Tíminn - 12.12.1990, Blaðsíða 5

Tíminn - 12.12.1990, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 12. desember 1990 Tíminn 5 Nýja lánskjaravísitalan hækkar meira en sú gamla hefði gert 1991: Hvað segja „jakar“ þá? Seölabankinn telur sig sjá fyrir að nýja lánskjaravísitalan komi til með að hækka meira á næsta ári heldur en gamla lánskjaravísitalan mundi gera. Virðist því sem breytingin á grundvelli lánskjaravísitölunnar í febrúar 1989 hafí orðið skuldugum „skammgóður vermir". Nýja vísi- talan hækkaði talsvert minna árið 1989 en sú gamla hefði gert, en í ár Iítur út fyrir að munurinn verði lít- ill sem enginn. Grundvöllur lánskjaravísitölunnar var frá upphafi þannig saman settur að framfærsluvísitalan vó 2/3 en byggingarvísitalan 1/3. í byrjun febrúar í fyrra var grundvellinum breytt þannig, að launavísitala var tekin inn og vegur síðan 1/3 ásamt með hinum tveim að 1/3 hvor. Vegna þess að launin hækkuðu miklu minna en verðlag 1989, hélt það aftur af hækkun nýju lánskjara- vísitölunnar það ár. Þetta snýst svo aftur við fari laun á ný að hækka meira en verðlagið. Þá fara t.d. lánin aftur að hækka hraðar heldur en annað verðlag og byggingarkostnað- ur. Spurningin er hvort þá eigi ekki eftir að „hvína í“ einhverjum? Breytingin á vísitölugrundvellin- um olli töluverðum umræðum á sínum tíma, ekki síst á fjármagns- markaðnum, sem Seðlabankinn tel- ur að hafi þó viðurkennt hinn nýja grunn. Sjálfur hefur Seðlabankinn hins vegar í raun ekki „tekið mark á“ nýju vísitölunni sem mælikvarða á raunvexti. Því raunvaxtaútreikn- inga sína hefur Seðlabankinn jafnan miðað við framfærsluvísitölu síðan þessi breyting var gerð. Seðlabankinn telur það sömuleiðis umhugsunar- og áhyggjuefni hvað vaxtahækkanir, sem fram koma vegna hækkandi verðbólgu eða auk- innar lánsfjáreftirspurnar, mæta gjarnan mikilli andstöðu. Séu þessi viðbrögð dæmi um að hlutverk banka við að stuðla að jafnvægi m.a. með því að breyta vöxtum, njóti ekki þeirrar viðurkenningar hér á landi sem það nýtur í nágrannalöndun- um. - HEI Laugavegur í Reykjavík: Takmörkuð umferð fyrir jólin Á tímabilinu 15.-24. desember mun lögreglan takmarka umferð inn á Laugaveg, ef þörf krefur. Einkum má gera ráð fyrir að tfma- bundinni lokun Laugavegar laugar- dagana 15. og 22. desember. Und- anþágu njóta strætisvagnar og leigubílar, sem erinda eiga að hús- um við Laugaveg. Enn fremur njóta undanþágu bflar með merki fatl- aðra. Laugardagana í desember fyrir jól verður ókeypis í stöðumæla, bfla- stæði og bflastæðahús á vegum Reykjavíkurborgar, að undanskildu Kolaporti, sem er lokað á laugardög- um. Þá verða einnig 60 bflastæði við Skúlagötu, gamla útvarpshúsið, til ráðstöfunar á laugardögum í desem- ber. Sú nýbreytni hefur verið tekin upp hjá Reykjavíkurborg að alla virka daga er ókeypis í stöðumæla eftir kl. 16.00. Gatnamálastjórinn í Reykjavík hvetur alla starfsmenn í miðbæn- um, sem koma á einkabflum, að leggja bflum sínum fjær en vanalega fram að jólum. í því sambandi er bent á bflastæði milli Sæbrautar og Skúlagötu, opið svæði við Mjölnis- holt og Brautarholt og bflastæði á lóð Eimskips. Ókeypis er í bflastæði á þessum stöðum alla daga. khg. VATNS ER ÞÖRF Sigurjón Rist Um ár og vötn á íslandi. Litmyndir og kort. KÍMNI OG SKOP í NÝJA TESTA- MENTINU Jakob Jónsson Kimni og skop í Nýja testamentinu Jakob Jónsson íslensk þýðing á doktors- riti. Könnuð ný viðhorf í túlkun og boðskap Krists. SIÐASKIPTIN Durant 2. bindi. Saga evrópskrar menningar 1300—1564. Tímabil mikilla straum- hvarfa. Þýðandi: Björn Jónsson, skólastjóri. ALMANAK ÞJÓÐVINA- FÉLAGSINS Almanak um árið 1991, reiknað af Þorsteini Sæmundssyni Ph.D., og Árbók íslands 1989 eftir Heimi Þorleifsson. MJÓFIRÐINGA- SÖGUR Vilhjálmur Hjálmarsson Þriðji hluti. Búseta og mannlíf í Mjóafirði eystra. Fjöldi mynda. LJÓÐ OG LAUST MÁL Hulda Úrval úr kvæðum og sög- um. í útgáfu Guðrúnar Bjartmarsdóttur og Ragn- hildar Richter. KJÖT Ólafur Haukur Símonarson Ólofur Haukur Simonarson ISŒNSK LEIKRíT Nútímaleikrit, sem gerist i kjötbúð í Reykjavík. Frum- sýnt í Borgarleikhúsi s.l. vetur. ANDVAR11990 ANDVARI Tímarit Bókaútgáfu Menn- ingarsjóðs og Hins ís- lenskaþjóðvinafélags. Rit- stjóri: Gunnar Stefánsson. Aðalgrein: Æviþáttur um Jón Leifs, tónskáld, eftir Hjálmar H. Ragnarsson. HAF- RANNSÓKNIR VIÐ ÍSLAND Jón Jónsson HAfRANiMSÓKNIR VIÐ ÍSLAND 11. Eftír 1937 Jón Jónsson Síðara bindi. Tímabilið frá 1937 til nútímans. STEFÁN FRÁ HVÍTADAL OG NOREGUR Ivar Orgland Áhrif Noregsdvalar á Ijóð skáldsins. Lýst vinnu- brögðum og sérstöðu. Þýðandi: Steindór Stein- dórsson. RAFTÆKNI- ORÐASAFN III. Oröanefnd rafmagns- verkfræðinga RAFTÆKNI ORÐASAFN Viimsta. tldtnmí ur oj; <h ?ijmx raínku r^. Hugtök á sviði vinnslu, flutnings og dreifingar raf- orku. HEIMUR HÁVAMÁLA Hermann Pálsson Athyglisverð sjónarmið varðandi rætur hins forna kveðskapar. ÞÖGNIN ER EINS OG ÞANINN STRENGUR Páll Valsson STUDIA ISLANDICA PÁLL valsson ÞÖGNIN ER EINS OG ÞANINN STRENGUR © Þróun og samfella í skáld- skap Snorra Hjartarsonar. Studia Islandica 48. TRYGGVI GUNNARSSON Bergsteinn Jónsson 4. bindi. Lokabindi sögu hins mikla athafnamanns í íslensku atvinnu- og menningarlífi. Bökaúlgáfa SKÁLHOLTSSTÍG 7 • REYKJAVÍK SÍMI 6218 22

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.