Tíminn - 09.02.1991, Blaðsíða 11

Tíminn - 09.02.1991, Blaðsíða 11
Laugardagur 9. janúar 1991 HELGIN 19 SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL síðan hvort hann gæti notið nafn- leyndar ef hann gæfi upplýsingarn- ar. —Það fer eftir hvort þú áttir ein- hvern þátt í því sem kom fyrir stúlkuna, svaraði Thalken. —Ég spyr ekki þess vegna, sagði maðurinn. —Mig grunar hver myrti hana og sá maður er tengdur mér. Það gæti orðið vandræðamál ef fram kæmi að ég.. —Ég skil, flýtti Thalken sér að svara. —Þú sagðir „myrti hana“. Maðurinn kinkaði kolli og Thalk- en hvatti hann til að segja sér allt sem hann vissi. —Svo ákvörðum við um framhaldið. Maðurinn útskýrði að hann hefði heyrt samræður þar sem nefnt var að viðkomandi sem var tengdur honum hefði myrt unga stúlku og grafið líkið. Því miður vissi hann ekki hvar. Þegar hann var beðinn um nafn mannsins, hikaði hann um stund en svaraði svo þunglega: —Hann heitir Daniel Gondringer. Nú vaknaði áhugi Thalkens fyrir alvöru því hann kannaðist mætavel við nafnið. —Nú dámar mér, varð honum fyrst að orði. Eftir að hafa tekið skýrslu af manninum kallaði Thalken síðan samstarfsmenn sína í málinu saman á fund. —Þessi Daniel Gondringer er ein- mitt náunginn sem ók Kimberley og vinkonu hennar að skólanum daginn sem hún hvarf, sagði hann félögum sínum. —Við ræddum vandlega við hann þá, skaut Kayl inn í. —Hann sagð- ist hafa sett Kimberley út úr bíln- um við miðbæinn um eittleytið af því hann þyrfti til vinnu. Við at- hugðum það. Hann kom í vinnuna á svipuðum tíma. Ef hann myrti Kimberley hafa þau hist eftir að hann lauk vinnu þann daginn. —Hvað gerum við næst? spurði Foust lögregluforingi. —Handtök- um við náungann. —Það gæti orðið erfitt, svaraði fulltrúi saksóknara. —Við höfum ekkert í höndunum nema fram- burð manns sem heyrði samræður. Okkur vantar líkið, allar áþreifan- legar sannanir og vitni. Það má færa manninn hingað til yfir- heyrslu og lesa honum rétt hans, en við getum ekki haldið honum með þeim sönnunum sem við höf- um. Mest áríðandi er að finna líkið og ég efast stórlega um að hann segi hvar það er eða hvernig hann myrti stúlkuna. Morðinginn gat ekki þagað Thalken sagði að maðurinn hefði einnig gefið upp nafn þess sem Daniel hefði verið að tala við um morðið. Það var raunar ung stúlka. —Kannski hún geti gefið meiri upplýsingar, stakk hann upp á. —Það er líka vandkvæðum bund- ið, sagði fulltrúinn. —Lagalega séð mætti ákæra hana fyrir að leyna upplýsingum um morð en áður en það yrði gert yrði að lesa henni rétt hennar um að hún þyrfti ekkert að segja nema hafa lögfræðing við- staddan. Eftir nokkra þögn bætti fulltrú- inn við: —Það er enn einn kostur fyrir hendi. Við getum lofað henni friðhelgi með því skilyrði að hún beri vitni fyrir ákæruvaldið. Hún gæti þegið það en við tökum vissu- lega áhættu því við vitum ekki hvað hún veit eða hvað hún er fús til að segja. —Ég sé ekki við við eigum neins annars úrkosti, tilkynnti Foust. —Við höfum alls ekkert nema nafn í höndunum og okkur vantar meira. Unga konan var nú færð til yfir- heyrslu og þegar hún heyrði skil- yrðin og ákæruna sem hún gæti átt yfir höfði sér féllst hún á að segja það sem hún vissi gegn því að verða ekki ákærð. Hún sagði að Daniel Gondringer hefði trúað sér fyrir því að hann hefði myrt Kimberley Martin. Hann sagði að Kimberley hefði ætlað að strjúka að heiman af því hún yrði rekin úr skóla bráðlega. Um þær mundir voru foreldrar hans ekki í bænum svo hann bauð Kimberley að dvelja heima hjá sér þangað til þeir kæmu aftur. Daniel sagði að þetta hefði allt verið slys. Svo illa hefði viljað til að hann stakk hana með kjöthvníf þegar þau voru að leika sér í eld- húsinu heima hjá honum. Hann varð hræddur og óttaðist að verða ákærður fyrir morð, svo hann hélt áfram að stinga hana. Síðan setti hann líkið í skottið á bílnum, ók með það á afvikinn stað og gróf það. Stúlkan vissi ekki nákvæmlega hvar líkið var grafið en nokkru síð- ar höfðu þau Daniel verið í ökuferð þegar hann ók nálægt staðnum og þá sagði hann henni það þarna hefði hann grafið líkið. Með þessar upplýsingar í höndun- um var auðvelt að fá heimild til að rannsaka heimili Daniels og bfl. Handtökuheimild vegna gruns um morð var einnig gefin út. Hópur lögreglumannn fór á tiltekna stað- inn til að freista þess að finna líkið. Hann var á bakka Platte—árinnar, góðan spotta frá veitingastað við þjóðveginn. Þar var tekið að leita nálægt einkavegi að bændabýli að leiðsögn stúlkunnar en búist var við að leit yrði erfið þar sem auð- Kimberley Martin var saknað í átta mánuði áður en morðinginn vísaði á gröf hennar. veldlega vex gras yfir gröf á átta mánuðum. Leysti frá skjóðunni Bíll Daniels Gondringer, Chevro- let Impala árgerð 1977 var færður til nákvæmrar rannsóknar, þar sem Iögð yrði áhersla á finna blóðleifar í skottinu. Á fundi þar sem ákvarð að var hvað gera skyldi næst í málinu, sagði fulltrúi saksóknara: —Daniel veit að við vitum að hann myrti stúlkuna. Látum reyna á hvort hann vill leysa frá skjóðunni. Mun- ið að ef hann fæst til þess má ekki bera neinar brigður á orð hans þá. Það kemur síðar, ef og þegar hann kemur fyrir rétt. Eftir að Daniel var lesinn réttur hans féllst hann á að segja frá öllu saman. Hann sagði að Kimberley hefði tjáð sér að hún ætlaði að hlaupast að heiman og spurt sig hvort hún mætti vera heima hjá honum í bráðina. Hann fór með hana heim. Þau voru að fíflast í eld- húsinu þegar kjöthnífur sem hann hélt á stakkst óvart í kvið hennar. —Hún missti meðvitund, sagði Daniel. —Ég vissi ekki hvað ég átti að gera. Hvernig hefði það litið út ef ég hefði farið með hana á sjúkra- hús? Hann sagðist því næst hafa stung- ið líkinu í bílskottið og ekið með það á afvikinn stað þar sem enginn gat séð til hans við að grafa það. Þegar þangað var komið reyndist Kimberley hins vegar enn á lífi svo hann stakk hana nokkrum sinnum og gróf hana síðan. Daniel fór fús- lega með lögreglunni á staðinn og þegar líkið var grafið upp var það varla nema beinagrindin. Nú var gefin út ákæra á hendur Daniel Gondringar fyrir mannrán, ólöglega beitingu banvæns vopns og morð. Hann kom fyrir rétt þann 30. apríl 1990 þar sem verjandi hans tilkynnti að hann myndi játa sig sekan um mannrán, vopnaburð og manndráp af gáleysi. Allt fór sem gert var ráð fyrir og fyrir þessar sakir, hverja og eina fékk Daniel Gondringar þyngsta mögulegan dóm, samtals 70 ára fangelsi án möguleika á náðun. QTI Rannsóknaráð LSAJ ríkisins auglýsir styrki til rannsókna og tilrauna árið 1991 Umsóknarfrestur er til 1. mars nk. Umsóknareyðublöð fást á skrif- stofu ráðsins, Laugavegi 13, sími 21320. • Um styrk geta sótt fyrirtæki, stofnanir eða einstaklingar. • Styrktarfé skal varið til rannsókna og þróunar á nýrri tækni og afurð- um sem talin er þörf fyrir næsta áratug. • Mat á verkefnum sem sótt er um styrk til skal m.a. byggt á: - líklegri gagnsemi verkefnis, m.a. markaðsgildi niðurstaðna, sem sóst er eftir, - gildi fyrir eflingu tækniþekkingar eða þróunar atvinnugreina hér á landi, - hæfni umsækjenda/rannsóknarmanna. • Forgangs skulu að öðru jöfnu njóta verkefni sem svo háttar um að; - fyrirtæki leggja umtalsvert framlag til verkefnisins, - samvinna fyrirtækja og stofnana innanlands er mikilvægur þáttur í framkvæmd verkefnisins, - samstarf við erlend fyrirtæki og rannsókna- og þróunarstofnanir er mikilvægt, - líkindi eru á skjótum og umtalsverðum árangri fyrir atvinnurekstur. Heimilt er einnig að styrkja verkefni, sem miða að uppbyggingu þekk- ingar og færni á tæknisviðum, sem talin eru mikilvæg fyrir atvinnuþróun hér á landi í framtíðinni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.