Tíminn - 21.12.1990, Blaðsíða 6

Tíminn - 21.12.1990, Blaðsíða 6
6 Tíminn Föstudagur 21. desember 1990 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin (Reykjavik Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Glslason Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrlmsson Auglýsingastjóri: Steingrlmur Glslason SkrifetofurLyngháls 9,110 Reykjavlk. Slmi: 686300. Auglýsingasfmi: 680001. Kvöldsímar Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prentun: Oddi hf. Mánaðaráskrift kr. 1100,- , verð I lausasölu kr. 100,- og kr. 120,- um helgar. Grunnverö auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Sæmd Ríkisútvarpsins Fyrir margra hluta sakir er Ríkisútvarpið með sinni öflugu fjölmiðlun gegnum hljóðvarp og sjónvarp áhrifamesta fjölmiðlunarfyrirtæki landsmanna. Umræðuþættir, fréttaflutningur og fréttaskýringar á vegum Ríkisútvarpsins móta skoðanir, viðhorf og þekkingarstig landsmanna meira en flest annað fjölmiðlaefni. Ríkisútvarpið hefur auk þess notið trausts hjá þjóðinni og nýtur þar verka og viðhorfa þeirra manna sem mótuðu frétta- og dagskrárstefnu fýrirtækisins í öndverðu. Þrátt fyrir einkarétt sinn til útvarpsrekstrar fram á síðustu ár má fullyrða að Ríkisútvarpið var löngum trútt stefnu sinni um að vera lýðræðisleg menningarstofnun og hlutlægur og óhlutdrægur fréttamiðill. A sextíu ára afmæli Ríkisútvarpsins, sem reyndar er minnst með hljóðlátum hætti og skal ekki að fundið, er þó svo komið að stofhunin hefúr glatað nokkru af því trúnaðartrausti sem hún hafði áunnið sér í áranna rás. Þótt viðurkenna beri að Ríkisút- varpið heldur á mörgum sviðum uppi sínu gamla merki sem metnaðarrík menningarstofnun, fjölgar eigi að síður tilefnum til gagnrýni á starfsemi þess. Sú gagnrýni beinist ekki síst að umfjöllun útvarps og sjónvarps á viðkvæmum pólitískum málum og þróun þjóðfélagsmála, sem verulegur vandi er að fjalla um í óhlutdrægum fjölmiðli sem Ríkisútvarp- ið á að vera. Á því hefur m.a. oft verið vakin athygli hér í blað- inu og að því fúndið að umfjöllun starfsmanna Rík- isútvarpsins um „Evrópumál“ væri einhliða, hún hefði á sér þann blæ að vera áróður fyrir þeirri kenningu að Islendingar hljóti fyrr eða síðar að ganga í Evrópubandalagið. Nú bregður svo við að fleiri verða til þess að benda á hlutdrægan málflutning útvarpsmanna í þessum efnum en Tíminn einn. Fulltrúar í Evrópunefnd Al- þingis hafa kveðið fast að orði um óhæfa umfjöllun um Evrópumál í þáttaröð Ríkisútvarpsins „Island í Evrópu“. Þessi gagnrýni alþingismannanna er áfall fyrir Ríkisútvarpið og henni er ekki hægt að svara með þögn eða neins konar afdrætti. En Evrópunefndarmenn Alþingis eru ekki einir um það að benda á annmarka og einhæfni þessara sjónvarpsþátta. Halldór Amason, framkvæmda- stjóri Samstarfsnefndar atvinnurekenda í sjávarút- vegi, gagnrýnir þáttaröð Ingimars Ingimarssonar harðlega fyrir sitt leyti. Manna meðal er reyndar um það rætt að með þessum þáttum sé mælir hlut- drægninnar og einhæfninnar fullur. Ástæða er til að taka undir þau orð Halldórs Áma- sonar, að „ríkissjónvarpið hafi hlutleysis- og upp- lýsingaskyldu að gegna og muni vonandi fjalla eft- irleiðis með faglegri hætti en gert hefur verið í þessum þáttum um hagsmuni og valkosti Islend- inga í samskiptum við önnur ríki.“ Ríkisútvarpið hefur ekki efni á því á sextugsaf- mælinu að glata trúnaði þeirra sem af einlægni hafa ætíð óskað því velgengni og sæmdar og gera enn. GARRI Dóp er úti í mýri Ekki linnir uppákoreum út af hassi. Nú hefur verið skýrt frá því, að fundist hafi tvö tdló af dópi við Selvatn, sem er einhver poQur f nágrenni Reykjavíkur. Vitað var um þetta hass og gætti lögreglan felustaðarins þangað til eígandinn kom til að sækja jóla-hassið sitt, því auðvitað verður fólk að hafa dóp um jólin eins og það hefur bækur, hljómplötur og sælgæti. Þá var eigandinn gripinn og verð- ur nú að svara tll saka. Þetta var nú ekkl stór skammtur, en mest hefur verið smyglað um sjötíu lcílóum af hassi af sömu aðilum í níu sendingum. Margar og mis- munandi aðferðir eru viðhaföar við að smygla dópi til landsins. Ein er að hafa „couriers", sendi- boða, í forum, sem lána innyfli sín eða endaþarm undir smyglið. Þá taka aðrir við og hefja vaktstöðu á hótelherbergjum, þar sem sendi- boðinn, sem oft er útiendur, gistir og fylgjast með því þegar hann hefur hægðir. Dópið er síðan kraflað upp úr salernum, og mun þykja allra fínast að neyta slíkra „hægðalyfja“. Spóar vella Fiestir munu kannast við ævín- týrin, sem cnduðu þannig; Köttúr úti i mýri setti upp á sig stýri. Úti er œvintýri. Nú er eins og þessi fallega þjóð- sagnaþuia sé orðin fyrirmynd að felustöðum undir dóp. Ekki hefur áður þekkst, að uppvíst yrði um hass-smygi, sem geymt hefur ver- ið í mýri. Það er auövitað ólfkt við- kunnanlegri geymslustaður en innyflin í einhveijum ótíndum sendiboða. Verði þetta hins vegar almennt, að geyma dóp í mýrum landsins, gæti svo farið að ær og lömb yrðu illviðráðanleg í sumar- högum, og Áml Johnsen, sem er helsti gangnamaður landsins, fyr- ir utan fáeina Landverja, gæti lent í erfíðleikum, einkum ef svo hitt- ist á að sauðféð væri byijað að syngja. Nóg er til af mýrum undir smyglhassið. Við erum elginlega land mýranna, þótt frægir menn hafi kvartað undan of mikilli framræslu bjá bændum. Enginn hugsar um spóann, segja þeir. Hvar á spóinn að vera? Þeir hugsa um spóann og vilja að bændur hætti að andskotast í mýrunum. Þeim dettur ekki í hug að fram- ræsla kunni að vera talin einskon- ar forvamarstarf gegn hassi. Heyri menn spóa vella ákaflega og stíga dansspor í mýrinni, þá eiga þeir ekki að undrast þessa hegðan farfuglsins. Spóinn hefur bara lent í mýrarhassi. Þörfm að smygla Allt er spennandi, sem hægt er að smygla. Og svo er það gróðavegur. Þau eru orðin ófá kflóin af svína- kjöti, sem tekln hafa verið af smyglurum, Þá verður vart tölu brugðið á allt það vodka, sem reynt hefur veríð að smygla á liðn- um árum. ÖIIu þessu er ýmist brennt eða því er hcllt niður. ís- lendingar virðast hafa mikinn áhuga á smygli. Nú er hvorki svínakjöt eða vodka bannvara neins staðar í heiminum, nema hvað gyðingar borða ekki svín og Saddam Hussein og fleiri hans likar banna áfengi. Aftur á mótl er dóp, þar á meðal hass, bannvara hvarvetna. En af því við erura smyglarar í eðli okkar verður líka að smygla því. Gróðinn af þessu að kemba mýrarnar, er slíkur, að talað er um eina þrjá íslenska auð- jöfra, sem hagnast hafa á þessum innflutningi. Þeir teljast hins veg- ar ekki til bændastéttarinnar, þótt nú sé svo komið vegna mýrar- hassins, að hægt væri að flokka smyglið undir landbúnaðarvöru. Hvað býr C mýrínni? á dópi er aftur á móti sagan enda- lausa. Þar verður aldrei punktur smyglararnir reikna beinlínis með því að tapa einhveiju af smyglinu f hendur lögreglunnar, hvort held- ur það verður sótt í mýrina eða f innyfli sendiboðans. Þeir vesal- ingar, sem hafa ánetjast dópi, kreista sig og kreista sína nánustu bara enn meir, þegar verðið hækk- ar við að stórar sendingar eru gerðar upptækar. Margar aðferðir eru notaðar tfl að eiga fyrir hassL Þess eru dæmi að menn séu drepnir til fjár svo hægt sé að kaupa hass- skammtinn, Gamlar konur með töskur eru rændar af sömu ástæðu. Menn svíkja, Ijúga og stela til að eiga fýrir dópi. Þetta er allt tekið til meðferðar af at- vinnukjaftöskum, sem engin ráð kunna, því: Dóp er úti í mýri. Djöfullinn er viö stýrí og engin œvintýri. Garri VITT OG BREITT Bjargræði í skammdeginu Líkamsstarfsemi spendýra á norð- urslóðum hægir mjög á sér í svart- asta skammdeginu og mörg þeirra leggjast í dvala þegar vart eða ekki sér til sólar vikum og mánuðum saman. Rysjótt og kalt veðurlag ásamt fannfergi og erfiðum sam- gönguskilyrðum stuðlar einnig að því að lifandi verur halda sem mest kyrru fyrir yfir erfíðasta árstímann og hefur náttúran gert íbúa norð- ursins svo úr garði að þeim tekst að þreyja með því að taka lífið með ró þegar myrkur, kuldi og samgöngu- teppa krefjast þess bókstaflega að haldið sé kyrru fyrir. Ein er samt sú skepna sem æsist öll upp þegar dagurinn er aðeins skíma og önugt verður að hreyfa sig úr stað vegna fannfergis eða saltblandaðs kraps sem yfimátt- úruleg öfl reyna að teppa vegferð með. Skepnan sú er nútíma íslend- ingur sem ætlar að halda jól. Þrældómur og sundrung Aldrei hafa eins margir eins mikið að gera og vinna Iengri vinnudag og á haustmánuðum og fram yfir jólaföstu. Imbrudagar eru sam- nefnari þrældóms og sundrungar heimila og í ár er mammonsdans- inn hvað trylltastur á vetrarsól- stöðum, sem eru á morgun 22. des- ember. Þá em verslanir opnar til miðnættis, en langt fram á kvöld dagana þar á undan. Allur er fyrirgangurinn kallaður jólaundirbúningur. Þeir eru ekki ófáir vinnustaðimir þar sem vinnudagurinn er lengstur þegar sólargangur er skemmstur. Öll verslun er í hámarki daganna fyrir jól og fjölmar^ framleiðend- ur miða ársafköst tækja sinna og þar með tekjur við jólasöluna. Bókagerðarmenn, matvælaiðnað- urinn, fatagerðir, heildsölur-smá- sölur, pósturinn, hártæknar, flutn- ingafyrirtæki, Alþingi, bakarar og jólasveinar, viðgerðarþjónustur af öllu tagi, auglýsingaiðnaðurinn viðamikli, dagskrárgerðarmenn og aðrir skemmtikraftar ásamt mörg- um, mörgum fleiri eiga sinn há- annatíma og bjargræði fyrir jólin. Eru bókstaflega öll afköst miðuð við að ljúka fyrir jól hvort sem það er fjárlagagerð við Austurvöll eða kökubakstur í heimahúsum. Jólagjafabransinn er undirstaða mikilla atvinnuvega og myndi ís- lenskt efnahagslíf fara allt á ská og skjön ef hann legðist af og bóklest- ur hætta með öllu. Því er nauðsyn- legt að jólaæðið hafi sinn gang þótt það sé búið að ganga fram af fyrir- vinnum, fjölskyldulífi og heimilis- ró og efnahag heimilanna, svo ekki sé talað um eðlilegan lífsryþma líf- vera á norðurslóð. Keppnin mikla Forfeðurnir drukku sitt jólaöl löngu fyrir kristni, mikil ósköp. Þeir fögnuðu hækkandi sól og gerðu sér dagamun um miðjan vet- ur. En þeir byggðu ekki afkomu sína á jólaundirbúningi og þræluðu ekki mánuðum saman til þess eins aðhaldajól. Kristnir menn halda jól vegna frelsara síns og kalla þau hans hátíð. fslensk jól eru fyrst og fremst eyðsluhátíð og þeir sem mest selja eru hylltir sem sigurvegarar mið- vetrarkamivalsins. Keppnin er hörð og óvægin. Mest selda bókin, mest selda platan, mest selda tískugjöfin. Keppnin hefst löngu fyrir jól og fjöl- miðlar spana hana upp og allir vilja gefa það sem allir hinir gefa og þannig er vel fyrir því séð að sigur- vegaramir hljóti laun sín ríkulega. Þegar loks kemur að jólum em loftmiðlamir búnir að útjaska jóla- lögunum sínum svo æðislega allan desembermánuð að manni verður flökurt yfir jólamatnum þegar enn er verið að leika og syngja jólalög á jólum. Auglýsingafarganið er búið að endurtaka jólastemminguna svo oft og frekjulega að lítið verður eftir til að fagna þegar hátíð kemur loks í bæ. Útivinnandi foreldrar og lyklabörn hittast loks á jólum og reyna að komast að því til hvers allur þessi gauragangur var eiginlega og þeir, sem finna mest seldu jólagjöfina í sínum pökkum, verða sjálfsagt glaðir. Öðmm, og þeir em áreiðanlega margir, er mest í muna að fá að hvílast eftir skammdegisönnina, sem orðin er hábjargræðistími þjóðarinnar. Á bak jólum koma skuldadagar með hækkandi sól. Þá veitir ekki af öðrum bjargræðistíma. En það sem gildir núna er að streitast við að strita og kaupa og klára allt það sem kaupa þarf og gera þarf fyrir jólin, - og það er ekki svo lítið. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.