Tíminn - 14.12.1990, Blaðsíða 4

Tíminn - 14.12.1990, Blaðsíða 4
4 Tíminn Föstudagur 14. desember 1990 DAGBOK Persaflóadeilan: Friðarviöræöur í bak- lás áður en þær byrja? Bandaríkjamönnum og írökum gengur erfíölega að semja um dag- setningar á fundum, sem ætlað er að fínna friðsamlega lausn á Persaflóadeilunni, og allt lítur út fyrir að enginn árangur náist, þó af þessum fundum verði. Bandaríkin saka fraka um að hindra friðarviðræðumar með tiliög- um um fáránlegar dagsetningar. írakar hafa stungið upp á því að seinni fundurinn verði 13. janúar en Bandaríkjamenn mótmæla þeirri dagsetningu á þeirri forsendu að þá sé allt of stutt í að sá frestur sem írökum hefur verið gefínn til að yfírgefa Kúvæt renni út, en það gerist þann 15. janúar. Þó að af fundum utanríkisráðherra Bandaríkjanna og íraks við forseta Iandanna verði, þá eru horfur um friðsamlega lausn ekki miklar. Bandaríkjamenn hafa sagt að þeir muni aðeins nota fundina til að segja írökum að fara frá Kúvæt, en írakar ítrekuðu á mánudaginn þá af- stöðu sína að það mundu þeir aldrei gera. írakar hafa sagt að þeir muni tengja lausn á Persaflóadeilunni við lausn á vandamálum Palestínuar- aba, en því hefur alfarið verið hafnað í Washington. Margir Arabar, sem eru banda- menn Bandaríkjamanna í Persafióa- deilunni, vilja tengja þessi máiefni saman, en ísraelar, sem einnig eiga gott samband við Bandaríkjamenn, eru að sjálfsögðu á móti. Banda- ríkjamenn standa því í ströngu við að sætta þessa ólíku bandamenn sína. Saddam Hussein, forseti íraks, vakti máls á vandamálum Palestínu- araba á miðvikudag þegar hann átti viðræður við forseta Alsír, Chadli Benjedid, sem er að gera tilraun til að sætta deiluaðila. Chadli hóf sátta- ferð sína í Amman í Jórdaníu og er ætlun hans að fara til Saudi-Arabíu þar sem hinn 500 þúsund manna fjölþjóðaher hefur bækistöðvar sín- ar. Saudi-Arabar hafa tekið illa í til- raunir hans til að sátta deiluaðila og segja að eini maðurinn sem geti leyst þessa deilu sé Saddam, forseti íraks, og hann geri það með því að yfirgefa Kúvæt. Bush og Gorbatsjov funda í Moskvu Bush, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti á miðvikudagskvöldið að hann og Gorbatsjov Sovét- forseti væru búnir að ákveða að ræða saman í Moskvu 11.-13. febrúar og værí megintilgangur viðræðnanna að semja um frek- arí fækkun langdrægra vopna. „Ég er ánægður með þann árangur sem náðst hefur um START-samn- inginn og vona að við getum komist að samkomulagi um fækkun lang- drægra vopna á fundinum í Moskvu frá 11. til 13. febrúar," sagði Bush í yfirlýsingu sem hann las fyrir frétta- menn í Hvíta húsinu. START- samn- ingurinn gerir ráð fyrir miklum nið- urskurði á langdrægum vopnum stórveldanna og hann hefur verið til umræðu allt frá árinu 1988 þegar stórveldin komust að sögulegu sam- komulagi um eyðingu meðaldrægra kjarnorkuvopna. Fundur Bush og Gorbatsjovs er þeirra fimmti fundur síðan Bush Bush og Gorbatsjov á fundi símum s.l. sumar. varð forseti í fyrra. í fyrstu var ætl- unin að hafa fundinn í janúar, en vegna tímamarka Sameinuðu þjóð- anna í Persaflóadeilunni þann 15. janúar var honum frestað. Bush svaraði engum spurningum eftir að hann las yfirlýsinguna, en Baker, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, sagði að hann og Shevardn- adze, utanríkisráðherra Sovétríkj- anna, hefðu nálgast samkomulag um START-samninginn á fundi sem þeir héldu í Houston til að undirbúa viðræðurnar í Moskvu. Kosningarnar i Danmorku, úrslit: SCHLÚTER VILL MYNPA FIMM FLOKKA STJÓRN Poul Schliiter ætlar að reyna mynd- un nýrrar fímm flokka ríkisstjómar eftir þingkosningamar í Danmörku á miðvikudag þar sem jafnaðar- menn unnu stórsigur og fylgi ríkis- stjómarflokkana minnkaði eilítið. Stjórnarflokkarnir þrír fengu sam- tals 66 menn kjörna á hið 179 manna þing, eða einum færri en í síðustu kosningum í maí 1988. Stærri stjórnarandstöðuflokkurinn, Jafnaðarmannaflokkurinn, bætti við sig 14 mönnum, fékk 69, en þetta er besta útkoma þeirra í a.m.k. 40 ár. Á móti vegur að hinn stjórnarand- stöðuflokkurinn, Sósíalíski þjóðar- flokkurinn, galt afhroð, tapaði 9 mönnum og fékk 15. Þeir þrír flokk- ar, sem hafa stutt ríkisstjórn Schlúters, töpuðu 4 mönnum og fengu 25. Niðurstaðan er því sú að borgaraflokkarnir fá 91 þingmann en vinstriflokkarnir 84. „Niðurstöðurnar sýna greinilega meirihluta Borgarafylkingarinnar. Við ætlum að mynda fimm flokka (miðju- og hægriflokka) ríkisstjórn, en það mun bæta töluvert starfs- grundvöll ríkisstjórnarinnar," sagði Schlúter. Hans bíður erfitt verkefni, þar sem Radikale- flokkurinn ætlar að draga sig út úr stjórnarsamstarf- inu vegna fylgistaps og Miðdemó- krataflokkurinn og Kristilegi þjóð- arflokkurinn, sem hafa stutt minni- hlutastjórnina, eru hikandi í því að fara í stjórnarsamstarf. Svend Auk- en, leiðtogi jafnaðarmanna, var að vonum ánægður með úrslit kosn- inganna og túlkaði þau á þá leið að kjósendur vildu breytta stefnu. Fréttaskýrendur bjuggust við að mynduð yrði svipuð minnihluta- stjórn og væri nú, en Jafnaðar- mannaflokkurinn mundi hafa meiri áhrif en áður vegna stórs sigurs. Ítalía: A.M.K. 13 LÉTUST í JARÐSKJÁLFTUM A.m.k. þrettán létust í nokkrum hörðum jaröskjálftahrinum sem gengu yfír austurhluta Sikileyjar snemma í gær. Mikil skelfíng greip um sig meðal íbúanna, en mann- skæðir skjálftar eru algengir á þess- um slóðum. Þetta voru fimm skjálftahrinur sem áttu upptök sín 10 km frá bænum Syracuse. Stærsti skjálftinn mældist 4,7 á Richter og sá sem stóð yfir lengst var í 45 sek. að sögn vitna. Eyðileggingarmáttur jarðskjálftans mældist 7 á Mercali. Margir tóku til bragðs að gista í bfl- um sínum yfir nóttina af ótta við fleiri skjálfta. Nokkur sjúkrahús voru rýmd og eitt fangelsi skemmd- ist svo illa að 1.500 fangar fengu að vera úti um nóttina. Kaldir vindar og miklar rigningar hafa geisað á Ítalíu sem gerði ástandið enn verra. Stórir og mannskæðir jarðskjálftar eru algengir á suðausturhluta Sikil- eyjar og árið 1693 er talið 100 þús- und manns hafi látist í jarðskjálfta í bænum Noto. Mannskæðasti jarð- skjálfti á Ítalíu á síðari tímum var árið 1980 þegar 4.800 manns dóu á Napólísvæöinu. jarðskjálfta sem gekk yfir suð- fóru út um þúfur, en þeir ákváðu austanverða Sikiley í gær. að hittast aftur þrátt fyrir að leið- togi Norður-Kóreu sé æfur yfir Moskva - Yfirmaður KGB, ferð ieiðtoga Suður-Kóreu til Vladimir Krjútsjkov, sem hefur Moskvu. Baghdad - Fimm bandarlskir undanfarið predlkað I fjölmiðlum stjórnarerindrekar, sem hafa að halda verði lög og reglur á Nýja Delhí - Indverjar, sem haldið sig í bandariska sendiráð- þessu umrótatimabili sem Sov- börðust við hungursneyð fyrir inu i Kúvaet allt frá því að (rakar étrikin eru að ganga I gegnum, stuttu og þurftu á utanaðkom- réðust inn í landið þann 2. ágúst, sagði að efnahagsástandið væri andi hjálp að halda, tilkynntu í héldu á brott frá Baghdad í gær verra en hann hefði átt von á. gær að þeir ætluðu að lána Sov- ásamt 34 öðrum Vesturlandabú- Hann sagði að leyniþjónustari étmönnum eina milljón tonna af um sem flestir höfðu verið í fel- mundi ekki iáta pólitíska óreiðu hveiti. Á Evrópuþinginu i Stras- um fyrir stjórnvöldum í Irak. viðgangast. bourg var þeim tilmælum beint til Framkvæmdaráðs EB að flýta Brussel - Utanrlkisráðherra Moskva - Stjórnvöid í Moskvu fyrir mataraðstoð og læknisað- Belgíu sagðist í gær, eftir fund sendu menn til að kanna ástand- stoð til Sovétríkjanna. meö aðstoðarutanríkisráðherra ið í Georglu, en neyöarástandi íraks, vera áhyggjufullur yfir því var lýst þar eftír að þrír menn París - Vestur-Evrópa verður að að írakar virtust ekki sýna neinn voru skotnir til bana. búa sig undir flóttamannastraum sveigjanleika í Persaflóadeil- frá Sovétrikjunum til Vestur-Evr- unni. Seoul - Viðræður milli leiðtoga ópu vegna slæms efnahags- Suður- og Norður-Kóreu til að ástands, að sögn utanrikisráð- Róm - A.m.k. þrettán létu llfið I bæta sambandið milli rlkjanna herra Frakklands, Dumas. Fréttayfirlit

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.