Tíminn - 09.02.1991, Blaðsíða 5

Tíminn - 09.02.1991, Blaðsíða 5
Laugardaguf 9. februa'r 1991 HELGIN 13 á stofndegi Rauða kross íslands 10. desember. Birta skal í Lögbirtinga- blaði og Stjórnartíðindum hverjir heiðursmerkið hljóta. Heiðurs- merkið (silfurmerki) var í fyrsta sinn veitt í desember 1949 Guð- mundi Thoroddsen prófessor, Birni Ólafssyni ráðherra, Magnúsi Kjar- an stórkaupmanni, Kristínu Thor- oddsen vfirhjúkrunarkonu og Birni E. Árnasyni aðalendurskoð- anda. Heiðurspeningur til minningar um herra Svein Bjömsson forseta Nokkru eftir lok síðari heimsstyrj- aldar, þegar samgöngur höfðu haf- ist á ný við Norðurlönd, ráðgerði fyrsti forseti íslands opinbera heimsókn þangað, en slíkar ferðir hafa allir nýkjörnir forsetar lands- ins farið síðan. í þessu sambandi var á árinu 1949 hafinn undirbúningur að gerð heiðurspenings eða minnispen- ings, sem forseti gæti veitt í slíkum ferðum þegar við þætti eiga. Af heilsufarsástæðum varð ekki af því að Sveinn Björnsson færi í slík- ar heimsóknir til Norðurlanda, en slegnir höfðu verið 25 minnispen- ingar úr silfri. Öðrum megin á pen- ingunum er skjaldarmerki lýðveld- isins og skjaldberar, en hinum megin mynd af forsetanum eftir vangamynd úr gipsi, sem Salomon í Kaupmannahöfn hafði gert. Um- hverfis mynd forsetans stendur: Sveinn Björnsson forseti íslands. Peningurinn er 3 sm í þvermál og 2 mm á þykkt. Heiðurspeningurinn er smíðaður hjá A. Michelsen, hirðgullsmið í Kaupmannahöfn, með aðstoð kon- unglegu myntsláttunnar. Kostnað- ur við gerð peningsins varð um þrjú þúsund danskar krónur. Þegar Sveinn Björnsson var fall- inn frá var ákveðið að semja reglur um heiðurspening til minningar um hann og veita þá heiðurspen- inga, sem rætt er um hér að fram- an, nokkrum þeirra sem höfðu unnið með honum og fyrir hann. Reglur voru settar í forsetabréfi 26. febrúar 1953. Veiting heiðurspeningsins fór fram í eitt skipti, 27. febrúar 1953. Þriggja manna nefnd gerði tillögu um veitingu peningsins. Sautján menn hlutu peninginn. Heiðursmerki vegna endurreisnar lýðveldisins Sérstakt heiðursmerki var gert í tilefni endurreisnar lýðveldis á ís- landi 17. júní 1944. Var þar farin sama slóð og í sambandi við Alþing- ishátíðina 1930. Nú var hins vegar ekki unnt að leita til Danmerkur um smíði merkisins, þar sem heimsstyrjöldin lokaði þeirri leið. Var því leitað til Bandaríkjanna. Stefán Jónsson, teiknari og arki- tekt, teiknaði merkið. Á framhlið þess er skjaldarmerki lýðveldisins og skjaldberar og umhverfis letrað í boga: Lýðveldi endurreist á íslandi 17. júní 1944. Undir skjaldarmerk- inu er skrautflétta til að brúa bilið sem myndaðist milli upphafs og loka áletrunarinnar. Á bakhlið er merki lýðveldishátíðarinnar, þ.e. skjaldarmerkið án skjaldbera og yf- ir því rísandi sól sem mislöngum geislum stafar frá, en sleppt er áletruninni sem var á lýðveldishá- tíðarmerkinu: 17. júní 1944. Laufa- NYTUM DROPANN BETUR FERÐUMST FLEIRI SAMAN sveigur lykur um skjöldinn upp að efri brún hans, þar sem sólarmerk- ið tekur við. Merkið er úr 10 karata gulli, 23 mm í þvermál og borið í litbandi, jaðrarnir bláir, 6 mm breiðir hvor, þá hvítar rendur hvor- um megin, 6 mm breiðar hvor, og í miðju rauð rönd, 6 mm breið. Smíði heiðursmerkisins fór fram fyrir milligöngu ræðismannsskrif- stofunnar í New York og Bjarna Björnssonar, síðar forstjóra verk- smiðjunnar Dúks hf. í Reykjavík, en þá var hann starfsmaður fyrirtækis- ins Sverris Bernhöft Ltd., 128-130 West 31st Street í New York. Smíð- inni var lokið í tæka tíð, þótt verka- tími væri naumur. En þegar merk- in komu til íslands þá stóð á þeim undir skjaldarmerkinu á bakhlið, að vísu mjög lítið áberandi: Made in US (þ.e. búið til í Bandaríkjunum). Þótt þetta sé algeng áletrun á ýms- um varningi, eins og kunnugt er, þótti slíkt eiga miður vel við á heið- ursmerki og jafnvel gefa til kynna að lýðveldið væri „made in US“. Einnig vantaði festingu fyrir band- ið svo og bandið sjálft. Var þó fljót- lega ráðin bót á öllu þessu, en búið var að afhenda sum merkin áður en menn áttuðu sig á áletruninni: Ma- de in US. Voru flest merkin aftur- kölluð og þessir stafir numdir burtu. Alls voru smíðuð 75 merki hjá Franklin Mint. Munu þau öll hafa kostað 730,25 Bandaríkjadali og greiðslan farið til E.W. Bruno í New York. En ekki er vitað hvað sá hét sem smíðaði merkin. f forsetabréfi dagsettu á Þingvöll- um 8. júlí 1944 segir að merkið megi aðeins veita í eitt skipti, árið 1944, alþingismönnum, sérstökum sendimönnum erlendra ríkja og öðrum er að dómi ríkisstjórnarinn- ar séu sérstaklega verðir þess að hljóta heiðursmerkið. Merkið er eign þess sem því hefur verið sæmdur. Tveir alþingismenn höfnuðu merkinu. Þrír sendiherrar gátu ekki, vegna gildandi reglna í heimalandi sínu, veitt heiðursmerkinu viðtöku. Var hér um að ræða sendiherra Banda- ríkjanna, Louis Goethe Dreyfus jr„ fv. sendiherra Bandaríkjanna, Le- land Burnette Morrs, og sendiherra Sovétríkjanna, Alexei Nikolaevich Krassilnikov. Af íslands hálfu var leitað eftir því við hlutaðeigandi embættismann í utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna, Mr. Stanley Woodward, hvort sendiherra væri ekki heimilt að Heiðursmerki Rauða kross fslands. veita merkinu viðtöku, þar sem það væri ekki venjulegt heiðursmerki heldur minnispeningur sem veittur væri einungis í eitt skipti vegna stofnunar lýðveldis á íslandi. En Mr. Woodward tjáði íslenska sendi- ráðinu í Washington „að fulltrúum Bandaríkjanna væri bannað að taka við orðum og heiðursmerkjum hvers kyns sem væru og tæki bann- ið einnig tvímælalaust til minnis- penings lýðveldisins." Að því er Sovétsendiherrann varð- aði, þá ritaði hann utanríkisráð- herra vinsamlegt bréf 19. október 1944 þar sem hann segir það hafa glatt sig og telji hann sér heiður að því að forseti íslands skuli hafa sæmt sig heiðursmerkinu. En hinn 24. s.m. kom annað bréf frá sendi- herranum þar sem hann þakkar enn fyrir veitingu heiðursmerkis- ins, en skýrir frá því jafnframt að það sé ríkjandi venja að fulltrúar Sovétríkjanna erlendis taki ekki við viðurkenningu frá erlendum ríkis- stjórnum, svo að sér sé ekki mögu- legt að veita minnispeningnum viðtöku. Um leið segir hann ríkis- stjórn Sovétríkjanna meta mikils vinsemd forseta íslands og ríkis- stjórnar í garð Sovétsendiherrans. Veitt voru 75 heiðursmerki, tveir íslendingar höfnuðu þeim og þrír útlendingar máttu ekki veita þeim viðtöku. Eftir dr. Hannes Jónsson, fv. sendiherra EVRÓPUMARKAÐSHYGGJAN HA6SMUNIR OGVALKOSTIR ÍSLANDS Kynnið ykkur allar hliðar mikilvægasta milliríkjamáls okkar í traustu, óháðu og að- gengilegu heimildarriti. Höfundur gerir sannsýna heildarúttekt á hagsmunum og valkostum íslands í nýrri Evrópu og stærri heimi. Yfirgripsmikið efni sett fram á lipru máli og svo skýran hátt, að allir megi skilja hvort gróði eða tap, frelsi eða fjötr- arfýlgi aðild okkar að Efnahagssvæði Evrópu og EB. Ómissandi innlegg í Evrópu- markaðsumræðuna. Fjöldi mynda og skýringarteikninga. Kilja í stóru broti, 118 bls. Verð kr. 1000,00. Fæst hjá flestum bóksölum og útgefanda. Pöntunarsími (91) 75352. & I BÓKASAFN FÉLAGSMÁLASTOFNUNARINNAR Pósthólf 9168 - 109 Reykjavík - Sími 75352 N0TUM STRÆTÚ SVRIH STRÆTISVAGNAR REYKJAVÍKUR < O SKEMMTISKKEPP TJM HELGI TIL... Söluskrifstofur Flugleiða: Lækjargötu 2, Hótel Esju oq Kringlunni. Upplýsingar og farpantanir í síma 6 90 300. Allar nánari upplýsingar færðu á söluskrifstofum Flugleiða, hjá umboðsmönnum og ferðaskriftofum HELGARFERÐ LAUGARDAGUR TIL ÞRIÐJUTD AGS HOSPITALITYINN TVEIR í HERB. KR. 87.680 Á MANN FLUGLEIÐIR Þjónusta alla leið

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.