Tíminn - 14.12.1990, Blaðsíða 14

Tíminn - 14.12.1990, Blaðsíða 14
14 Tíminn Föstudagur 14. desember 1990 UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI: 681511 LUKKULÍNA: 991000 VERTU MEÐ — ÞAÐ ER GALDURINN i Seiður sléttunnar Komin er út hjá Vöku-Helgafelli fjórða skáldsaga Jean Auel úr bókaflokknum um Böm jarðar. Þessi bók nefnist Seiður sléttunn- ar og í henni heldur áfram sagan um stúlkuna Aylu og flakkarann Jondalar. Ayla, aðalpersóna sög- unnar um Böm jarðar, er þekkt og elskuð af milljónum lesenda um allan heim. Bækur Jean Auel hafa allsstaðar orðið metsölu- bækur og hér á landi hafa fyrstu þrjár bækur bókaflokksins selst í samtals 15.000 eintökum. í Seiði sléttunnar segir frá Ayla og Jondalar ferðast um ókunnar sléttur Evrópu. í veiðimanna- og safnarasamfélagi ísaldar em þau framandi og ógnvekjandi. Leyndardómur umvefur ungu konuna, hún talar við dýrin með þeirra eigin hljóðum og hefur yf- imáttúrlegt vald yfir stómm og kraftmiklum úlfi, sem fylgir hertni eins og skugginn. Jondalar vekur ótta, en jafnframt lotningu vegna útlits síns og hins stór- fenglega fola sem hann situr. Saman kynnast þau veröld sem færir þeim bæði sársauka og ánægju. Þau færast nær sínu fjar- læga takmarki: að finna sér stað á jörðinni þar sem þau geta sest að og búið sér heimili. Þetta er hrífandi saga sem lætur engan ósnortinn. Seiður sléttunnarr er löng bók og efnismikil. íslenska útgáfan er 741 blaðsíða. Alfheiður Kjartans- dóttir þýddi bókina, en henni til aðstoðar var María Guðjónsdótt- ir. Prentvinnslu annaðist G.Ben. prentstofa hf., en bókin var bundin í Amarfelli hf. Bókin kostar 3.480 krónur. Skuggarnir í fjallinu Sjórekið góss, kamarseta, bakter- íudrepandi snúss, hættuleg hrekkjusvín og dularfullur tréfót- ur er meðal þess sem kemur við sögu í Skugganum í fjallinu, nýrri bamabók Iðunnar Steins- dóttur. Sögusviðið er lítið þorp úti á landi á fimmta áratugnum og að- alpersónumar em Una og Sara og tvíburamir Binni og Þórir. Bókin lýsir einu sumri í lífi þeirra. Eins og áður tekst Iðunni að skapa heim bamsins þar sem hver nýr dagur felur í sér ævin- týri sem efla og þroska, þannig að í bókarlok líta þær stöllur skuggana í fjallinu öðmm augum en í vor sem leið. Skuggamir í fjallinu er 160 bls. að stærð. Kápuhönnun, teikning- ar, umbrot og filmuvinnu annað- ist Ritsmiðjan hf. Bókband: Fé- lagsbókbandið-Bókfell hf. Sérstæð sakamál íslensk og norræn Bókin Sérstæð sakamál, íslensk og norræn, er komin út hjá Al- menna bókafélaginu og gefur forlagið hana út í samvinnu við íþróttasamband lögreglumanna. Jóhanna S. Sigþórsdóttir valdi og skráði sakamálin í bókina. Hin tuttugu mál sem bókin segir frá eiga það öll sameiginlegt að vera sérstæð og spennandi, en em að öðm leyti mjög fjölbreyti- leg. Sum segja frá furðufuglum sem leika á náungann með ótrú- legum klækjabrögðum og kom- ast oft æðilangt í því efni, önnur em ískyggilegri þar sem teflt er um líf og dauða, nokkur hreinn harmleikur. Sjö þessara mála em íslensk, unnin upp úr opinbemm gögnum, viðtölum og blöðum, þrettán em frá hinum Norður- löndunum. Af heitum úr íslenska hlutanum mætti nefna Þýskur bankaræn- ingi í Breiðholtinu, Kókaínsalam- ir í Hveragerði, Gullránin í mið- bænum, og úr þeim erlenda Svikapresturinn, Bankaræningi tekur gísl og Nótt þjáninganna. Bókin Sérstæð sakamál er 187 bls. að stærð í stóm broti og skreytt Ijósmyndum. Hönnun kápu var í höndum Grafít. Setn- ingu og umbrot annaðist Rit- smiðjan sf. Prentun og bókband: Prentsmiðja Árna Valdemarsson- ar. ! 8mU¥ Wuimkty Stúlkan á ströndinnt Ný ástarsaga eftir Bodil Forsberg: Stúlkan á ströndinni Hörpuútgáfan hefur sent frá sér nýja ástarsögu eftir Bodil Fors- berg. Þetta er 22. bókin, sem út kemur á íslensku eftir þennan vinsæla höfund. A bókarkápu segir m.a.: Hjúkr- unarkona finnst myrt. Arvid Holm ræðismaður er ákærður fyrir morð. Bjöm sonur hans er eftirlýstur sem vitni í málinu. Hann mátti ekki til þess hugsa að vitna gegn föður sínum, sem hafði verið besti vinur hans og félagi. Honum tekst að dyljast með hjálp vinkonu sinnar — stúlkunnar á ströndinni — sem var reiðubúin að fóma sér fyrir hann. Þetta er viðburðarík og spenn- andi ástarsaga um ungmenni og fjölskyldvu þeirra, einnig spill- ingu og undirferli sem þróast í skjóli auðs og frægðar. Stúlkan á ströndinni er 176 bls. Skúli Jensson þýddi. Prentverk Akraness hf. prentaði.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.