Tíminn - 21.12.1990, Blaðsíða 14
14 Tíminn
Föstudagur21. desember 1990
»
Gunnar Kvaran og Gísli
Magnússon á hljómplötu
Gunnar Kvaran knéfiðlari og Gísli
Magnússon píanóleikari eru framar-
lega í hópi skraut-hljóðfæraleikara
vorra, hvor á sínu sviði. Þeir hafa
starfað saman allt síðan 1973 og
haldið fjölda tónleika, en samt er
það fyrst nú sem samleikur þeirra er
festur á hljómplötu, almenningi til
eyrnayndis að eigin hentugleikum.
Enda er að slíku stefnt með vali á
verkum sem flest eru alkunn,
skemmtileg og falleg, úr smiðju
tónskálda eins og Bachs, Boccherin-
is, Faurés og Saint-Saéns. Einnig
eru þarna útsetningar á íslenskum
þjóðlögum og verkið Lauffall eftir
Hjálmar H. Ragnarsson.
Á plötuumslagi segir í örstuttu
máli frá verkunum, tildrögum
þeirra og höfundum, auk þess sem
gerð er grein fyrir flytjendunum.
Tæknileg atriði eru með besta
móti: Halldór Víkingsson annaðist
hljóðritun í Norræna húsinu, en
platan er skorin með DMM-aðferð
og framleidd hjá Sonopress í Þýska-
landi. Útgefandi er Fermata en Skíf-
an dreifir. Auk þess sem hún fæst í
hljómplötuverslunum er platan seld
á skrifstofu Geðhjálpar, Veltusundi
3B, en til styrktar þeim samtökum
er hún gefin út.
Eins og fyrr sagði eru þeir Gunn-
ar og Gísli í fremstu röð íslenskra
hljóðfæraleikara, enda fagurlega
leikið á plötunni, með syngjandi og
safamikilli rödd knéfiðlunnar.
Á umslaginu segir Gunnar Kvar-
an að verkin á hljómplötunni séu
valin með hliðsjón af að ná til sem
flestra, enda sé það von hans að
þessi sígildu lög megi veita hlust-
endum einhverja gleði.
Sú von hans mun án efa rætast, en
jafnframt ber að óska þess að þeir fé-
lagar haldi uppteknum hætti og
festi meira af leik sínum á hljóm-
plötu eða geisladisk; sónötur Beet-
hovens og Brahms, svo dæmi séu
tekin, mundu ekki njóta sín síður í
þeirra flutningi en annarra.
Því enda þótt markaður sé mest-
ur hér á landi sem annars staðar
fyrir lágmúsík, er verulegur hópur
Islendinga sem hlustar á æðri tón-
list, eins og væntanlega má ráða af
því að hér eru margar hljómplötu-
búðir sem versla með slíka vöru í
bland, og Ríkisútvarpið segist hafa
fengið sendar milli 10 og 20 nýjar
íslenskar hljómplötur og geisla-
diska með æðri tónlist nú fyrir jól-
in.
Sig.St.
Hljómplata með söng
Undirritaður er einn þeirra sem telja
Ágústu Ágústsdóttur í hópi al-
fremstu sópransöngkvenna vorra,
enda tel ég suma tónleika hennar
meðal eftirminnilegustu og áhrifa-
mestu söngleika sem ég hef heyrt
hér á landi.
Fyrst heyrði ég Ágústu syngja á
háskólatónleikum í Norræna húsinu
fyrir mörgum árum — hún söng
Mozart m.a. með léttri og að mér
fannst fullkominni sópranrödd og
hafði verið í söngnámi hjá Guð-
mundu Elíasdóttur á Akranesi. Síð-
an hefur mikið vatn til sjávar runnið
og Ágústa verið ötul við að læra
meira á sumarnámskeiðum við
Franz-Liszt-tónlistarháskóIann í
Weimar í Þýskalandi, undir hand-
leiðslu Hanne-Lore Kuhse. Árangur
þeirrar iðju mátti heyra á frábærum
tónleikum hennar og Agnesar Löve í
Ágústu Ágústsdóttur
íslensku óperunni fyrir fáum árum,
þar sem efnisskráin var mjög fjöl-
breytt, en hápunkturinn líklega
söngur Sentu úr Hollendingnum
fljúgandi eftir Wagner, enda röddin
orðin voldugri en fyrrum.
Nú er komin út hljómplata með
Ágústu og Agnesi Löve, þar sem þær
flytja sjö íslensk sönglög eftir jafn-
mörg tónskáld og sex norræn eftir
Sibelius, Grieg og Sjöberg. Rödd Ág-
ústu á margvíslegan blæ eftir því
hvers konar tónlist hún flytur
hverju sinni: tregafullan, fjörlegan
eða með hljómi stálsins, þannig að
um söngrödd hennar mætti segja
líkt og Einar Benediktsson orti um
Snjáku: Þessi kona kann að unna, /
kann að vera ambátt, drottning. / En
ég finn með ótta og íotning, / einnig
hatrið mun hún kunna.
Á nýju plötunni kveður Ágústa
hins vegar aðallega á einn streng,
því á henni er mest um rómantíska
söngva eða tregafulla, eins og vænta
mátti um tónlist norrænna manna.
En jafnframt eru þessi sönglög falleg
og afar vel flutt — sérstaklega þótti
mér til Söngs Sólveigar eftir Grieg
koma — og hljómplata þeirra Ág-
ústu Ágústsdóttur og Agnesar Löve
hin ágætasta, enda óska ég listakon-
unum til hamingju með árangur-
inn. Ber að vona að viðtökunni við
plötunni verði slíkar að þær stöllur
láti hér ekki staðar numið.
Upptökuna gerði Halldór Víkings-
son í Hlégarði í Mosfellssveit 1987
og 88; platan er skorin með DMM-
aðferð, pressuð hjá Sonopress í
Þýskalandi. Kaupfélag Dýrfirðinga
og dótturfyrirtæki þess á Þingeyri
styrktu útgáfuna.
Sig.St.
HJÓNAMINNING
Kristján Sigurösson
frá Hvammi
Fæddur 11. mars 1896 - Dáinn 3. nóvember 1966
Unnur Bjömsdóttir
Fædd 1. september 1900- Dáin 14. desember 1990
Þeim fækkar nú óðum sem fæddir
eru á liðinni öld. Nýlátin er kona sem
fæddist á síðasta ári hinnar nítjándu
aldar. Níræð varð hún í haust er leið,
og var þess þá minnst, að viðstöddum
mörgum gestum, í Sunnuhlíð,
hjúkrunarheimili aldraðra í Kópa-
vogi, þar sem hin aldraða kona átti
heima síðustu mánuðina sem hún
dvaldi á meðal okkar hér á þessari
jörð. Þá var hún orðin lotleg og sáu
allir viðstaddir að endalokanna gat
orðið skammt að bíða. Sú varð og
raunin.
Unnur Björnsdóttir, sem hér er
minnst, var fædd að Gilsstöðum í
Vatnsdal hinn 1. dag septembermán-
aðar árið 1900. Voru foreldrar henn-
ar hjónin Björn Sigurður Árnason,
Benjamínssonar bónda að Grundar-
koti í Undirfellssókn í Vatnsdal, og
Sólveig Benediktsdóttir, Jónssonar
bónda í Grísatungu í Hjarðarholts-
sókn. Jón var frá Balaskarði á Laxár-
dal fremri. Fluttist hann suður fyrir
heiði, líkt og margir á harðindatíma-
bilinu seint á liðinni öld.
Björn og Sólveig fluttust út á Skaga,
að Kálfshamarsvík, á nýbýli þar eða
þurrabúð. Kálfshamarsvík var þá í
uppgangi sem verstöð. Um tíu ára
aldur fer Unnur í fóstur til hjónanna
á Ásbúðum á Skaga, þeirra Ásmund-
ar Ámasonar og Steinunnar Sveins-
dóttur. Þar vann hún fyrir sér og
dvaldi þarna til þess tíma að hún
fyllti 18. árið. Hjón þessi reyndust
Unni mjög vel. Bar hún þeim vel sög-
una upp frá því. Unnur sækir um
skólavist í Kvennaskólanum á
Blönduósi. Námsdvölin varð Unni til
mikilla nytja, bæði á verklegu og
andlegu sviði. Þarna var aðeins um
eins vetrar nám að ræða.
Upp úr skólavistinni á Blönduósi
kynntist Unnur ungum bóndasyni af
Laxárdal fremri, Kristjáni Sigurðs-
syni í Hvammi Semingssonar og EI-
ísabetar Jónsdóttur konu hans.
Bóndasonurinn sem Unnur hafði
valið sem ævifélaga útskrifaðist sem
búfræðingur frá Hólaskóla vorið
1918. Þetta var góð menntun fyrir
verðandi bændur og gerði þá víð-
sýnni um leið í andlegum efnum.
Kristján hafði yndi af bókum. Á
æskuheimili hans voru ljóð í háveg-
um höfð og þar var mikið kveðið á
kvöldvökum. Kristján var hagmæltur
ágætlega. Því til vitnis er kvæðið
Skammdegi, sem hann orti fannavet-
urinn minnisstæða árið 1920. Þá var
svo sannarlega fannarmoli á Laxár-
dal. Þama segir Kristján þetta m.a.:
Harðnar að með hríðarbylji.
Hvort er þetta Drottins vilji
að fonnin svona sveitir hylji
svo ei hafi fugl í nef,
byrgt er allt á bökkum sef,
yfir lægðir, ár og rinda,
upp á hæstu fjallatinda,
allt er fanna vafið vef.
Unnur og Kristján giftu sig á þjóð-
hátíðardegi Norðmanna 17. maí
1923. Hófu þau búskap í Hvammi
með Sigurði Semingssyni og dætr-
um hans tveimur. En þar sem bú-
jörðin Hvammur var ekki til skipt-
anna fluttust ungu hjónin með son á
fyrsta árinu utar í dalinn, að Refs-
stöðum, vorið 1924. Bjuggu þau þar
ásamt öðrum ungum hjónum, Sveini
Hannessyni frá Elivogum og Elínu
Guðmundsdóttur, sem einnig áttu þá
son á fyrsta árinu — þann er þetta
ritar. Fardagaárið næsta bjuggu þau
svo þama. Af samtali við Unni komst
ég að því að samvinna og sambúð
þessara tveggja hjóna hafi verið með
mesta sóna. Bjöm Aðils (fæddur 15.
febr. 1924), sonur þeirra, naut ástrík-
is föður míns á borð við soninn. Sat
hann oft með okkur snáðana, sinn á
hvoru hné. Sama mun Kristján hafa
gert. Húsnæði á Refsstöðum var
þröngt fyrir tvenn hjón, en þröngt
mega sáttir sitja, stendur einhvers
staðar. Var gaman að heyra Unni lýsa
þessum tíma sem orðinn var það
langt að baki. Unnur mun vera síð-
asta manneskjan sem man mig barn í
vöggu.
Vorið 1925 fluttust Unnur og Krist-
ján að Litla-Vatnsskarði, næsta bæ
fyrir framan Refsstaði. (Sama vor
fluttust Sveinn og Elín frá þessari
ágætu jörð að koti einu utar í daln-
um, er Sneis heitir. Bjuggu þau þar
næstu níu árin. En það er önnur
saga.)
Á Litla-Vatnsskarði var dvölin aðeins
árið, enda um rýrðarkot að ræða. Ár-
ið eftir (1926) flytjast þau að
Hvammi. Bjuggu þau þar fýrst um
sinn ásamt Sigurði, föður Kristjáns,
sem farinn var að kenna þreytu eftir
langan og strangan vinnudag (fædd-
ur 1867). Búa þau þarna allt til ársins
1939. Einkenndist búskapur þeirra af
snyrtimennsku. Unnur var nýtin
húsmóðir og Kristján hélt öllu í góðu
horfi, líkt og faðir hans hafði gert.
Lundarfar þeirra hjóna var að vísu
nokkuð ólíkt. Hún opinská og glað-
lynd, hann dulari miklu. Mér er í
barnsminni heimsókn ein um sumar
að Hvammi, er ég var barn. Móðir
okkar hélt með okkur systkinin á
hestbaki að Hvammi. Og mikið var
hún Unnur elskuleg og tók okkur
opnum örmum. Auðséð var að þarna
hittust gamlar vinkonur. Bærinn í
Hvammi var reisulegur. Stofúþilin
tvö buðu mann velkominn í bæinn:
reisn var yfir bænum þeim.
Frá Hvammi var síðan flutt að Háa-
gerði á Skagaströnd en 1944 að hús-
inu Þórshamri í Skagastrandarkaup-
túni. Kristján starfaði hjá kaupfélag-
inu á Skagaströnd sem pakkhúsmað-
ur og síðustu árin sem
skrifstofúmaður. Hann lést úr hjarta-
sjúkdómi hinn 3. nóvember 1966,
slétt sjötugur að aldri. Fluttist þá
Unnur suður f Kópavog til Björns
sonar síns og tengdadóttur. Hún bjó
með Aðalsteini Andréssyni frá Mána-
skál í tólf ár, frá árinu 1974 til 1986.
Þá fluttist hún að nýju til sonarins og
tengdadótturinnar, að Bræðratungu
19. Þau Unnur og Aðalsteinn áttu
saman nokkur ágæt ár. Á þessu ári
var heilsu og þreki Unnar það mjög
tekið að hnigna að hún fékk inni á
hjúkrunarheimilinu í Kópavogi, sem
fyrr er getið í grein þessari. Þar var
vel um hana hugsað. Hún var þakklát
starfsfólkinu, sem reyndi að láta
henni líða eins vel og tök voru á.
Nokkrum sinnum leit ég til Unnar á
þessum stað, en oftar á hinu vistlega
og góða heimili sonar hennar og
tengdadóttur. Hún mundi vel liðinn
tíma og naut þess að segja öðrum frá
honum.
Unnur andaðist í svefni um hádegis-
bil föstudaginn 14. desember 1990 að
Sunnuhlíð.
Börn eignuðust þau Unnur og Krist-
ján tvö, en þau eru:
Björn Aðils múrarameistari, sem
fyrr er getið, kvæntur Lovísu Hann-
esdóttur frá Hvammi í Laxárdal í
Skagafjarðarsýslu. Böm þeirra eru
fimm, en barnabömin 9 að tölu.
Elísabet, fædd 1925, gift Gunnari
Helgasyni vömbifreiðarstjóra á
Skagaströnd. Böm þeirra em þrjú,
en barnabörnin átta að tölu.
Þau hjón sem hér hefur verið
minnst skiluðu góðu ævistarfi. Niðj-
arnir sjá um að ávaxta arfinn dýrasta:
mannfólkið sjálft, sem erfa mun í
fyllingu tímans þetta ágæta land,
sem við byggjum.
Mikil birta er í huga mínum yfir
minningu Unnar sálugu. Maður
hennar, þótt löngu sé horfinn frá
okkur, lifir í minningunni sem hinn
farsæli iðjumaður, er ætíð hugsaði
fyrst og fremst um að gera skyldu
sína og standa við orð sín.
í dag verður Unnur frá Hvammi
lögð til hinstu hvfldar í Spákonufells-
kirkjugarði á Skagaströnd við hlið
síns ágæta eiginmanns.
Blessuð sé minning hennar og
þeirra beggja.
Auðunn Bragi Sveinsson
frá Refsstöðum