Tíminn - 09.02.1991, Blaðsíða 1

Tíminn - 09.02.1991, Blaðsíða 1
9.-10. febrúar 1991 Herra ís, frú Breiða og kongssonurinn Aurvandill frá TVier Liggja ræturnar að nafni íslands í fornri, germanskri goðsögn? Um nokkurra ára bil hefur séra Kolbeinn Þorleifsson rannsakað það efni hvort nafn íslands kunni að vera komið úr gamalli goðsögn um fískimanninn ís, Vís og Her og telur hann margt benda til að svo sé. Heimildir um ís er að fínna allt aftur til 1500 f.Kr og til er ger- mönsk goðsögn sem tengjast mun þessu nafni, Aur- vandils-saga, sem Kolbeinn fjallar um í meðfylgjandi rit- gerð. Inngangur Þegar ég fyrir nokkrum árum fór að kynna mér nafnið ís, út frá því sjónarmiði að um væri að ræða gamalt nafn á hinum æðsta Guði, varð ég meðal annars að rannsaka gamlar bækur um íslensku Amlóða- sögnina. Það kom síðar í ljós að þessar bækur urðu mér vísbending að merkilegri þjóðsögu sem varð- veist hefur í hinni aldagömlu borg Trier við Mosel, sem skýring á til- veru kyrtils Krists í einni af kirkjum borgarinnar. Hjá hinum danska miðaldasagnfræðingi Saxa hinum málspaka er að finna sögu af föður Hamlets, sem nefnist Horvendillus, og hólmgöngu hans við annan kon- ung, er Kolur hét, og fór hólm- ganga þessi fram á eyju nokkurri. Trúarbragðafræðingar á 19. öldinni útskýrðu þessa sögu eins og hún væri helgisaga um vorblót heiðinna manna. Einn þeirra tengdi þessa dönsku sögu við hina þýsku Oren- del-sögu frá Trier og Aurvandils- nafnið hjá Snorra Sturlusyni, þar sem Aurvandill átti sér konu þá er Gró hét. Taldi þessi fræðimaður að Amlóða-sögnin væri hluti af þess- um hugmyndaheimi. Ég læt það al- veg liggja á milli hluta hvort þessi skoðun sé rétt eða röng. Um það er ég ekki fyllilega dómbær. Enda er nú svo komið að áðurnefnd Oren- del-saga frá Trier hefur verið út- skýrð sem rómversk-kaþólsk dæmi- saga í tuttugu ára gamalli doktors- ritgerð, en sú ritgerð er predikunar- fræðilegs eðlis. Kyrtill Krists Á nokkrum stöðum á Vesturlönd- um hefur sá kvittur komið upp að þar væri að finna kyrtil Krists, sem Jesús var klæddur í daginn sem hann var krossfestur. Þessi kyrtill hafði það orð á sér að vera spunn- inn og prjónaður af Maríu mey, síð- an hefði Helena móðir Konstantín- usar mikla ofið hann og hann farið á flæking, þangað til hvalur nokkur hefði gleypt hann. Síðan hefði hann fundist með undursamlegum hætti og verið gefinn til einhverrar kirkju. Þetta heilaga klæði eða heil- aga hjúpa, eins og fornsögur nefndu svipað klæði, sem Ragnar loðbrók bar, hafði þá náttúru að sá sem bar það var ósæranlegur. Um slíkan mann fjallar einmitt Oren- del-sagan frá Trier. Á jólaföstu árið 1982 sagði íslenska ríkisútvarpið frá því að slíkum kyrtli hefði verið rænt úr kirkju nokkurri í París. Mér skilst að kyrtillinn í Trier sé varðveittur enn þann dag í dag, en nú sé hann svo fúinn að ekki sé lengur þorandi að sýna hann á 25 ára fresti, eins og lengi hefur verið siður. Aurvandils-saga Það var seint á 12. öld, meðan kon- ungdæmið í Jórsölum var í al- gleymingi, að kyrtill þessi fannst í kirkju einni í Trier. Þessi staður var þá einn af aðal-þingstöðum keisara- dæmisins rómverska. Einmitt um þessar mundir tóku menn sig til og fluttu hinn helga dóm milli kirkna í borginni í mikilli helgigöngu. Það er þá sem menn ætla að Aurvandils- saga (Orendel-saga) hafi verið búin til upp úr gamalli flökkusögn um Apollóníus prins í Týrus og ævintýri hans. Apollóníus þessi varð skip- reika, síðan bjargað af fiskimanni og varð loks ástfanginn af egypskri prinsessu, sem hann síðar vann með þrautum er fyrir hann voru lagðar. Nafnið Apollóníus merkir hinn bjarti guð, eins og Aurvandill merkir morgunstjarna. Sá texti, sem ég hefi lesið af þessari æva- gömlu sögn, sýnir ekki önnur lík- indi með sögunum en allra grófustu drætti. Sjálfur Jakob Grimm tók á hinn bóginn eftir því að Aurvandils- saga gat hæglega verið fótur fýrir hinni undarlegu sögu Tacitusar um Skip Aurvandils farast ferðir Odysseifs til Rómar. Svo segir Tácitus: „Það er nokkurra manna mál að Odysseifur hafi borist þangað norð- ur í höf á hinu langa og undursam- lega ferðaslarki sínu, sem mjög hef- ur verið rómað og komist alla leið til Germaníu. Þar hafi hann reist bæ og nefnt Askborg, er sú borg enn byggð og stendur á vinstri bakka Rínar...“ (Þýðing Páls Sveinssonar). Odysseifur er á latínu Ulysses og var það lengi vel skoðun manna að örnefni er byrjuðu á Vliessen í hol- lensku væru kennd við Ulysses. Þessari skýringu höfnuðu kaþólskir fræðimenn í helgisagnaskýringum sínum seint á 17. öld. Meistari ís, Her og Vís Sérkennileg persóna í þessari sögu er fiskimaðurinn ís, sem réð yfir 800 fiskimönnum og haltraði eftir hrossum. Konungur/Kingfisker/ Eisvogel er kunnur titill úr Gral- sögninni. Konungur-fiskimaður er hinn sjúki konungur sem Gralbik- arinn einn gat læknað. Um það les- um við í Parzivals-sögu. Ég hef bent á það í ritgerð í Mbl. að nú sé á al- mennu vitorði að í París og Trier séu varðveitt ölturu guðdómsins Esúsar, sem virðist hafa verið kelt- neskur guðdómur um Krists burð. Fiskimaðurinn ís er í sögunni ein- kenndur með orðunum Her og Vís, sem mætti að vísu þýða með orðun- um herra og vitringur, en ég kýs að halda óbreyttu, því að með slíku móti skýrast ýmis örnefni og orð, sem annars væru illskiljanleg. Ég vil meina að ís, Her og Vís sé í raun og veru sama orðið og sé nákvæm- lega sömu merkingar. Það er einnig eftirtektarvert að í goðsögunni um stofnun konungsríkis í Trier, er sag- an sögð eftir áletrun, sem gjörð var af Her Trebestusyni yfir föður sinn, landnámsmanninnn Trebestu Nín- usson, en Trebesta var konungsson- ur í Babýlon, sem hafði verið rekinn í útlegð af stjúpmóður sinni, Semír- amídu drottningu. Þessi skýring er áreiðanlega eins góð og hver önnur og gerir Aurvandils-sögu enn meira spennandi fýrir okkur Islendinga. Frú Breiða Þriðja höfuðpersóna sögunnar er drottningin í Jórsölum, sem nefnist frú Breiða eða Bride. Þarna er um að ræða nafnið á hinni miklu frjó- semisgyðju eða „Diönu“ íbúanna í Trier, sem kristniboðar fýrr á öldum tala afar illa um. Þetta er hin kelt- neska móðurgyðja, sem upp á síð- kastið er að ná enn sterkari tökum á kvenprestum hinnar íslensku þjóð- kirkju. Þetta er líka Mærin í skjald- armerki Meyjarborgar eða Magde- burg. Frú Breiða er sá miðpunktur sem allt snýst um í Aurvandils- sögu. Heiðingjar og kristnir menn biðla til hennar og allar orrustur í sögunni eru háðar henni til dýrðar. Hún er í sögunni látin tákna skírlíf- ishugmynd klaustramanna og er að því leyti sambærileg við Brynhildi Buðladóttur á fjallinu góða, Hindar- fjalli eða íslandi, eins og Niflunga- ljóðin eða Ariosto hafa það. Grimmd Brynhildar er af allt öðrum toga og er ekkert lík frú Breiðu. Aurvandill og Maximilian keisari Það var árið 1512 að Maximilian keisari hóf kyrtil Krists í Trier til vegs að nýju og af því tilefni kom Aurvandils-saga í fýrsta skipti út á prenti. Saga þessi var vitaskuld myndskreytt af hinu hátíðlega til- efni. Allar götur síðan hefur það verið til siðs að taka þennan kyrtil fram og rifja upp helgisöguna um Maríu móður Drottins og Helenu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.