Tíminn - 11.12.1990, Blaðsíða 9

Tíminn - 11.12.1990, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 11. desember 1990 Tíminn 9 Utborgun hækkaði í 82 til 89%, séu húsbréfalánin meðtalin: UM 75% EINBÝLISHÚSA SELD GEGN HÚSBRÉFUM Húsbréf komu viö sögu í 3/4 allra kaupsamninga vegna kaupa/sölu á notuðum einbýlishúsum í Reykjavík á tímabilinu júlí-september á þessu ári. Húsbréf og/eða fasteignaveðbréf, sem Húsnæðisstofnun tekur í skiptum fyrir húsbréf, námu um 37% heildarsöluverðs allra seldra einbýlishúsa á þessu tímabili. Önnur útborgun var 52%. Séu húsbréfin skilgreind sem hluti út- borgunar hefur hún því farið upp í 89%, borið saman við 79% árið áð- ur. í fjölbýlishúsum var aftur á móti um önnur hver íbúð greidd að hluta með húsbréfum. Þessar upplýsingar komu fram á fréttamannafundi hjá Fasteigna- mati ríkisins, sem á að fá alla kaupsamninga til úrvinnslu. Athygli vekur að yfirtekin áhvíl- andi lán voru um helmingi lægra hlutfall söluverðs einbýlishúsa heldur en ári áður, eða aðeins rúmlega 6%. Gæti þetta bent til þess að áhvílandi lán hafi verið greidd upp til að rýma veð fyrir húsbréfalán. Ellegar að þau hús sem seld voru í sumar hafi af ein- hverjum ástæðum verið minna' skuldsett heldur en hús sem seld voru á síðasta ári. Hlutfall lána frá seljendum einbýlishúsa lækkaði einnig um nær helming milli ára, niður í tæp 5%. Lán frá seljanda og yfirtekin lán voru því aðeins um 11% á seldum húsum í sumar í stað 21% við sölur á 4. ársfjórð- ungi 1989. Lán seljenda íbúða í fjölbýlis- húsaíbúðum lækkuðu enn meira milli ára, úr 6% niður í 2%. Yfir- tekin lán lækkuðu þar einnig nokkuð og voru rúmlega 16%. Önnur útborgun en með húsbréf- um var tæplega 55% í viðskiptum með þær fbúðir, en tæplega 82% að húsbréfum meðtöldum, borið saman við 76% í fyrrahaust. Hvernig hin beina útborgun kaupenda (52% í einbýlishúsum og 55% í fjölbýlishúsum) er fjár- mögnuð kemur ekki fram í kaup- samningum. Að hluta a.m.k. er þar um að ræða eigið fé kaupenda. Einnig er þar sjálfsagt um að ræða töluvert lánsfé frá Byggingarsjóði ríkisins, ásamt öðru lánsfé. En fyrstu sjö mánuði þessa árs greiddi t.d. Byggingarsjóður út 2.570 milljónir í lán til kaupa á notuðum íbúðum. - HEl Aðventu- og skamm- degishuggulegheit Hótel Saga býður upp á jólahlaðborð nú á aðventunni og er þar mikill fjöldi girnilegra rétta og ýmiss konar mjaðar er hægt að neyta með rétt- unum. Fréttamenn áttu kost á að smakka á réttunum á dögunum. Jafnframt var kynnt nýtt franskt rauðvín af upp- skeru síðasta hausts. Sigmar B. Hauksson smakkaði lyrstur og naut þar þekkingar sinnar og kurteisi. Sigmar er hér ekki að villast á rauð- víninu og súpunni, heldur beitir hann af fimi sérstöku vínsmökkun- aráhaldi frönsku. —sá Túnamynd: Arni Bjarna Vinningstölur laugardaginn 8. des. '90 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af 5 0 2.475.534 2. aTÆ 4 107.358 3. 4af5 125 5.926 4. 3af5 3.869 446 Heildarvinningsupphæð þessa viku: 5.371.290 kr. UPPLÝSINGAR: SÍMSVAR! 681511 - LUKKULÍNA 991002 N ert olltflj I hallfœri meö Boðherfi Pósts og simo Þú kannast eflaust við hvað erfitt er að ná í sumt fólk. Það er á þönum út um allan bæ, er „einhverstaðar í húsinu” en enginn veit nákvæmlega hvar, eða það vinnur í nýbyggingum eða annars staðar þar sem enginn sími er. Þetta vandamál er auðleyst með Boðkerfi Pósts og síma. Þú hringir bara í boðtæki þess sem þú vilt ná sambandi við og á boðtækinu sér viðkomandi í hvaða símanúmer hægt er að ná í þig. Einfalt, ekki satt? Nú hafa boðtæki stórlækkað í verði þannig að einstaklingar jafnt sem fyrirtæki geta auðveldlega pósts^ogsíma haft gagn af þessari nýju þjónustu. Kynnm þér kosti Boðkerfisins hjá söludeildum Pósts og síma og á hjá öðrum seljendum boðtækja. Ef þú óskar sendum við þér bækling heim endurgjaldslaust. PÓSTUR OG SÍMI Viö spörunt þér sporin

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.