Tíminn - 14.03.1991, Qupperneq 3

Tíminn - 14.03.1991, Qupperneq 3
Fimmtudagur M. mars 4991 Tíminn 3 Eru íslendingar mestu vinnuþrælar hins vestræna heims (OECD)? Hlutfall fólks í starfi er hvergi hærra en á íslandi Opinberar tölur virðast gefa til kynna að íslendingar séu vinnusam- asta þjóð hins vestræna heims. Arið 1988 töldust 54,4% þjóðarinn- ar til vinnuafls á íslandi (og raunar enn hærra hlutfall skattlausa ár- ið áður). Danmörk var þá hið eina OECD-landanna sem hafði hærra hlutfall vinnuafls af fólksfjölda (56,6%). En þar sem stór hluti (8- 9%) hins danska vinnuafls hefur gengið atvinnulaus á undanföm- um ámm, virðist ljóst að stærra hlutfall íbúanna er í starfi á íslandi heldur en í Danmörku. Þegar einnig er litið til þess hve mikið er um yfirvinnu hér á landi, virðist Ijóst að engin þjóð hins vest- ræna heims eyðir hlutfallslega stærri hluta af tíma sínum á vinnu- stað heldur en íslendingar. Þetta met okkar er m.a. athyglisvert í ljósi þess að samanlagt eru börn og aldraðir hlutfallslega fleiri á íslandi en á hin- um Norðurlöndunum. Árin 1988-89 var t.d. hlutfall vinnuafls að meðal- tali um 2% stærra á Norðurlöndun- um en hér. En nánast hið sama (rúmlega 79%) ef aðeins var miðað við íbúa á aldrinum 15-64 ára. Árið 1988 svaraði vinnuafl hér á landi til 84,6% allra 15-64 ára íslendinga. Upplýsingar um hlutfall vinnuafls af fólksfjölda í fjölda OECD-landa kem- ur fram í nýrri skýrslu frá Þjóðhags- stofnun. Tölurnar ná til áranna 1980 og 1988 sérstaklega og síðan meðal- tals áranna þar á milli. Á þessu tíma- bili óx hlutfall vinnuaflsins meira á Þrír vilja byggja hótel í Hafnarfirði Þrír óskyldir aðilar hafa sent bæjar- stjóm Hafnarfjarðar bréf þar sem þeir Iýsa áhuga sínum á byggingu hótels í miðbænum. Málið hefur verið sent miðbæjar-, ferðamála- og skiplagsnefndum og er óskað skjótrar afgreiðslu. „Bæði er hér um að ræða þjónustu sem hefur vantað í bæinn og eins er- um við að hefja uppbyggingu nýs miðbæjar. Þar væri hótel kærkomið lífsmerki," sagði Guðmundur Árni Stefánsson bæjarstjóri. Ekki er endilega gert ráð fyrir hót- eli í skipulagi að miðbæ Hafnar- fjarðar. Þar er þó gert ráð fyrir þjón- ustukjarna og innan hans segir Guðmundur Árni að hótel myndi fara ágætlega. íslandi heldur en í nokkru þeirra OECD-landa sem skýrslan nær til. Árið 1980 voru aðeins 46,6% íslend- inga talin til vinnuafls, en 54,4% átta árum síðar, sem áður segir. Á Norðurlöndunum var meðaltal vinnuafls tæplega 51% í byrjun ára- tugarins og óx í 53,4% árið 1988. Ár- ið 1980 voru Norðurlöndin þau einu sem áttu meira en helming íbúa sinna á vinnumarkaðnum. Á Irlandi og Spáni spannaði vinnumarkaður- inn m.a.s. ekki nema rúmlega þriðj- ung (um 36%) íbúanna og það hlut- fall hafði aðeins hækkað um 1-2% til ársins 1988. Það ár var hins vegar yfir helming- ur íbúanna kominn út á vinnumark- aðinn í Sviss, Kanada, Japan og Bandaríkjunum og aðeins örlítið vantaði upp á það hlutfall í Bret- landi. í Evrópulöndum öðrum en Norðurlöndunum var hlutfall vinnu- markaðarins að meðaltali 44,5% af íbúafjölda árið 1988. En hins vegar rúmlega 50% í OECD-löndum utan Evrópu. Tölur Þjóðhagsstofnunar sýna einnig hvað hið opinbera notar stór- an hluta vinnuaflsins. Á íslandi stækkaði hluti hins opin- bera úr 15,7% árið 1980 upp í 17,4% árið 1988. íslenska hlutfallið var bæði þessi ár nánast hið sama og í löndum Evrópu utan Norðurland- anna. Mjög var þetta þó mismunandi milli landa: Um og yfir 20% í Austur- ríki, Belgíu, Bretlandi og Frakklandi, aftur á móti 15-16% í S-Evrópu, Hollandi og Þýskalandi og aðeins 11% starfandi Svisslendinga unnu hjá hinu opinbera 1988. Á Norðurlöndunum er þetta hlut- fall miklu hærra og hefur sömuleið- is vaxið töluvert á síðasta áratug. Ár- ið 1988 vantaði orðið lítið á það að þriðjungur (31,7%) starfandi Svía sæktu launin sín til hins opinbera. í Danmörku var hlutfallið tæp 30% og tæplega fjórðungur í Noregi. í Japan eru aftur á móti aðeins um 6% fólks í vinnu hjá hinu opinbera. - HEI Borgardómur Re.vkjavíkur hefúr dæmt Hljóövarp hf., sem átti og rak útvarpsstöðina Stjömuna, til aö greiða 9 millj. í Menning- arsjóö útvarpsstööva. Hljóövarp hf. varð gjaidþrota fyrír rúmlega ári og Menningar- sjóðurinn bætist því við þá sem gera kröfu í þrotabúið. Stjómarformaður fyrirtækisins var ÓJafur Laufdal, sem nýlega varð að selja Búnaðarbankanum Hótel ísland langt undir raun- virði. Ólafur mun þó ekki vera persónulega ábyrgur fyrir skuld- um Hljóðvarps hf., og segir að sér komi málið ekki við. -aá. Bandaríska djasssveitin Full Circle er stödd á íslandi og leikur í Púls- inum í kvöld, fimmtudagskvöld 21. mars og föstudagskvöldið 22. mars. Það er Jazzvakning sem heldur tónleikana. Bassaleikari hljómsveitarinnar er íslendingurinn Skúli Sverrisson (til vinstri). Við hlið hans er Dan Rieser, svo Anders Bostrom, Karí Lundberg og Philip Hamilton. „Bankakostnaður einstaklings lægstur íLandsbanka" Nýlega gerði Verðlagsstofnun könnun þarsem bornar voru saman verðskrár banka og sparisjóða frá 1. janúar síðastliðnum. Samkvæmt könnuninni reyndust heildarútgjöld einstaklinga vegna bankaviðskipta vera lægst í Landsbankanum. Niðurstaðan kom okkur ekki á óvart. Að þessari hagkvæmu þjónustu geta viðskiptavinir okkargengið á afgreiðslustöðum Landsbankans og Samvinnubankans um land allt. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.