Tíminn - 14.12.1990, Blaðsíða 3

Tíminn - 14.12.1990, Blaðsíða 3
Föstudagur 14. desember 1990 Tíminn 3 Umferðarráð hefur kynnt niður- stöður könnunar sem Hagvangur gerði fyrir ráðið þar sem kom í ljós að meirihluti vildi lækkun prómill- markanna sem marka leyfilegt magn í blóði ökumanna. 55% þeirra sem tóku afstöðu í könnun- inni vildu þessa breytingu á um- ferðarlögunum, en 45% voru á móti breytingum. Mun fleiri konur en karlar vilja að þessi mörk verði lækkuð, af konum sem tóku af- stöðu vildu 65% lækkun mark- anna, en 35% vildu óbreyttar regl- ur. Aftur vildi meirihluti karla óbreytt mörk, eða 55%, en 45% þeirra vildu að mörkin yrðu lækk- uð. Einnig var spurt um afstöðu fólks til notkunar negldra hjólbarða í umferðinni, þar sem fram kom að talsvert fleiri vilja nota neglda hjól- barða í ár, en fram kom í sambæri- legri könnun á síðasta ári. Um 10% fleiri á höfuðborgarsvæðinu vilja nota neglda hjólbarða en í könnun frá síðasta ári. Loks var spurt í þessari könnun hvaða aðili hefði á undanförnum árum beitt sér mest fyrir notkun bílbelta hér á landi og nefndu 47% Umferðarráð, 14% Óla H. Þórðar- son framkvæmdastjóra Umferðar- ráðs, 5% nefndu tryggingafélög og lögreglu og 8% nefndu ýmsa aðila. 26% aðspurðra nefndu engan. í könnun þessari voru 1000 manns spurðir álits á aldrinum 18-67 ára og búsettir víðsvegar um landið. Umferðarráð vill minna á að des- ember er einn mesti umferðarmán- uður ársins og þá reynir meira en endranær á alla vegfarendur, ekki síst ökumenn. Nú í jólamánuðin- um er mikið um jólaglöggboð í fyr- irtækjum og félagasamtökum og vill Umferðarráð því benda á þá staðreynd að á hverju ári eru fjöl- margir ökumenn teknir fyrir ölvun við akstur í jólamánuðinum og margir þeirra á leið einmitt úr jóla- glöggboðinu. Því minnir Umferðar- ráð á að áfengi og akstur mega aldr- ei eiga samleið. Jólagetraun um umferðarmál er orðin fastur Iiður í jólaundirbún- ingi barna í yngri bekkjum grunn- skóla. Það er Umferðarráð, lögregl- an og umferðarnefndir sveitarfé- laga sem að henni standa. í ár er getraunin tvískipt, annars vegar fyrir nemendur í 1. til 4. bekk og Stúfur er kominn í nótt kom Stúfur til byggða, en hann er minnstur af þeim jóla- sveinabræðrum. Stúfur ætlar að koma við í Þjóðminjasafninu í Reykjavík í dag kl. 11:00. í nótt kemur svo fjórði jólasveinninn til byggða, en hann heitir Þvöru- sleikir. hins vegar fyrir nemendur í 5. til 7. bekk. Keli og Vala, aðalpersónurnar úr umferðarleikriti þeirra Iðunnar og Kristínar Steinsdætra, koma mikið við sögu í getrauninni fyrir yngstu börnin. Verkefnið fyrir 5. til 7. bekk er hefðbundið. „Rúmlega 30 þús- und börn eru þessa dagana að glíma við verkefnin og er það von Umferðarráðs að það veki þau til umhugsunar um umferðina og hvernig okkur ber að bregðast við ýmsum umferðaraðstæðum," segir í fréttatilkynningu Umferðarráðs. —GEÓ Óli H. Þórðarson og Sigurður Helgason hjá Umferðarráði. Timamynd: Ami Bjama xxna Ivitaam Jólahangikjötið sem mælt er með, bragðgott og ilmandi KEA hangikjötið er allt 1. flokks. Það er meðhöndlað samkvæmt norðlenskri hefð af færustu kjötiðnaðarmönnum. Bragðgott og ilmandi uppfyllir KEA hangikjötið óskir þínar um ánægjulegt jólaborðhald. JS00, Umferðarráð kannar afstöðu ökumanna, bendir á öryggi í jóla- umferðinni og kynnir jólaumferðagetraun barnanna: Umferðarátak fyrir jólahátíðina

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.