Tíminn - 09.02.1991, Blaðsíða 4

Tíminn - 09.02.1991, Blaðsíða 4
12 HELGIN Laugardagur 9. febrúar 1991 BIRGIR THORLACIUS: Islensk heiðursmerki í þessum sjötta hluta ritgerðar sinnar um íslensk heiðursmerki fjallar Birgir Thorlacius, frv. ráðu- neytisstjóri, m.a. um afreksmerki hins íslenska lýðveldis og heiðurs- merki Rauða kross íslands. Afreksmerki hins íslenska lýðveldis Hinn 17. maí 1933 samþykkti Al- þingi ályktun um sláttu tveggja minnispeninga. Ríkisstjórnin hafði að ósk Slysavarnafélags íslands lagt tillögu um þetta fyrir þingið. Félag- ið samþykkti á aðalfundi 10. mars 1929 svofellda tillögu: „Fundurinn skorar á stjórn Slysavarnafélagsins að hlutast til um það við ríkis- stjórnina að hún láti búa til minn- ispeninga er úthlutað sé þeim mönnum er leggja sig í hættu við að bjarga öðrum úr sjávarháska og hafi stjórn Slysavarnafélags íslands tillögurétt um þá úthlutun." Ályktun Alþingis 1933 er þannig: „Alþingi ályktar að veita ríkis- stjórninni heimild til þess að láta slá tvo minnispeninga: Verðlauna- pening og Björgunarpening." Ætlunin var að konungur veitti Verðlaunapeninginn en forsætis- ráðherra Björgunarpeninginn. Verðlaunapeninginn má veita „þeim mönnum, körlum og kon- um, sem sýnt hafa sérstakan dugn- að og framúrskarandi hugrekki við að bjarga mönnum eða eigum manna frá yfirvofandi hættu eða voða á landi, eða með því oftar en einu sinni að hafa bjargað mönnum úr sjávarháska. Peningur þessi er bæði úr gulli og silfri." „Björgunar- pening úr silfri má veita þeim ein- göngu er hafa með lífshættu fyrir sjálfa sig bjargað mönnum úr sjáv- arháska. Peningur þessi veitist jafnt konum sem körlum." Ekki kom til framkvæmda í þessu efni að sinni. En hinn 14. maí 1946 skrifaði orðuritari forsætisráðherra bréf þar sem greint er frá því að orðunefnd fálkaorðunnar álíti að þörf sé á því að gera þrjú heiðurs- merki: eitt fyrir björgun, annað fyr- ir sérstök afrek á sviði lista og vís- inda og hið þriðja fyrir sérstök af- rek á sviði athafna og framfara. Býðst nefndin til þess að undirbúa gerð þessara afreksmerkja. Jafn- framt fer nefndin fram á heimild til þess að ráðstafa tveimur þúsundum króna af fé sínu til verðlauna í sam- keppni um útlit merkjanna. Er bent á að hinar Norðurlandaþjóðirnar hafi allar sams konar heiðursmerki og hér séu nefnd. Bendir orðunefnd á að hún telji eðlilegast að forseti íslands gefi út bréf um afreksmerki þessi, án atbeina Alþingis, eins og um fálkaorðuna og minnispening um endurreisn lýðveldisins, en vek- ur jafnframt athygli á þingsálykt- uninni frá 1933 um gerð tveggja peninga. Forsætisráðuneytið féllst á að heiðursmerki þessi yrðu gerð og heimilaði orðunefnd að verja tveimur þúsundum króna til verð- launa fyrir teikningar af þeim. Síð- an auglýsti nefndin eftir uppdrátt- um af merkjunum og hét sex hundruð króna verðlaunum fyrir besta uppdrátt af hverju merki. Þátttaka í þessari samkeppni varð lítil og engin hugmynd kom fram sem viðunandi taldist. Var þá leitað til nokkurra listamanna um tillög- ur, en án verulegs árangurs. Varð því enn hlé á framkvæmdum í þessu efni. En 9. október 1950 var gefið út forsetabréf um afreksmerki hins íslenska lýðveldis. Segir þar að ríkisstjórninni þyki hlýða að gerður verði heiðurspeningur er sæma megi innlenda menn og erlenda, er leggja líf sitt í hættu við björgun ís- lenskra manna úr lífsháska. Afreks- merkið er í tveimur stigum. Fyrra stig er peningur úr gulli, 3 sm að þvermáli og 2 mm að þykkt. Á framhlið peningsins er mótuð mynd fjallkonunnar og umhverfis letrað í boga Afreksmerki hins ís- lenska lýðveldis. Á bakhlið penings- ins er skjaldarmerki íslands. Á rönd peningsins skal letra nafn þess er peninginn hlýtur og hvaða dag og ár afrek það var unnið er gerði hann merkisins verðan. Annað stig merkisins er eins og hið fyrra, nema silfur í stað gulls. Afreks- merkið skal bera á brjóstinu vinstra megin í bláu silkibandi. Merkinu má sæma innlenda menn og er- lenda er hætt hafa lífi sínu eða heilsu við björgun íslenskra manna úr lífsháska, enda sé upplýst með lögreglurannsókn eða á annan full- gildan hátt um öll atvik björgunar- innar. Forseti fslands veitir afreks- merkið, en þriggja manna nefnd gerir tillögur um hverjir hljóta skuli. Einn nefndarmanna skal skipa að ráði forsætisráðherra og sé hann formaður nefndarinnar. Aðrir nefndarmenn eru forseti Slysa- varnafélags íslands en hinn þriðji formaður orðunefndar fálkaorð- unnar. Engan má sæma merkinu nema nefndarmenn séu sammála um að leggja það til. Birta skal í Lögbirtingarblaði og Stjórnartíð- indum hverjir afreksmerkið hljóta og fyrir hvað. Ásgeir Júlíusson teiknaði merkið en A. Michelsen, hirðgullsmiður og orðusmiður í Kaupmannahöfn, smíðaði það. Fáir hafa verið sæmdir afreks- merkinu, en fyrstur Guðmundur Halldórsson frá Bæ í Steingríms- firði í Strandasýslu hinn 17. sept- ember 1952 fyrir frábæra aðstoð við björgun félaga sinna er togarinn Vörður fórst 29. janúar 1950. Hinn 17. febrúar 1982 var áhöfn björgunarþyrlunnar RN Culdrose Sea King frá Royal Naval Station í Cornwall, fjórir menn, og áhöfn björgunarbátsins Diana White frá breska slysavarnafélaginuu í Senn- en Cove í Cornwall, sjö menn, sæmdir afreksmerkinu fyrir björg- un áhafnar m/s Tungufoss er skipið fórst undan Land’s End 19. septem- ber 1981. Steingrímur Sigurðsson, skip- stjóri í Vestmannaeyjum, var sæmdur merkinu 2. maí 1983 fyrir björgun skipverja af v/b Bjarnarey, er fallið hafði útbyrðis 8. janúar 1981. Hinn 25. desember 1986 bjargaði áhöfn þyrlu frá danska varðskipinu Vædderen fimm mönnum af áhöfn m/s Suðurlands sem fórst út af Langanesi. Áhöfn þyrlunnar, fimm menn, voru sæmdir afreksmerkinu og var það afhent í Kaupmanna- höfn 2. júlí 1987. í öllum framangreindum tilfellum var silfurmerkið veitt. 6. HLUTI Heiðursmerki Rauða kross íslands Þorsteinn Scheving Thorsteinsson lyfsali, formaður Rauða kross ís- lands, var frumkvöðull þess að efnt var til heiðursmerkisins. Sveinn Björnsson forseti var því hlynntur, en hann átti þátt í stofnun Rauða kross íslands árið 1924 og var for- maður félagsins fyrsta starfsárið. Forsetinn hafði kynnst rauðakross- starfseminni á Hafnarárum sínum 1920-1924. Heiðursmerkið teiknaði Stefán Jónsson, teiknari og arkitekt í Reykjavík, en Kjartan Ásmundsson guílsmiður annaðist smíði þess. í forsetabréfi dagsettu 24. febrúar 1949 segir að stjórnendur Rauða kross íslands hafi farið þess á leit að gert yrði heiðursmerki sem sæma megi íslenska menn og er- lenda er inna af höndum mannúð- arstörf, sem mikils þyki um vert. Heiðursmerkið er í tveimur stig- um. Fyrra stigið er hvítsteindur kross, gullbryddur. Armar krossins eru breiðastir yst og tjúgumyndað- ir. Á framhlið krossmarksins er blár hringur og á hann mörkuð gullnu letri kjörorð Rauða kross ís- lands: Caritate Sanitate. Milli arma krossmarksins utan bláa hringsins eru felldir mislangir geislar úr gulli. Innan bláa hringsins er hvít- ur flötur og á hann dregið hið al- þjóðlega merki Rauða krossins. Bakhlið merkisins er um það eitt frábrugðin að áletrunin er þar: Benefactoribus RKÍ. Heiðursmerk- ið fyrra stigs er 4,5 sm í þvermál. Annað stig heiðursmerkisins er eins og hitt, nema fimmtungi minna og silfur í stað gulls. Heið- ursmerki fyrra stigs skal bera um hálsinn í silkibandi með fánalitum íslands, þannig að rautt sé í miðju, hvítt til hvorrar hliðar, en blátt yst. Bláu rendurnar skulu hvor um sig jafnbreiðar báðum hinum. Heið- ursmerki 2. stigs skal borið á brjóstinu vinstra megin í litbandi sömu gerðar. Forseti íslands veitir heiðursmerkið samkvæmt tillögu þriggja manna nefndar. Skal einn nefndarmanna skipaður að tillögu forsætisráðherra og sé hann félagi Rauða kross íslands, annar er for- maður Rauða kross Islands en hinn þriðji er formaður orðunefndar fálkaorðunnar. Einhver þessara þriggja skal skipa formann nefnd- arinnar að tillögu forsætisráð- herra. Engan má sæma merkinu nema allir nefndarmenn séu því samþykkir og sérstök ástæða þyki til. Ef um erlenda ríkisborgara er að ræða skal leita umsagnar utan- ríkisráðherra íslands áður en ákvörðun er tekin um veitingu merkisins. Eigi má veita fleiri heið- ursmerki árlega en fimm, þó aldrei nema eitt fyrra stigs. Veiting heið- ursmerkja skal að jafnaði fara fram Utboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. borgarverk- fræðingsins í Reykjavík, leitar eftir tilboðum í gatna- gerð og lagningu holræsa ásamt jarðvinnu vegna vatnslagna, síma- og rafstrengja. Verkið nefnist: Holtavegur — Sigtún, gatnagerð. Helstu magntölur eru: Uppúrtekt: u.þ.b. 15.000 m3 Grúsarfyllingar: u.þ.b. 16.500 m3 Holræsi: u.þ.b. 750 m Verkinu skal lokið fyrir 1. ágúst 1991. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu votí, Fríkirkju- vegi 3, Reykjavík, gegn kr. 15.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 19. febrúar kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 Utboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Vatnsveitu Reykjavíkur, óskar eftir tilboðum í ductile iron fittings. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkju- vegi 3, Reykjavík. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 13. mars 1991, kl. 14.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.