Tíminn - 22.03.1991, Qupperneq 3
Föstudagur 22. mars 1991
Tíminn 3
Víglundur Þorsteinsson lýsir hinni nýju tísku í íslensku viðskiptalífi:
Þeir skilvísu þurfa að
borga fyrir þrjótana
Af 2,3% hækkun byggingarvísitölunnar nú í mars stafar rúmlega
helmingurinn (1,2%) af launahækkunum byggingarmanna og
rúmlega fjóröungurinn af verðhækkun á steypu um 5,2%. Verð á
steypu hefur þar með hækkað um rúmlega 15% á einu ári. Miðað
við áætlaða 7-8% verðbólgu á ári sýnist sumum þetta svolítið ríf-
legt, m.a. að hækka verð um 5% svona á einu bretti. „Ég hækkaði
steypu um 10% á síðasta árí og um 5% núna. Verðbólgan er um
8% á árínu og því meira sem ég fæ af hækkuninni snemma árs,
þess betra. Þetta er heldur ekkert flókið, og ég á eftir að hækka
steypu meira á þessu ári,“ sagði Víglundur Þorsteinsson, forstjóri
B.M. Vallá.
Og ástæðuna fyrir þessu segir
hann mjög einfalda. „Það er orðin
ný tíska í þessu þjóðfélagi, að menn
fá sér nýjar kennitölur og hlaupa
frá skuldum sínum og skuldbind-
ingum, sem þeir skilja eftir í tóm-
um fýrirtækjum, á gömlum kenni-
tölum. Við urðum t.d. þannig fýrir
barðinu á þessu á síðasta ári að við
erum búnir að þurrka út milljóna-
tugi í töpuðum viðskiptakröfum
(og reyndar líka á árinu þar áður).
Þetta er einfaldlega hin nýja tíska
sem gildir f íslensku viðskiptalífi. Á
sama hátt og bankar og lánasjóðir
t.d. þurfa að taka þetta inn í vaxta-
mun þurfum við bara að taka það
inn í verði. Þarna verður þetta
ranglæti heimsins, að þeir traustu,
öruggu og skilvísu, verða að borga
fýrir þrjótana."
Efalaust þykir hinum skilvísu
þetta beiskur biti að kingja. „Það
frnnst mér líka. En ég á enga aðra
leið.“ Almenningur komi ævinlega
til með að borga öll gjaldþrotin í
þjóðfélaginu, í hærra verði, hvort
sem það er á peningum, vörum eða
þjónustu.
Nú eru gjaldþrot ekkert nýtt fýrir-
bæri. Má samt skilja það svo að það
hafi stórlega aukist á undanförnum
árum að beita framangreindum að-
ferðum?
„Já. Þetta er tíska síðustu miss-
era,“ segir Víglundur. Ástæður þess
sagðist hann ekki kunna að skýra.
En nú sjáist þess t.d. dæmi að ungt
fólk sé að hlaupa í gjaldþrot með
jafnvel minna en eina milljón í
skuld. „Mér er spurn. Hver ráðlegg-
ur ungu fólki að byrja lífið á þann
hátt?“
Er þá ekki hægt að bregðast við
þessu á einhvern annan hátt?
„Ég get ekki annað séð, en að allir
þeir aðilar sem hafa verið að hlaupa
frá skuldbindingum sínum með
þessum hætti — og eftir því sem
það hefur vaxið og ágerst — eigi
það á hættu að viðskiptalífið muni
meta þá og dæma þá miklu harðar,
og reyna að varast þá í framtíðinni.
Já, menn fara að gæta sin betur á
því hverjir standa að baki kennitöl-
unum. Þetta er orðið mikið alvöru-
mál,“ sagði Víglundur. - HEI
Veðurstofa íslands:
Samstarf við 20 skip-
stjóra um vindskeyti
Veðurstofan hefur upp á síðkastið flskimiðunum í kringum landið.
aukið söfnun gagna um vindafar á Um 20 skipstjórar eru í samstarfl
Elliði gefur Hringnum
Þann 5. þessa mánaðar færði Kiwanisklúbburínn Elliði í Reykjavík
Bamaspítala Hríngsins, Landspítalanum að gjöf 3 sjónvörp og 3 mynd-
bandstæki ásamt hillum til að láta þau standa á. Er þessi gjöf um 375
þús. króna virði.
við Veðurstofuna um þetta og
senda þeir inn vindaskeyti tvisvar á
sólarhring, hvenær sem þeir eru á
sjó.
Sjómenn vita vel að oft er vindur
annar á sjó en hann er á landi. Þótt
ekki sé hvasst við ströndina getur
verið harður strengur til hafsins og
eins öfugt: hvassara getur verið á
strandstöðvum en úti fýrir. Þannig
eru spár um vind á hafinu einhverj-
ar þær þýðingarmestu sem Veður-
stofan sendir frá sér, því oft eru
hundruð skipa og þúsundir manna á
sjó.
Skipin sem taka þátt í þessu verk-
efni hafa verið valin svo að þau dreif-
ist sem jafnast í kringum landið.
Þessi skreytasöfnun er framlag
Veðurstofunnar til átaks Sameinuðu
þjóðanna með það að markmiði að
draga úr lffshættu af völdum veðurs.
í frétt frá Veðurstofunni segir að frá
1947 til 1980 hafi 700 sjómenn far-
ist hér við land. Á sama tíma hafi
mannskaðar af völdum allra felli-
bylja verið sem svarar 25 á hverja
250 þúsund íbúa á jörðinni.
-sbs.
Andreas Trappe, heimsmeistarí í fimmgangi, heiðursgestur mótsins
1990.
VETRARLEIKAR
LÉTTIS UM PÁSKA
Hestamannafélagið Léttir á Akur-
eyri efnir til vetrarleika nú um pásk-
ana, eins og í fýrra.
Hátíðin hefst á skírdag 28. mars kl
14.00 með hópreið á mótssvæðið.
Laugardaginn 30. mars kl. 10.00 er
töltkeppni í öllum aldursflokkum.
KI. 14.45 hefst keppni í 150 m skeiði.
Dagskráin annan dag páska hefst
með fánareið og mótssetningu kl.
13.00. Þá verða úrslit í tölti og gæð-
ingaskeiði.
Alla dagana verða fjölbreytilegar
sýningar, söðulreið, fimleikar á hesti
og fleira. Sýnd verða kynbótahross
frá ræktunarbúunum á Höskulds-
stöðum og Litla-Garði, valin sölu-
hross frá Félagi hrossabænda.
Allar keppnisgreinar eru opnar og
myndarleg verðlaun í boði. Skráning
stendur til 23. mars. Skráningar-
gjald, 1000 kr. fýrir hverja grein,
greiðist á gíróreikning 401110, eða í
Hestasporti á Akureyri.
UMHVERFIS-
VAKNING í LAUG-
ARNESSKÓLA
Þessa dagana stendur yflr í Laugar-
nesskóla í Reykjavík sýningin „Um-
hverfið - fyrr og nú“. Hún er af-
rakstur af vinnu nemenda skólans í
síðustu viku, en þar var umhverfí
skólans, þ.e. Laugameshverflð, og
umhverfísvemd almennt tekin fýr-
ir. Sýningunni lýkur á morgun.
Að sögn Vilborgar Runólfsdóttur
yfirkennara var saga Laugarnes-
hverfisins tekin fýrir með það fýrir
augum að börnin kynntust sínu
allra nánast umhverfi. Farið var yfir
sögu hverfisins allt frá landnámi til
vorra daga og gerðu börnin líkön og
verkefni þar um. „Við tókum fýrir
landnámið, Laugarnesið, Laugardal-
inn og listamennina í hverfinu,"
sagði Vilborg. „Varðandi nútímann
fóru börnin í umhverfisfræðslu í
víðasta skilningi þess orðs og unnu
verkefni þar um á endurunninn
pappír. Mér finnast krakkarnir hafa
tekið þessu mjög vel og við erum.
ánægð með hvernig til tókst. Hér
sveif góður andi yfir vötnunum,“
sagði Vilborg. „Við erum staðráðin í
að gera eitthvað svona á næsta ári.“
Um 450 nemendur á aldrinum 6 til
12 ára eru í Laugarnesskóla, en
hann var tekinn í notkun árið 1935.
-sbs.
Þessir krakkar, í 2. bekk N, unnu verkefríi um gömlu þvottalaugamar í Laugardalnum. Frá vinstrí talið; Ragnhild-
ur, Þórey, Siguriaug, Jórunn, Þórmóður Ámi, Sigurgestur, Inga Lára og Helgi Tómas. -Tímamynd; Ami Bjama.