Tíminn - 09.02.1991, Blaðsíða 10

Tíminn - 09.02.1991, Blaðsíða 10
18 T HELGIN Laugardagur 9. janúar 1991 SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL Var boðið húsaskjól en I fékk kjöthníf í kviðinn Kimberley var aðeins 14 ára en þijósk og óhlýðin við for- eldra sína. Þegar hún hugðist strjúka að heiman þáði hún umhugsunarlaust boð um að dvelja á heimili kunningja síns um tíma. Það varð hennar bani. Hvort sem saga Daniels Gondrínger um strok Kimberiey að heiman er sönn eða ekki, mætti hún dauða sínum á heimili hans. Þegar foreldrarnir tilkynntu hvarf Kimberley Martin í Columbus í Ne- braska 10. maí 1989 höfðu þeir ekki hugmynd um hvar hún gæti verið niðurkomin en þá grunaði að hún hefði stungið af og það væri þá ekki í fyrsta sinn. Símaverði lögregl- unnar brá ekki hið minnsta, hann hafði ótal sinnum heyrt þess sögu. Þótt Columbus sé engin stórborg er lögreglunni þar tilkynnt um hvarf nokkurra unglinga á mánuði. Allir finnast þeir fyrr eða síðar, sumir skila sér sjálfir eftir nokkra daga, aðrir eftir lengri tíma en suma þarf að leita uppi og skila þeim til síns heima eða í unglinga- búðir. Símavörðurinn fylgdi settum reglum eins og venjulega. Sé sá týndi 12 ára eða yngri og hafi aldr- ei strokið að heiman áður eða hafi horfið við sérstakar aðstæður er leit þegar hafin. Sama gildir raunar um eldri unglinga ef grunur leikur á glæp eða ef stúlkur hverfa á leið út f búð eða skólann. Þá leitar lög- reglan til fjölmiðla um birtingu mynda og lýsinga í þeirri von að vitni gefi sig fram. Oftar er þó svo að aðstandendur vilja að svona mál fari ekki hátt af ótta við að almennt umtal spilli fyrir og geri unglinginn jafnvel svo reiðan að hann hætti alveg við að skila sér heim. Reynslan er sú að fæstir ungling- ar sem strjúka að heiman fara ýkja langt og flestir þeirra hafast raunar við hjá vinum sínum. Jafnvel þeir sem fara lengra trúa félögum oftast fyrir því hvert ferðinni er heitið og hvað þeir hafa í hyggju. Foreldrar Kimberley Martin höfðu bara áhyggjur af að vita ekki hvort dóttir þeirra væri heil á húfi. Alls kyns sögur voru til um stúlkur sem höfðu verið numdar á brott, þeim nauðgað og þær síðan myrt- ar. Hugsanlegt var líka að Kimberl- ey hefði orðið fyrir slysi. Lögreglan tók niður lýsingu á henni sem síðan var send öllum lögreglustöðvum. Ef eitthvað hefði komið fyrir Kimberley, kæmu þær upplýsingar í tölvu sem sjálfkrafa gæfi merki um að viðkomandi væri saknað. Auk þess kvaðst lögreglan í Columbus ræða við unglingahópa og fleiri sem ef til vissu hvar Kim- berley væri niðurkomin. Martin—hjónin ákváðu eftir nokkra umhugsun að best væri í fyrstu að halda fjölmiðlum utan við málið. Þau voru kvíðin en treystu því að finna einhvern sem Kimberley hefði trúað fyrir að hún ætlaði að strjúka og þá kannski hvert. Skrópaði oft og hvarf Þar sem ætíð er nóg að gera hjá lögreglunni var hvarf Kimberley ekki talið neitt forgangsmál að svo stöddu. Tekið var mið af því að hún hafði farið að heiman áður og skil- aði sér eflaust innan skamms að venju. Viku síðar komu Martin—hjónin aftur til lögreglunnar. Þeim hafði ekki tekist að hafa uppi á neinum sem Kimberley hafði orðað við að hún hygðist stinga af. Enginn hafði minnsta grun um hvar hún væri. Einmitt þennan dag átti Kimberley afmæli og í trausti þess að hún kæmi heim höfðu foreldrarnir keypt handa henni gjafir. Rannsóknarlögreglumennirnir Tim Kayl og Todd Thalken fengu nú málið til meðferðar og fyrsta verk þeirra var að ræða vel og vandlega við foreldra Kimberley. Þeir fengu að vita að hún væri viljasterk og uppreisnargjörn, hlítti engum reglum um útivist á kvöldin og þyldi ekki gagnrýni á klæðnað sinn, heimanám eða fé- lagsskap. Þótt Kimberley væri aðeins 14 ára fengu þeir Kayl og Thalken að vita að bæði sýndist hún eldri og klæddi sig þannig, svo og að hún umgengist töluvert eldra fólk. Tvisvar áður eftir deilur við for- eldrana um framferði hennar hafði hún stungið af en bara í einn eða tvo daga og þá dvalið hjá vinafólki. í þetta sinn var liðin vika og Kim- berley hafði verið nánast peninga- laus þegar hún hvarf. Hún hafði ekki tekið með sér neina persónu- lega muni eða föt. Martin—hjónin voru sannfærð um að hún hefði komið heim í afmælisveisluna sína ef hún væri heil á húfi. Kayl tilkynnti hjónunum að engar skýrslur hefðu borist um að Kim- berley hefði orðið fyrir slysi. Hann bað þau ennfremur um nöfn nokk- urra vina dóttur sinnar sem þau hefðu þegar talað við. Ekki var óal- gengt að vinir strokuunglinga leyndu foreldra þeirra því sem þeir vissu um strokið. —Við athugum málið og sjáum hvers við verðum vísari, lofaði Kayl. Lögreglumennirnir fóru til skól- ans þar sem Kimberley stundaði nám. Kennararnir sögðu að hún hefði alloft skrópað og teldist eng- inn fyrirmyndarnemandi. Hún kom alls ekkert í skólann daginn sem hún hvarf. Er leitað var til nemenda kom fram að ein stúlkan hafði verið með Kimberley um há- degið þann dag. Þær höfðu verið í verslun í hverfinu og þar hitt nokkru eldri pilt sem ekki var leng- ur í skólanum. Hann var á bíl og bauðst til að aka þeim í skólann. Stúlkan sagði að síðast þegar hún hefði séð Kimberley hefði hún enn verið að tala við piltinn á bílastæði skólans. Sagðist ætla að heiman Kayl fékk nafn piltsins sem var 19 ára og leitaði hann uppi. Hann við- urkenndi fúslega að hafa hitt Kim- berley og vinkonu henar í verslun- inni og ekið þeim til skólans. —Kimberley kom ekki í skólann, sagði Kayl blátt áfram. —Hún fór með þér. Unga manninum virtist bregða sem snöggvast til þetta en eftir andartak svaraði hann: —Ég veit ekkert hvað kom fyrir hana. Þið verðið að trúa mér. —Segðu okkur frá því, hvatti Thalken hann. Pilturinn skýrði þá frá að hann hefði ekið stúlkunum að skólanum en Kimberley sagt að hún ætlaði ekki í tíma. —Ég sagði henni að ef hún skrópaði alltaf yrði hún rekin úr skólanum. Hún hló og sagðist verða rekin hvort sem væri. Hún bætti þá við að hún hefði þegar fengið viðvörun um að ef hún skrópaði oftar og fengi ekki betri einkunnir, yrði henni vfsað úr skóla. Ég spurði hvað hún ætlaði þá að gera en hún sagðist eiga von á að foreldrar sínir settu hana þá í einkaskóla sem væri eins og fang- elsi. Hún sagði að það skyldi aldrei verða. Svo sagðist hún ætla til Los Angeles. Ég hélt að hún væri að grínast og spurði hvort hún ætlaði þangað á hjólaskautum eða fljúg- andi á eigin vængjum. Hún sagðist hafa gengið frá því öllu. Hún ætlaði á flutningamið- stöðina og sníkja sér þar far með einhverjum bílnum. Ég sagði henni að það væri brjálæði, enginn vildi aka henni af því hún færi yfir ríkjamörk og bílstjórinn ætti á hættu handtöku. Þá hafnaði hún sjálf í unglingafangelsi. Hún sagði að sér væri þá sama, það hlyti að vera betra en einkaskóli. Spurður hvenær hann hefði séð Kimberley síðast sagði pilturinn að hann hefði sett hana út úr bílnum nálægt miðbænum um eittleytið, því þá hefði hann þurft til vinnu. —Þú vissi um áætlanir hennar um að fara til Los Angeles og að hennar var saknað en samt segirðu ekkert fyrr en núna, bar Thalken á hann. Pilturinn kinkaði kolli. —Ég vildi ekki blandast í neitt, auk þess sem ég veit ekki hvort hún fór eða ekki. Lögreglumennirnir töluðu við flutningabílstjóra og spurðu hvort þeir hefðu séð stúlku sem sýndist allt að 17 ára, koma og biðja um far fyrir viku, klædda gallabuxum og svörtum og appelsínugulum jakka. Enginn kannaðist við það og þeir Kayl og Thalken fundu raunar eng- an sem séð hafði Kimberley eftir hádegið daginn sem hún hvarf. Lögregluna grunar morð Yfirmenn þeirra báðu þá að halda áfram að leita því foreldrar Kim- berley væru verulega áhyggjufullir. Rætt var enn og aftur við vini hennar og kunningja sem höfðu ýmsar hugmyndir um verustaði hennar en ekkert hafðist upp úr getgátunum. í vikulokin kvaðst Kayl þess fullviss að Kimberley væri ekki lengur í Columbus, þá hefði hún gefið sig fram eða að ein- hver hefði séð hana. —Heldurðu þá að hún hafi sníkt sér far og tekist að komast til Kali- forníu? spurði Foust lögreglufori- ongi. Kayl yppti öxlum. —Það er bæði svo að sjá og ekki, svaraði hann. —Við hvað áttu? vildi Foust vita. Kayl rakti aðalatriði málsins fyrir hann, að Kimberley hefði strokið áður og í þetta sinn sagst ætla til Los Angeles. Hún gæti hafa gert það en á hinn bóginn var undarlegt að hún skyldi ekki hafa tekið með sér föt eða neitt, ekki einu sinni tannbursta. —Báðir foreldrar hennar vinna úti, sagði Kayl. —Hún var ein heima og hefði haft næði til að láta niður hvað sem hún þarfnaðist. —Líklega verður tíminn bara að leiða í ljós hvar hún er, sagði lög- regluforinginn. —Þetta verður erf- itt fyrir foreldrana. Martin—hjónunum var sagt að hefði Kimberley komist til Los Angeles væri útilokað að leita hennar þar. Hins vegar lenti stór hluti strokuunglinga þar fyrr eða síðar í höndum lögreglunnar og þá kæmu skýrslur um þá inn á tölvu- net lögreglunnar um allt landið. Nú liðu þrír mánuðir án þess að nokkuð spyrðist til Kimberley Martin og Kayl og Thalken voru orðnir vonlitlir um að hún fyndist á lífi. —Þótt hún virðist eldri, er hún bara 14 ára, sagði Kayl. —Hafi hún stundað vændi væri löngu bú- ið að taka hana til yfirheyrslu. Thalken samsinnti þessu. Hefði Kimberley fengið bílfar burt frá Columbus gæti hún núna verið rotnandi lík nánast hvar sem væri. Næstu mánuði bárust nokkrar til- kynningar um líkfundi en aldrei var um lík Kimberley að ræða. Gengið var úr skugga um það með tannlæknaskýrslum. Annars vakti málið litla athygli almennt. For- eldrarnir héldu dauðahaldi í þá von að einhver sem væri Kimberley góður hefði tekið hana upp í bíl sinn. Lögreglumenn hölluðust hins vegar að því að hún hefði ver- ið myrt og fyndist ekki nema ein- hver beinlínis gengi óvart fram á jarðneskar leifar hennar. Loks finnst líkið Svo gerðist það um klukkan hálf- ellefu, sunnudagskvöldið 28. janú- ar 1990 að maður kom á aðallög- reglustöðina í Columbus. Hann kvaðst vilja ræða við einhvern um stúlku sem týnst hefði fyrir um það bil átta mánuðum. Thalken var einmitt á vakt þá og bauð manninum inn til sín. —Hef- urðu upplýsingar um Kimberley Martin? spurði hann strax. Maðurinn kinkaði kolli og spurði

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.