Tíminn - 11.12.1990, Qupperneq 13

Tíminn - 11.12.1990, Qupperneq 13
Þriðjudagur 11. desember 1990» Tíminn 13 Þijár nýjar frá Björk: * Áf/M ; i- HJÁAFAOG ÖMMU HRCSmmSZSSSSSSSmQSSSSIHÍ l»RÍR LITLiR GRÍSIR Hjá afa og ömmu Þrír litlir grísir Draumalandið komu allar út í haust í fyrsta sinn. Þær eru í bókaflokknum Skemmtilegu smábamabækumar, sem eru hinar vinsælustu fyrir lítil börn er fyrirfmnast á bókamarkaðnum, enda valdar og íslenskaðar af hinum færustu skólamönnum og prentaðar í mörgum litum. Nokkrar þeirra hafa komið út í áratugi og eru þó alltaf sem nýjar. Fást í öllum bókaverslunum og heita: 1. Bláa kannan 2. Græni hatturinn ★ 3. Benni og Bára 4. Stubbur 8. útg. 5. Tralli 6. Stúfur 7. Láki 8. Bangsi litli 9. Svarta kisa ★ 10. Kata 11. Skoppa 12. Leikföngin hans Bangsa 13. Dísa litla 14. Dýrin og maturínn þeirra * 15. Kallisegirfrá 16. Geitumar þrjár 17. Gettu hver ég er 18. Dýrín á bænum 19. Tommi er stór strákur 20. Kötturínn Branda 21. i heimsókn hjá Hönnu 22. Litla rauða hænan 23. Hjá afa og ömmu 24. Þrír litlir grísir 25. Draumalandið * Ekki til eins og er Fallegar - Vandaðar - Ödýrar Aðrar bækur fýrír böm: Húsið mitt, Kata IHJa og brúðuvagninn Mídas konungur, Nýju fötin keisarans Bókaútgáfan Björk VETRARHJÓLBARÐAR Nýir fólksbflahjólbarðar HANKOOK frá Kóreu Gæðahjólbarðar á mjög lágu verði frá kr. 3.180,- Örugg og hröð þjónusta BARÐINN hf. Skútuvogi 2, Reykjavík Símar: 91-30501 og 91-84844 BÍLALEIGA með útibú allt (kringum landið, gerir þér mögulegt að leigja bíl á einum stað og skila honum á öðrum. Reykjavík 91-686915 Akuneyri 96-21715 Pöntum bíla eriendis interRent Europcar Tilkynning frá Atvinnutryggingarsjóði útflutningsgreina Eigendum verðtryggðra skuldabréfa Atvinnu- tryggingarsjóðs útflutningsgreina er bent á, að síðasti gjaiddagi vaxta og verðbóta á þessu ári var 1. desember sl. Frá gjalddaga, þartil greiðslu er vitjað, greiðir Atvinnutryggingarsjóður útflutn- ingsgreina hvorki vexti né verðbætur, vegna hækkunar á lánskjaravísitölu. Eigendum bréfa, sem enn hafa ekki vitjað greiðslna, vegna gjalddaga á yfirstandandi ári, er góðfúslega bent á að gera það sem fyrst. Atvinnutryggingarsjóður útflutningsgreina, Rauðarárstíg 25, Reykjavík. Sími 605400. SPEGILL ¥ „Eg er ekki lesbísk," segir Whitney Houston Poppsöngkonan Whitney Houston er ofsareið þessa dagana og er það ekki von- um fyrr. Arum saman hefur sú saga gengið að hún sé lesbísk og hingað til hefur hún látið orðróminn eiga sig, enda margoft lýst því yf- ir að hún hafi alls ekki hugs- að sér að giftast — nokkurn tíma. Nú hefur Whitney snúist hugur. Hana er farið að dreyma um að eignast mann og börn, enda orðin 27 ára. „En það vill enginn maður kynnast mér náið vegna þessarar kjaftasögu," segir hún döpur í bragði. Reyndar gerði Whitney tilraun til að kveða niður þennan orðróm í viðtali sem birtist í vikuritinu Time fyrir þrem árum. En það hefur ekki dugað ti! og sérlega lífseig er sagan um að hún hafi staðið í þríhyrn- ingsástarsambandi við tvær lesbí- skar leikkonur 1988. Sú saga var á þá leið að þegar önnur leikkonan frétti að hin stæði í ástarsambandi við Whitney kom til handalögmáia milli þeirra sem enduðu með því að tvær tennur voru brotnar úr þeirri ótrúu. Þessi saga hefur aldrei verið staðfest, en Iifir stöðugt góðu lífi. Nú hefur Whitney gripið til þess ráðs að eiga hispursiaus og hrein- skilin viðtöl við blöðin Fame og Life þar sem hún neitar því að nokkur fótur sé fyrir því að hún sé lesbísk. Með þessu móti gerir hún sér vonir um að kveða kjaftatífurn- ar í kútinn í eitt skipti fyrir öll og eiga nú auðveldara með að ná sér í mann og eignast börn. „Ég vil eignast mann og böm,“ segir Whitney Houston og gefur út yfirlýsingar um að hún sé ekki lesbísk. Krakkar í New York fara nú í skólann í skotheldum fatnaði Lögguleikur er nú enginn Ieikur lengur í New York. Þar ríkir nú slík óöld, að foreldrar eru farnir að senda börn sín í skólann í skot- heldum fatnaði. Almenningur varð skelfingu lost- inn sl. sumar þegar átta lítil börn voru skotin til bana án alls tilefnis og voru öll tilfellin rakin til eitur- lyfjaneyslu. Því var þess vegna tek- ið opnum örmum þegar tekið var til við að selja skotheldan varning í verslunum. Nú má fá þar jakka, vindúlpur og jafnvel skólatöskur, regnhlífar og skrifmöppur, reyndar allan þann skóiabúnað sem boðið er upp á í stórverslunum. Einn þeirra sem selur þennan skothelda varning segist fá allt að 1000 fyrir- spurnir á dag frá áhyggjufullum foreldrum. Eins og nærri má geta er hér ekki um ódýrar vörur að ræða. Jakkar, fóðraðir Kevlon 129, sama efni og lögreglan notar í fatnað sinna manna, kosta 450 dollara og 400 dollara kosta ungbarnateppi úr sama efni. En foreldrar horfa ekki í aurana þegar um það er að ræða að vernda börnin sín. „Það er ekki hægt að kaupa nýtt barn,“ segja þeir. Tveir ungir félagar á leið í skólann í skotheldum fötum.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.