Tíminn - 19.01.1991, Qupperneq 5
Laugardagur 19. janúar 1991
Tíminn 13
3. HLUTI
neinn sérstakur fylgismaður orðu-
veitinga og myndi ékki blikna né
blána þótt samþykkt yrði að afnema
allar orður, en hitt þætti sér miklu
verri kostur að banna að íslending-
um sé veitt orða en hafa hana sem
stáss eða glingur, sem eigi að veifa
framan í útlendinga, hvort sem þeir
eru hvítir, gulir eða svartir. „Ég met
þá svörtu eins mikils eins og þá
hvítu. Það er alveg óþarfi að tala um
það í einhverjum glannalegum tón
að það sé hengt á einhverja menn í
Nígeríu. Ég álít að það sé naumast
boðlegt að bjóða útlendingum upp á
heiðursmerki, sem íslendingar vilja
ekki eða mega ekki bera. Þá fer heið-
urinn að verða lítill." Ef á að greiða
atkvæði um þetta nú, sagði ráðherr-
ann, þá skoraði hann á menn að
ganga hreint til verks og lýsa vilja
sínum um það hvort þeir vilja hafa
nokkrar orðuveitingar. — Þá minnti
forsætisráðherra á að um fleiri heið-
ursmerki væri að ræða en fálkaorð-
una, t.d. afreksmerki hins íslenska
lýðveldis. Ætti þá ekki að afnema
það líka? „Það er áreiðanlegt að það
er erfitt að úthluta orðu," sagði for-
sætisráðherra, Ólafur Jóhannesson,
„og það verður aldrei gert án þess að
mörgum finnist að einhver annar
hefði alveg eins vel átt skilið að fá
orðu eins og sá sem hefur fengið
hana. En hitt tel ég nú engan ljóð á
að þjóðfélagið sýni það bæði t.d.
mönnum á gamals aldri sem unnið
hafa þjóðnytjastörf, að þau séu ein-
hvers metin og ég vil líka segja ung-
um mönnum sem unnið hafa afrek,
sem kynnt hafa nafn íslands út um
víða veröld."
Umræðunni var síðan frestað og
tillagan ekki tekin á dagskrá framar.
Eitthvað mun hafa verið ritað um
málið í blöð og í sjónvarpi var sér-
stakur þáttur um orðumál að kvöldi
26. september 1972 undir stjórn
Magnúsar Bjarnfreðssonar.
Reglur um
fálkaorðuna
Konungsbréfið um stofnun fálka-
orðunnar felur í sér fyrstu reglurnar
sem settar voru um orðuna. Virðist
þar um sumt farið eftir því sem tíðk-
aðist í Noregi, en um flest fer þó eft-
ir danskri fyrirmynd. Jón Hjaltalín
Sveinbjörnsson, konungsritari, hef-
ur vafalaust ráðið miklu um regl-
urnar. Þótt fálkinn væri ekki lengur
í skjaldarmerki íslands (var þar ein-
ungis 1903-1919), þá var hann frá
1921 í íslenska konungsfánanum.
Heiðursmerkið var kennt við fálk-
ann og mynd hans einkenni þess.
Orðan var í fyrsta sinn veitt stofn-
daginn 3. júlí og meðal þeirra sem
hlutu hana þá voru forsætisráðherr-
ar íslendinga og Dana þeir Jón
Magnússon og N. Neergaard.
Hlé varð á veitingu orðunnar um
skeið við hernám Danmerkur 9.
aprfl 1940. Næsta dag var konungs-
valdið með ályktun alþingis falið
Ráðuneyti íslands til bráðabirgða.
Bréf barst frá orðunefnd fálkaorð-
unnar dags. 13. nóvember 1940 þar
sem spurst var fyrir um hvort orðu-
veitingarvaldið sé enn hjá konungi
eða hvort það hafi flust til Ráðu-
neytis íslands sem handhafa kon-
ungsvalds.
Ráðuneytið leit svo á að þetta
vald yrði eins og aðrar greinar kon-
ungsvaldsins að teljast hafa flust til
Ráðuneytis íslands með ályktun Al-
þingis.
Hinn 16. maí 1941 samþykkti Al-
þingi ályktun um að kjósa ríkis-
stjóra til þess að fara með konungs-
valdið. Lög um ríkisstjóra voru stað-
fest af Ráðuneyti íslands sem hand-
hafa konungsvalds 16. júní 1941.
Næsta dag kaus Alþingi Svein
Björnsson sendiherra ríkisstjóra.
Þótt svo væri litið á að Ráðuneyt-
ið, sem handhafi konungsvalds,
hefði orðuveitingarvaldið, þá voru
engar orður veittar meðan svo stóð,
en 17. janúar 1942 gaf ríkisstjóri ís-
lands samkvæmt tillögu forsætis-
ráðherra út bréf um breytingu á
konungsbréfinu, á þann veg að rík-
isstjóri fari með orðuveitingarvaldið
og að forsætisráðherra skuli skipa
mann í orðunefnd í stað konungsrit-
ara. Var Vigfús Einarsson skrifstofu-
stjóri, sem jafnframt var ríkisráðs-
ritari, skipaður í nefndina.
Fyrstu orðuveitingarnar eftir að
þessi skipan komst á fóru fram 19.
janúar 1942. Var þá Magnús Sig-
urðsson bankastjóri sæmdur stór-
krossi, dr. Alexander Jóhannesson
prófessor og Guðjón Samúelsson,
dr. h.c., húsameistari ríkisins, stór-
riddarakrossi með stjörnu og Einar
Kristinn Auðunsson prentari, ridd-
arakrossi.
Við breytingu á stjórnarformi rík-
isins úr konungdæmi í Iýðveldi
þurfti að breyta reglunum um hina
konunglegu íslensku fálkaorðu. Var
því gefið út forsetabréf um orðuna
11. júlí 1944. Bréf þetta samdi dr.
Björn Þórðarson forsætisráðherra,
og eru í því ýmsar breytingar frá því
sem áður gilti um orðuna. Forseti
íslands varð að sjálfsögðu stórmeist-
ari orðunnar í stað konungs. Gerð
orðunnar sjálfrar breyttist nokkuð
við það að konungskórónan var felld
brott og nafn konungs sem stofri-
anda. Einkunnarorðunum var
breytt úr: .Aldrei að víkja" í „Eigi
víkja“. Áletrunin 17. júní 1944 kom í
stað nafns stofnanda. Skipun orðu-
nefndar var breytt þannig að í stað
þess að Alþingi kysi tvo af fjórum
nefndarmönnum, þá skyldi forseti
að tillögu forsætisráðherra skipa
fjóra menn í nefndina til sex ára í
senn, en þriðja hvert ár ganga tveir
þeirra úr, í fyrsta sinn eftir hlutkesti.
Áður var það ekki skilyrði að orðu-
nefndarmenn hefðu hlotið og bæru
heiðursmerki orðunnar, en nú var
þetta gert að skilyrði í samræmi við
venjur annars staðar. Þá var ákveðið
í hinum nýju reglum að einn hinna
fjögurra skipuðu nefndarmanna
skyldi skipaður formaður nefndar-
innar og ennfremur að skipa skyldi
einn varamann er tæki sæti í forföll-
um hinna. Áður var enginn formað-
ur og enginn varamaður. Forsetarit-
ari er eftir nýju reglunum orðuritari
samkvæmt stöðu sinni, eins og kon-
ungsritari var og sér hann um skrif-
stofustörf vegna orðunnar, þ.e. að
halda skjalasafni í röð og reglu, færa
fundargerðir, halda skrá um þá sem
sæmdir hafa verið orðunni, skrifa
bréf, sjá um orðubirgðir o.s.frv. Hins
vegar er formaður orðunefndar sá
sem stýrir fundum og öðrum störf-
um nefndarinnar.
Samkvæmt hinni nýju skipan
skyldi, þegar íslenskur ríkisborgari
er sæmdur orðunni, ævinlega skýrt
frá því opinberlega hverjir sérstakir
verðleikar hafi gert hann sæmdar-
innar verðan.
Þótt talið væri að orðuveitingar-
valdið væri komið í hendur Ráðu-
neytis íslands sem handhafa kon-
ungsvalds með ályktun Alþingis 10.
aprfl 1940 þá veitti Kristján konung-
ur X. eina fálkaorðu eftir það er
hann 1. desember 1943 sæmdi stór-
krossi Jón Hj. Sveinbjörnsson „sem
þann dag hafði verið ritari hans há-
tignar í 25 ár“.
Robin
Rafstöðvar
OG
dælur
FRÁ
BENSÍN EÐA DIESEL
Mjög gott verð
Rafst.: 600-5000 w
Dælur: 130-1800 l/mín
Ingvar
Helgason hf.
Sævarhöfða 2
Simi 91-674000
Á sölulista
Toyota Hilux D1X Extra Cab 4x4 EFI bein innsp. árg. 86, ek.
70 þús. v. 1180.-
Snjótroðari Kassbohrer 200 D ekin rúml. 8000 stundir. Frá-
bært verð.
Snjótönn bein á Cat. 7 ýtu. Einnig grjóttönn.
Merc. Benz 81 kojuhús, stór kassi, lyfta.
Fjórhjól Yamaha 200 cc 87, verð 200 þús. Lítið ekið.
Vélsleði Pólaris SS 85 ek. 2000 45 hö.
Cat. 4 ýta 69., nýuppg. en skemmdur mótor. Sanngjamt verð.
Mustang 120 74 Priestman beltagrafa.
Vibrovaltari sjálfkeyrandi Dynapac 4 T.
Toyota Hilux Extra Cab 89 ekin 4000 km 2x4 EFI nýr bíll á
960 þús.
Snjótönn f. vörubíla eða traktor 340x140 verð 5-600 þús.
Snjótönn f. vörubíla eða traktor 420x125 verð 6-700 þus.
Ýta Cat. 4 72 mjög góð, ca. 1 milljón.
Beislisvagn 5.20 lengd skjólb. 1 m. Hliðarsturtur, loftbremsur,
v. ca. 400 þús.
Zetor dráttarvél 7045 84 tvívirk Allo 330 ámoksturstæki v. 6-
700 þús.
IMT° — 567 86 4x4 nýuppgerð, einnig mótor. Verð ca. 400
þús.
Cat. DHo 4’ 88 ýta 12 tonn Ripper 200 tímar, v. rúmar 4 millj.
Polaris 4 hjól Circle 250 nýr mótor og dekk, verð 170 þús.,
árg. 87.
Polaris Indy 400 vélsleði árg. 88, lítið ekinn og aöeins eriendis.
Polaris Indy 650 RXL árg. 91, — nærri nýr sleði. Bein
innspýting.
Nissan pallbíll m. niðurf. skjólb. Burðarg. 1.5tonn, ný nagla-
dekk, v. 650 þús.
Intemational Tractor 276 m. ámoksturstækjum og húsi. Verð
180 þús.
3 rafstöðvar frá 15 kv til 50 kv.
Bedford diesel vörubíll 79 með krana.
Oft er hægt að skipta, t.d. dráttarvélar eða gröfur upp í bila.
Okkur vantar
Traktorgröfu eldri gerð 70-80
Veghefla
Snjótönn á stóra dráttarvél
Suzuki fjórhjól 86-7 ódýrt
Dráttarvél m. ámoksturstækjum
Snjóblásara
Kerru aftan í vörubll
Minni snjótennur
Tækjamiðlun Islands
Bíldshöfða 8,112 Rvk. Sími 91-67427 (9-17)
Fjórhjóladrifinn
SWIFT
SUZUKI
Suzuki Swift 4x4 er sérlega glæsi-
legur og rúmgóður bíll með sí-
tengdu fjórhjóladrifi og aflmiklum
en umfram allt sparneytnum vél-
um. Um tvær gerðir af Suzuki
Swift 4x4 er að velja. 3ja dyra með
1,3 L 66 ha vél og 4ra dyra með
1,6 L, 16 ventla 91 ha vél.
• Til afgreiðslu strax.
• Komið og reynsluakið.
Verð: 3ja dyra GL kr. 869.000
4ra dyra GLX kr. 1.092.000
Opið mánud.-föstud. 9-18.
Laugard. 13-16.
$ SUZUKI
SUZUKIBÍLAR HF.
SKEIFUNNI 17 ■ SlMI 685100
J
SKEMMTISKREPP UM HELGI TIL...
AMSMMM
Söluskrlfstofur Flugleiða:
Lækjargötu 2, Hótel Esju og Kringlunni. Upplýsingar og farpantanir í síma 6 90 300.
Allar nánari upplýsingar færðu á söluskrifstofum Flugleiða, hjá umboðsmönnum og ferðaskriftofum
HELGARFERÐ
FÖSTUDAGUR TIL ÞRIÐ JUDAGS
HÓTEL MUSEUM
TVEIR í HERB. KR. 38.610 Á MANN
FLUGLEIÐI
Þjónusta alla leið