Tíminn - 12.12.1990, Blaðsíða 7

Tíminn - 12.12.1990, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 12. desember 1990 Tíminn 7 Kardemommu- bærinn í Hvolsvelli Lcikfélag Rangæinga: Fólk og ræningjar í Kardemommubæ. Höf.: Thorbjöm Egner. Leikfélag Rangæinga frumsýndi leikrit Thorbjörns Egner, „Fólk og ræningjar í Kardemommubæ", laugardaginn 17. nóvember í hús- næði Kaupfélags Rangæinga á Hvolsvelli, þar sem áður var starf- rækt Saumastofan Sunna. Húsfyllir var á frumsýningu og stemmning góð. í anddyrinu voru frumsýningargestir boðnir vel- komnir á Kardemommuhátíðina af íbúum bæjarins og fékk maður strax á tilfinninguna að komið væri ríki í ríkinu eða þorp í þorp- inu, — Kardemommubærinn var kominn í Hvolsvöll til að vera um skeið. Á veggjum beggja vegna við inn- ganginn að áhorfendabekkjum blasa við teikningar af fólki og mannvirkjum í Kardemommubæ og eru teikningar þessar unnar af yngstu kynslóð Rangæinga. Vöktu þær og sviðið þegar inn var komið svipaða eftirvæntingu og tilhlökk- un, sem fylgir því að horfa á og þukla jólapakka, sem ekki má taka upp strax. Innihald pakkans, sem Leikfélag Rangæinga hefur undan- farnar vikur unnið hörðum hönd- um við að undirbúa handa okkur áhorfendum, olli ekki vonbrigð- um. Sviðið, sem í fyrstu er torgið í Kardemommubæ, fylltist af syngj- andi bæjarbúum, Tobías í turnin- um (leikinn af Þorsteini Runólfs- syni) spáði góðu veðri og Bastían bæjarfógeti kynnti fyrirhuguð dag- skráratriði á hátíðinni. Þannig byrjar sýningin með krafti og hressum blæ, sem fylgir henni til enda. f hlutverkum bæjarbúa eru börn og unglingar í meirihluta og skila þau sínu hlutverki með sóma og samviskusemi, hvert spor fyrir- fram ákveðið og þess vandlega gætt að enginn „steli senu“ af öðr- um og kemur þar fram gott vald leikstjóranna á því sem þeir eru að gera og þessu ná þeir án þess að þvingun eða ótti sé til staðar hjá nokkurri persónu. Þetta er glað- legur hópur, sem syngur og leikur af hjartans lyst og skilar texta skýrt og vel. Remó litli er Ieikinn af Daða Friðrikssyni, en hlutverk Tomma og Kamillu hafa einnig æft þau Hanna Friðriksdóttir og Guð- mundur Sæmundsson og munu þau skiptast á að leika hlutverkin. Leikritið þekkja flestir. Þetta er bráðskemmtileg saga um líf og starf í bæjarfélagi, sem er saman sett af alls konar fólki, sem býr við sitt strit, bakar brauð, gerir pylsur, hittist á torginu og ræðir málin og drífur sig svo í að undirbúa og halda hátíð, rétt eins og við þekkj- um úr okkar lífi. En eins og í öll- um bæjarfélögum er fólkið í Kar- demommubæ ekki allt eins og víða er misjafn sauður í mörgu fé. Ræn- ingjarnir þrír, Kasper, Jesper og Jónatan, eru vandamálið í þessum bæ, en á því vandamáli er tekið og það leyst. Og hvernig er það leyst? Með því að glæða það sem gott er í þessum greyjum og gefa þeim tækifæri á nýjum starfsvettvangi. „Það er gaman að geta gengið um og boðið góðan daginn," segja þeir f lokin, þá orðnir frjálsir menn. Þetta er líklega boðskapurinn, sem þetta ævintýri inniheldur, áminn- ing til okkar að vera ekki of fljót á okkur að dæma náungann og íhuga stöðu þeirra, sem einhverra hluta vegna eru ekki frjálsir að því að ganga um og bjóða góðan dag- inn. Ræningjarnir eru leiknir af þeim Þorsteini Ragnarssyni, Jóhanni Haukssyni og Þráni Sigvaldasyni og skila þeir þremenningar hlut- verkum sínum afar vel. Eitt atriði af mörgum góðum vil ég nefna sérstaklega, en það er þegar bæjarbúarnir þrír handtaka ræningjana og færa þá til yfir- heyrslu hjá Bastían, en í yfirheyrsl- unni ná leikarar frábæru samspili. Bastían bæjarfógeti var á frum- sýningu leikinn af Bjarna Böðvars- syni, en Sigurgeir Hilmar Frið- þjófsson mun leika hlutverkið á móti Bjarna. Hin miður viðmóts- þýða, röggsama og inn við beinið ágæta Soffía frænka er leikin af Ás- gerði Ásgeirsdóttur. Það sögðu margir sem til þekkja, þegar það kvisaðist hver leika ætti Soffíu, að þar væri rétt kona á réttum stað, og ég sá ekki betur á frumsýning- unni en þetta væri hárrétt. Leikstjórar eru þau Ingunn Egils- dóttir og Elfar Bjarnason, bæði menntað leikhúsfólk. Elfar er Ran- gæingum að góðu kunnur fyrir fyrri verk sín hjá leikfélaginu, en hann hefur séð um ljós og leik- myndir undanfarin ár. Hann ásamt Ingunni og Hafþóri Þórhallssyni sér einnig um leikmyndina nú og ber hún höfundum sínum vitni um vandvirkni og fallegt hand- bragð. Dýragervin eru frábær og þegar þau öðlast líf og hreyfingu leikaranna trúir maður næstum að lifandi dýr séu á ferðinni. Tónlist er mikill þáttur í sýning- unni, einsöngur, kórsöngur og undirleikur. Söngurinn er kraft- mikill og góður, texti skilar sér vel og undirleikurinn er fínn og fjör- ugur. Söngþjálfun og undirleik á æfingum annaðist Gunnar Marm- undsson, en Stefán R Þorbergsson hljómsveitarstjóri á heiðurinn af undirleik á sýningum. Það hafa margir lagt hönd á plóg- inn við uppsetningu þessa verks, en að sögn formanns leikfélagsins koma um 50 manns við sögu á Ég giska á að aldursmunur þess yngsta og elsta í hópnum sé um 50 ár, en þrátt fyrir það tekst stjórn- endum að stýra hópnum til sigurs á sviðinu og um leið afsanna þá Ræningjamin Þráinn Sigvalda- son JESPER, Jóhann Hauksson JÓNATAN, Þorsteinn Reynis- son KASPER. kenningu, sem raddir í þjóðfélag- inu klifa á, að fólki skuíi skipta í fjóra hópa, þ.e. börn, unglinga, fólk og gamalmenni. Við erum öll manneskjur sem eigum að geta unnið saman, beri stjórnendur þjóðfélagsins gæfu til að vinna eins og leikstjórarnir í Kardemommu- bænum gera. Þökk sé þeim Ing- unni og Elfari fyrir komuna til okkar og þeirra frábæra starf og megi þau koma og taka til hend- inni sem fyrst aftur. Þökk sé öllum hópnum fyrir skemmtunina. Eg hvet alla, sem vettlingi valda og geta gengið um og sagt góðan daginn, til að heimsækja Hvolsvöll og sjá hvernig bæjarlífið gengur fyrir sig í Kardemommubæ. Það er vel þess virði. Leikfélagið lengi lifi. Ingibjörg Marmundsdóttir Hluti ieikhópsins. einn eða annan hátt. Margar and- vökunætur, akstur fram og til baka og mikið púl liggur að baki. En hópurinn uppsker nú árangur erf- iðis síns með glæsilegri sýningu. hásumarsins Dynur Kristján Karlsson: Kvæði 90 Almenna bókafélagið, 1990 Þegar í fyrsta kvæðinu í þessari bók, „Engey í þröngum glugga", dregur Kristján Karlsson tjöld frá ljóðaheimi bókar sinnar. Sá gluggi sem sýn gefur út um er vissulega ekki þröngur nema í afstæðum skilningi. Ur honum sér vítt of yfir reynslu og minningar heillar ævi. Glugginn verður að einskonar „hlið- skjálf". Lesandinn skynjar strax birtu útsýnisins. í því sem við blasir kennir tærleika og ferskleika: fjaran, eyjan og þá bátar sem handan henn- ar velta. Og þarna er hin áleitna fjar- lægð hafsins útifyrir. Þaðan mun á land skolað þeim „marglitu vegg- steinum týndra borga" sem við sögu koma í næsta kvæðinu „Brim“: „marglitir veggsteinar týndra borga liggja á víð og dreif í bláum sandi og ambergris, grár klumpur mör búrhvalsins..." Það er langförullinn sem svo yrkir og fær lesandanum grun um að hann hafi ef til vill séð „hvíta hval- inn blása“ endur fyrir löngu, eins og sæfari Hermanns Melville. Kvæði 90 er kvæðaflokkur og ber undirtitilinn „Engey í þröngum glugga". Þetta eru kvæði sem sums staðar verða léttilega gripin, en þurfa stundum ígrundunar við og rækilegs endurlestrar: skáldið býður lesandanum að skilja svo sem hon- um er spektin lánuð til. Orð eru spöruð til hins ýtrasta og allt er hér knappt, svo stundum er eins og unnið hafi verið við teikniborð með sirkli, skáhorni og boga. Hvergi er ofaukið. Einn helsti seiður ljóðanna er fólg- inn í sterkri nálægð tímans. Freist- andi er að láta hér fylgja kvæðið „Það var einhvern tíma": Ellin kemur ekki, hún er komin, snemma morguns gamall vinurþinn birtist tekur staf sinn aftur og gengur hávaxinn niður dalinn 2. með vindinn í bakið. Söknuður grípurþig eins og vœgt tak undir bringspölun um,vórum við, höfum við mœlt okkur mót og hvar? „... með vindinn í bakið“: Þarna er mögnuð ímynd tímans á ferð. Skáld- ið bregður sér frá glugga sínum af og til og svipast um meðal gulla bernsku(æsku)minninga sinna, en lesendur fá á tilfinninguna að hon- um finnist hann aðeins gestur með- al þeirra nú, langt að kominn og á leið burtu í kannske miklu lengri ferð. Samt er það sem var — dynur hásumarsins — æ nálægt, eins og í kvæðinu „Enn á ný, Arngrímur": „Dynur hásumarsins er óviðkomandi árstíðum en enginn hugarburður 2. heldur trumba að fjallabaki árið um kring og vatn sem rennur upp í móti 3. íæsku þinni fylgdi hann réttri árstíð en síðar, fyrir nokkrum árum skildi hann sig frá undirsumar. 4. Enn á ný Amgrímur líður sumarið hjá annars hugar þögult sem gröf. 5. Margháttaðar fyrirætlanir vorsins hafa staðnað hér og nú fyrir mitt sumar 6. dynurinn heldur áfram bakvið þögn haustsins handan hvítrar háreysti vetrarins. Um leið og engu er ofaukið í kveð- skap Kristján Karlssonar og hvert orð valið bregður víða fyrir stillilegu áræði: afdrifarík og mikilvirk orð hræðist hann ekki, þá honum finnst hann þurfa þeirra með - - og ekki bregst að þau bíta honum: Nú tek ég styttri skrefen áður þá fór ég háværar krókaleiðir án þess að láta mérseinka... segir í kvæðinu 3/4, ísmeygilegu og sterku kvæði. Undirrituðum urðu þessi Ijóð eins- konar hólmganga skáldsins við tím- ann, uppgjör, endurmat á sumu, ef til vill. En það er sterk birta yfir hólmgönguvellinum og víðsýnið jafn mikið þá fram er horft og til baka. AM

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.