Tíminn - 15.12.1990, Síða 2
2 Yíminrt
íiáúgardagur‘T5. desehiber 1990
Islenskar sjávarafurðir hf. var stofnað í gær og
tekur það við rekstri Sjávarafurðadeildar SÍS:
Hlutafé verður
yfir 600 millj.
Nýtt hlutafélag, íslenskar sjávarafurðir hf., var stofnað í gær og
mun það taka við starfsemi Sjávarafurðadeiidar Sambandsins.
Stofnendur félagsins eru annars vegar Samband ísl. samvinnufé-
laga og hins vegar framleiðendur í Pélagi Sambandsfiskframleið-
enda. Hlutafé verður yfir 600 milljónir kr.
íslenskar sjávarafurðir hf. hefur þá yfir rekstur Sjávarafurðadeildar
starfsemi sína um áramót og tekur SÍS í öllum aðalatriðum. Auk
Enn er ókyrrð í læknageiranum:
Unglæknadeilan
enn í jámum
Gins og fram hefur komið í fjöl-
miðlum, þá hafa unglæknar tak-
markað yfírvinnustundir sínar í 90
tíma í mánuði og hafa sérfræðingar
gengið mikið til inn í störf þeirra.
„Ein af forsendum fyrir þessum að-
gerðum aðstoöarlækna er að fá
samninganefndir til þess að setjast
að samningaboröi, þeir hafa ekki
fengist að samningaborði í alvöru
viðræður í hálft ár,“ sagði Kristján
Oddsson, formaður Félags ung-
lækna, í samtali við Tímann f gær.
„Helstu kröfurnar eru að aðstoðar-
læknar búi ekki við lakari kjör en
aðrar stéttir í þessu landi," sagði
Kristján einnig. „Sú krafa felst fyrst
og fremst í því að aðrar stéttir fá
greidda tvöfalda yfirvinnu eftir að
hafa unnið í 16 klst. samfleytt, en
við fáum aðeins einfalt."
Guðríður Þorsteinsdóttir hjá Rík-
isspítölum situr í samninganefnd
ríkisins. Hún sagði í samtali við
Tímann í gær að rétt væri að launa-
kröfum unglækna hefði verið hafn-
að á þeim forsendum að það sé ekki
hægt að hækka laun lækna umfram
þjóðarsátt. „Við gerum ráð fyrir að
það verði fundur með læknafélag-
inu, sem er samningsaðilinn, í
næstu viku og þar munum við
leggja fram okkar tillögur um lausn
á þessu,“ sagöi Guðríður.
Eitt helsta baráttumál unglækn-
anna er að þeim sé ekki gert að
vinna meira en 90 klst. í mánuði, en
nú er það ótakmarkað. Kristján
sagði að flestir ynnu 150 til 200 tíma
í mánuði í yfirvinnu og að aðstoðar-
læknar ynnu aldrei minna en 26
tíma samfleytt, en dæmi eru um að
læknar séu að vinna í rúma 50 tíma
í einu.
„Við erum ekki að skorast undan
þjóðarsátt, því við förum ekki fram á
grunnkaupshækkun. Við viljum ein-
ungis njóta sömu kjara og aðrar
stéttir í þessu landi,“ sagði Kristján
að lokum í samtali sínu við Tímann
í gær. —GEÓ
NIUIÐNFULL-
TRÚAR RÁÐNIR
Menntamálaráðuneytið hefur ný-
lega gengið frá ráðningu níu iðn-
fulltrúa í hlutastörf skv. ákvæðum
12. gr. reglugerðar um framhalds-
skóla. Hlutverk iðnfulltrúa er að
leiðbeina um gerð námssamninga
og staðfesta þá. Hann á einnig að
veita hlutaðeigandi upplýsingar
um framkvæmd þeirra og vera
tengiliður skóla og atvinnulífs um
iönmenntun. Hér er ekki um ný
störf að ræða, því að iðnfulltrúar
hafa starfað árum saman sam-
kvæmt eldri lögum. Nú er lögð
meiri áhersla á fræðslu- og upp-
lýsingastörf þeirra en verið hefur.
GS.
Menningarsjóður íslands og Finnlands:
38 fengu styrk
Úthlutað hefur verið styrkjum
úr Menningarsjóði íslands og
Finnlands. Þrjátíu og átta um-
sækjendur hlutu styrki að þessu
sinni. Úthlutunin fer fram ár-
lega og umsóknarfrestur var til
30. september. Af 105 umsókn-
um voru 83 frá Finnlandi og 22
frá íslandi. Úthlutaö var
207.500 finnskum mörkum eða
jafngildi um 3.2 millj. ísi.
króna.
Menningarsjóður íslands og
Finnlands var stofnaður í tilefni
þess að minnst var 1100 ára af-
mæli íslandsbyggðar sumarið
1974. Stofnfé sjóðsins var 450
þúsund fínnsk mörk, sem
finnska þjóðþingið veitti, en það
nemur nú um 2.2 milljónum
marka.
GS.
tveggja áðurnefndra aðila standa að
hinu nýja félagi framleiðendur, sem
selt hafa afurðir sínar í gegnum
Sjávarafurðadeild, og einnig fjögur
kaupfélög. Innborgað hlutafé er
eins og áður sagði yfir 600 milljón-
ir og er heimild til þess að auka það
í 700 milljónir. Eignarhlutföll eru
með þeim hætti að Sambandið á
50% og aðrir hluthafar 50%.
Helstu verkefni, sem Sjávaraf-
urðadeildin hefur haft með að gera,
eru einkum útflutningur sjávaraf-
urða, verslun með umbúðir, veiðar-
færi og aðrar rekstrarvörur til út-
gerðar og fiskvinnslu. Einnig hefur
deildin séð um gæðaeftirlit, tækni-
lega aðstoð við framleiðendur og að
lokum vöruþróun. Hið nýja félag
mun kaupa hlut Sambandsins í Ice-
land Seafood Corporation í Banda-
ríkjunum, en sá hlutur nemur um
60% af heildarhlutafé. Þá kaupir fé-
lagið einnig hlut SÍS í Iceland Se-
afood Ltd. í Hull, en þar á Sam-
bandið 55% hlut á móti 45% hlut
framleiðenda.
í fyrstu stjórn félagsins voru kosn-
ir þeir Sigurður Markússon, Guð-
jón B. Ólafsson, Hermann Hans-
son, Gísli Jónatansson, Rögnvaldur
Friðbjörnsson, Jón Guðmundsson
og Tryggvi Finnsson, sem kosinn
var formaður stjórnarinnar. í vara-
stjórn eru Guðmundur Pálmason
og Einar Svansson, en fram-
kvæmdastjóri íslenskra sjávaraf-
urða hf. verður Benedikt Sveins-
son, sem hefur verið framkvæmda-
stjóri Sjávarafurðadeildar SÍS.
-hs.
Skýrsla sérfræðinga Hitaveitu Reykjavíkur
staðfestir að útfellingarnar eru orsökin:
Vandræðin
geta hald-
ið afram
Skýrsla sérfræðinga Hitaveitu
Reykjavíkur am orsakir þrýst-
ingstaps á Hafnarfjaröaræðinni
um síöustu helgi var lögð fram á
fundi í stjórn Veitustofnana í
Reykjavík j gærmorgun. I skýrsl-
unni kemur fram að orsakir
þrýstingstapsins má rekja til
magnesfumsilikatútfellinga í
leiðslunni sem myndast við
blöndun upphitaðs ferskvatns
frá Nesjavallavirkjun og jaröhita-
vatns.
Gunnar H. Kristinsson hita-
veitustjóri sagði í samtali við
Tímann í gær að þessar útfell-
ingar hefðu allar oröið til á
fyrstu 50 dögunum eftir að vatni
frá Nesjavallavirkjun var hleypt á
kerfíð og að búið væri að komast
fyrir útfellingarnar sem siíkar
nú. Útfellingamar eru innan við
1 mm. Engu að sfður dugar það
til að hafa ofangreind áhrif á
rennslið og var reikningsleg nið-
urstaða um rennslið staðfest f
útreikningum Jónasar Elfasson-
ar prófessors. Samkvæmt hans
niðurstöðum eru útfellingarnar
örþunnar flögur sem hafa það
hrjúft yfirborð að þær hefta
rennslið eða breyta flæðinu.
Hitaveitustjóri segir útfelling-
amar mismiklar; mestar næst
Grafarholti þar sem blöndunitt á
sér stað og minnka allt niður f að
vera næstum ekki neitt eftir því
sem lengra kemur út í kerfíð.
Tfminn hafði samband við Sig-
rúnu Magnúsdóttur borgarfull-
trúa, sem sæti á í stjóra Veitu-
stofnana og var fyrst til að vekja
opinberlega máls á því að þrýst-
ingstapið í dreifíkerfínu mætti
rekja til útfellinga. Sigrún sagð-
ist lftið vilja tjá sig um þessi mál
fyrr en fyrir lægi álit sérfræðinga
um ástand kerfisins í heild sinni,
en hún ætti von á því að slík
skýrsla ætti að geta legið fyrir á
næsta fundi Veitustofnana að
viku liðinni.
Hún kvaðst þó vonast til þess
að svipuð vandræði og urðu víða
vegna þrýstingsfallsins um síð-
ustu helgi kæmu ekki upp aftur
og vonandi mætt) að þessu sinn)
treysta orðum hitaveitustjóra
betur en fyrir kuldakastið um
síðustu helgi.
Sigrún haíði beðið um állt sér-
fræðinga vegna hugsanlegrar
hættu sem blöndun upphitaðs
ferskvatns og jarðhitavatns gæti
haft i för með sér, á fundi hjá
borgarráöi fyrir rúmri viku. Hún
taldi að slíkt álit væri nauðsyn-
legt til að kanna stöðu hitaveitu-
kerfisins í Reykjavík í Ijósi
þessa, en var þá sökuð um upp-
hlaup. Nú er hins vegar komið í
Ijós að þessi hætta er fyrir hendi.
—GEÓ
Höfundar 7. bindis ásamt útgefendum.
7. bindi Islenskr-
ar þjóðmenningar
Á vegum Bókaútgáfunnar Þjóð-
sögu er komið út 7. bindi bóka-
flokksins íslensk þjóðmenning,
og er það hið fjórða í útgáfuröð-
inni. Úm 50 kunnir fræðimenn
skrifa ritverkið, en Frosti F. Jó-
hannsson þjóðháttafræðingur rit-
stýrir bókaflokknum. Verkið hlaut
viðurkenningu Vísindaráðs fyrir
skömmu vegna þeirra grunnrann-
sókna sem þar hafa birst og einn-
ig hefur menntamála- og fjár-
málaráðuneyti ákveðið að styrkja
útgáfu þess með veglegum hætti.
Þessi bókaflokkur er yfirlitsverk
um íslenska menningarsögu þar
sem dregnir eru saman á einn stað
helstu þættir þjóðhátta og þjóð-
mennta íslendinga. Fjallað er um
sveitasamfélagið forna og er meg-
ináhersla lögð á almenna lifnaðar-
hætti fólks í landinu. í 7. bindi er
fjallað um alþýðuvísindi og er efni
þess skipt í þrjá meginhluta:
stjarnvísindi og tímatal, lækning-
ar og spádóma. Meginmarkmið
þess er að draga saman á einn stað
stað þau vísindi og fræði sem fyrri
alda menn lögðu einkum stund á í
því skyni að ná meira valdi á um-
hverfi sínu og lifa öruggara og
betra mannlífi. Fimm höfundar
skrifa bindið, þeir Þorsteinn Vil-
hjálmsson prófessor, Árni Björns-
son forstöðumaður, Jón Steffensen
prófessor, dr. Jón Hnefill Aðal-
steinsson dósent og Páll Bergþórs-
son veðurstofustjóri.
- hs.