Tíminn - 14.03.1991, Qupperneq 12
12 Tíminn
Fimmtudagur 14. mars 1991
KVIKMYNDIR
DREPTU
MIG
AFTUR
Kill Me Again ★★1/2
Aðalhlutverk: Val Kilmer (Willow, Top Secr-
et, Real Genius), Joanne Whalley-Kilmer
(Scandal, To Kill a Priest), Michael Madsen
(A Perfect Stranger), Jonathan Gries.
Lelkstjóri: John Dahl.
Framleiðandi: Steve Golin, Sigurjón Sig-
hvatsson.
Sýnd i Laugarásbió.
Bönnuð innan 16 ára.
Að ræna frá mafíunni virðist vera
meira en að segja það og hvað þá að
komast upp með það. Fay Forrester
(Joanne Whalley-Kilmer) fær stóra
vinninginn þegar hún ásamt félaga
sínum rænir tvo sendisveina mafí-
unnar. í töskunni reynist vera nóg fé
til til þess að fæða hálfa Afríku, en
við hverja eru þau að eiga? Jú, mafí-
una og enga aðra. Fay, sem kærir sig
ekki um að eyða næstu fimm árum í
fjallakofa í felum fyrir þeim, ákveður
að yfirgefa félaga sinn og hirða hans
hlut af peningunum og setja á svið
sinn eigin dauða með aðstoð einka-
spæjarans Jack Andrews (Val Kilm-
er). Andrews, sem er maður á leið í
Hjónakomin Val Kilmer og Joanne Whalley-Kilmer úr kvikmyndinni
Dreptu mig aftur.
svaðið, tekur tilboði hennar og flétt-
ast þannig inn í stórt mál sem hann
hefði betur forðast.
John Dahl, sem áöur hafði leikstýrt
kvikmyndinni EinkarannsÓknin, er
leikstjóri myndarinnar. Hann er
þekktastur fyrir tónlistarmyndbönd,
en hefur nú þessi síðustu ár snúið
sér eingöngu að kvikmyndum og er
kominn með nokkuð mótaðan stíl á
því sviði. Dahl hefur sagt að í þessari
mynd hafi hann gert tilraunir með
liti og veður til að undirstrika visst
andrúmsloft innan kvikmyndarinn-
ar. Hann fæst þarna við venjulegan
söguþráð, sem hann reynir að vinna
þannig að útkoman verði óvenjuleg
mynd, en því nær hann ekki full-
komlega. Joanne Whalley-Kilmer,
bresk leikkona sem áður hafði sýnt
sig og sannað í kvikmyndinni Scan-
dal, fer með hlutverk hér og stendur
sig með sóma. Val Kilmer, sem leik-
ur einkaspæjarann, er í ansi loðnu
hlutverki í myndinni og erfitt að
lýsa því, en þó er leikur hans rétt
fýrir ofan meðallag.
Myndin í heild skilar sér þokkalega
til áhorfandans, en ekki á þann hátt
sem ég hafði bundið trú við. ÁHK.
GARÐYRKJUSKÓLI RÍKISINS
REYKJUM — ÖLFUSI
Frá Garðyrkjuskóla
ríkisins
FRÆÐSLUFUNDUR verður 15. mars 1991 kl.
14.00 um niðurstöður tilrauna með ræktun í vikri á
árinu 1990 og ræktunartilraunir í vikri á árinu 1991
verða kynntar.
Sjá nánar um dagskrá í dreifibréfi til garðyrkjubænda.
Allir velkomnir.
Skólastjórí.
Á SÍÐASTA
SNÚNING
Pacific Heights ★★★
Aðalhlutverk: Melanie Griffith (Body Dou-
ble, Working Girt), Matthew Modine (Birdy,
Full Metal Jacket), Michael Keaton (Bat-
man, Mr. Mom, Clean and Sober).
Leikstjóri: John Schlesinger.
Bönnuö innan 14 ára.
Sýnd i Bíóborginni.
í myndinni Pacific Heights er unn-
ið með skemmtilegar hugmyndir
sem unnar eru á enn betri hátt og
leikara sem kunna sínum hlutverk-
um skil. Hjónaleysin Drake Good-
man (Matthew Modine) og Patty
Palmer (Melanie Griffith) ákveða að
kaupa stórt, gamalt hús og gera það
upp þannig að þau geti leigt út tvær
íbúðir og búið í þeirri þriðju og með
því sparað mun meira en annars. En
kálið er ekki sopið þó í ausuna sé
komið. Einn af leigjendunum er
Carter Hayes (Michael Keaton),
ungur og dularfullur maður sem
þau síðar komast að að er glæpa-
maður sem hefur það að atvinnu að
hafa fé út úr íbúðareigendum. Kea-
ton er stórkostlegur í þessu hlut-
verki og þvílíkur skúrkur hefur ekki
sést á tjaldinu í langan tíma.
Söguþráðurinn er snilld og
skemmtilega spunnið úr honum og
spennan er í fyrirrúmi. Þarna takast
á lög og regla og réttlæti á annan
hátt en við eigum að venjast í bíó-
myndum sem eru á boðstólum.
Leikstjórinn John Schlesinger er
enginn nýgræðingur í kvikmynda-
gerð, en hann hefur áður látið frá
sér fara kvikmyndir á borð við Midn-
ight Cowboy, Marathon Man og The
Believers. Hann heldur þarna sömu
línu og í gegnum tíðina og kemst vel
frá söguþræðinum án þess að gera
stór mistök. Kvikmyndataka er góð
og gallar eru ekki greinanlegir á
öðrum sviðum.
Þarna gefst kostur á að sjá mynd
sem heldur áhorfandanum við efnið
og skapar réttu stemmninguna sem
sóst er eftir. Ég sá myndina á 9 sýn-
ingu og var salurinn þéttsetinn fólki
sem fékk það sem það vildi.
ÁHK.
Hinn mikli
Kvöld-, nætur- og helgidagavarsla apóteka í
Reykjavfk 8.-14. mars er í Vesturbæjar-
apótcki, og Háaleitisapóteki. Það apótek sem
fyrr er nefnt annast eitt vörsluna frá kl. 22.00 að
kvöldi til kl. 9.00 að morgni virka daga en kl.
22.00 á sunnudögum. Upplýsingar um læknis-
og lyfjaþjónustu eru gefnar f sfma18888.
Neyðarvakt Tannlæknafélags fslands
er starfrækt um helgar og á stórhátlðum. Sim-
svari 681041.
Hafnarfjöröur Hafnartjarðar apótek og Norð-
urbæjar apótek eru opin á virkum dögum frá
kl. 9.00-18.30 og til skiptis annan hvem laug-
ardag kl. 10.00-13.00 og sunnudag kl. 10.00-
12.00. Upplýsingar I simsvara nr. 51600.
Akureyri: Akureyrar apótek og Stjörnu apótek
eru opin virka daga á opnunartfma búða. Apó-
tekin skiptast á slna vikuna hvort að sinna
kvöld-, nætur- og helgidagavörslu. Á kvöldin er
opið I því apóteki sem sér um þessa vörslu, til
kl. 19.00. A helgidögum er opið frá kl. 11.00-
12.00 og 20.00-21.00. Á öðrum tímum er lyfja-
fræðingur á bakvakt. Upplýsingar eru gefnar í
sfma 22445.
Apótek Keflavikur Opið virka daga frá k. 9.00-
19.00. Laugardaga, helgidaga og almenna frl-
daga kl. 10.00-12.00.
Apótek Vestmannaeyja: Opið virka daga frá kl.
8.00-18.00. Lokað i hádeginu milli kl. 12.30-
14.00.
Selfoss: Selfoss apótek er opið til kl. 18.30.
Opið er á laugardögum og sunnudögum kl.
10.00-12.00.
Akranes: Apótek bæjarins er opið virka daga til
kl. 18.30. Opiö er á laugardögum kl. 10.00-
13.00 og sunnudögum kl. 13.00-14.00.
Garðabær Apótekið er opið rúmhelga daga kl.
9.00-18.30, en laugardaga kl. 11.00-14.00.
Læknavakt fyrir Reykjavik, Seffjamames og
Kópavog er I Heilsuvemdarstöö Reykjavfkur alla
virka daga frá kl. 17.00 til 08.00 og á laugardög-
um og helgidögum allan sófarhringinn.
Á SeHjamamesi er læknavakt á kvöldin kl.
20.00-21.00oglaugard. kl. 10.00-11.00. Lokaðá
sunnudögum.
Vitjanabeiönir, sfmaráðleggingar og tfmapant-
anir I sima 21230. Borgarspftalinn vaktfrá kl. 08-
17 alla virka daga fyrir fólk sem ekkl-
hefur heimilislækni eða nær ekki til hans (sími
696600) en slysa- og sjúkravakt (Slysadeild)
sinnir slösuðum og skyndiveikum allan sólar-
hringinn (sfmi 81200). Nánari upplýsingar um
lyfjabúðir og læknaþjónustu emgefnar í slm-
svara 18888.
Ónæmisaðgerðir fyrir fulloröna gegn mænusótt
fara fram á Heilsuvemdarstöð Reykjavikur á
þriðjudögum kl. 16.00-17.00. Fólk hafi með sér
ónæmisskírteini.
Seltjamames: Opið er hjá Tannlæknastofunni
Eiðistorgi 15 viika daga kl. 08.00-17.00 og
20.00- 21.00, laugardaga kl. 10.00-11.00. Simi
612070.
Garðabær Heilsugæslustöðin Garðaflöt 16-18
er opin 8.00-17.00, sími 656066. Læknavakt er I
sima 51100.
Hafharijötðun Heilsugæsla Hafnartjarðar,
Strandgötu 8-10 er opin virka daga kl. 8.00-
17.00, slmi 53722. Læknavakt simi 51100.
Kópavogun Heilsugæslan er opín 8.00-18.00
virka daga. Simi 40400.
Keflavík: Neyðarþjónusta er allan sólarhringinn á
Heilsugæslustöð Suðumesja. Sími: 14000.
Sálræn vandamáf: Sálfræðistöðin: Ráðgjöf i sál-
fræðilegum efnum. Simi 687075.
Landspftalinn: Alla daga kl. 15 til 16 og kl. 19 til
kl. 20.00. Kvennaddldin: kl. 19.30-20.00.
Sængurkvennadeild: Alla daga vikunnar kl. 15-
16. Heimsóknartimi fyrir feður kl. 19.30-20.30.
Bamaspítali Hringsins: Kl. 13-19 alla daga.
Öldrunariækningadeild Landspítalans Hátúni
10B: Kl. 14-20 og eftir samkomulagí. - Landa-
kotsspítali: Alla virka kl. 15 til kl. 16 og kl. 18.30
til 19.00. Barnadeild 16-17. Heimsóknartími
annarra en foreldra kl. 16-17 daglega. - Botg-
arspítalinn f Fossvogi: Mánudaga til föstudaga
kl. 18.30 til 19.30 og eftir samkomulagi. Á laug-
ardögum og sunnudögum kl. 15-18.
Hafnarbúðir Alla daga kl. 14 til kl. 17. - Hvíta-
bandið, hjúkrunardeild: Heimsóknartími frjáls
alla daga. Grensásdeild: Mánudaga ti föstu-
daga kl. 16-19.30. - Laugardaga og sunnu-
daga kl. 14- 19.30. - Heilsuvemdarstöðin: Kl.
14 til kl. 19. - Fæðingarheimili Reykjavlkur: Alla
daga kl. 15.30 til kl. 16.30. - Kleppsspítali: Alla
daga kl. 15.30til kl. 16ogkl. 18.30tilkl. 19.30.
- Flókadeild: Alla daga kl. 15.30 til kl. 17. Kópa-
vogshæliö: Eftir umtali og kl. 15 til kl. 17 á
helgidögum. - Vífilsstaðaspítali: Heimsóknar-
tími daglega kl. 15-16 og kl. 19.30-20. - St
Jósepsspítali Hafnarfirði: Alla daga kl. 15-16
og 19-19.30.
Aðalfundur
Lögmannafélags íslands
verður haldinn föstudaginn 15. mars 1991, kl.
14.00 í Ársal á 2. hæð nýju álmunnar á Hótel
Sögu.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 19. gr. sam-
þykkta L.M.F.Í.
2. Tillögur stjórnar um hækkun á árgjaldi úr kr.
20.000,00 í kr. 22.000 og um hækkun á mála
gjaldi úr kr. 250,00 í kr. 300,00.
3. Tillaga stjórnar um breytingu á 40. gr. siða-
reglna L.M.F.Í.
4. Skýrsla bókasafnsnefndar.
5. Önnur mál.
Stjórn L.M.F.Í.
The Mighty Quinn ★
Aðalhlutverk: Denzei Washington, Robert
Townsend.
Leikstóri: Jacques Steyn.
Bönnuö innan 14 ára.
Sýnd i Bióhöllinni.
Aldrei hef ég áður farið á frumsýn-
ingu í sal 3 þar sem fimm manns
bíða og virðast allir hálf vonlitlir um
að fá eitthvað fyrir peningana sína.
The Mighty Quinn segir frá sam-
skiptum fólks á Jamaica, þ.e.a.s.
samskiptum The Mighty Quinn,
sem er lögreglustjórinn, við konu
sína sem telur hann vinnusjúkling
og auðvitað baráttu hans gegn
vondu körlunum. Einn helsti smá-
bófi Jamaica kemst yfir 10.000 doll-
araseðla, sem CIA vill fá til baka, og
þá er komin upp saga sem við sjáum
oft í myndum á borð við þessa að
dæmið hefur snúist við: Svörtu
karlarnir eru orðnir góðir, en þeir
hvítu vondir.
Myndin sjálf er Iangt frá því að vera
merkileg og leikarar virðast flestir
vera af götunni og gera þetta kaup-
laust. En það er ekki laust við það að
hún sé spaugileg þegar best lætur,
en meira hrós á hún ekki skilið.
Denzel Washington og Robert
Townsend eru í aðalhlutverkum í
myndinni og eru nokkuð góðir í af-
slappaðri mynd eins og þessari.
Townsend leikur smábófann, sem er
síðhærður Rastafarimaður sem tek-
ur lífinu létt og er ekki að velta sér
upp úr hlutunum.
Það sem mér þótti best við mynd-
ina var hljómlistin, sem var ættuð
beint frá Jamaica og gaman að
heyra. Aðdáendur reggaetónlistar
ættu að finna eitthvað fyrir sig hér
og ættu því ekki að láta myndina frá
sér fara. En fyrir okkur hin skilur
myndin ekki mikið eftir annað en
tóma buddu.
ÁHK.
Sunnuhlið hjukrunarheimili i Kópavogi: Heim-
sóknartími kl. 14-20 og eftir samkomulagi.
Sjúkrahús Keflavíkuriæknishéraðs og heilsu-
gæslustöðvar: Vaktþjónusta allan sólarhring-
inn. Simi 14000. Keflavik-sjúkrahúsiö: Heim-
sóknartimi virka daga kl. 18.30-19.30. Um
helgar og á hátiðum: Kl. 15.00-16.00 og 19.00-
19.30. Akureyri- sjúkrahúsið: Heimsóknartimi
alla daga kl. 15.30-16.00 og 19.00-20.00. A
barnadeild og hjúkrunardeild aldraöra Sel 1:
Kl. 14.00-19.00. Slysavarðsstofuslmi frá kl.
22.00- 8.00, slmi 22209. Sjúkrahús Akraness:
Heimsóknartími Sjúkrahúss Akraness er alla
daga kl. 15.30- 16.00 og kl. 19.00-19.30.
Reykjavík: Seitjamames: Lögreglan sími
611166, slökkvilið og sjúkrabifreið slmi 11100.
Kópavogur Lögreglan slmi 41200, slökkvilið
og sjúkrabifreið simi 11100.
Hafnarfiörður Lögreglan simi 51166, slökkvilið
og sjúkrabifreið simi 51100.
Keflavik: Lögreglan simi 15500, slökkvilið og
sjúkrabill sími 12222, sjúkrahús 14000, 11401
og 11138.
Vestmanneyjar Lögreglan, slmi 11666,
slökkviliö siml 12222 og sjúkrahúsíö simi
11955.
Akureyri: Lögreglan slmar 23222, 23223 og
23224, slökkviiiö og sjúkrabifreið siml 22222.
Isatjörður: Lögreglan simi 4222, slökkvilið simi
3300, brunasimi og sjúkrabifreið sími 3333.