Tíminn - 29.01.1991, Blaðsíða 16

Tíminn - 29.01.1991, Blaðsíða 16
AUGLÝSINGASÍMAR: 680001 & 686300 AKTU EKKI ÚT í ÓVISSUNA. AKTUÁ m SUBARU jgk Ingvar 11*1 Helgason hf. Sævartióföa 2 Sími 91-674000 /ÉmB I í niiim ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 1991 A-listi stjórnar og trúnaðarráðs sigraði í stjórnarkosn- ingum í Dagsbrún. Guðmundur J. Guðmundsson: HEFPIVILJAÐ FA BETRIKOSNINGU A-listi stjómar og trúnaðarráðs sigraði í stjómarkosn- ingum í verkamannafélaginu Dagsbrún sem lauk á sunnudaginn. A-listi hlaut 851 atkvæði eða 62,5% greiddra atkvæða, en B-listi mótframboðs hlaut 486 atkvæði eða 38,6%. Kosningaþátttaka var dræm og kusu aðeins 1365 af 3506 sem vom á kjörskrá, eða 38,6% Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Dagsbrúnar, sagði að hann hefði viijaö fá betri kosn- ingu en þetta. „Þetta eru lakari úrslit en ég bjóst við. Að vísu var ég búinn að spá því að þeir fengju á milli 450 og 550 at- kvæði, en ég reiknaði með meiri þátttöku og að við færum yfir 1000 atkvæði," sagði Guðmund- ur. Hann sagði að það væri mik- ill misskilningur að þeir tækju þetta eitthvað nærri sér, þeir myndu hins vegar athuga sín vinnubrögð og stöðu. Aðspurð- ur hvort mótframboðið hefði hrist upp í þeim, sagði Guð- mundur að þeir hefðu komið á fót verðlagseftirlitinu og varað við því hvað bankarnir væru lengi að lækka vexti og gert ým- islegt annað, löngu áður en að nokkuð fór að heyrast frá þessu mótframboði. „Síðan er því ekk- ert að neita að gallinn á þjóðar- sáttinni var að geta ekki hækkað lægri launin eitthvað og það er það sem verður að gerast að hausti,“ sagði Guðmundur. Guðmundur sagði að 40% tekjuskattur á almenn þurftar- laun væri allt of mikið. „Raun- verulega hafa tekjuskattar verið að hækka og skattstiginn var einnig áður í þrepum, nú er hann orðinn flatur," sagði Guð- mundur. Hann sagði að sveitar- félögin hefðu verið ansi mynd- arleg í skattahækkunum og sloppið vel við gagnrýni. „Ég er sannfærður um að það hefði verið hægt að auka kaupmátt- inn ef bankarnir hefðu hagað sér skikkanlega og haldið hefði verið fastar gegn verðhækkun- um,“ sagði Guðmundur. Hann sagði að þeir hlustuðu á sína fé- Iaga og tækju mark á gagnrýni þeirra. „En við munum halda galvaskir áfram okkar striki og áttirnar breytast ekki hjá okk- ur,“ sagði Guðmundur. Jóhannes Guðnason, for- mannsefni mótframboðsins, sagði að þessi niðurstaða væri hneisa fyrir forystuna þar sem hún hefði ekki nema rúmlega 20% af þeim sem væru á kjör- skrá á bak við sig. Hann sagði einnig að honum þætti það afar lélegt að 30 manns sem væru á þeirra framboðslista hefðu ekki mætt til að kjósa og sagðist hann ekki hafa skýringar á því. Jóhannes sagði að það hefði verið ákveðið eftir að úrslit kosninganna lágu fyrir að mót- framboðið myndi halda ótrautt áfram og taka þátt í kosningum að ári liðnu. Fram að því myndu þeir vinna innan félagsins að því að breyta kosningalögunum sem væru að mörgu leyti órétt- lát. Jóhannes sagði að þeir hefðu ekki aðeins verið að berjast við stjórn Dagsbrúnar í þessum kosningum heldur hefði Al- þýðuflokknum einnig verið blandað inn í þetta. Hann sagð- ist telja að Alþýðuflokkurinn hefði stutt A-Iista framboðið fjárhagslega, m.a. með því að lána þeim húsnæði undir kosn- ingaskrifstofu. Jóhannes sagði að þarna hefði flokkurinn kom- ið illa fram við sig, því hann væri fyrrverandi varaformaður Félags ungra jafnaðarmanna. „Það hafa streymt til mín hring- ingar frá flokksmönnum sem finnst illa farið með mann sem er Iengi búinn að vera krati," sagði Jóhannes. Hann sagði að Össur Skarphéðinsson og Jón Ármann Héðinsson hefðu m.a. haft samband við sig og fundist illa vegið að honum. —SE Bílvelta á Sandskeiði Lítill Susuki jeppi valt á Sandskeiði síðdegis í gær. Einn maður var í bílnum, hann var fluttur á slysadeild en meiðsli hans voru talin minni- háttar. Fljúgandi hálka var á þessum slóðum í gær. Eins og sjá má af myndinni, sem tekin er af þjóðvegin- um, hentist bifreiðin yfir læk við hlið vegarins og hafnaði á hvolfi. -sbs. Sól úr sorta Guðmundur G. Þórarinsson: Hættur við sérframboð Guðmundur G. Þórarinsson, þingmaður Framsóknarflokks- ins í Reykjavík, hefur ákveðiö að draga sig í hlé og er hættur við að fara í sérframboð í Reykjavík. Guðmundur hefur einnig lýst því yfir að hann muni ekki fara í fratnboð fyrir aðra flokka. Stjórn Fulltrúaráðs fram- sóknarfélaganna í Reykjavík ritaði Guðmundi bréf í síðustu viku þar sem hann var beðinn um að hætta við fyrirhugað sérframboð. Guðmundur ákvað eftir það að hætta við sérframboðið. Uppstiiiingar- nefnd vinnur nú að því að koma saman endanlegum framboðsiista í Reykjavík og er búist við því að hann verði til- búinn fljótlega í næsta mán- uði. —SE Norskt flutninga- skip í vanda: Sökk út af Stafnesi Norskt flutningaskip sökk út af Stafnesi á Reykjanesi snemma á sunnudagsmorguninn. Engan úr áhöfn skipsins sakaði. Skipið, sem hét Miranda, var með fullfermi af fiskimjöli á leið út úr Grindavíkur- höfn þegar það strandaði um hádeg- isbilið á laugardaginn. Gat kom á botn skipsins sem leiddi til þess að það sökk 18 tímum síðar, eftir árangurlausar tilraunir til að bjarga því. Fljótlega eftir að skipið tók niðri kom loðnubáturinn Víkurberg GK á staðinn. Víkurbergið tók norska flutningaskipið í tog og var ætlunin að draga það til Hafnarfjarðar. Á meðan skipið var dregið var reynt að koma dælum í skipið því dælur sem voru í því höfðu ekki undan. Þyrla Landhelgisgæslunnar kom með dælurnar en þær höfðu ekki heldur undan. Skipinu hvolfdi síðan á tólfta tímanum á laugardagskvöldið og maraði það í hálfu kafi þar til það sökk út af Stafnesi, eins og áður sagði. Norska skipafélagið sem á flutn- ingaskipið hefur farið fram á að sjó- próf verði haldin í Noregi. —SE Atlantsflug flýgur Samvinnuferða-farþegum í sólina næsta sumar og undirbýður Flugleiðir. Halldór Sigurðsson: Einokuninni er afstýrt í gær hófst alheimsátak Rauða krossins og Rauða hálfmánans til hjálpar stríðshrjáöum og var það kynnt í meira en hundrað löndum af landsfélögum Rauða krossins og Rauða hálfmánans. Átakið hefur fengið yfirskriftina „Sól úr sorta“ hér á landi. Á blaðamannafúndi í gær þar sem átakið var kynnt var lögð fram skýrsla sem ber nafnið Fórnarlömb styrjalda. í henni kemur fram að um níu af hverjum tíu, sem láta lífið, hljóta örkuml eða eru hraktir á flótta frá heimkynnum sínum í þeim styrjöldum sem nú eru háðar, eru óbreyttir borgarar. Á fundinum var sýnt kort yfir þau landsvæði þar sem styrjöld geisaði á árunum 1988- 1989. Á þessum árum voru stríð á 36 landsvæðum og eru þá einungis tal- in þau landsvæði þar sem yfir 1000 manns hafa fallið í átökum. —SE Samvinnuferðir-Landsýn gengu í gær frá samningi við flugfélagið Atlantsflug um flug á farþegum fyrirtækisins á sólarstrendur þ.e. Majorka, Benidorm og Rimini á komandi sumri. Alls er hér um að ræða um 11.000 sæti. Helgi Jóhannsson, forstjóri Sam- vinnuferða-Landsýn, sagði í sam- tali við Tímann í gær að hér væri að um að ræða flug á sólarstrend- ur, en Flugleiðir munu aftur á móti fljúga farþegum fyrirtækisins í leiguflugi til Vínarborgar, Norður- landanna og Kanada, alls um 9.000 til 10.000 manns. Helgi sagði að tilboð Flugleiða og Atlantsflugs í sólarflugin hefðu bæði verið góð en í þessu tilfelli hefði Atlantsflug verið með lægra verð og hefði get- að boðið upp á dagflug, sem Flug- Ieiðir gátu ekki. „Við teljum okkur hafa náð þarna hagstæðum samn- ingum og ljóst er að við munum taka þátt í þjóðarsátt í ár,“ sagði Helgi. Halldór Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Atlantsflugs, sagði í samtali við Tímann að samningur- inn, sem hljóðar upp á um 300 milljónir króna, væri fýrirtækinu hagstæður. „Með þessu hafa Sam- vinnuferðir-Landsýn sýnt kjark til að láta ekki verða hér algera einok- un í flugi,“ sagði Halldór. Atlantsflug var stofnað árið 1989, en fékk flugrekstarleyfi snemma á síðasta ári. Halldór segir að aldrei hafi staðið til að skipta sér mikið af leiguflugi á heimaslóðum, en þegar Arnarflug hætti hefðu bæði aðstæður og forsendur breyst. Kjarni starfsfólks Atlantsflúgs starfaði áður hjá Arnarflugi. Fyrir- tækið á nú eina Boeing 727-200 þotu og verður hún notuð í þetta verkefni, en auk þess er Atlantsflug umboðsaðili fyrir spænskt flugfé- lag, sem hefur flogið fyrir Ferða- miðstöðina-Veröld. -sbs.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.