Tíminn - 29.01.1991, Síða 9

Tíminn - 29.01.1991, Síða 9
Ríkisstjórnin setur af stað átak til Hagkvæmni, nýting og sparnaður Ríkisstjóm íslands hefur ákveðið að beita sér fyrir átaki til þess að stilla eldsneytisnotkun landsmanna í hóf. Þetta átak kemur í kjölfar þeirrar óvissu sem ríkir á olíumarkaðinum og á olíuverðlagi vegna stríðsátakanna við Persaflóa. Markmið ríkisstjórnarinnar er að kynna aðferðir til sparnað- ar til langframa með upplýsingastarfsemi sem unnin er í sam- vinnu við olíufélögin, strætisvagna Reykjavíkur og Kópavogs, Félag íslenskra bifreiðaeigenda, flugfélögin og eigendur fiski- skipa og fleiri. Ef slíkt upplýsingaátak gefur ekki árangur verður gripið til harðari aðgerða, jafnvel skömmtunar ef þörf er á, að sögn Jóns Sig- urðssonar viðskiptaráðherra. Hann sagði á blaðamannafundi, sem haldinn var í gær vegna þessa máls, að áætlað sé að fylgja sam- þykkt Alþjóðlegu orkustofnunarinnar um að minnka orkunotkun um a.m.k. 7%, en hún hefur séð um að samræma aðgerðir á al- þjóðavettvangi síðan írakar réðust inn í Kú- væt í ágúst sl. Alþjóðlega orkustofnunin til- heyrir OECD, Efnahags- og framfarastofnun- inni, og hefur það verkefni að samræma að- gerðir þeirra í orkumálum og er aðalmarkmið hennar að draga úr verðsveifl- um eins og áttu sér stað á árunum 1973-74 og aftur 1979-80, sem kallaðar hafa verið ol- íukreppurnar tvær. Frakkar, Finnar og ís- lendingar hafa ekki átt aðild að þessari stofn- un og einungis fylgst með henni gegnum OECD. Frakkar og Finnar hafa nú sótt um aðild, en ekki íslendingar og er ástæða þess fyrst og fremst sá kostnaður og öryggisbirgð- ir sem eru settar sem inngönguskilyrði. Ef átökin við Persaflóa dragast á langinn og breiðast út getur það valdið varanlegri hækk- un á olíuverði og verðum við því að búa okk- ur undir það og nota tímann núna til þess, sagði Jón Sigurðsson. Sem dæmi um þau áhrif sem átökin hafa þegar haft á heims- markaðsverð á olíu, þá var keypt eldsneyti hingað til lands á um 145 dollara tonnið síð- astliðið sumar og í annarri sendingu voru greiddir 170 dollarar fyrir tonnið. Fyrir inn- rás íraka í Kúvæt var keypt olfa fyrir um 181 dollara tonnið, en eftir innrásina hækkaði hún í 368 dollara tonnið, en hefur nú lækkað aftur í 264 dollara tonniö, eftir að banda- menn réðust inn í írak. Ástand birgða í hér á landi nú er óvenju rúmt og eins og fram hefur komið ættu flest- ar mikilvægar tegundir aö endast í um 3 mánuði. Umhverfisvá vegna brennslu eldsneytis Nægar aðrar ástæður eru til þess að hvetja til eldsneytissparnaðar, eins og þau gróður- húsaáhrif sem bruni olíu og annarra jarð- eldsneytisefna er talinn valda. En gróðurhúsaáhrif er nefnt það fyrirbæri sem Ieiðir til hitunar umhverfisins vegna innrauðrar geislunar sem endurvarpast í auknum mæli í gufuhvolfi jarðar. Sólargeisl- ar, sem eiga greiða leið inn í gufuhvolfið, hita jörðina og þá sendir hún frá sér innrauða geisla sem koltvíoxíð andrúmsloftsins gleyp- ir og endurvarpar. Jafnvægi næst á ný milii sólarljóssins og innrauðu geislunarinnar, en við hærri hita. Aukið magn koltvíoxíðs (eink- um við brennslu kola og olíu) er talið geta leitt til hækkunar meðalhita og annarra loftslagsbreytinga. Eldsneytisnotkun íslendinga Þegar seinni olíukreppan gekk yfir á árun- um 1979-80 var sett af stað átak til að draga úr eldsneytisnotkun og farið af stað með að nýta frekar þær orkulindir sem hér eru, svo sem jarðvarma. Olíunotkun til húshitunar hér á landi er hverfandi nú, eða einungis um 2-3% af heildarnotkun. Þannig að 97-98% þeirrar orku sem notuð er til húshitunar hérlendis er innlend, en var um 45% fyrir um 20 árum. Á undanförnum árum hefur þó olíu- og bensínnotkun aukist verulega hérlendis og koma þar til ýmsir þættir. Þróunin hefur t.d. verið sú að olíunotkun fiskiskipaflotans hef- ur rúmlega tvöfaldast á síðustu 20 árum og er sú aukning ekki í samræmi við aflaaukn- ingu. Notkun sparneytnari skipsvéla og skipsgerða hefur ekki skilað sér í minni olíu- notkun hjá íslenskum fiskiskipum. Hér kem- ur til m.a. aukin notkun orkufrekra veiðiað- ferða og sennilega aukinn siglingahraði flot- ans. Mikil fjölgun hefur orðið á bílum hérlendis á undanförnum árum og varð algjört stökk á árinu 1987 þegar aðflutningsgjöld á bflum voru lækkuð. Samfara auknum bflaflota jókst bensínnotkun landsmanna um 20% eða úr um 104 þúsund tonna ársnotkun árið 1986 í um 125 þúsund tonna ársnotkun árið 1987 og hefur notkunin verið nokkuð sú sama síð- an. Þessi þróun hefur orðið þrátt fyrir aukin innflutning á sparneytnum bílum. Flugvélar og þotur eru einnig orkufrek far- artæki, en á notkun á eldsneyti og bensíni þar hefur ekki orðið nein veruleg aukning. Flugleiðir hafa nýlega tekið í notkun þotur sem eru mun sparneytnari en þær sem þeir notuðu áður. Þó er ástæða til þess að sparn- aður eigi sér stað þar eins og mögulegt er. Að ferðast með strætó sparar peninga og orku Samkvæmt könnunum sem hafa verið gerð- ar á umferðinni hérlendis, er aðeins einn maður á ferð í tveim af hverjum þremur bfl- um. Bætt nýting bílaflotans, bætt aksturslag, lægri hraði og aukin notkun almennings- samgangna eru meðal þeirra aðferða sem ríkisstjórnin hyggst beita sér fyrir til að minnka almenna bensínnotkun landsmanna. Að sögn Jóns Sigurðssonar hefur verið rætt í ríkisstjórn að bæta starfsskilyrði almennigs- vagna til að hægt sé að bjóða betri og meiri þjónustu. Auk þess hefur verið rætt að veita nýjum fyrirtækjum á höfuðborgarsvæðinu utan Reykjavíkur aðstoð, t.d. með afslætti á aðflutningsgjöldum á vögnum ofl. Um þetta hefur þó ekki verið tekin ákvörðun. „Það er tvíþættur ávinningur fyrir einstak- linginn að nota strætó, það er annars vegar mun ódýrara en að keyra alltaf um á einkabíl Eftir Guðrúnu Eriu Ólafsdóttur og hins vegar er sá ávinningur að taka þátt í sameiginlegu alþjóðlegu markmiði um að með því að halda bensínnotkun í skefjum mun verðið líklega haldast í horfinu," sagði Hörður Gíslason, skrifstofustjóri hjá SVR. í Reykjavík kostar hver ferð í strætó 45,50 krónur ef keypt er miðakort með 22 miðum á 1000 krónur, en 65 krónur ef greitt er ein- stakt fargjald. Samkvæmt tölum frá FÍB þá er breytilegur kostnaður, það er sá kostnaður sem kostar að keyra bíl, um 10-15 krónur á hvern kílómetra. Þannig að það kostar það sama í strætó og að keyra einkabflinn um 3- 4 kflómetra, eftir stærð bílsins. „Meðalferð: með strætisvagni er alltaf um helmingi lengri en þessir 3-4 kflómetrar, þannig að menn geta sparað sér umtalsverðar fjárhæðir með því að nota strætisvagn reglulega," sagði Hörður. Góð ráð til bensínspamaðar Hér eru talin upp nokkur atriði sem gott er að minnast þegar spara á bensínið að öðru leyti en því að taka strætó. Þessi atriði eru úr upplýsingabæklingi olíufélagsins Esso. 1. Gættu þess að hafa rétta loftþyngd í hjól- börðum bifreiðarinnar. Of lágur Ioftþrýsting- ur getur aukið bensíneyðsluna um allt að 6%. 2. Forðastu hraðakstur. Bensíneyðsla á 100 km/klst. er allt að 22% meiri en 70 km/klst. Hafðu það hugfast að ef hraði bifreiðar er tvöfaldaður þarf hún að sigrast á fjórfalt meiri loftmótstöðu. 3. Loftsían verður að vera hrein. Óhrein loft- sía hefur sömu áhrif og að ekið sé „á innsog- inu“ - þ.e. aukin bensíneyðsla. 4. Hafðu það í huga að á 30 sekúndum í lausagangi eyðir vélin meira bensíni, en þarf til að ræsa hana aftur. 5. Aktu rólega af stað, en ekki eins og þú sért í kvartmflukeppni. Mikil bensíngjöf þegar ek- ið er af stað getur aukið bensíneyðsluna um allt að 6%. 6. Aktu með jöfnum hraða. Sértu ýmist að auka eða draga úr hraðanum, þá eykst bens- íneyðslan. Haltu því „bensínfætinum" stöð- ugum á bensíngjöfinni. 7. Þegar þú ræsir vélina kalda skaltu aka strax af stað, rólega í lágum gír, og ekki láta vélina erfiða. Þannig nær vélin fyrst eðlileg- um vinnuhita og þá um leið réttri eyðslu. 8. Hafðu það í huga að hlutir sem settir eru á bifreiðina, s.s. toppgrindur o.fl., auka loft- mótstöðuna og um leið bensíneyðsluna. 9. Farðu nákvæmlega eftir fyrirmælum framleiðanda í eigendahandbókinni, hvað varðar stillingar á vél bifreiðarinnar og okt- antölu bensíns. Reglubundin endurnýjun kerta og platínu getur þýtt 9-15% bensín- sparnað. 10. Notaðu bensínsparandi smurolíu sem dregur úr viðnámi og sparaðu með því 3-4%. Leiðir til olíuspamaðar fyrir fiskiflotann Eins og áður sagði hefur olíunotkun fiski- flotans rúmlega tvöfaldast á sl. tuttugu ár- um. Átak til þess að hvetja til orkusparnaðar og frekari orkunýtingar hefur verið í gangi um nokkurt skeið, en hefur þó ekki enn bor- ið tilætlaðan árangur. Aukin orkunotkun kemur til af t.d. því, að sögn kunnugra, að hlutdeild togveiða er mun meiri nú en áður, nú er sótt dýpra og sigling- ar til útlanda með fisk hafa einnig aukist svo eitthvað sé nefnt. í upplýsingabæklingi sem sjávarútvegsráðu- neytið og Fiskifélag Islands gáfu út árið 1985 er bent á fjölmargar leiðir til að draga úr ol- íunotkun fiskiskipa, eru það leiðir sem þekktar hafa verið í áratugi. Þar segir m.a.: í stórum dráttum má skipta sparnaðarleið- um í tvo hópa. Annars vegar eru leiðir sem fara má við hönnun skipa og draga úr aflþörf miðað við gefnar forsendur og hins vegar leiðir sem fara má í rekstri skipa til að draga úr olíunotkun. Helstu þættir í hönnun sem vænlegt er að hafa í huga eru t.d. heppilegir mótstöðueiginleikar, góðir skrúfueiginleikar, eðlileg vélarstærð, eyðslugrönn aðalvél, góð nýting aflkerfis, nýting á kælivatni og afgasi til upphitunar, nýting á afgasi til rafmagns- framleiðslu og góð einangrun vistarvera. Helstu þættir sem hafa ætti í huga til að spara olíu við rekstur skipanna eru t.d.: að ganghraði sé almennt valinn með tilliti til ol- íunotkunar, dregið úr siglingum, betri mót- stöðueiginleikar togveiðarfæra, landrafmagn notað í höfn, gróðurmyndun á bol haldið í skefjum, dieselvélar rétt stilltar og fleira. Eftirfarandi atriði geta einnig haft veruleg áhrif á eldsneytiseyðslul Notkun á hag- kvæmri skrúfu, botnhreinsun, hrein skrúfa, slæm stýring, siglingartími og fleira.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.