Tíminn - 22.03.1991, Qupperneq 7

Tíminn - 22.03.1991, Qupperneq 7
Föstudagur 22. mars 1991 Tíminn 7 Rósmundur G. Ingvarsson: Dómur var birtur Að kvöldi þríðjudagsins 5. mars 1991 voru margir á ferð í Skagafirði. Straumurínn lá að Miðgarði úr öll- um áttum, en þar hafði Búnaðarsambandið boðað til fundar. Slíkir fundir höfðu næstu kvöld á undan veríð til og frá um landið og jafnvel þetta sama kvöld. Um það bil er fundur hófst í Miðgarði mátti segja að bfla- stæðið væri fullt og er það þó rúmgott vel, enda sam- eiginlegt fyrír Miðgarð og Varmahlíðarskóla. Húsið troðfyHtist. Hvað var um að vera? Þarna voru mætti nokkrir anlegir. Fundir stóð í sex tíma og Reykvíkingara til að kynna „til- lögur“ svonefndrar sjömanna- nefndar um aðgerðir varðandi sauðfjárbændur. Þeir sátu í röð uppi á sviði og Iíktust helst hæstaréttardómurum - utan hvað þeir voru ekki skrýddir dómaraskikkjum. í Ijós kom að raunverulega voru þeir einmitt þarna komnir til að birta dóm. Dóm yfir sauðfjárbændum - dóm yfir íslenskri bændamenningu - dóm yfir byggðinni í sveitum landsins og raunar öllu dreifbýli landsins. Og þótt þessir sunnan- menn legðu áherslu á að þeir væru að gera góðverk þá læddist að mönnum sá grunur að hér væri um dauðadóm að ræða. voru ræðumenn allmargir. Enginn tími til að breyta neinu „Tillögur" sjömannanefndar voru nýframkomnar og náðu að- vegna kúnsta hljóðnemans, en stöku ræður heyrðust vel. í örstuttu máli sagt hljóða „til- Iögurnar“ upp á að ríkið geri til- raun til að kaupa upp kinda- kjötsfullvirðisrétt, virkan og óvirkan, sem nemi 70 þúsund ærgildisafurðum. Takist það ekki kemur til flöt skerðing. Sam- dráttur í virkum fullvirðisrétti fyrir 1. október nú í haust verði a.m.k. sem nemur 900 tonnum. Jafnframt kaupi ríkið í haust 70 þúsund ær og láti þær hverfa. Svo er gert ráð fyrir „frjálsri" verslun með fullvirðisrétt og ætlast til þess að þeir sem eru með stór bú auki við sig til að nýta betur byggingar á þeim jörðum. Bændum skuli stór- Sjömannanefnd Steingríms J. Sjömannanefndina hafði land- búnaðarráðherra, Steingrímur J. Sigfússon, skipað fyrir u.þ.b. ári. í henni eru m.a. helstu stórhöfð- ingjar verkalýðsfélaga og samtaka atvinnurekenda, þeir Asmundur Stefánsson, Ögmundur Jónasson og Þórarinn V. Þórarinsson. Þar er einnig Hákon Sigurgrímsson, hljómsveitarformaður og for- maður Stéttarsambands bænda - kúastórbóndi að norðan, Haukur Halldórsson sem reyndar hefur sagt að þetta séu ekki hans óska- tillögur. Formaður nefndarinnar er Guðmundur Sigþórsson frá Iandbúnaðarráðuneytinu. Hins vegar var enginn sauðfjárbóndi í nefndinni og enginn slíkur sást heldur á lista yfir aðila sem hún hafði haft samband við. Á fundinum í Miðgarði var „til- lögum" sjömannanefndar dreift til viðstaddra (þó ekki allra, a.m.k. fékk undirritaður ekki neitt). Gagnrýnt var að plaggið (útdráttur úr till.) skyldi ekki hafa verið sent bændum fyrir fundinn, en Búnaðarsambandið sagði það ekki í sínum verka- hring, heldur væntanlega ráðu- neytisins. Forhertur fundar- maðurað sunnan Fæstir sjömenninganna voru þarna mættir í eigin persónu, heldur einhverjir fulltrúar þeirra. Töluðu þeir reykvísku, flestir a.m.k. þrisvar og gjarnan mikið og lengi í einu, en heimamönn- um var skammtaður átta mín- útna ræðutími. Sunnanmenn notuðu þannig drjúgan hluta fundartímans og svöruðu bænd- um nokkuð harkalega. Sérstak- lega var það einn þeirra, Björn að nafni, eitilharður, sterkraddaður og hávær. Voru ræðumenn bænda teknir óvægilega í gegn. Það átti greinilega ekki að láta bændur komast upp með neitt múður. Þetta mun hafa dregið kjark úr sumum sem ætluðu að tala og voru undir það búnir, enda var á færi meðalmanna að fara á móti forhertum og þaul- æfðum ræðumanni eins og þess- um B.S.R.B. hagfræðingi. Þessi forherti maður setti svip á fund- inn. Engir fundarritarar voru sjá- eins yfir það svið sem snýr beint að sauðfjárbændum. Eftir var að yfirfara sláturkostnað, milliliða- kostnað, verslunarálagningu og svo það sem að kúabændum snýr og er sagt að það verði gert síðar. Töldu margir að byrjað hefði verið á öfugum enda, enda mun verslunarálagning á kindakjöti hafa hækkað um u.þ.b. 80% á ör- fáum árum, en á sama tíma hafa bændur nánast enga hækkun fengið. Samningur milli bænda og rík- isins byggður á þessum „tillög- um“ var sagður tilbúinn og verði hann lagður fyrir Alþingi daginn eftir eða svo. Og að því var kom- ið að þinginu yrði slitið. Til stóð að fulltrúafundur Stéttarsam- bands bænda skuli kallaður sam- an í hvelli. Sem sagt, allt í full- um gangi, tímaþröng óskaplega og .engu hægt að breyta. Sauð- fjárbændur áttu ekki að fá að hafa nein áhrif. Allt var þegar ákveðið. Hér var því ekki verið að kynna tillögur heldur ákvörðun eða dóm. (Ætli þetta sé Sovétlýð- ræði?) Spurning er hvort ís- lenskri bændastétt hefur í annan tíma verið sýnd meiri óvirðing. Aðstoðarráðherra reið á vaðið Fyrstur talaði aðstoðarmaður landbúnaðarráðherra, sem er ný- lega tekinn við því starfi af Álf- hildi Ólafsdóttur. Hann útskýrði tillögurnar, talaði hægt og lengi, en mál hans skilaði sér heldur illa, a.m.k. til þeirra sem næst dyrum sátu. Svo fór einnig um mál margra fleiri, líklega mest fækka. Ekkert er minnst á að ný atvinnutækifæri skapist í sveit- um. Ekki virðist heldur gert ráð fyrir að ríki eða sveitarfélög kaupi af bændum jarðir fyrir eðlilegt verð, en þær eru nú lítt seljanlegar. Sannkölluð eyðibýlastefna Þar sem í „tillögunum" er gert ráð fyrir 3700 tonna minnkun fullvirðisréttar fyrir 31. ágúst 1992, sem jafngildir 31% sam- drætti, og takmarkaðar líkur eru fyrir að uppkaup verði mikil, þá Með dómnum virðist þó ekki ætlunin að bændur verði beint teknir af lífi - heldur að bændur hætti að vera bændur og flytji á mölina, þar sem vinnumarkaður er yfirfullur og engar líkurtil að þeirfái hentuga atvinnu, a.m.k. ekki þeir sem komnir eru á miðjan aldur. Hlutskiptið verður e.t.v. að tína þá mola atvinnu sem falla af borðum hinna, fá það la- kasta eða ekkert. er óbeint boðuð mikil flöt skerð- ing. 20-25% skerðing á fremur Iítil bú sýnist Iíkleg til að neyða viðkomandi bændur til að hætta og reyndar þó minni skerðing verði. Við þann hóp bætast þeir sem selja sinn rétt. Hér er því beinlínis stefna að mjög mikilli grisjun byggðar og þá verður á margan hátt erfiðara fyrir þá sem eftir verða. Flestir sem fara munu selja eða leigja jarðirnar fyrir hross eða hafa þær sjálfir fyrir hross. Sumar jarðir kunna aðrir bændur að leggja undir sig. Mönnum hættir til að vilja gúpna yfir sem mestu, en því fylgir oft stóraukin vinna og jafnvel eyðilegging heilsu fyrir of mikinn þrældóm. Sala fullvirðisréttar mun og freista bænda með stærri bú- skap, því þannig geta þeir fengið mikla peninga. Dæmi: Bændi með 500 ærg.afurða fullvr. fær 200x10920 með sölu strax eð 5.460.000,- Bóndi með 200 ærg.afurða fullvr. fær 200x10920 með sölu strax eða 2.184.000.- Að sjálfsögðu hafa þessar boð- uðu róttæku aðgerðir einhverja góða kosti - en líka mjög slæma galla. Með dómnum virðist þó ekki ætlunin að bændur verði beint teknir af lífi - heldur að bændur hætti að vera bændur og flytji á mölina, þar sem vinnumarkaður er yfirfullur og engar líkur til að þeir fái hentuga atvinnu, a.m.k. ekki þeir sem komnir eru á miðj- an aldur. Hlutskiptið verður e.t.v. að tína þá mola atvinnu sem falla af borðum hinna, fá það lakasta eða ekkert. Gagnvart byggðinni í sveitun- um og að töluverðu leyti einnig í kaupstöðunum úti um landið er hins vegar um raunverulegan dauðadóm að ræða (jafnvel þó beitiland jarðanna verði nýtt fyr- ir hross) enda verður afgangin- um hætt þegar byggðin grisjast. Byggðin hrynur. Það er með ólíkindum að þessir menn, sem í nefndinni eru, skuli geta fengið sig til þess arna. Vita þeir hvað þeir eru að gera? Reynslan hefur sýnt að álagið á landið (beitin) minnkar ekki þótt sauðfé fækki. Það fjölgar bara öðrum skepnum í staðinn. Aðrar leiðir Hér er verið að leysa eitt vanda- mál með því að búa til önnur ný - og jafnvel verri vandamál. Hægt var þó að fara aðrar leiðir. Framleiðsla kindakjöts umfram sölu var sl. haust um 900 tonn. Vitað er (en kannski ekki viður- kennt) að framhjásala er gífurleg og smygl á kjöti til landsins er mikið. Ef tekið væri fyrir hvoru tveggja er söluvandamálið að verulegu leyti Ieyst. Lækkun á tillkostnaði bænda, slátur- og milliliðakostnaði og sölukostn- aði virkar til lækkunar á vöru og meiri sölu. Hinar boðuðu beinu greiðslur til bænda eru líklega breyting vegna tilboðs Jóns Baldvins í GATT og koma í stað útflutningsbóta og/eða niður- greiðslna og lækkar þá væntan- lega virðisaukaskattinn, en hefði virðisaukaskattur á þessar vörur verið lagður niður hefði það veruleg áhrif. Það er spurning hvort ekki var valin versta leiðin. Uppkaup á fullvirðisrétti er vel viðsættanleg leið ef lögð er áhersla á kaup af þeim sem hafa meira en þeir hafa þörf fyrir - þeim sem komnir eru á ellilífeyri og þeim sem ofnýta Iand (ef ein- hverjir eru) og hafa minnstar af- urðir miðað við höfðatölu. „Dómurinn“ stefnir hins vegar beint að því að kippa fótum und- an byggðinni utan höfuðborgar- svæðisins, en skeytir ekkert um afleiðingarnar. Þeir miklu menn halda að lögmálið sé: því stærri bú, því ódýrari framleiðsla. En þetta er bara ekki rétt. Reynslan sýnir annað. Að gera tillögur um og ákveða stórfelldan niðurskurð sauðfjár án þess að benda á aðra afkomumöguleika í dreifbýlinu er auðvitað hin eina sanna eyði- býlastefna og andstætt byggða- stefnu. Vilja verkalýðsforingj- arnir fá alla þjóða á suðvestur- hornið og láta verðmætin - íbúðir og annað - grotna niður engum til gagns? Sá er þetta ritar hefur áður sett fram þá skoðun að rétt sé að hætta við fyrirhugað álver og framkvæmdir því tengdar sem munu kosta ríkið ofboðslegar upphæðir og neyða til stórauk- innar lántöku erlendis en er- lendar skuldir eru þegar hættu- lega miklar. í staðinn verði með stuðningi ríkisin byggð upp at- vinnutækifæri í sem allra flest- um sveitarfélögum, stærri og minni fyrirtæki sem grundvöllur er fyrir og sem mundu nýta orku frá Blöndu og aðra þá orku- vinnslugetu sem fyrir hendi kann að vera og ekki er fullnýtt. Væri það gert gæti byggðin blómstrað þrátt fyrir nokkra fækkun sauðfjár. Það væri ný byggðastefna. Hvort tveggja, ál- ver á Keiiisnesi og umtalsverð atvinnuuppbygging um landið, verður ekki gert á sama tíma vegna kpstnaðar.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.