Tíminn - 03.04.1991, Blaðsíða 4
4 Tíminn
Miðvikudagur 3. apríl 1991
Kommúnistar unnu stórsigur í kosningunum:
Vonsviknir stjórnarand-
stæöingar mótmæla
Til harðra átaka kom milli albönsku
lögreglunnar og stuöningsmanna
stjómarandstööunnar í borginni
Shkoder í noröurhluta Albaníu í gær.
Þrír menn létust og a.m.k. 57 særð-
ust. Mótmælendur hafa tekið höfuð-
stöðvar kommúnistaflokksins í borg-
inni á sitt vald.
Óeirðirnar hófust á mánudagskvöld
þegar ljóst þótti að kommúnistar
höfðu unnið stórsigur í þingkosning-
unum á sunnudag. Stuðningsmenn
stjómarandstöðunnar söfnuðust í
kringum höfúðstöðvar kommúnista-
flokksins í Shkoder. Lögreglan skaut
á mótmælendur með fyrrgreindum
afleiðingum. Mótmælendur hertóku
höfuðstöðvar Kommúnistaflokksins
og ætluðu sér þegar síðast fréttist að
varna lögreglunni inngöngu með
vopnum sem þeir fundu í bygging-
unni.
Þá lögðu margir niður vinnu í borg-
inni Kavaje eftir að ljóst þótti að
kommúnistar hefðu farið með sigur
af hólmi í þingkosningunum. „Við
viljum raunverulegt lýðræði og það
mun verða hvað sem það kostar,"
sagði Edmond Korbi, einn af þeim
sem lögðu niður vinnu í Kavaje. Mót-
mælendur brutu rúður í bílum og
Tyrknesk yfirvöld:
Óttast um líf
200.000 Kúrda
Tyrknesk stjómvöld sögðust í
gær óttast um líf yfir 200.000
kúrdískra flóttamanna sem
stefndu á landamærí Týrklands
og skoruðu á Öryggisráð Sam-
einuðu þjóðanna að bregðast við
vandamálinu.
í yfirlýsingu frá Þjóðaröryggis-
ráði TVrklands segir að yfir
200.000 manns, mest konur og
börn, séu í verulegri lífshættu
við landamæri Týrklands. Táls-
maður tyrkneska utanrikisráðu-
neytisins sagði að öllum sendi-
herrum þeirra þjóða, sem hafa
neitunarvald í Öryggisráðinu,
hefði verið kynnt ástandiö og
brýnt hafi verið fyrir þeim að
nauðsynlegt sé að halda fund hjá
ráðinu vegna ástandsins. Hann
sagði einnig að sendiherra íraka í
Ankara hefði verið beðinn um að
koma þeim boðum áleiðis til
íraskra ráðamanna að þau stöðvi
á einhvern máta flóttamanna-
strauminn til Týrklands.
íraski stjórnarherinn hrekur
undanhaldið jafnt og þétt. Tals-
maður uppreisnarmanna sjíta
sagði að vegir til Sýrlands, Tyrk-
lands og írans væru yfirfullir af
flóttafólki og flugvélar og þyrlur
íraska flughersins gerðu loftárás-
ir á það. Reuter-SÞJ
létu öllum illum látum. Samkvæmt
opinberum tölum sem birtar voru í
gær vann Kommúnistaflokkurinn,
sem nú kallast Verkamannaflokkur-
inn, yfirburðasigur í þingkosningun-
um á sunnudag. Verkamannaflokkur-
inn fékk 162 þingsæti af 250, en Lýð-
ræðisflokkurinn, helsta stjómarand-
stöðuaflið, fékk ekki nema 65 sæti.
Fjögur þingsæti skiptust milli tveggja
smáflokka. Á sunnudag verður kosið
að nýju um nítján þingsæti í kjör-
dæmum þar sem frambjóðendur
náðu ekki hreinum meirihluta.
Fylgi Verkamannaflokksins er aðal-
lega í sveitunum, en Lýðræðisflokk-
urinn, sem samanstendur aðallega af
menntamönnum, hefur meira fy\g\ í
borgunum. Þannig vann Lýðræðis-
flokkurinn sigur í Tirana, þar sem for-
setinn Ramiz Alia var í framboði,
Shkoder og fleiri mikilvægum borg-
um. Lýðræðisflokknum var spáð yfir-
burðasigri fyrir kosningamar. Leið-
togar hans skýra tapið í kosningun-
um með því að of lítill tími hafi gefist
til undirbúnings, en aðeins fjórir
mánuðir eru síðan kommúnistar
ákváðu að leyfa starfsemi annarra
stjórnmálaflokka og halda kosningar.
Reuter-SÞJ
Mótmæli hafa brotist út í borgum landsins vegna sigurs kommúnista í
þingkosningunum á sunnudag.
Júgóslavía:
Líkur á borgara-
styrjöld aukast
Miklar óeirðir hafa geisað í hérað-
inu Krajina í Króatíu á síðustu dög-
um. Serbar eru í meiríhluta í hérað-
inu, en þaö liggur að lýðveldinu
Serbíu. Á sunnudag kom til skot-
bardaga milli króatísku lögreglunn-
ar og Serba í ferðamannabænum
Plitivice í Krajina. Einn Serbi og
einn Króati létu lífið og yfír tuttugu
særðust. Á mánudag lýstu leiðtogar
Serba í Krajina yfir að héraðið Kraj-
ina tilheyrði Serbíu. Leiðtogamir
lýstu því einnig yfir að stofnaðar
hefðu verið sveitir sjálfboðaliða og
leiðtogar Serbíu hefðu heitið þeim
vopnum.
Serbar og Króatar eru fjölmenn-
ustu þjóðirnar í Júgóslavíu. Þær
hafa löngum deilt um völd. Góð
sambúð milli þeirra er talin vera
nauðsynleg til að ríkjabandalagið
Júgóslavía haldi velli.
Mesta spennan virðist vera í ferða-
mannabænum Plitivice og í gær
fjölgaði vopnuðum Serbum í bæn-
um og einnig var fjölgað í lögregl-
unni. Júgóslavneski herinn hefur
skorist í leikinn og tók hann sér
stöðu milii lögreglunnar og Serb-
anna.
Herinn hefur skipað króatísku lög-
reglunni að draga sig frá, ellegar
beiti hann valdi. Yfirmenn lögregl-
unnar benda á að herinn hefur ekki
fengið heimild forsetaráðs Júgóslav-
íu til að beita sér gegn þeim. í for-
setaráðinu eru forsetar lýðveldanna
sex og leiðtogar sjálfstjórnarhérað-
anna tveggja. Ráðið er æðsti yfir-
boðari hersins. Yfirmenn hersins
styðja serbnesk yfirvöld og eru á
móti því að ríkjabandalagið klofni,
en Króatía og Slóvenía vilja sjálf-
stæði.
Leiðtogar Króatíu viðurkenna ekki
yfirlýsingu leiðtoga Serba í Krajina-
héraðinu um innlimun í Serbíu og
hafa heitið að beita öllum aðferðum
til að koma á ró í lýðveldinu.
Júgóslavneskir fjölmiðlar skýrðu
frá því í gær að Serbar hefðu reist
vegatálma í nokkrum borgum Króa-
tíu til að verjast árásum lögreglunn-
ar og Króatar, í þeim héruðum þar
sem Serbar eru í meirihluta, hafi
búist til varnar gegn vopnuðum
Serbum. Reuter-SÞJ
Breskum
franir gáfu í gær breskum kaup-
sýslumanni, Roger Cooper, frelsi.
Hann var dæmdur fyrir njósnir árið
1985. Breskir stjómarerindrekar
sögðu frelsun Coopers mikilvæþt
skref í að bæta samskiptin milli Ir-
ans og Bretlands, en minntu á að
enn væru þrír Bretar í haldi upp-
reisnarhópa í Líbanon sem njóta
stuðnings íranskra yfirvalda.
Cooper var í viðskiptaerindum í Te-
heran þegar hann var handtekinn í
Iran:
kaupsýslumanni gefið frelsi
nóvember árið 1985. Hann játaði á
sig njósnir í íranska sjónvarpinu, en
bresk yfirvöld sögðu að hann hefði
verið þvingaður. Cooper staðfesti
það síðan við komuna til Lundúna í
gær.
Samskipti írans og Bretlands
versnuðu mikið þegar Cooper var
handtekinn og þegar Salman
Rushdie gaf út bókina „Söngvar Sat-
ans“. Ríkin slitu stjórnmálasam-
bandi vorið 1989 eftir að bók Rush-
dies hafði verið birt og Khomeini,
þáverandi forseti írans, dæmt
Rushdie til dauða. Samskipti ríkj-
anna hafa hins vegar farið batnandi
á síðustu misserum og þau tóku upp
takmarkað stjórnmálasamband í
september í fyrra. Bretar og íranir
munu hins vegar ekki skiptast á
sendiherrum fyrr en Bretarnir þrír,
sem eru í haldi uppreisnarhópa í
Líbanon, verða látnir lausir.
Ekki er langt síðan breskur dóm-
stóll felldi niður ákærur á hendur ír-
önskum stúdent, sem sakaður var
um að hafa sprengt upp bókabúð
sem seldi „Söngva Satans". Ákær-
urnar voru felldar niður vegna
skorts á sönnunargögnum. írönsk
yfirvöld lýstu yfir ánægju sinni með
ákvörðun dómsins og varaforseti ír-
ans, Mohajerani, sagði að ákvörðun-
in væri jákvæð og sýndi pólitískan
vilja breskra yfirvalda.
Reuter-SÞJ
Fréttayfirlit
ANKARA - tyrknesk stjórn-
völd sögðu t gær að yfir
200.000 íraskir flóttamenn,
mest konur og börn, væru við
landamæri Tyrklands og þau
væru I mikilli lífshættu. Tals-
menn uppreisnarmanna sjíta
sögðu að fiugvélar og þyrlur
iraska flughersins gerðu loft-
árásir á flóttafólkið.
OHAHRAN, Saudi-Arabíu
Næstum þriðjungur banda-
rísku hermannanna sem voru
sendir til Persaflóa hafa verið
kallaðir heim, að sögn banda-
riskra heryfirvalda.
MOSKVA - Verð ýmissa vöru-
tegunda í sovéskum verslun-
um tvö- og þrefaldaðist í gær.
Forsætisráðherra Sovétríkj-
anna, Valentin Pavlov, átti fund
með kolanámumönnum í gær,
en þeir eru í verkfalli.
JERÚSALEM - Ehud Olmert,
ráðherra í ísraelsku rikisstjórn-
inni, sagði í gær að ríkisstjórn-
in hefði gefið ísraelskum ör-
yggissveitum heimild til meiri
hörku gagnvart Palestínu-
mönnum.
TEHERAN - Irönsk yfirvöld
stigu stórt skref i gær til að
koma samskiptum Irans og
Bretlands i eðlilegt horf þegar
þau gáfu breska kaupsýslu-
manninum Roger Cooper
frelsi, en hann hefur verið í
fangelsi i íran sfðan 1985 fyrir
njósnir.
TIRANA - Þrir menn létust (
borginni Shkoder í norðurhluta
Albaniu og a.m.k. fimmtíu og
sjö særðust i átökum lögreglu
og manna sem voru að mót-
mæla úrslitum kosninganna á
sunnudag þar sem kommún-
istar unnu stórsigur.
PLITIVICE, Júgóslavíu -
Mikil hætta er nú á borgara-
styrjöld í Júgósiaviu. Leiðtogar
Serba í Króatíu lýstu yfir á
mánudag að héraðið Krajina,
þar sem Serbar eru í meiri-
hluta, tllheyrði Serbíu. Á
sunnudag létust tveir og tutt-
ugu særðust í átökum milli
króatísku lögreglunnar og
Serba i ferðamannabænum
Plitivice.
KARLSRUHE, Þýskalandi
Skæruliðasamtökin Rauðu
herdeildirnar lýstu yfir ábyrgð
sinni á morðinu á Detlev Roh-
wedder, yfirmanni einkavæð-
ingar ríkisfyrirtækja i Austur-
Þýskalandi í gær. Morðið er
talið enn eitt áfallið fyrir Helmut
Kohl kanslara, sem sætir vax-
andi gagnrýni fyrir framgöngu
stjórnar sinnar í málefnum
Austur-Þýskalands.
ROERMOND, Hollandi -
Hollenskur dómstóil dæmdi f
gær (rann Gerard Harte til átj-
án ára fangelsisvistar vegna
morða (rska lýðveldishersins
(IRA) á tveimur áströlskum tú-
ristum i maí síðastliönum.
KAIRÓ - Khaled Abdel-Nass-
er, elsti sonur Gamai Abdel-
Nasser fyrrverandi forseta Eg-
yptalands, var i gær sýknaöur
af ákærum um að eiga þátt í
morðum á israelskum stjórnar-
erindrekum á árunum 1984-
1987 sem skæruliðasamtökin
Egypska byltingin lýsti á hend-
ur sér.
NEW YORK - Bandaríski
danshöfundurinn Martha Gra-
ham lést í gær, 96 ára að aidri.
Hún er einn frægasti danshöf-
undur sem uppi hefur verið.
Reuter-SÞJ
-ilLtc ilbOia J 'áTl/ií
TUOf»