Tíminn - 21.12.1990, Blaðsíða 3

Tíminn - 21.12.1990, Blaðsíða 3
Föstudagur21. desember 1990 Tíminn 3 ÞORMÓÐUR RAMMI: Seldur fyrir rúmar 87 Fjármálaráðherra seldi í gær meirihluta hlutabréfa ríkisins í sjáv- arútvegsfyrirtækinu Þormóði ramma hf. á Siglufirði. Kaupend- ur hlutafjárins eru siglfirskir aðilar, eigendur fyrirtækjanna Drafnar hf. og Egilssíldar hf. og sameinast því þessi fyrirtæki í eitt. Kaupverð hins selda fyrirtækis er rúmar 87 milljónir. Fjármálaráðherra undirritaði í gær samning um sölu á um 57% hlutafjár ríkisins í Þormóði ramma, en það átti 95% hlut, og heldur því eftir um 40% hlutaífjár. Söluverð hlutabréfanna er miðað við að heildarverðið sé 150 millj- ónir króna, og því er kaupverð á seldum hluta ríkissjóðs rúmlega 87 milljónir, sem verður greitt þannig að 15 milljónir eru borgað- ar út innan árs, en verðtryggð skuldabréf að upphæð rúmlega 72 milljónir með 4,3% vöxtum eru gefin út til 12 ára. Kaupendur eru siglfirskir, eigendur tveggja út- vegsíyrirtækja þar í bæ, og í kaup- samningi er kveðið á um samein- ingu Þormóðs ramma og fyrir- tækjanna tveggja. Hlutafé hins sameinaða Þormóðs ramma verð- ur um 300 milljónir; við samein- inguna munu hlutabréf fyrir 50 milljónir verða boðin út á Siglu- friði og því verður hlutur ríkisins um 20%. Skiptar skoðanir voru um það á Siglufirði hvort og hverjum ætti að selja fyrirtækið, og einnig'voru fleiri aðilar á Siglufirði búnir að gera tilboð í hlut ríkisins í Þor- móði ramma, enda er fyrirtækið mikilvægur vinnuveitandi. Þá hafði Verkalýðsfélagið Vaka á Siglufirði mótmælt sölunni og fjöldi Siglfirðinga einnig. Þing- menn kjördæmisins hafa einnig rætt um söluna á Alþingi og í gær lagði Páll Pétursson, fyrsti þing- maður Norðurlandskjördæmis vestra, fram frumvarp þar sem lagt er til að fjármálaráðherra sé óheimilt að selja Þormóð ramma, nema með fengnu samþykki Al- þingis. En hvers vegna valdi Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráð- herra þessa leið? „Þessi tvö tilboð milljj. voru borin rækilega saman og könnuð, og niðurstaðan var sú að ganga til samninga við Dröfn og Egilssíld, vegna þess að tilboð þeirra var hagstæðara. Það var hagstæðara vegna þess, að í því fól- ust verð, greiðsluskilmálar og tryggingar, sem ríkið gat talið traust og öruggt.“ Ólafur Ragnar taldi það einnig kost að með þessu hefðu þrjú fyrirtæki í sjávarútvegi á Siglufirði sameinast og eftir stæði öflugt fyrirtæki, með öflugri eiginfjárstöðu. -hs. Hjörleifur Guttormsson sendir fyrirspurn til sænsku ríkis- stjórnarinnar vegna flutnings kjarnorkuúrgangs: Kjarnaúr- gangur fluttur yfir fiski- miö íslands? „Mun sænska ríkisstjómin veita fyrirtækinu Studsvik eða öðrum sænskum fyrirtækjum leyfi til að senda kjamorkuúrgang til endur- vinnslustöðvarinnar í Dounreay til endurvinnslu eða geymslu?“ Svo- hljóðandi er skrifleg fyrirspum Hjörleifs Guttormssonar sem hann sendi, sem þingmaður í Norður- landaráði, sænsku ríkisstjóminni í gær. Hjörleifur tekur m.a. fram í grein- argerð með fyrirspurn sinni að ugg- vænlegt sé að kjarnorkuúrgangur yrði, ef til kæmi, fluttur loftleiðis eða sjóleiðis frá Svíþjóð til Dounreay yfir gjöful fiskimið og ef óhapp yrði gæti geislavirkur úrgangur borist á fiskimiðin við Færeyjar og ísland. í greinargerðinni kemur einnig fram m.a. að samkvæmt upplýsing- um frá sænska umhverfisráðuneyt- inu var úrgangur frá kjarnorkutil- raunastöðvum á Norðurlöndum sendur til Savanna River í Banda- ríkjunum fram til ársins 1988. Því fyrirtæki var hins vegar lokað vegna mengunarhættu og dómstólar í Bandaríkjunum bönnuðu að tekið væri við kjarnorkuúrgangi erlendis frá. Einnig hefur komið fram hjá sænska umhverfiráðuneytinu að þótt úrgangur frá tilraunakjarna- ofnum sé lítill að magni miðað við úrgang frá kjarnorkuverum, sé erf- iðara að meðhöndla hann. Því minnir Hjörleifur á að í ljósi mótmæla umhverfisráðherra Norð- urlanda gegn endurvinnslustöðinni í Dounreay sé ótækt að Svíar sendi þangað kjarnorkuúrgang. —GEÓ Skinnaiðnaður Sambandsins: Hlutafélag var stofnað Nýtt hlutafélag, íslenskur skinniðn- aður hf., var stofnað í síðustu viku á Akureyri. Nýja fyrirtækið tekur við starfsemi Skinnaiðnaðar Sam- bandsins og öllum verkefnum sem það hefur sinnt. Nýja fyrirtækið tek- ur til starfa þann 1. janúar n.k. Hlutafélagið var í upphafi stofnað af Sambandi íslenskra samvinnufé- laga og tveimur samstarfsfyrirtækj- um þess, Regin hf. og Dráttarvélum hf., en 20-25 kaupfélög sem fé eiga í stofnsjóði Iðnaðardeildar, eiga þess einnig kost að gerast stofnfélagar. Hlutafé félagsins er 267 milljónir króna og er það að fullu greitt. í fyrstu stjórn félagsins voru kosn- ir: Guðjón B. Ólafsson, Hjörtur Ei- ríksson og Jóhann Sigvaldason og til vara Valgerður Sverrisdóttir. Stjórn- arformaður er Guðjón B. Ólafsson og framkvæmdastjóri Bjarni Jónas- son. GS. VERTU MEÐ - ÞAÐ ER GALDURINN UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI: 681511 LUKKULÍNA: 991000 HOKUS PÓEUS!!!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.