Tíminn - 14.03.1991, Blaðsíða 17

Tíminn - 14.03.1991, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 14. mars 1991 Tíminn 17 Stefánsstyrkur Auglýst er eftir umsóknum um Stefánsstyrk, sem Menn- ingar- og fræðslusamband alþýðu og Félag bókagerðar- manna veita til minningar um Stefán Ogmundsson, prent- ara og fýrsta formann MFA. Tilgangur styrkveitingar er að veita einstaklingi, einstak- lingum, félagi eða samtökum stuðning vegna viðfangsefn- is sem lýtur að fræðslustarfi launafólks, menntun og menningarstarfi verkalýðshreyfingarinnar. Heimilt er að skipta styrknum á milli fleiri aðila. Styrkupphæð er kr. 215.000,00. Umsóknir þurfa að berast skrifstofu Menningar- og fræðslusambands alþýðu, Grensásvegi 16a, 108 Reykja- vík, eða Félagi bókagerðarmanna, Hverfisgötu 21, 101 Reykjavík, eigi síðar en 30. mars nk. ásamt skriflegri grein- argerð. Áformað er að afhenda styrkinn 1. maí nk. Nánari upplýsingar veita: Ingibjörg E. Guðmundsdóttir á skrifstofu MFA, sími 91-84233, og Þórir Guðjónsson á skrifstofu FBM, sími 91-28755. Reykjavík, 11. mars 1991. MFA nféiag Kyi bókagetóar MENNINGAR- OG |p /739/7^0 FRÆÐSLUSAMBAND ALÞÝÐU FRÁ BORGARSKIPULAGI REYKJAVÍKUR Til íbúa í Suður-Selási Viðarás — Þingás — Þverás Bráðlega verða hafnar framkvæmdir við hljóömön að Suður- landsvegi í samræmi við samþykkt deiliskipulag að Suður-Selási. Nánari útfærsla hljóðtálma og lega göngustlga er kynnt á teikn- ingum sem hanga í anddyri Selásskóla 15. til 22. mars. Ef íbúar vilja fá nánari skýringar er þeim boðið að hafa samband við Yngva Þ. Loftsson á Borgarskipulagi, Borgartúni 3, 105 Reykjavík, sími 26102 eða 27355, fyrir páska. Rafst OG dælur FRÁ BENSÍN EÐA DIESEL Mjög gott verð Rafst.: 600-5000 w Dælur: 130-1800 l/mín Ingvar Helgason hf Sævarhöfða 2 Sími 91-674000 BILALEIGA AKUREYRAR Traustir hlekkir í sveiganlegri keðju hringinn í kringum landið Bílaleiga með útibú allt í kringum landift, gera þér inögulegt áft leigja bíl á cinuin stað og skila lionuni á öðrum. Nvjustu MITSUBISHI bílarnir alltaf til taks mm %Ql JF Revkjavík: 91-686915 Akureyri: 96-21715 Borgarnes: 93-71618 ísafjörður: 94-3574 Blönduós: 95-24350 Sauðárkrókur: 95-35828 Egílsstaöir: 97-11623 Vopnaljörður: 97-31145 Höfn í Hornaf.: 97-81303 ÓDVRIR HELGARPAKKAR Valdemar príns er óspar á yfiriýsingar við dönsku pressuna um ótryggð konu sinnar og gallana á keppinautnum. Hneyksli í dönsku konungsfjölskyldunni Nú er mikið fjaðrafok í dönsku konungsfjölskyldunni. Tilefnið er skilnaður Valdemars prins og konu hans Anne Lise, sem er svo sem hægt að réttlæta, annað eins gerist í öðrum fjölskyldum. En prinsinn gerði þá reginskyssu að fara með mál hins kokkálaða eig- inmanns í dönsku gulu pressuna með þeim afleiðingum að konu hans rann í skap og nú er hún iíka farin að skýra sína hlið málanna á opinberum vettvangi. Prinsinum var svo mikið niðri fyrir að hann óð elginn um skiln- aðarmál sín á fjórum dagblaðssíð- um. Þar fór hann ekki dult með álit sitt á eljara sínum, kaupsýsiu- manninum Kim Flemming Bo Weiss, sem hann kallaði reyndar oftast „idíótinn". Og hann heldur því fram að Kim Flemming Bo Weiss skuldi einhver ósköp í tekjuskatt og gefur í skyn að hann noti eiturlyf, sem Weiss neitar ákaft. Hins vegar viðurkennir hann skattaskuldirnar, en „það sama gera allir aðrir,“ segir hann. Anne Lise segir í sínum yfirlýs- ingum að hún hefði ekki hugsað sér að tala opinberlega um skiln- aðarmálið, hún hefði reynt að binda enda á hjónabandið á virðu- legan hátt, ekki síst vegna dóttur hennar og prinsins, Eieanoru- Christine. „En,“ segir hún, „Valdemar er búinn að Ijúga svo miklu að ég get ekki þagað leng- ur.“ Hún segir að prinsinn hafi ógnað bæði henni og Kim með byssu sem hann hafi erft eftir föð- ur sinn og öll framkoma hans sé hin undarlegasta. Kim Flemming Bo Weiss á út- gáfufyrirtæki og fundum hans og Anne Lise bar saman þegar hún hafði skrifað bók, ásamt vinkonu sinni leikkonunni Ulla Jessen. Nú eru þau sem sagt búin að taka saman en hafa ekki gert upp hug sinn um hvort þau ætli að setjast að í Kaupmannahöfn eða Mó- nakó, þar sem Kim á íbúð. En í augnablikinu standa deilur um hver á að fá forræðið yfir Elea- noru- Christine og það getur ráð- ið einhverju um búsetuna. Anne Lise og Valdemar prins héldu brúðkaup í september 1977. Lítið grunaði þau þá að hjónaband ið ætti að fara í rúst með brauki og bramli rúmum 13 árum síðar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.