Tíminn - 21.12.1990, Blaðsíða 13

Tíminn - 21.12.1990, Blaðsíða 13
Föstudagur 21. desember 1990 Tíminn 13 FRESTUR AÐ RENNA ÚT TIL AÐ TRYGGJA SÉR LÆKKUN Á TEKJUSKATTI Sérstök ákvæöi skattalaga heimila þeim sem fjárfesta í hlutabréfum vissra fyrirtækja, að draga frá skattskyldum tekjum að ákveðnu hámarki kaupverð hlutabréfanna. Við höfum í sölu hlutabréf í nokkrum traustum fyrirtækjum. Verið velkomin í afgreiðslu okkar að Suðurlandsbraut 18 eða að hringja í síma 688568. Við gefum ykkur góð ráð. UERÐBRÉFAUIÐSKIPTI V/ SAMUINNUBANKANS SUÐURLANDSBRAUT 18 • SÍMI 688568 Robixv Rafstöðvar OG dælur FRÁ BENSÍN EÐA DIESEL Mjög gott verð Rafst: 600-5000 W Dælur: 130-1800 l/mín Ingvar Helgason hf. Sævarhöfða 2 Simi 91-674000 Fæst í bókabúðum og hjá útgáfunni SKÁKPRENT Dugguvogi 23 Sími 91-31975. VETRARHJÓLBARÐAR Nýir fólksbílahjólbarðar HANKOOK frá Kóreu Gæðahjólbarðar á mjög lágu verði frá kr. 3.180,- Örugg og hröð þjónusta BARÐINN hf. Skutuvogi 2, Reykjavík . Símar: 91-30501 og 91-84844 VORBOÐAR Ný Ijóðabók Ingvars Agnarssonar BILALEIGA AKUREYRAR Traustir hlekkir í sveiganlegri keðju hringinn í kringum landið Europcar Bflaleiga meO útibú allt í kringum landið, gera þér möguiegt að leigja bíl á cinuni stað og skila honum á öðrum. Nvjustu MITSUBISHI bílarnir alltaf til taks Reykjavík: 91-686915 Akureyri: 96-21715 Borgarnes: 93-71618 ísafjöröur: 94-3574 Blönduós: 95-24350 Sauðárkrókur: 95-35828 Egilsstaðir: 97-11623 Vopnafjörður: 97-31145 Höfn í Hornaf.: 97-81303 ÓDÝRIR HELGARPAKKAR Cliff Richard fimmtugur Cliff Richard ber ekki með sér að vera orðinn fimmtugur þar sem hann skemmtir aðdáendum sín- um af mikilli innlifun. Rokksöngvarinn síungi Cliff Ri- chard er orðinn fimmtugur og var í tilefni af því mikið um dýrðir. Hon- um var haldin opinber veisla þrem vikum eftir að hann hafði haldið upp á afmælið heima hjá sér með nánustu vinum og vandamönnum í fötum frá því á sjötta áratugnum. Opinbera veislan var haldin eftir að Cliff var búinn að syngja fyrir mörg þúsund aðdáenda sinna í Birming- ham. „Ég býst ekki við að halda upp á opinberan afmælisdag á hverju ári, eins og drottningin, vegna þess að ég held að ég gæti ekki haldið það út,“ sagði hann í trúnaði við einn veislugestanna. Sjálfur segist Cliff ekki finna neina breytingu þó að hann sé orð- inn fimmtugur, en hins vegar hafi undirbúningur undir þessi tíma- mót staðið allt árið og á endanum hafi runnið upp fyrir honum að hann sé orðinn hálfrar aldar gam- all! Cliff á Iangan og fjölskrúðugan feril að baki. Hann hefur tekið þátt í söngleik á sviði, sjónvarpsþáttum og leiksýningum og gefið út 105 smáskífur. Hann segir að sér hafi svo sem ekki alltaf tekist fullkom- lega vel upp, en hann sé þó ágætur rokksöngvari, enda væri það nú annað hvort eftir öll þessi ár! Hann segir starfið vera sér allt og þá tek- ur hann sérstaklega fram að fjár- hagslegur ávinningur af því hafi gert honum kleift að láta sig hverfa til lítt byggðra eyja öðru hverju, annars yrði hann vitlaus. En ágóð- ann af afmælistónleikunum gaf hann eins og hann lagði sig til góð- gerðarstarfsemi. Það var í einni slíkri eyjaferð fyrir tæpum 10 árum, til Gonave í grennd við Haiti, sem Cliff „ætt- leiddi“ fjölskyldu. Reyndar hefur hann ekki séð hana síðan, enda segir hann það vera fjárhagsaðstoð sem hún þurfi á að halda. En hvað það varðar að eignast sína eigin fjölskyldu segist hann vera hálf- partinn feginn að hafa ekki látið verða af því. „Ef ég hefði gert það gæti ég ekki gert allt það sem ég geri, ekki kynnst eins mörgu fólki og ekki tekið eins mikinn þátt í góðgerðarstarfi eða unnið eins mikið, vegna þess að öll mín tryggð hefði bundist konunni og börnun- um,“ segir Cliff Richard hinn sí- ungi sem er lagður af stað í eina tónleikaferðina enn. Afmælistertan {opinberu veislunni var engin smásmíði.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.