Tíminn - 29.01.1991, Blaðsíða 13

Tíminn - 29.01.1991, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 29. janúar 1991 Tíminn 13 Styrkir tii umhverfismála A næstunni verður úthlutað styrkjum úr Poka- sjóði Landvemdar. 1. Um styrk geta sótt: félög, samtök og einstak- lingar. 2. Úthlutun er bundin verkefnum á sviði umhverf- ismála, svo sem landgræðslu, skógrækt, frið- un, verndun, fegrun og snyrtingu lands og til fræðslu og rannsókna. Skilyrði er að verkefn- in séu í þágu almennings. 3. Verkefni, sem sótt er um styrk til, þurfa að vera vel afmörkuð og skilgreind. Styrkumsókninni þarf að fylgja: A. Verklýsing. B. Kostnaðaráætlun. 1. heildarkostnaður. 2. eigið framlag. 3. upphæð umsóknar. 4. Farið er fram á að styrkþegar leggi af mörkum mótframlag sem getur falist í fjárframlögum, vélum, tækjum, efni eða vinnu. 5. Styrkþegar skuldbinda sig til að skila skýrslu um framkvæmd og árangur verkefnisins fyrir lok úthlutunarárs. 6. Styrkumsóknir þurfa að berast skrifstofu Land- verndar fyrir kl. 17.00, 20. febrúar 1991. Þeir sem eiga eldri umsóknir í Pokasjóðinn þurfa að endurnýja þær í samræmi við þessa auglýs- ingu. Landvemd, Skólavörðustíg 25, 101 Reykjavík Lögtök Að kröfu gjaldheimtustjórans í Reykjavík og að undangengnum úrskurði verða lögtök látin fara fram án frekari fyrirvara á kostnað gjaldenda, en ábyrgð Gjaldheimtunnar, að átta dögum liðnum frá birtingu auglýsingar þessarar, fyrir eftirtöldum gjöldum: Vanskilafé, álagi og sektum skv. 29. gr. laga nr. 45/1987 um staðgreiðslu opinberra gjalda, fyrir 10.-12. greiðslutímabil með eindögum 15. hvers mánaðar frá nóvember 1990 til janúar 1991. Reykjavík 24. janúar 1991, Borgarfógetaembættið í Reykjavík TÖLVU- NOTENDUR Við í Prentsmiðjunni Eddu hönnum, setjum og prentum allar gerðir eyðublaða fyrir tölvuvinnsiu Smiðjuvegi 3, 200 Kópavogur. Sími 45000 VETRARHJÓLBARÐAR Nýir fóiksbílahjólbarðar HANKOOK frá Kóreu Gæðahjólbarðar á mjög lágu verði frá kr. 3.180,- Örugg og hröð þjónusta BARÐINN hf. Skútuvogi 2, Reykjavík Sfmar: 91-30501 og 91-84844 Foreldrar Macaulays Culkin hafa ekki enn gleymt syni sínum einum heima þegar þau hafa farið í frí. „Ég leik bara sjálfan mig,“ segir stjaman í „Aleinn heima“ Kvikmyndin Aleinn heima hefur slegið í gegn og þar á stærstan hlut að máli aðalleikarinn, Maca- ulay Culkin. Macaulay er ekki nema 10 ára, en þykir leika svo vel í myndinni að honum hefur þegar verið boðin ein rpilljón dollara fyrir næstu mynd. En Macaulay er ekkert viss um að hann sé svo afskaplega góður leikari. Hann segist bara vera að leika sjálfan sig í myndinni Al- einn heima. „Ég hef sett upp gildrur í herberginu mínu og ég hef sett vatnsfötu ofan á hálfopna hurð svo að hún detti á þá sem koma inn,“ segir hann stoltur. í myndinni er fylgst með strák sem af tilviljun hefur gleymst einn heima þegar fjölskylda hans fer í frí. Hann á í brösum við tvo innbrotsþjófa og beitir ekki alltaf hefðbundnum aðferðum í barátt- unni við þá. M.a. hitar stráksi upp hurðarhúna þar til þeir verða rauðglóandi til að reyna að hindra þjófana í að komast inn. Hugmyndin er fengin úr eldhús- inu heima, frá því Macaulay teygði sig í heitan pott á eldavél- inni hjá mömmu. Fleiri atriði eru byggð á lífs- reynslu Macaulays sjálfs. T.d. er gerð tilraun til að hindra ferðir innbrotsþjófanna með því að strengja vír í veg fyrir þá. Til þess ráðs greip einmitt Maca- ulay þegar hann vildi hefna sín á vini sínum sem stríddi honum fyrir að fara í balletttíma. Og þeg- ar þjófarnir verða fyrir því að missa jafnvægið með ótalmarga lacaulay á ýmis prakkarastrik uppi í erminni og á þess vegna ekkert erfitt með að setja sig í spor stráksins í myndinni. smábíla undir fótunum, geta þeir þakkað það prakkarahugmynd- um Macaulays. Upphaflega áttu þeir að missa fótanna á ávaxta- hlaupi. Og hugmyndaflugið kemur Macaulay oftar til góða. Hann þykir t.d. snjall pókerspilari og gerði sér lítið fyrir og vann 55 dollara af fullorðnum starfs- bræðrum sínum við kvikmynda- tökuna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.