Tíminn - 21.12.1990, Blaðsíða 16

Tíminn - 21.12.1990, Blaðsíða 16
AUGLYSINGASIMAR: 680001 & 686300 NUTIMA FLUTNINGAR Hatnorhusinu v Tryggvagotu. S 28822 NI55A Réttur bíll á réttum stað Ingvar Helgason hf. Sœvarhöföa 2 Sími 91-674000 Skýrsla sérfræðinga Hitaveitu Reykjavíkur Iftur dagsins Ijós: Sér ekki fyrir endann ennþá? Miklar umræður urðu á fundi borgarstjómar í gær um þann vanda sem Hitaveita Reykjavíkur á við að glíma þessa dagana. Á fundinum var kynnt ný skýrsla sérfræðinga hitaveitunnar, þar sem gerð er grein fyrir orsökum vandans, og gerðar tillög- ur um hveraig skuli á honum tekið. Ekki verður enn séð að sjáist fyrir endann á vandamálinu. Davíð Oddson borgarstjóri gerði fyrst vakti athygli á þessu máli, grein fyrir skýrslunni og þar var fjallað um hvers vegna á þessum erfiðleikum hitaveitunnar stend- ur. í henni kemur fram að útfell- ingar hafi myndast vegna blönd- unar jarðhitavatns og upphitaðs vatns frá Nesjavöllum. Ljóst sé að hitaveitunni hefur ekki enn tekist að stöðva útfellingar að öllu leyti og því sé frekari aðgerða þörf, en þegar hefur verið gripið til. í skýrslunni segir að gera verði ýmsar athuganir og rannsóknir svo komast megi fyrir upptök vandans. Lagt er m.a. til að eftirlit með útfellingum í dreifikerfum verði aukið og að frekari rann- sóknir verði gerðar á því hvaða þættir hafa áhrif á myndunar- hraða útfellinganna. Meðan að því er unnið leggja skýrsluhöfúndar m.a. til, að sem minnst blöndun verði á upphituðu vatni og jarð- hitavatni, ph-gildi í Nesjavalla- vatni verði lækkað með aukinni gufubiöndun. Sigrún Magnúsdóttir, borgarfull- trúi Framsóknarflokksins, sem gagnrýndi mjög vinnubrögð meirihlutans í borgarstjórn og einnig í stjórn veitustofnana fyrir sérkennileg vinnubrögð. Sigrún rifjaði upp hvernig þessi mál höfðu gengið fyrir sig, alveg frá því hún lagði til að sérfræðingar yrðu skipaðir til starfsins. Hún benti á að hún hafi lagt til á sínum tíma, að sérfræðingar yrðu fengn- ir til að athuga þessi vandræði hitaveitunnar. Hún fagnaði því að nú skyldi niðurstaða þeirra liggja fyrir, um annað bað hún ekki. Þá vitnaði Sigrún í minnisblað hitaveitustjóra til borgarstjóra. Þar segir, að frá því Nesjavalla- virkjun fór í gang í september, hefði framleiðslu verið stjómað þannig að ekki yrðu útfellingar í dreifikerfinu, og hefur það gengið mjög vel. Sigrún sagði forvitni- legt að bera minnisblaðið saman við þá niðurstöðu sem nú hefur fengist í málinu, bæði frá sérfræð- ingum hitaveitunnar og kemur fram í skýrslu þeirra, og einnig í Ijósi þeirrar reynslu sem margir íbúar á höfuðborgarsvæðinu hafa orðið fyrir á undanfömum dög- um. Varðandi skýrslu sérfræðing- anna sagði Sigrún: „Það sem ég les úr þessari greinargerð, er að borgastjórn stendur frammi fyrir því núna að setja aukinn hraða í annan áfanga Nesjavallavirkjun- ar." Davíð Oddson borgastjóri sagði Sigrúnu vera í pólitískum leik í sínum málflutningi og væri að nýta sér erfíðleika hitaveitunnar í pólitískum tilgangi. Hann sagði það vera mjög óábyrgt og bætti því við, að það eina sem afskipti Sigrúnar Magnúsdóttur af þessu máli hefði haft í för með sér, var að tefja fyrir hitaveitunni í nokkra klukkustundir frá því að sinna þessu brýna máli. Ólína Þorvarð- ardóttir fulltrúi Nýs vettvangs sagði Davíð vera að kenna einum borgarfulltrúa um vanda hitaveit- unnar, með því að vera fyrstur með fréttirnar. Hann væri með þessu að gera einn borgarfulltrúa tortryggilegan. Aðalatriðið væri það að hitaveitan ætti við mikil vandamál að glíma. Sigurjón Pét- ursson fulltrúi Alþýðubandalags- ins tók einnig til máls um þetta mál, og sagðist ekki sjá að búið væri að sjá fyrir vandann sam- kvæmt skýrslu sérfræðinganna. -hs. Gluggagægir er kominn í nótt kom til byggða jóla- sveinn sem heitir Gluggagæg- ir. Hann er svo forvitinn að hann á það til að gægjast á glugga. Gluggagægir verður á Þjóðminjasafninu í Reykjavík kl. 11:00 í dag. í nótt kemur svo ellefti jólasveinninn til byggða, en hann heitir Gáttaþefur. Rætt um að fjölga fíkniefnahundum Lfkur eru á því að fíkniefna- hundum lögreglunnar fjölgi veru- lega á næstunni. Að sögn Hjalta Zóphóníassonar hjá dómsmála- ráðuneytinu verður fundur í dag með lögreglu og tollayfirvöldum tll að ræða hugsanlega fjölgun. Taldi Hjalti að skrifað yrði bréf tíl stjórnvalda, í kjölfari af fundin- um, þar sem óskað yrði eftir fjár- magni til að ná þeim markmiðum sem menn hafa hugsað sér, en það er að hafa þrjá menn í starfi með tvo fíkniefnahunda hver. Undanfarin ár hefur aðeins einn fikniefnahundur verið í þjónustu lögreglunnar og hefur Þorsteinn Hraundal lögreglumaður séð um hann og þjálfun hans. Þorsteinn hefur séð um fíkniefnahunda lög- reglunnar um áraraðir og um tíma var hann með tvo hunda. Um áramótin bætist Þorsteini iiðsauki en þá munu Guðmundur Bragason og sjefferhundurinn ríminn FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER1990 Fyrirspurn um opinbera rannsókn. Stefán Valgeirsson alþm.: Maðkur virðist vera í mysunni Þingmennirnir Stefán Valgeirsson, Skúli Alexandersson, Matthías Bjarnason og Ólafur Þ. Þórðarson hafa lagt fram á Alþingi fyrirspurn til dómsmálaráðherra um neitun á að fram fari opinber rannsókn á brottrekstri ríkisstarfsmanns. Við- komandi maður hefur ítrekað óskað eftir rannsókn á málinu. Stefán Val- geirsson segir að margt bendi til að maðkur sé í mysunni og því sé full ástæða til þess að ásökunum mannsins á hendur opinberra aðila sé svarað. Mál þetta hefur verið í gangi í nokkur ár og hefur m.a. verið höfð- að mál á hendur fjármálaráðherra fyrir bæjarþingi Reykjavíkur. í janú- ar 1990 var þess krafist að dóms- málaráðuneytið léti fara fram opin- bera rannsókn á málinu á grundvelli þess að Ríkissaksóknaraembættið væri ekki sjálfstætt gagnvart Ríkis- endurskoðun. Tilefni efasemda þar um voru meint fjárdráttarmál sonar ríkisendurskoðandans frá 1983, sem Ríkissaksóknaraembættið lét ekki rannsaka. Þessu máli tengist brotthvarf skjals, sem gert var í fjármálaráðu- neytinu 1984, og fjármálaráðuneyt- ið og Ríkisendurskoðun hafa neitað Stefán Valgelrsson alþm. ásamt flelri þingmönnum hafa lagt fram fyrirspum til dómsmálaráðherra og vilja fá aö vita hvemig skjöl hverfa úr ráðuneyt- um. að sé til. Nú hefur verið staðfest að skjalið er til. Umræddur starfsmaður, Ingi B. Ár- sælsson, hefur skrifað forsetum þingsins og óskað eftir að þeir beiti sér í málinu, en Ríkisendurskoðun heyrir undir forseta sameinaðs þings. Stefán Valgeirsson sagði að þessar bréfaskriftir hefðu ekki enn borið árangur og því hefði hann séð sig knúinn til að bera fram fyrir- spurnina. -EÓ Tumi taka til starfa, en þeir hafa að undanfömu verið í þjálfun hjá lögregluhni. Þorsteinn segist vera mjög ánægður með að fá fleiri menn til starfa með fíkniefnahunda því erfitt hefur reynst fyrir hann og hundinn Púka að sinna starflnu svo vel fari. VUdi Þorsteinn meina að í rauninni veitti ekki af þremur mönnum með sinn hundinn hvem til að sinna öllu eftirliti mjög vel. Taldi Þorsteinn það hinsvegar óþarfa að hver maður væri með tvo hunda þar sem einn hundur ætti að duga hveijum mannl alveg eins vel og tveir. Að sögn Þorsteins er þjálfun hundanna mjög seinleg og mikið þolinmæðisverk. Spilað er á veiðieðli hundsins við þjálfunina og reynt að kenna hundinum að finna fíkniefni eins og hann væri að veiða úti í náttúrunni. Þegar hundurinn stendur sig vel er Fíkniefnahundar lögreglunnar, Púki og Tuml. hann verðlaunaður með því að honum er leyft að togast á við þjálfara sinn um ól. Það er gert til þess að hundurinn fái áreynslu sem samsvarar áreynsl- unni við að drepa eitthvert dýr. Þegar hundurinn fínnur fíkní- efni, blossar upp adríenalín f blóði hans sem síðan er losað um með þvi að láta hann reyna á sig. Best er að byrja þjálfun hund- anna þegar þeir eru um tveggja mánaða gamlir og eftir um tíu mánaða þjálfun era þeir orðnir það góðir að hægt er nota þá. Hundarnir verða síðan æ betri með meiri reynslu sem þeir fá í starfí. Hundar, sem lögregian notar, era af sjefferkyni. Sagði Þorsteinn að þeir þættu lang- bestir þótt aðrar tegundir eins og labradorar stæðu sig einnig vel. Sjefferhundarnir þykja þó erfið- ari í byrjun og meirí hætta er á að þjálfun þeirra mistakist en t.d. þjálfun labradorhundanna. Þorsteinn sagði að til þessa hefði ekkert tæki eða dýr skákað hundunum við ieit að fíkniefnum. Ef hann hefði ekki hunda vildi hann helst þjáifa býflugur, af Öðr- um dýram, við að Íeita að fíkni- efnum. Taldi hann það nokkuð auðvelt og líklegt tii árangurs. T.d. væri hægt að sleppa nokkram hunangsflugum inn í flugstöð og myndu þær þá setjast á þá ein- staklinga sem væra með fíkniefni á sér. Það yrði hins vegar vanda- mál að kaila býflugurnar tii baka og jafnvel ekki hægt. Sagði Þor- steinn aö tilraunir með býflugur tii að fínna hass hefðu verið gerð- ar hjá bandaríska hernum með ágætum árangri. khg.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.