Tíminn - 09.02.1991, Blaðsíða 2

Tíminn - 09.02.1991, Blaðsíða 2
10 T HELGIN MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ Auglýsing um rannsóknastyrki frá J.E. Fogarty International Research Foundation J.E. Fogarty-stofnunin í Bandaríkjunum býður fram styrki handa erlendum vísindamönnum til rann- sóknastarfa við vísindastofnanir í Bandaríkjunum. Styrkir þessir eru boðnir fram á alþjóðavettvangi til rannsókna á sviði læknisfræði eða skyldra greina (biomedical or behavioral sciences), þar með talin hjúkrunarfræði. Hver styrkur er veittur til 12 eða 24 mánaða frá miðju ári 1992 og á að standa straum af dvalarkostnaði styrkþega (19.000 til 23.000 banda- ríkjadalir), auk ferðakostnaðar til og frá Bandaríkj- unum. Einnig er greiddur ferðakostnaður innan Bandaríkjanna. Til þess að eiga möguleika á styrkveitingu þurfa um- sækjendur að leggja fram rannsóknaáætlun í sam- ráði við stofnun þá í Bandaríkjunum sem þeir hyggj- ast starfa við. Nánari upplýsingar um styrki þessa veitir Atli Dag- bjartsson læknir, barnadeild Landspítalans (s. 91- 601000). - Umsóknir þurfa að hafa borist mennta- málaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, eða Atla Dagbjartssyni, barnadeild Landspítalans, 101 Reykjavík, fyrir 15. júlí nk. Menntamálaráðuneytið, 6. febrúar 1991. MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ Listamenn Nefnd um barnamenningu á vegum menntamála- ráðuneytisins óskar að ráða, í tilraunaskyni, tvo listamenn til að starfa að listsköpun í grunnskólum á Austurlandi í samvinnu við kennara. Skilyrði er að þeir séu vanir og/eða fúsir að vinna með börnum og öðru fólki. Um er að ræða vinnu í 5-6 vikur vorið 1991. Nánari upplýsingar veittar á grunnskóladeild. Umsóknir sendist nefnd um barnamenningu, menntamálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir 20. febrúar 1991. Húsnæði óskast Ríkissjóður leitar eftir kaupum á húsnæði á Eg- ilsstöðum, Húsavík, ísafirði, Skagaströnd og Þórshöfn. Um er að ræða einbýlishús, par- og/eða raðhús, u.þ.b. 150-200 m2 að stærð að meðtalinni bíl- geymslu. Tilboð, er greini stærð, byggingarár og -efni, fast- eigna- og brunabótamat, verðhugmynd og áætl- aðan afhendingartíma, óskast send eignadeild fjármálaráðuneytisins, Arnarhvoli, 150 Reykja- vík, fyrir 21. febrúar 1991. Fjármálaráðuneytið, 7. febrúar 1991. r Forval Vegagerð ríkisins býður hér með þeim fyrir- tækjum, sem áhuga hafa á, að taka þátt i forvali verktaka til framleiðslu á vegvísum og leiðamerkjum, á árinu 1991. Forval nefnist: Vegvísun Framleiðsla skilta 1991 Forvalsgögn verða afhent hjá aðalgjaldkera Vegagerðar ríkisins, Borgartúni 5, og á öll- um umdæmisskrifstofum Vegagerðar ríkis- ins frá 12. febrúar nk. Útfylltum forvalsgögnum vegna þessa for- vals skal skila i lokuðu umslagi merktu nafni forvals til Vegagerðar ríkisins, aðalgjald- kera, Borgartúni 5, 105 Reykjavík, fyrir 20. febrúar nk. Vegamálastjóri J Laugardagur 9. febrúar 1991 Aurvandill hittir Is fiskimann. fs og Aurvandill finna gráféld í hvalnum. móður Konstantínusar. Og Aur- vandils-saga hefur aetíð verið áföst við helgisögnina. Aurvandill hittir fískimanninn ís Hér langar mig til að birta kafla úr Aurvandils-sögu. Það er kaflinn þar sem Aurvandill frá Trier hittir í íyrsta skipti fiskimanninn ís. Eins og menn sjá minnir skipbrotssagan nokkuð á skipbrot Odysseifs, en sú saga er líka í sögninni um Apollón- íus frá Tyrus. „Þar sem hinir ungu kappar höfðu orðið jafn sigursælir, þá voru þeir glaðir í bragði og sungu með gleði- raust og fögrum hljóm. Enn hófu þeir upp segl og héldu leiðar sinnar til Jórsala og voru vel birgir af mat og klæðum, öllu sem þeir gátu bor- ið með sér til hinnar helgu borgar. Brátt nálguðust þeir borgina, svo þeir litu augum hina helgu gröf. Þá lyfti hinn ungi konungur upp sinni hvítu hönd og bað: „Þú himneski faðir, hjálpa okkur nú úr æstum sjó og ægilegu veðri, því að kröftugar bylgjur ætla að færa okkur í kaf.“ Varla hafði hann sleppt orðinu fyrr en hann sá æstar öldur úthafsins rísa til lofts á báðar síður, svo hon- um féllst hugur; því að sterkar bylgjur risu svo hátt úr hafi að öll 72 skipin fórust og engum manni varð bjargað nema konungi einum. Hann hélt traustataki um kjalar- endann, sem hafði orðið laus frá skipinu. Bylgjurnar tættu af honum fötin og stokkar og steinar rifu fötin í tætlur, svo að hann varð fingurber og nakinn. í neyð sinni ákallaði hann heilagan Völund frá Bár um hjálp og kom hann og bjargaði hon- um frá bráðum bana. Þannig komst hann með Guðs hjálp í land. Þá lyfti hann höndum sínum til himins og kveinaði yfir vesaldómi sínum, að hann hefði misst bæði land og fólk og að öll skipin 72 hefðu sokkið í hafsins djúp; sá sem fyndi hann í fjöru segði að þar færi þjófur og ræningi og hann væri hlaupinn af sjóræningja- skipi. Með eigin hendi gróf kappinn skipalausi sér skýli í sandinum. Hann lagði sig þar niður, svo að ef Guð gleymdi honum skyldu fugl- arnir ekki eta hann. í sandinum lá hann síðan þrjá daga, en á morgni hins fjórða dags heyrði hann áhyggjufullur að hafið söng og hann sá fiskimann róa og þá hróp- aði Aurvandill á hjálp. Fiskimaður- inn var góðsamur maður og sneri

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.