Tíminn - 14.03.1991, Qupperneq 7

Tíminn - 14.03.1991, Qupperneq 7
Miðvikudagur 13. mars 1991 Tíminn 7 HOVAL sorpbrennsluofn með 500 kg afköstum á dag, hentug- ur fyrír 200 manna sveitarfélag. Látið er í ofninn einu sinni á dag og þarfnast hann ekki frekari þjónustu. Það sem skilur á milli gamla tímans og hins nýja í þessum efnum er fyrst og fremst skilgrein- ing á meðferð úrgangs í nútímasamfélagi og fræðsla almennings í samræmi við hana. Samkvæmt þessum nýju kenningum verður hinn almenni þjóðfé- lagsþegn að skilja — og viðurkenna — að innkaupum hans er ekki lokið þegar hann skrifar ávísunina í stórmark- aðnum. Hlutfallslega lítill hluti þess, sem hann ber heim í plast- pokanum, er étinn. Meirihlutinn fer í tunnuna. ir sig í smíði lítilla og meðal- stórra sorpbrennsluofna með nýtingu á varma frá brennslunni til upphitunar á vatni eða gufu- framleiðslu. Ofnar þessir eru af- ar hagkvæmir og hafa valdið byltingu í viðhorfum manna til sorpeyðingar. Þeir eru gerðir með afköstum frá 300 til 8000 kg á dag. Stórar og óþjálar sorp- eyðingarstöðvar heyra þannig sögunni til. Til gamans má að lokum nefna að sagt er um Svisslendinga að þeir gangi með belti, en setji á sig axlabönd til öryggis og er það sagt sem dæmi þess að fólk þetta gengur til verka af alvöru og kostgæfni. Gildir þetta að sjálf- sögðu einnig um Liechtenstein- búa. úr úrganginum sem hann skilar frá sér. Er þá sorpbrennsluofn- inn tengdur sem grunnafl inn á hitaveitulagnir. Þá má nýta orku frá sorpbrennslu til að hita upp sundlaugar og önnur opinber mannvirki, svo sem sjúkrahús, skóla, félagsheimili, hótel, íþróttahús og ráðhús. Sem dæmi um úrgang, sem inniheld- ur mikla nýtanlega orku, má nefna veiðarfæri, afgangsolíur, loðdýrahræ, bíldekk, timbur, umbúðir, pappír og plast. Furstadæmið Liechtenstein liggur í svissneskri lögsögu, í miðjum áðurnefndum þróunar- kjarna Evrópu. Þar situr fyrir- tæki að nafni HOVAL og sérhæf- Á meðan Ómar Ragnarsson flýgur umhverfls snævi þakta fjalla- tinda við sólarlag á kyrrlátu vorkvöldi og lýsir fegurð náttúrunn- ar á þann hátt sem honum einum er laginn og fær hjörtu sjón- varpsáhorfenda til að hlaupa yfir slög, safnast alls kyns rusl og úrgangur frá ábúendum þessarar paradísar á jörðu í fjörur og gil- skorninga. Því þótt við séum sjálfseignarbændur í skilningi land- búnaðar og flskveiða erum við einungis ábúendur frá sjónarmiði umhverfísmála. Sagan um húsfreyjuna, sem sópar rusli undir teppið, er sígild og mun væntanlega endurtaka sig um alla framtíð þegar að- stæður eru slíkar að það er ein- faldasta lausnin. Meðferð okkar á sorpi er ein slík dæmigerð end- urtekning. Offramleiðslan í vest- rænum þjóðfélögum óx einfald- lega of hratt á undanförnum ár- um til að við næðum að hleypa henni gegnum samfélög okkar á mannsæmandi hátt. Þar er til önnur og betri lausn er fundin ýtum við því draslinu úr augsýn. f málum sem þessu, sem snerta okkur öll og þó ekkert okkar sér- staklega, vaknar ætíð sú spurn- ing hver á að bera kostnaðinn. Eins og af gömlum vana hefir því sorpeyðingarmálum þjóðar- innar fyrst verið skotið til ríkis- ins. Eftir nokkrar vangaveltur hefir ríkið komist að því að hér sé eindregið um málefni sveitar- félaga að ræða. En sveitarfélög hafa takmörkuð fjárráð og nið- urstaða þeirra er gömul og góð vitneskja, nefnilega, að sá sem veldur ósómanum skal fjarlægja hann. Það er augljóst að þar sem við höfum dregist nokkuð aftur úr öðrum þjóðum í að taka á vand- anum, verður um allmikla fjár- festingu að ræða á skömmum tíma. Því verða ríki og bæjarfé- lög að aðstoða við fjármögnun- ina og dreifa þannig kostnaðin- um yfir lengri tíma. Ekki þarf þó mikla greind til að sjá að hvort sem ríki eða bæjarfélög skrifa upp á víxilinn verður það ein- staklingurinn sem ber kostnað- inn þegar upp er staðið. En sú staðreynd að við höfum dregist aftur úr er þó ekki með öllu neikvæð. Samningaumleit- anir um samruna EFTA og EB hafa verið hvati að mikilli þróun í umhverfismálum, sem beinst hefir að vanda meginlands Evr- ópu, en þar er víða mörghundr- uðfalt þéttbýli á við það sem hér er og umhverfisvandamál í réttu hlutfalli við það. í þessu „já- kvæða“ stjórnmálaumhverfi hafa nýjar kenningar rutt sér til rúms og nýr búnaður verið hannaður til að framfylgja þeim. í stað þess að kaupa sífellt hálf- þróaðan búnað, sem úreldist áð- ur en varir, bjóðast okkur nú „endanlegar lausnir", sem stór- þjóðirnar hafa borið hitann og þungann af að gera að veruleika. Og sagan endurtekur sig. Við fs- lendingar hlupum á sínum tíma létt yfir járnbrautir og að hluta til fjallvegi, því flugvélar voru orðnar fýsilegur kostur þegar við fórum loks að hugsa um samgöngur. Það sem skilur á milli gamla tímans og hins nýja í þessum efnum er fyrst og fremst skil- greining á meðferð úrgangs í nútímasamfélagi og fræðsla al- mennings í samræmi við hana. Samkvæmt þessum nýju kenn- ingum verður hinn almenni þjóðfélagsþegn að skilja — og viðurkenna — að innkaupum hans er ekki lokið þegar hann skrifar ávísunina í stórmarkaðn- um. Hlutfallslega lítill hluti þess, sem hann ber heim í plast- pokanum, er étinn. Meirihlutinn fer í tunnuna. í þessum nýja hugarheimi verða að sjálfsögðu til nýjar vinnuaðferðir, sem allar beinast að aukinni nýtingu. Endurnýt- ing úrgangsefna er höfð í háveg- um, og er því sem eftir verður að lokum brennt en orkan nýtt til upphitunar. Sérhver samfélags- þegn — að börnum og gamal- mennum meðtöldum — fram- leiðir árlega um 400 kg af heim- HOVAL sorpbrennsluofri með 2700 kg afköstum á dag, hent- ugur fyrír 1000 til 1200 íbúa. Ofn þessi stendur viö pylsugerð í Liechtenstein og framleiðir gufu, sem notuð er við kjötvinnsluna. ilissorpi og 500 kg af rusli frá iðnaði, verslun og viðskiptum. Hér er um að ræða veruleg verð- mæti, því við eyðingu á einu kílógrammi af þessu „eldsneyti" verða að meðaltali til um þrjár kílóvattstundir af nýtanlegri orku. Ef rétt er að farið má þannig vinna allt að fjórðung þeirrar orku, sem einstaklingurinn þarf til upphitunar á húsnæði sínu,

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.