Tíminn - 19.01.1991, Page 4
12 Tíminn
Laugardagur 19. janúar 1991
Birgir Thorlacius:
ISLENSK HEIÐURSMERKI
HIN
ÍSLENSKA
FÁLKA
ORÐA
Hér birtist nú þriðji hluti ritgerðar Birgis Thorlacius
um íslensk heiðursmerki.
í öðrum hluta ritgerðarinnar í síðasta blaði var rætt um
hina íslensku fálkaorðu, stofnun hennar og umræður
um hana á Alþingi.
Hér er áfram haldið að rekja þessar umræður og fleira
er orðuna varðar.
Dr. Gylfi Þ. Gíslason menntamála-
ráðherra tók til máls og var ræða
hans í Ijóðum, þannig:
„Hér er bæði merkt og mikið mál á
ferðum,
hugsjón glæst í heiminn borin.
Herör djarfleg upp er skorin.
Upp frá þessu skal ei nýjar orður
veita.
Hér er hin sanna framsókn falin.
Frelsisást það líka er talin.
En því vill flutningsmaður þessa
þarfa máls síns
láta orður áfram lafa
á þeim, sem þær núna hafa?
Skyldi hann eiga einhvem vin, sem
yrði hryggur,
ef hann mætti ekki sína
orðu láta á brjósti skína?"
Fleiri tóku til máls. Var málinu
vísað til nefndar og umræðu frestað.
Nefndarálit kom aldrei og tillagan
ekki framar tekin á dagskrá.
Árið 1971 bar dr. Bjarni Guð-
mundsson fram á Alþingi tillögu til
þingsályktunar um afnám fálkaorð-
unnar.
í greinargerð segir þingmaðurinn
að hvergi „birtist hégómaskapurinn
jafnberiega með íslendingum og í
sambandi við riddarakross hinnar
íslensku fálkaorðu. Þar skemmta
fyrirmenn þjóðfélagsins sér við að
sæma hvern annan riddarakrossi af
ýmsum stigum og gráðum. Snobbið
er sett í kerfi. Orðunefnd vinnur í
gömlum kansellístfi og tekur á móti
vinsamlegum ábendingum góð-
kunningja og flokksbræðra."
Áþessu sama þingi flutti Þórarinn
Þórarinsson ritstjóri „tillögu til
þingsályktunar um fálkaorðuna" er
þannig hljóðar:
,Alþingi ályktar að skora á ríkis-
stjórnina að fá því framgengt við
forseta íslands, að hann breyti á þá
leið forsetabréfi um hina íslensku
fálkaorðu, að henni verði eigi aörir
sæmdir en útlendingar."
í greinargerð segir flutningsmað-
ur: „Tillaga þessi er efnislega sam-
hljóða tillögu sem fyrrverandi for-
seti íslands, Ásgeir Ásgeirsson, flutti
á Alþingi 1924. Sú reynsla, sem síð-
ar hefur fengist, sýnir glöggt, að
hyggilegt hefði verið að fara að
þessu ráði hans. En betra er seint en
aldrei."
Tillögum þessum báðum var vísað
til allsherjarnefndar sameinaðs
þings. Skilaði meirihluti nefndar-
innar (Gísli Guðmundsson, dr.
Bjarni Guðnason, Jónas Árnason og
Bragi Sigurjónsson) áliti 14. aprfl
1972, þar sem segir m.a.:
„Nefndin hefur fengið umsögn
orðunefndar um tillögurnar og for-
maður hennar setið fund allsherjar-
nefndar. Hann hefur veitt ýmsar
upplýsingar, m.a. um breytingar á
orðuveitingum, sem eru á döfinni í
Svíþjóð og víðar og ganga mjög í
sömu átt og tillögurnar sem fyrir
liggja.
Það hefur orðið að samkomulagi
hjá meirihluta allsherjarnefndar að
afgreiða tillögurnar á þann hátt að
mæla með því að samþykkt verði til-
lagan á þskj. 31 um fálkaorðuna
(þ.e. tillaga Þórarins Þórarinssonar)
en nefndarmenn áskilja sér þó rétt
til að flytja eða fýlgja brtt. Minnihl.
nefndarinnar mun skila séráliti um
málið.“
Minnihluti allsherjarnefndar
(Ingólfur Jónsson, Björn Fr. Björns-
son og Lárus Jónsson) segir í sínu
áliti að hann telji ekki fært að leggja
niður orðuveitingar til útlendinga,
sem vinna vel að málefnum íslands.
Verði íslenska orðan aðeins veitt út-
lendingum megi búast við því að
þeir sem heiðra á telji orðuna hafa
lítið gildi. Minnihluti allsherjar-
nefndar telur sjálfsagt að þær reglur
sem nú gilda verði endurskoðaðar
og leggur því til að umræddum til-
lögum verði vísað til ríkisstjórnar til
nánari athugunar.
Gils Guðmundsson bar fram
breytingartillögu við tillögu Þórar-
ins Þórarinssonar á þann veg að
fálkaorðunni verði „að jafnaði" eigi
aðrir sæmdir en útlendingar.
Umræður um tillögu þessa og
nefndarálit urðu ekki miklar á AI-
þingi. Dr. Bjarni Guðnason fylgdi
sinni tillögu úr hlaði og taldi nú
mjög syrta í álinn fyrir fálkaorðunni
þar sem tvær tillögur lægju fyrir Al-
þingi, sem báðar stefndu að því að
afnema þann ósið að sæma Islend-
inga orðunni. Telur ræðumaður að
einkum hafi háttsettir embættis-
menn verið sæmdir orðunni. Einnig
bendir þingmaðurinn á að mjög fáar
konur hafi hlotið orðuna. „Henni
(orðunefnd) er búið þannig verk í
hendur að henni er um megn að
leysa það. Því er ekki við hana að
sakast um glámskyggni eða rangt
gildismat." „Sjálft forsetaembættið
og íslensk stjórnvöld standa að baki
orðunni. En það kann að valda
spjöllum á hugarfari þjóðarinnar og
læða inn hjá henni alröngu og við-
sjárverðu gildismati á einstakling-
um og stéttum þjóðfélagsins.“ Einn-
ig sagði þingmaðurinn að meginat-
riðið hjá sér væri að fjarlægja orð-
una úr íslensku þjóðfélagi og að
hann léti sér á sama standa „þó að
þeir hengi þetta á skreiðarkaup-
menn í Nígeríu". Þá sagði þingmað-
urinn að afnám orðunnar sparaði
hálfa milljón króna á ári.
Aðrir tóku ekki til máls. Var tillög-
unni síðan vísað til allsherjarnefnd-
ar. Nefndarálit kom ekki og tillagan
Stórkross Fálkaorðunnar
og keðja
stórmeistara fálkaorðunnar.
ekki tekin á dagskrá framar. Tillaga
Þórarins Þórarinssonar var einnig
tekin til umræðu.
Flutningsmaður sagði m.a.:
„Reynslan af fálkaorðunni hefur
orðið sú að það hefur komið í ljós að
íslendingar eru slíkt ágætisfólk að
það er ákaflega erfitt að velja ein-
staka menn úr til þess að hengja
þessa orðu á og þess vegna er það
vafalaust heppilegt fýrirkomulag að
hætt sé að veita íslenskum mönnum
þessa orðu, nema það sé þá hægt að
veita hana flestum eða öllum. Annað
mál er svo það, að þægilegt getur
verið að hafa slíka orðu til að veita
útlendingum sem kunna líka að
meta þetta betur en við, og með til-
liti til þess getur verið eðlilegt að
halda henni áfram á þann hátt að
það séu eingöngu útlendingar sem
fái hana eða sé veitt hún.“
Þegar málið var á ný til umræðu
18. maí lét forsætisráðherra Ólafur
Jóhannesson í ljós þá skoðun að
málefni fálkaorðunnar væri fýrst og
fremst málefni forseta íslands. Þótt
orðunefnd sé skipuð af forseta að til-
lögu forsætisráðherra, þá komi rík-
isstjórnin hvergi nærri orðuveiting-
um. Er þetta, sagði forsætisráð-
herra, alger undantekning frá því
sem er um starf forseta fslands, því
að hann gerir ekkert nema með
uppáskrift ráðherra, nema þegar um
orðuveitingar er að ræða. Þess
vegna sé naumast viðkunnanlegt
fýrir Alþingi að afgreiða mál eins og
þetta án þess að haft sé samráð áður
við forseta íslands um það. Þetta sé í
raun og veru ekki málefni ríkis-
stjórnarinnar. Ef Alþingi teldi réttað
lýsa yfir vilja sínum varðandi fálka-
orðuna, þá hefði þingið átt að grípa
til ákvæðis sem sé í 38. gr. stjórnar-
skrárinnar og senda forseta íslands
beint ávarp um það, en ekki láta það
fara um hendur ríkisstjórnarinnar.
Forsætisráðherra sagði ennfremur
að hann gæti ekki sagt að hann væri