár var mótið nafnið „Le défi fafier de la force“. Mótið var ekki haldið í fyrra. Tíu keppendur tóku þátt í mótinu og keppt var í fjórum greinum, 25 kg steinkasti, rekkaburði, hjólböru- akstri og 200 m hlaupi með 200 punda sekk. Hjalti hafnaði í fimmta sæti á mót- inu varð í 5. 2. 7. og 4. sæti í grein- unum, en félagi hans Magnús Ver Magnússon varð í þriðja sæti. Hann hafnaði í 7.6.2. og 1. sæti í keppnis- greinunum fjórum. Magnús varð í 2. sæti á þessu móti fyrir tveimur ár- um. Sigurvegari á mótinu varð Bretinn Mark Higgins, annar varð Bill Kazmayer frá Bandaríkjunum, Magnús varð þriðji, O.D. Wilson fjórði og Hjalti fimmti. BL

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.