Tíminn - 22.03.1991, Side 10
10 Tíminn
Föstudagur 22. ma^s 1991
TÓNLEIKAR
Skemmtilegir sinfóníutónleikar
Sinfóníutónleikarnir 14. mars
voru skemmtilegir fyrir margra
hluta sakir, enda var þar „eitthvað
fyrir a!la“: nútímatónlist, róman-
tísk tónlist, glæsilegur einleikur og
forvitnileg tónlist, svo eitthvað sé
talið. Auk þess sem hljómsveitin
spilaði mjög vel, sem hún gerir
næstum alltaf núorðið. Þá var
skemmtilegra hlutskipti gagnrýn-
enda í gamla daga þegar eitthvað
var um að skrifa — fiðlurnar falsk-
ar og ósamtaka, einn eða fleiri blás-
arar drukknir, nótnapúlt ultu um
koll o.s.frv.
Forvitnilega verkið var 2. sinfónía
Charles Ives (1874-1954), banda-
rísks tryggingasala sem eftir á að
hyggja reyndist vera langt á undan
sinni samtíð, svo sem segir í tón-
leikaskrá: „innan við tvítugt var
hann farinn að reyna fyrir sér með
að láta tvær eða fleiri tóntegundir
hljóma samtímis, áratugum fyrr en
evrópskir framúrstefnumenn hlutu
frægð fyrir samskonar stílbrögð. Á
sama hátt var hann langt á undan
samtímamönnum sínum í tilraun-
um með nýstárlega byggingu
hljóma og notkun mjög flókinna
hljóðfallsmynstra. En hann var líka
ósmeykur við að nota einföld með-
öl, bæði í hljómsetningu og hljóð-
falli, og hikaði ekki við beinar til-
vitnanir í þjóðlög og jafnvel verk
annarra höfunda." Allt kom þetta
hins vegar (yrir ekki um framþróun
tónlistarinnar, því Ives hirti ekkert
um að koma verkum sínum á fram-
færi, heldur lét þau hrannast upp á
hlöðulofti sínu.
Stjórnandinn, Murry Sidlin frá
Bandaríkjunum, gerði sér auðvitað
enga grein fyrir því að íslendingar
eru sjóaðir í Ives: Concorde-sónata
hans hefur verið flutt hér a.m.k.
tvisvar, og sönglög eftir hann hafa
heyrst hjá Tónlistarfélaginu og víð-
ar. Þess vegna hélt hann litla ræðu
um tónskáldið og 2. sinfóníu hans
til að undirbúa hlustendur undir
það sem koma skyldi. Þar taldi
hann m.a. upp ein 10 meira eða
minna alkunn stef sem tónskáldið
tekur traustataki og notar í sinfón-
íu sinni, stundum eitt í einu en
stundum mörg saman. Tónlist Ives
má kannski lýsa með tilvísun í eitt
sönglaga hans, sem segir frá tveim-
ur (nema þær séu fleiri?) lúðra-
sveitum sem koma hvor eftir sinni
götu og spilandi hvor sitt lag í átt
að torgi, og verður úr hinn mesti
glaumur. Þetta lag söng William
Parker í Austurbæjarbíói um árið.
Tónleikarnir byrjuðu annars á nú-
tímaverkinu, Sónans eftir Karólínu
Eiríksdóttur, samið 1980-81. Mér
finnst þessi tónlist líkust brota-
silfri, alls konar hljóð og brögð, en
án heildarmyndar. Hins vegar er
Sónans síður en svo óþægilegt eða
leiðinlegt áheyrnar, enda ekkert
mjög langt. En ekki trúi ég því að
framtíð æðri tónlistar verði eftir
þessum meiði, nema þá að yfirvöld
tækju þá ákvörðun að einmitt
svona skuli tónlistin vera, og henni
væri haldið að mönnum frá blautu
barnsbeini.
Glæsilegur einleikari kvöldsins
var rússneski fiðlarinn Victor Tret-
jakov, f. 1946 í Krasnojarsk í Síber-
íu en tónlistarmenntaður í
Moskvu. Svona lagað getur sovét-
skipulagið gert vel, að framleiða
fyrsta flokks tónlistarmenn. Tret-
jakov flutti hinn mikilfenglega og
sívinsæla fiðlukonsert Tsjajkofskís
(stafsetning tónleikaskrár) í D-dúr,
op. 35, með miklum brag og upp-
skar að launum hrifningu áheyr-
enda jafnt sem hljómsveitar. Eitt-
hvað þótti sumum hraðavalið sér-
viskulegt hjá Tretjakov — t.d. fyrsti
kaflinn óvenjulega hægur — en
vafalaust var það með ráðum gert
og er framlag þessa frábæra fiðlara
til framþróunar tónlistarinnar.
Sig.St.
Kvöld-, nætur- og helgidagavarsla apóteka I
Reykjavlk 15.-21. mars er I Reykjavíkur-
apótoki og Borgarapótekl. Það apótek sem fyrr
er nefnt annast eitt vörsluna frá kl. 22.00 að
kvöldi til kl. 9.00 að morgni virka daga en kl.
22.00 á sunnudögum. Upplýsingar um læknis-
og lyfjaþjónustu eru gefnar í síma18888.
Neyðarvakt Tannlæknafélags Islands
er starfrækt um helgar og á stórhátiðum. Slm-
svari 681041.
Hafnartjörðun Hafnarfjarðar apótek og Norð-
urbæjar apótek eru opin á virkum dögum frá
kl. 9.00-18.30 og til skiptis annan hvern laug-
ardag kl. 10.00-13.00 og sunnudag kl. 10.00-
12.00. Upplýsingar i slmsvara nr. 51600.
Akureyri: Akureyrar apólek og Stjömu apótek
eru opin virka daga á opnunartíma búða. Apó-
tekin skiptast á sina vikuna hvort að sinna
kvöld-, nætur- og helgidagavörslu. Á kvöldin er
opið i þvi apóteki sem sér um þessa vörslu, til
kl. 19.00. Á helgidögum er opið frá kl. 11.00-
12.00 og 20.00-21.00. Á öðrum tlmum er lyfja-
fræðingur á bakvakt. Upplýsingar eru gefnar í
sima 22445.
Apótek Keflavíkur Opið virka daga frá k. 9.00-
19.00. Laugardaga, helgidaga og almenna frí-
daga kl. 10.00-12.00.
Apótek Vestmannaeyja: Opið virka daga frá kl.
8.00-18.00. Lokaö I hádeginu milli kl. 12.30-
14.00.
SeHóss: Selfoss apótek er opið til kl. 18.30.
Opið er á laugardögum og sunnudögum kl.
10.00-12.00.
Akranes: Apótek bæjarins er opið virka daga til
kl. 18.30. Opið er á laugardögum kl. 10.00-
13.00 og sunnudögum kl. 13.00-14.00.
Garðabær Apótekið er opið rúmhelga daga kl.
9.00-18.30, en laugardaga kl. 11.00-14.00.
Tónleikar ársins?
Vonandi er ofsnemmt að velja tón-
leika ársins strax í febrúar, en þó
gæti svo farið að tónleikar Kammer-
músíkklúbbsins í Bústaðakirkju 24.
febrúar standist óhöldnum tónleik-
um ársins 1991 snúning. Þar voru
flutt tvö verk, tríó fyrir horn, fiðlu
og píanó í Es-dúr op. 40 eftir Jó-
hannes Brahms og „Kvartett um
endalok tímans" (Quator pour la fin
du temps) fyrir fiðlu, knéfiðlu, klar-
inettu og píanó eftir Olivier Messia-
en. Hvort tveggja var, að verkin eru
bæði frábær, og að flutningurinn
var mjög góður. Þar voru að verki
Tríó Reykjavíkur — Guðný Guð-
mundsdóttir, Gunnar Kvaran og
Halldór Haraldsson — og blásararn-
ir Einar Jóhannesson klarinettuleik-
ari og Joseph Ognibene hornleikari.
Jóhannes Brahms (1833-1897)
samdi fimm kammerverk með blást-
urshljóðfæri, og af þeim eru fjögur
fyrir klarinettu, öll frá síðustu árum
tónskáldsins. Horntríóið samdi
Brahms miklu fyrr (1865) þegar
hann var liðlega þrítugur, enda þykj-
ast fræðimenn greina í því áhrif frá
Beethoven sem skáldið átti eftir að
„vinna sig frá“ að einhverju leyti
Afmælis- og
minningargreinar
Þeim, sem óska birtingar á afmælis- og/eða
minningargreinum í blaðinu, er bent á, að
þær þurfa að berast a.m.k. tveimur dögum
fyrir birtingardag.
Þœr þurfa að vera vélritaðar.
með tímanum. En þetta er háleit og
göfug tónlist og var, eins og fyrr
sagði, afar vel flutt.
Tónleikaskráin skýrir tilurð hins
verksins: „Olivier Messiaen (f. 1908)
samdi kvartettinn „Um endalok tím-
ans“ í fangabúðum Þjóðverja í Gör-
litz, og þar var hann frumfluttur 15.
janúar 1941. Hljóðfæraskipunin
réðist af því hvaða hljóðfæraleikarar
voru meðal samfanga hans. Heiti
verksins skýrir höfundurinn með
tilvitnun í Opinberunarbók Jóhann-
esar, 10:5-7:
„Og engillinn, sem ég sá standa á
hafinu og á jörðinni, hóf upp hægri
hönd sfna til himins, og sór við
þann, sem lifir um aldir alda, hann
sem himinninn skóp og það sem í
honum er, og jörðina og það sem á
henni er, og hafið og það sem í því
er, að enginn frestur mundi lengur
gefinn verða, heldur mundi, þegar
kæmi að rödd sjöunda engilsins og
hann færi að básúna, fram koma
leyndardómur Guðs, eins og hann
hafði boðað þjónum sínum, spá-
mönnunum, gleðiboðskapinn um.“
Kvartett um endalok tímans er í 8
þáttum, sem hver um sig ber nafn,
eins og „Söngur án orða fyrir engil-
inn sem tilkynnir endalok tímans"
(nr. 2) og „Ofsafenginn dans fyrir
lúðrana sjö“ (nr. 6). Og þetta er
hræðilega áhrifamikil tóníist sem
lætur engan ósnortinn. Tæplega var
kvartettinn jafnvel fluttur í fanga-
búðunum og nú, því gamla píanóið,
sem Messiaen sjálfur spilaði á (hann
hafði annars verið organisti í Kirkju
heilagrar þrenningar í París síðan
1929, en lenti í klóm Þjóðverja sem
stríðsfangi) var bæði bilað og van-
stillt, og einn strenginn vantaði á
knéfiðluna sem Etienne Pasquier,
féiaga í „hinu fræga Pasquier- tríói“,
hafði verið gefin. Hinum tveimur,
fiðlaranum og klarinettistanum,
hafði af einhverjum ástæðum verið
leyft að halda hljóðfærum sínum.
En þrátt fyrir biluð hljóðfæri kvaðst
Messiaen hvorki fyrr né síðar hafa
mætt jafn móttækilegum áheyrend-
um og þeim 5000 föngum af ýmsu
þjóðerni og úr öllum stigum þjóðfé-
lagsins sem hlýddu á frumflutning-
inn, standandi úti í 12 stiga gaddi.
Því jafnvel í þægilegum sætum
hlýrrar kirkjunnar, með fagurt gler-
listaverk Leifs Breiðfjörð fyrir aug-
um, liggur við að hárin rísi á höfði
áheyrenda — svo áhrifamikil er
þessi tónlist.
Sig.St.
FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ
Á AKUREYRI
Laus er til umsóknar 1 staða deildarröntgen-
tæknisfrá 1. júní nk.
Umsóknarfrestur er til 5. apríl nk.
Upplýsingar veitir Jónína Þorsteinsdóttir yfir-
röntgentæknir.
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri,
sími 96-22100.
Ar hornsins
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi
Gunnar Guðbjartsson
bóndi, Hjaröarfelli
verður jarösunginn frá Fáskrúðarbakkakirkju á morgun laugar-
daginn 23. mars kl. 14.00.
Bílferð verðurfrá BSl kl. 10.30.
Ásthildur Teitsdóttir,
böm, tengdaböm og bamaböm
Stundum ákveða stjórnvöld að
helga eitthvert ár tilteknu málefni
— ár trésins, ár kvenna, ár aldraðra
o.s.frv. Hins vegar virðast örlögin
ætla að haga því svo, að 1991 verði
ár hornsins hér á landi, a.m.k. fyrri
hluti þess, því á einum mánuði eða
svo hefur reykvískum tónleikagest-
um boðist að hlusta þrisvar sinnum
á yfirburða hornleik. Fyrst spilaði
Þjóðverjinn Hermann Baumann
einn af hornkonsertum Mozarts á
tónleikum Sinfóníuhljómsveitar-
innar, en þrír af hornleikurum
hljómsveitarinnar slógust í hóp með
honum á eftir. Næst spilaði Joseph
Ognibene horntríó Brahms hjá
Kammermúsíkklúbbnum (24.
febrúar), og loks kom Emil Frið-
finnsson fram á Háskólatónleikum
sl. miðvikudag (13. mars). Þessir
stóru atburðir í hornleik minna
einna helst á það þegar Lansky-Otto
spilaði hornkvintettinn á Gljúfra-
steini, sem frægt varð.
Á Háskólatónleikum 13. mars
komu fram fyrrnefndur Emil og
Þórarinn Stefánson píanóleikari,
sem nú er við nám í Hannover. Fyrst
fluttu þeir saman sónötu í F-dúr op.
17 eftir Beethoven, og fór Emil Frið-
finnsson að hætti stór-hornista og
spilaði sónötuna á „náttúruhorn",
þ.e. takkalausan forvera „franska
hornsins" sem þó kom fram um
1800. Hér er um allmikið íþrótta-af-
rek að ræða, þar sem bilið milli nátt-
úrutónanna er brúað með því að
reka hægri höndina mislangt inn í
bjölluna á horninu. Við þetta breyt-
ist tónblærinn — tónninn verður
klemmdari — en þannig á þetta að
vera. Hafi einhverjir tónleikagesta
ekki áttað sig á því hvers kyns var, og
haldið að Emil væri frekar slappur
hornleikari sem þyrfti að gera átak í
löngum tónum til að jafna tón-
myndunina, þá fengu þeir sönnur
hins gagnstæða í seinna verkinu
sem þeir Þórarinn Stefánsson spil-
uðu saman, Villanellu eftir Paul
Dukas (1865-1935). Þetta verk spil-
aði Emil á nútímahorn með miklum
glæsibrag.
Milli hornverkanna tveggja flutti
Þórarinn Ballöðu í g-moll eftir
Chopin, glæsilegan góðkunningja
píanista og áhugamanna um píanó-
tónlist. Þórarinn spilaði þetta af
krafti og fimi, þótti mér, og mun
hann vera hinn efnilegasti píanisti.
Hann er nú við framhaldsnám hjá
prófessor Eriku Haase í Hannover,
en hafði áður lokið kennara- og ein-
leikaraprófi frá Tónlistarskólanum í
Reykjavík 1987. Emil er hins vegar
búinn að fá vinnu í Þýskalandi sam-
hliða námi hjá Hermanni Baumann
í Essen.
Sig.St.
Læknavakt fyrir Reykjavík, Seltjamames og
Kópavog er í Heilsuvemdarstöð Reykjavikur alla
virka daga frá kl. 17.00 til 08.00 og á laugardög-
um og helgidögum allan sólarhringinn.
Á Seltjamamesi er læknavakt á kvöldin kl.
20.00-21.00 og laugard. kl. 10.00-11.00. Lokaðá
sunnudögum.
Vitjanabeiönir, simaráðleggingar og timapant-
anir í sima 21230. Borgarspítalinn vakt frá kl. 08-
17 alla virka daga fyrir fólk sem ekki-
hefur heimilislækni eða nær ekki til hans (sími
696600) en slysa- og sjúkravakt (Slysadeild)
sinnir slösuðum og skyndiveikum allan sólar-
hringinn (sími 81200). Nánari upplýsingar um
lyfjabúðir og læknaþjónustu erugefnar í sím-
svara 18888.
Ónæmisaðgeröir fyrir fulloröna gegn mænusótt
fara fram á Heilsuvemdarstöð Reykjavíkur á
þriöjudögum kl. 16.00-17.00. Fólk hafi meö sér
ónæmisskírteini.
Seiljamames: Opiö er hjá Tannlæknastofunni
Eiöistorgi 15 virka daga kl. 08.00-17.00 og
20.00- 21.00, laugardaga kl. 10.00-11.00. Sími
612070.
Garðabæn Heilsugæslustööin Garðaflöt 16-18
er opin 8.00-17.00, sími 656066. Læknavakt er í
síma 51100.
Hafnarljöröur: Heilsugæsla Hafnarfjaröar,
Strandgötu 8-10 er opin virka daga kl. 8.00-
17.00, simi 53722. Læknavakt sími 51100.
Kópavogun Heilsugæslan er opin 8.00-18.00
virka daga. Sími 40400.
Keflavík: Neyöarþjónusta er allan sólarhringinn á
Heilsugæslustöö SuÖumesja. Sími: 14000.
Sálræn vandamái: Sálfræöistöðin: Ráögjöf i sál-
fræðilegum efnum. Sími 687075.
Landspítalinn: Alla daga kl. 15 til 16 og kl. 19 til
kl. 20.00. Kvennadeildin: kl. 19.30-20.00.
Sængurkvennadeild: Alla daga vikunnar kl. 15-
16. Heimsóknartími fyrirfeður kl. 19.30-20.30.
Bamaspítali Hringsins: Kl. 13-19 alla daga.
Öldrunariækningadeild Landspítalans Hátúni
10B: Kl. 14-20 og eftir samkomulagi. - Landa-
kotsspítali: Alla virka kl. 15 til kl. 16 og kl. 18.30
til 19.00. Barnadeild 16-17. Heimsóknartími
annarra en foreldra kl. 16-17 daglega. - Borg-
arspítalinn í Fossvogi: Mánudaga til föstudaga
kl. 18.30 til 19.30 og eftir samkomulagi. Álaug-
ardögum og sunnudögum kl. 15-18.
Hafnarbúöir. Alla daga kl. 14 til kl. 17. - Hvíta-
bandiö, hjúkrunardeild: Heimsóknartími frjáls
alla daga. Grensásdeild: Mánudaga ti föstu-
daga kl. 16-19.30. - Laugardaga og sunnu-
daga kl. 14- 19.30. - Heiisuvemdarstöðín: Kl.
14 til kl. 19. - Fæðingarheimili Reykjavíkur: Alla
daga kl. 15.30 til kl. 16.30. - Kleppsspítali: Alla
daga kl. 15.30 til kl. 16 og kl. 18.30 til kl. 19.30.
- Flókadeild: Alla daga kl. 15.30 til kl. 17. Kópa-
vogshæliö: Eftir umtali og kl. 15 til kl. 17 á
helgidögum. - Vífilsstaöaspítali: Heimsóknar-
tími daglega kl. 15-16 og kl. 19.30-20. - SL
Jósepsspítali Hafnarfiröi: Alla daga kl. 15-16
og 19-19.30.
Sunnuhlíö hjúkrunarheimili í Kópavogi: Heim-
sóknartími kl. 14-20 og eftir samkomulagi.
Sjúkrahús Keflavikuríæknishéraös og heilsu-
gæslustöövar: Vaktþjónusta allan sólarhring-
inn. Simi 14000. Keflavík-sjúkrahúsiö: Heim-
sóknartimi virka daga kl. 18.30-19.30. Um
helgarogá hátíöum: Kl. 15.00-16.00 og 19.00-
19.30. Akureyn- sjúkrahúsiö: Heimsóknartími
alla daga kl. 15.30-16.00 og 19.00-20.00. Á
barnadeild og hjúkrunardeild aldraöra Sel 1:
Kl. 14.00-19.00. Slysavarösstofusími frá kl.
22.00- 8.00, sími 22209. Sjúkrahús Akraness:
Heimsóknartími Sjúkrahúss Akraness er alla
daga kl. 15.30- 16.00 og kl. 19.00-19.30.
Reykjavík: Seltjamarnes: Lögreglan sími
611166, slökkviliö og sjúkrabifreiö sími 11100.
Kópavogur Lögreglan sími 41200, slökkvilið
og sjúkrabifreiö sími 11100.
Hafnarljöröur: Lögreglan sími 51166, slökkvilið
og sjúkrabifreiö simi 51100.
Keflavík: Lögreglan simi 15500, slökkviliö og
sjúkrabíll sími 12222, sjúkrahús 14000, 11401
og 11138.
Vestmanneyjar Lögreglan, sími 11666,
slökkvilið sími 12222 og sjúkrahúsiö simi
11955.
Akureyri: Lögreglan símar 23222, 23223 og
23224, slökkviliö og sjúkrabifreiö sími 22222.
(saQöröur: Lögreglan sími 4222, slökkviliö simi
3300, brunasími og sjúkrabifreið simi 3333.