Tíminn - 09.02.1991, Blaðsíða 12

Tíminn - 09.02.1991, Blaðsíða 12
Laugardagur 9. febrúar 1991 20 Tíminn UNGIR HOFUNDAR Sjónvarpsstöðvar og menningarmálastofnanir í Evr- ópu standa sameiginlega að verðlaunasamkeppni í því skyni að hvetja unga höfunda til að skrifa handrit að sjónvarpsleikritum eða leiknum sjónvarpsþáttum. Keppt er um starfsverðlaun er veitt verða síðari hluta þessa árs. Verðlaunahafar koma síðan til greina er Evrópuverðlaunin verða veitt ári síðar. Starfsverðlaunin eru að upphæð 25.000 svissneskir frankar og verða veitt í nóvember 1991. Sjónvarpið hefur heimild til að tilnefna allt að 3 hand- rit, sem valin verða af sérstakri dómnefnd. Umsækjendur skulu ekki vera eldri en þrjátíu og fimm ára á árinu sem samkeppnin til starfsverðlauna fer fram. Umsækjendur mega ekki hafa samið nema eitt hand- rit í fullri lengd (50 mínútur) fyrir sjónvarp eða kvik- mynd þegar handriti er skilað. Umsækjendur leggi fram 5-10 síðna efnisútdrátt að frumsömdu handriti með námkvæmri lýsingu á inni- haldi verksins, markmiði og persónum. Einnig skal fylgja sýnishorn af handriti (2 síður) og æviágrip höf- undar. Hugmyndum skal skila til innlendrar dagskrárdeildar Sjónvarpsins, Laugavegi 176, 105 Reykjavík, þar sem reglur samkeppninnar liggja ennfremur frammi. Umsóknarfrestur er til 15. maí SJONVARPIÐ Utboö Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Vatnsveitu Reykjavíkur, óskar eftir tilboðum í renniloka. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkju- vegi 3, Reykjavík. Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 14. mars 1991, kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Sími 25800 Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Bygginga- deildar borgarverkfræðings, óskar eftir tilboðum í málun á gæsluvallarhúsnæði Reykjavíkurborgar. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkju- vegi 3, Reykjavík, gegn kr. 5.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 26. febrúar kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 Óskilahross ( Þverárhlíðarhreppi er í óskilum dökkrauð hryssa, ómörkuð. Hryssan er um það bil 2-3ja vetra, fremur gæf. Hryssan verður seld laugar- daginn 23. febrúar nk., hafi réttur eigandi ekki gefið sig fram fyrir þann tíma. Uppl. í síma 93- 51263. Hreppstjórí Þverárhlíðarhrepps. Frá Fósturskóla íslands Dreift og sveigjanlegt fóstrunám hefst 12. ágúst nk. Nánari upplýsingar veittar í síma 91-83866 og 97-11773 kl. 13-14. Skólastjórí. Myrkir músíkdagar: „Tónlistarlegur lykill framtíðar" Hjálmar H. Ragnarsson tónskáld og Öm Óskarsson, framkvæmdastjóri Myrkra músíkdaga. Tímamynd: Pjetur Tónlistarhátíðin „Myrkir músík- dagar“ hefst í dag og stendur til næsta laugardags, þess 16. febrúar. Níu tónleikar verða haldnir og einn fyrirlestur. Myrk- ir músíkdagar voru fyrst haldnir árið 1980 og u.þ.b. annað hvert ár síðan. Fjöldi tónlistarfólks tekur þátt í hátíðinni að þessu sinni og á meðal þess eru þekktir erlendir flytjendur, sem flestir koma frá Frakklandi. Hátíðin er unnin í samstarfi við menningarmálaráðuneyti Frakk- lands og er einn fyrsti prófsteinn á samning um menningarsam- starf milli íslands og Frakklands, sem gerður var fyrir nokkrum ár- um og staðfestur við komu Mitt- errands Frakklandsforseta á síð- asta ári, að sögn Arnar Óskarsson- ar framkvæmdastjóra hátíðarinn- ar. Hjálmar H. Ragnarsson, formað- ur Tónskáldafélags íslands, sagði að markmið þessarar hátíðar sé að gefa áhorfendum tækifæri til að kynnast tónsmíði nútímahöf- unda, ekki síst íslenskra. „Við vonum að þessi hátíð geti verið ljós í myrkri skammdegis og þeirra atburða sem hafa blasað við okkur undanfarið, að hún geri fólki kleift að leita inn á við og orðið þannig lykill að framtíðinni á einhvern hátt.“ Dagskrá hátíðarinnar hefst með tónleikum Reykjavíkurkvartetts- ins í dag kl. 17:00 í Áskirkju. Kvartettinn flytur verk eftir fjög- ur íslensk tónskáld. Á dagskránni er frumflutningur verksins Sjö smámunir fyrir strengjakvartett eftir Atla Heimi Sveinsson, verk eftir Karólínu Eiríksdóttur sem kallast Sex lög fyrir strengjakvar- tett, Hasselby- kvartett eftir Þork- el Sigurbjörnsson og strengja- kvartettinn Vita et Mors eftir Jón Leifs. Þetta eru fyrstu tónleikar kvartettsins, sem er að hluta til studdur af Reykjavíkurborg. Dagskrá Myrkra músíkdaga næstu viku: ÍSLENSK OG ERLEND NÚTÍMATÓNLIST Edda Erlendsdóttir píanóleikari verður með tónleika í íslensku óperunni, sunnudaginn 10. febrúar kl. 17:00. Hún flytur þar verk eftir Jón Leifs, Hjálmar H. Ragnarsson, Miklos Maros, Franz Liszt, Atla Ingólfsson, Pierre Boulez og Alban Berg. Hópur ungra íslenskra hljóðfæra- leikara, sem flestir búa.qgsjarfa-er-' lendis, heldur tónleika í íslensku óperunni mánudaginn 11. febrúar, ki. 20:00. Hópurinn kallar sig Caput og stjórnandi á þessum tón- leikum er Rolf Gupta. Flutt verða verk eftir Rolf Gupta, franska tón- skáldið Iannis Xenakis, finnska tónskáldið Kaija Saariaho auk verka eftir íslensku tónskáldin Jón- as Tómasson og Lárus H. Gríms- son. Manuela Wiesler flautuleikari heldur tónleika í íslensku óperunni þriðjudaginn 12. febrúar kl. 20:00. Hún flytur verk eftir Magnús Bl. Jó- hannsson, André Jolivet, Þorkel Sigurbjörnsson, Kjartan Ólafsson og Kaija Saariaho. Strengjasveitin Le sextour á cor- des de Lille, frá Lille í Frakklandi, heldur tónleika á miðvikudags- kvöldið 13. febrúar kl. 20:00. Sveit- in frumflytur þar verk eftir Hjálmar H. Ragnarsson, auk þess sem þau flytja verk eftir Luis de Pablo, Arn- oíd Schönberg og Thien Dao. Kammersveit Reykjavíkur undir stjórn Paul Zukofsky heldur tón- leika í Langholtskirkju fimmtudag- inn 14. febrúar kl. 20:00. Flutt verða fjögur verk eftir Jón Nordal, en hann er íslenska tónskáldið sem minnst er sérstaklega á Myrkum músíkdögum að þessu sinni. Atli Heimir Sveinsson heldur fyr- irlestur í Norræna húsinu, föstu- daginn 15. febrúar kl. 17:00. Þar ætlar hann að fjalla um óperusmíði og sérstaklega um sjónvarpsóperu sína, Vikivaka, sem verður síðan sýnd í lok fyrirlestursins. Að kvöldi föstudagsins, kl. 20:00, verða slagverkstónleikar Svíans Ro- gers Carlsson á Kjarvalsstöðum. Að sögn Hjálmars H. Ragnarssonar má þar búast við óvenjulegum tónlist- arviðburði, því Roger spilar á 70 mismunandi slagverkshljóðfæri. Laugardaginn 16. febrúar verða fjölmennustu tónleikar hátíðarinn- ar í Háskólabíói kl. 14:00. Þar flytja Sinfóníuhljómsveit íslands, strengjasveitin Le sextour á cordes de Lille, kór Menntaskólans við Hamrahlíð og einsöngvarar Ljóða- sinfóníu eftir Hróðmar I. Sigur- björnsson. Auk þess verða flutt verk eftir Iannis Xenakis og Thien Dao. Einn þekktasti semballeikari heims, Elisabeth Chojnacka, verð- ur með síðustu tónleika þessarar miklu tónlistarhátíðar. Þeir verða í íslensku óperunni laugardaginn 16. febrúar kl. 17:00. Hún flytur þar verk eftir frönsku tónskáldin Iannis Xenakis, Maurice Ohana, Francois B. Mache og Luc Ferrari. —GEÓ íslensku bók- menntaverðlaun- in árið 1990 íslensku bókmenntaverðlaunin fyr- ir árið 1990 verða afhent af forseta íslands, frú Vigdísi Finnbogadótt- ur, við hátíðlega athöfn í Listasafni íslands mánudaginn 11. febrúar kl. 17:00. Dómnefndir tilnefndu sem kunn- ugt er fimmtán bækur, átta úr flokki fagurbókmennta, sjö úr flokki hand- bóka, fræðirita og frásagna. Bæk- urnar voru: í flokki fagurbók- mennta: Einn dag enn eftir Kristján Árnason, Fótatak tímans eftir Krist- ínu Loftsdóttur, Hversdagshöllin eftir Pétur Gunnarsson, Meðan nóttin líður eftir Fríðu Á. Sigurðar- dóttur, Nautnastuldur eftir Rúnar Helga Vignisson, Síðasta orðið eftir Steinunni Sigurðardóttur, Svefn- hjólið eftir Gyrði Elíasson og Vegur- inn upp á fjallið eftir Jakobínu Sig- urðardóttur. í flokki handbóka, fræðirita, frá- sagna o.fl. voru tilnefndar: Hraun- hellar á íslandi eftir Björn Hróars- son, íslensk samtíð 1991 eftir Vil- helm G. Kristinsson, íslenska al- fræðiorðabókin í ritstjórn Dóru Haf- steinsdóttur og Sigríðar Harðar- dóttur, íslenska kynlífsbókin eftir Óttar Guðmundsson, íslenskar fjör- ur eftir Agnar Ingólfsson, Perlur í náttúru íslands eftir Guðmund P. Ólafsson og Skálholt II - - Kirkjur eftir Hörð Ágústsson. í lokadómnefnd íslensku bók- menntaverðlaunanna 1990 sitja: Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, tilnefnd af Félagi íslenskra bókaút- gefanda; Helga Kress bókmennta- fræðingur, tilnefnd af Háskóla ís- lands fyrir hönd forseta íslands Snorri Jónsson, tilnefndur af ASÍ Dóra Thoroddsen, tilnefnd af BSRB, og Pálmi Gíslason, tilnefndur af Ungmennafélagi íslands. Við verðlaunaafhendinguna syngur Hamrahlíðakórinn nokkur lög og Thor Vilhjálmsson rithöfundur flyt- urræðu. (Fréttatilkynning)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.