Tíminn - 11.12.1990, Síða 6
6 Tíminn
Þriðjudagur 11. desember 1990
Tímirm
MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og
Framsóknarfélögin I Reykjavík
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason
Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm.
Ingvar Gfslason
Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson
Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson
Stefán Ásgrlmsson
Auglýsingastjóri: Steingrfmur Gfslason
SkrífstofunLyngháls 9,110 Reykjavlk. Sfmi: 686300.
Auglýsingasfml: 680001. Kvöldsfmar. Áskrift og dreifing 686300,
ritstjórn, fréttastjórar 686306, fþróttir 686332, tæknideild 686387.
Setning og umbrot: Tæknideild Tfmans. Prentun: Oddi hf.
Mánaðaráskrift kr. 1100,-, verð f lausasölu kr. 100,- og kr. 120,- um
helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri
Póstfax: 68-76-91
Marklaus þrætubók
Bankastjóm Seðlabanka íslands hefur séð sig til-
neydda að biðjast afsökunar á framsetningu efnis í
áliti hagdeildar bankans um áhrif þess að laun fé-
lagsmanna BHMR hækkuðu um 4,5% frá 1. júlí sl.
I yfirlýsingu bankastjómar segir svo:
„Þótt vissulega sé hægt að hafa mismunandi skoð-
anir á framvindu verðlagsmála, ef bráðabirgðalögin
em felld, telur bankastjómin miklu meiri hættu
framundan en álit hagfræðideildar Seðlabankans
virðist gefa í skyn. Er bankastjómin eindregið
þeirrar skoðunar, að umtalsverð almenn kauphækk-
un nú mundi hafa í för með sér alvarlega röskun á
verðlagsþróun á næstu mánuðum, sem mundi
stefna langtímamarkmiðum um lækkun verðbólgu
hér á landi í vemlega hættu.“
í þessum tilvitnuðu orðum kemur skýrt fram, að
bankastjóm Seðlabankans er efnislega á öndverðri
skoðun við það sem fram kemur í áliti hagdeildar.
Sú staðreynd hlýtur að skipta meira máli en það,
hvort bankastjómin er jafnframt að ávíta hagdeild-
ina fyrir að birta gallaða álitsgerð í nafni bankans.
Hins vegar kemst Seðlabankinn sem stofnun ekki
hjá því að almenningur undrist að slíkt geti átt sér
stað, að á vegum bankans eða deilda hans sé verið
að dreifa skýrslum svo fúllum af annmörkum að
bankastjómin þurfi að innkalla þær og biðjast af-
sökunar á verkum starfsmanna sinna.
En þótt svo illa hafi tekist til, að bankastjómin hafi
orðið að ávíta hagdeildina fyrir að senda frá sér
þetta þrætuskjal að bankastjórunum fomspurðum,
er óréttmætt að líkja aðfínnslum yfírmanna bank-
ans við ritskoðun. Að sjálfsögðu em þeir í fullum
rétti að finna að störfum undirmanna sinna, ef þeim
býður svo við að horfa, auk þess sem ljóst er að
ekki hefur bankastjómin minni rétt að segja hvað
sér finnist um stefnu og horfur í verðlagsmálum en
einstökum starfsmönnum bankans.
Kjami þessa máls er sá að hagdeild Seðlabankans
hefiar sent frá sér skýrslu, sem þykir vafasöm að
orðalagi og niðurstöðu. Hún er svo efnislega um-
deilanleg að stjómendur Seðlabankans vilja ekki
við hana kannast. Þvert á móti taka bankastjórar
Seðlabankans sterklega undir þá skoðun sem bjó að
baki útgáíu bráðabirgðalaganna, að röskun á því
ferli, sem þjóðarsáttin gerir ráð fyrir um launa-
hækkanir, muni valda verðbólguvexti í stað hjöðn-
unar og stefna þannig langtímamarkmiðum í efna-
hagsmálum í hættu.
Þótt hér skuli ekki gert meira úr frumhlaupi hag-
deildar en vert er, er hins vegar ekki séð fyrir end-
ann á því, hvort álitsgerð hennar verður notuð sem
þrætubókarefni í þeirri óvönduðu samanburðar-
fræði sem íslensk efnahagsumræða er oft þjökuð af.
Þess er hins vegar að vænta að ábyrgir og skynsam-
ir forystumenn í stjómmálum, atvinnumálum og
launamálum missi ekki sjónar á því hvert stefnan í
efnahagsþróun lægi, ef þjóðarsáttin brysti. Þá blas-
ir ekki annað við en ófæra óðaverðbólgunnar. Að
sjá þá þróun fyrir þarf ekki fleiri útreikninga.
wm
GARRI
Samsldpti okkar við Svfa hafa verið
með ýmsuro hættl og heldur góö
begar á heiidina er Utið. Að v*'su hef*
ur bað verið ienska bjí íslensku
„menningarfóiki“ að fara í fiokkuro
tíl Svíþrjóðar til að sHja þar f þekkt-
um húsum á tali við þekkta sænska
menningarvita um hvemig ísland
sé að fara í hundana. í»essir sænsku
mennlngarvitar hafa hrciðrað um
sig í Stokkhólml og Gautaborg. Þeir
hafa lerigi leitað að vandamáluro og
við vandnmálin hafi þau fundist. Á
meðan á Víetnam-stríðinu stdð
urðu sænsku menningarvitamir
svo vinstri sinnaðir að þeir hófu aö
ganga í Maó-fötum samanber Olov
Lagercrantz, ritstjóra Dagens Ny-
heter. Þessir sænsku mennlngarvit*
ar hafa tekið sórstöku ástfóstri við
þá Íslandsímynd sem að þeira hefur
verið haidið af þeim sem fóru béöan
tíl að sifia á frægum ráðstefnum í
þekktum húsum ytra, þar akirei
linnir fræðslufundum um ,Jndtur“.
íslendingamir hafa ekki mikið að
leggja tfl á slíkum fundum og alira
síst skáldskap. En áður en Allaball-
ar fundu upp Kóiumbusaieggið í
deiiunni um bráðabirgðalögin, vom
heistu rökin fyrir styrk fsiensks
mönnum hefði ekki þrátt iyrir alit
tekist að drepa hveija ærlega taug í
ísiendingum. Þeir þökkuðu sér af-
rekið og minntust herstöðvaand-
stæðinga, friðarsamtaka fsienskra
kvenna og slagorðanna „ísiand úr
Nato — herinn burt“. Þá minntust
þeir kvenskörunga eins og Marfu og
Bimu. Sænsku menningarvitamir
hrifust mjög af iýsingunum og lá
nærri að þeir færu að dusta rykið af
Mao-flitunum.
Sögum fer af
kvenfólki
Einstaka sinnum kemur fyrir, að
sænskir menn sleppa tíl fslands
án teyfis sænsku menningarvit-
anna, ug án þess að tekið sé á móti
þeim af þeim hópi, sem hér á landi
ástundar lokaðan heim. Þessir
sænsku menn hafa skemmtun af
heimsóknum sínum og einstaka
sinnum fær afmenningur nasa-
sjón af því, að í Svfþjóð eru ekld
eintómir menningarvitar, Sumir
þessara $vía em svo iila komnir að
þeir eru hælismatur og dveija hér
sér tíi hressingar. Aðrir koma
hingað í helgarferðir, samkvæmt
augiýsingu Elugleiða, sem hafa
lagt sig fram um það að telja
Svíum trú um að hér sé auðvelt að
komast á kvennafar. Það er Iflca
reynt að seb’a helgarforunum
þessar eilífu peysur. Aróðurinn í
þessum efnum hefur komist hæst
með auglýsingu, þar sem þremur
ungum stúlkum var troðið í eina
peysu. Menningarvitunum þykir
þetta iélegt samband við sögueyj-
una. Þeir vifja bjarga hennl frá
margvíslegum óhroða, sem þeir
teija að við höfum lært af Bauda-
ríkjamönnum, þessum sera börð-
ust í Víetnam. Þar voru að vísu
engar peysur og ekki fleira kven-
fólk en annars staðar.
Sundsvall menning-
arbær
Þegar Halldór Laxness fékk nób-
eisverðlaunin fyrir að endurreisa
sagnasnifld Snorra Sturlusonar,
fékk hann skeyti frá sænsku fagfé-
Íagi, sem hann nefndi „bunu-
stokksmenn", sem Jíklega hafa
verið pípuiagningamenn. Þeir áttu
heima í Sundsvall, sem er utan
áhrifasvæðis sænsku menningar-
vitanna. Fiestum þótti mikið koma
tíi skeytisins frá „bunustokks-
mönnum“ og Sundsvail komst á
iandabréfið hjá íslendingum. Síð-
an hefur ekkert heyrst frá Sunds-
vall fyrr en um daginn <s.I.
fimmtudag), að sýndur var þáttur
ftá sjÓnvaipinu f Sundsvali, sem
tók af allan vafa um, að hingað var
hann kominn utan við nálarauga
mcnningarvita beggja landanna,
sem annast löggæsiuna í sam-
skiptum þjóðanna. í stuttu máii
sagt var þáttur þessi ágætur og á
tíðum bráðskemmtilegur. Höfund-
ur þáttarins naut þess sýnilega aö
grfnast svolitið að samskiptum
Svía og íslendinga. Hann sýndi
okkur m.a. .Jclettinn", þar sem
Þorgeír Ljósvetningagoði stóð
þegar hann hentí goðum sínum f
Goðafoss eftir kristnitökuna.
Hann fór um Þingvöfl með fylgd-
armanni sem kyrjaði okkar eilffa
þjóðlagabeljanda og kom f Húna-
ver á hátíðastundu, annað hvort á
undan eða eftir að virðisaukann
áttí að innheimta. Þar fengum vfð
gleggri lýsingu á áfengisstauti
unglinga heidur en gjörvöll (jöl-
miðiun landsíns er fær um, enda
vafrar hún mest í málum sem rík-
isstjómin kailar velferð. Einn
kastaði af sér vatni á tjald, en þá
var áfengismagnið slfkt að kvikn-
aði f tjaldinu. Margra fleiri uppiýs-
inga aflaði höfundur þáttaríns
handa Svíum tll að hugleiða. Og
maðu r sá hvemig menningargrím-
an féll af menningarvitum beggja
þjóða, sem höfðu nýiega verið í
óðaönn að gera sig merkilega f
Gautaborg. Garri
VÍTT OG BREITT ■ II ■ 1 IfflSSHllH I , IHNNIl
Viöskiptaævintýrin
Viðskiptaævintýri aldarinnar er
meðai slagorða sem hugvitssamir
auglýsingaskrumarar auglýsa nýút-
komna bók með. Blöð sem fjalla um
bókina og birta úr henni glefsur hafa
enn ekki komið auga á viðskiptaæv-
intýrið, en eru upptekin af að láta
bókarhöfund lýsa fjöllyndi sínu í
kvennamálum og gera þar með
margfrægar konur enn frægari og
eru nú sviðsljósin farin að bregða
svo skærri birtu á þær persónur sem
þar standa og geta ekki annað, að
maður fær glýju í augu og lokar
þeim eða reynir að horfa til annarra
átta af einskærri kurteisi.
En viðskiptaævintýri aldarinnar er
stofnun Stöðvar 2. og allur sá gusu-
gangur sem fylgdi.
Fjármálaumsvifin voru og eru slík
að heilu bankamir og bankasam-
steypur nötruðu og gekk maður
undir manns hönd að verja hruni.
Stærstu hluthafar ævintýrisins
töldu sig eiga hundruð milljóna hjá
stöðinni þegar þeir voru látnir fara
og enn skilur enginn í þeim furðu-
legu launagreiðslum sem ævintýra-
prinsamir létu eigið hlutafélag
greiða sér fyrir að vera til.
Meðal viðskiptaævintýris aldarinn-
ar eru skuldir sem nema á annan
milljarð, en á slíkt lítilræði tekur
náttúrlega ekki að minnast.
Make love er kjörorö dægurlaga-
kynslóðanna og það á ekkert að vera
að fetta fingur út í þá sem em að
meika það.
Skattfrjáls auðsöfnun
Fyrir áratug gengu ríkisstjómir í að
bjarga flugmálum íslands. Miklar
ríkisábyrgðir vom gefnar til að halda
flugrekstri gangandi, samningar
gerðir við lánardrof1 a og innan-
lands vom opinber . i gefin eftir
og fótum komið undir flugsam-
göngur þegar illa stóð á fyrir þeim.
Nú stendur hlutafé í flugi hátt.
Fyrmrn starfsmenn flugfélags, sem
vitað er aö hafa alla sína tíð verið á
allgóðum launum, svo fastara sé
ekki að orði kveðið, em að selja
hlutabréfin sín. Einn selur fyrir 60
milljónir, annar fyrir 100 milljónir
og sá þriðji fyrir 200 milljónir.
Þessi auðsöfnun er aukageta með-
fram laununum sem þessir snilldar-
menn fengu fyrir vinnur sínar.
Óþarfi er að taka fram að íslenska
velferðarþjóðfélagið sér aumur á
þeim bestu sonum sínum sem verða
milljónamæringar á hlutafélaga-
bralli og þeir losna við að borga
hvimleiða skatta af þeirri auðsöfnun
sinni.
Það em aðeins þeir peningar sem
launþegar vinna fyrir með hörðum
höndum sem em skattskyldir í par-
adís pappírsgróðans.
Helmingi ríkarí
Af íslenska pappírsgróðanum em
þær fréttir mestar og bestar að
hlutabréf hafi hækkað um 100% á
árinu.
í heimi pappírsbrallsins þykja þetta
stórkostleg tíðindi og em enda tí-
unduð á viðskiptakálfum og brask-
síðum blaða og þeim útgáfum sem
tileinkaðar em efninu.
Þeir einu sem græða á þessari
svakalegu uppsveiflu em eðlilega
þær fjölskyldur sem áttu hlutabréfin
fyrir hækkunina. Þær em orðnar
helmingi ríkari en í fyrra.
Hve mikið loftleiðagæjamir hafa
grætt síðan rfkissjóður sleppti af
þeim verndarhendi sinni geta þeir
sem vit hafa á skemmt sér við að
reikna út.
Að hlutabréf geti lækkað í verði er
leiðindamál sem ekkert er vert að
velta fyrir sér á uppgangstímum.
Verðbréfahmn er enn sem komið er
óþekkt fyrirbæri á íslandi þar sem
hlutafélög verða einfaldlega gjald-
þrota þegar svo ber undir og gjör-
samlega ábyrgðarlausir bankar og
sjóðir sópa rústunum undir teppin.
Hlutafélög em allra efnahagsvanda-
mála bót og efnt er í þau með flestu
móti öðm en því að borga hlutafé
inn í félögin.
Allur áróðurinn sem rekinn er fyrir
hlutafélögum og hlutabréfabraski
beinist einhliða að því að gera hina
ríku ríkari og öflugri. Ellert B.
Schram, ritstjóri og fyrrverandi
þingmaður, varaði flokksmenn sína í
Sjálfstæðisflokknum í frægri ræðu á
Varðarfundi við að gera ekki flokk-
inn að hlífiskildi fyrir gróðaöflin og
hossa handhöfum hlutafjárvaldsins
sem einhverjum hetjum sjálfstæðis-
stefnunnar.
Sá hetjuljómi sem vafinn er um
pappírsbraskarana í málgögnum
þeirra er andstæður hagsmunum
allrar alþýðu og launamanna. Það er
hárrétt hjá Ellert að að forysta Sjálf-
stæðisflokksins heyr ekki baráttu
gegn forréttindum og yfirstétt.
Mættu flokksmenn í öðmm flokk-
um allt eins beina svipuðum athuga-
semdum að sinni forystu.
Þótt sósíalisminn sé kominn að fót-
um fram eins og hvert annað van-
hugsað og illa rekið hlutafélag, er
auðvaldið enn á sínum stað og breið-
ir yfir nafn og númer undir yfirskini
viðskiptaævintýra og opinna verð-
bréfamarkaða. Þar er yfirleitt ekki
opið nema í annan endann.
Og seint mun fást svar við þeirri
sakleysislegu spumingu, fyrir hvað
er eiginlega verið að borga mönnun-
um þessar ævintýralegu fúlgur?
OÓ