Tíminn - 03.04.1991, Side 7

Tíminn - 03.04.1991, Side 7
Miðvikudagur 3. apríl 1991 Tíminn 7 VETTVANGUR Hverjir ráða mestu í E.B.? Strax 11 árum eftir stríðslok í Evrópu, 1956, kom það opinskátt fram hjá Ludwig Erhard, efnahagsráðherra og seinna kanslara Þýskalands, og sumum samstarfsmönnum hans að ósigrí á vígvöllunum yrði snúið í sigur og völd á efnahagssviði. Og nú 1991, 46 árum eftir stríðslok, hveijir standa uppi sigurvegarar? Þjóðverjar og Japanir. Hvaða fjármálaöfl, jafnvel sömu ættir stóðu bakvið Bismarck, Vil- hjálm II. voru í valdsmannahópi í seinni heimsstyrjöld, á bak við Kohl kanslara, og ráða mestu í E.B. nú? Yfirgnæfandi þýskur dugnaður og peningavald. En er ekki bandalagið hagsmunasam- band frjálsra ríkja? Jafnvel í bið- stofu E.B. — efnahagssvæði Evr- ópu, E.E.S. — á að gilda yfir 10 þús. blaðsíðna lagasafn sem í mörgu skal standa ofar lögum ein- stakra ríkja. Mjög er því fagnað að Austurevr- ópuþjóðir eru að losna undan fargi kúgunar og ófrelsis. Þó virðast margir fúsir að ganga í tröllabjörg Miðevrópuvalds og láta múra sig inni frá frjálsum skiptum við af- ganginn af heimsbyggðinni. Er þetta ekki þversögn í geði? Fyrr höfum við komist í kast við þetta vald. Vel skyldum við muna þá heillamenn, sem mestu réðu er hafnað var samningum við þýskt flugfélag rétt fyrir seinni heims- styrjöld og hugað vestar á heims- byggð. Nýlega var 7 þátta röð í ríkissjón- varpi, er hét því leiðandi nafni: ís- land í Evrópu. Landkönnuðurinn Vilhjálmur Stefánsson kallaði ís- land fyrsta ameríska lýðveldið. Og hvað segir landafræðin? Yfir ís- land, meðal annars um eldsprung- ur Kröflugosa, liggja flekaskil Evr- ópu og Ameríku. I vinsælum söngtexta segir: „Veg- ir liggja til allra átta.“ Okkur hefur ' gefist sú afburða aðstaða, sem bók- staflega felst í þessum orðum. Við eigum ein ágætustu fiskimið heims, tiltölulega ómengað, stór- Víð erum í fágætri að- stöðu til að semja frjáls- irog óháðirtil allraátta, endist okkur metnaður og manndómur til. brotið og kostaríkt land og vel mennta þjóð. Ekki getum við, 250 þúsund sálir, skákað með fjölmenni. En með samstöðu okkar, nærðri frá ríkri arfleifð mennta og metnaði sam- tíðar. Sigurður Nordal skrifaði eitt sinn um þriðju ritningu Vesturlanda er sækja mætti í sagnaauð okkar, við hlið þeirra sem Gyðingar og Grikkir voru farvegir fyrir. Á norðvesturströndum megin- lands Evrópu og á Bretlandseyjum lifðu mikil menningarsamfélög með ríka sagnahefð og eigin tungu. Allmikið en ómælanlegt blóð hefur þaðan runnið í okkar ættir. Ómæld eru líka áhrif þeirra á þá þjóðlegu kristni, sem hér mótaði samfélag um aldir, áður en páfar þröngvuðu hingað sínum „Rómarsamningi" — valdi er standa skyldi ofar ís- lenskum lögum. Þetta fólk hefur tapað þjóðtungum sínum fyrir ásókn „yfirþjóða" og enn linnir ekki átökum á Norður- írlandi. Við eigum land á mótum Evrópu og Ameríku — hæfilega langt frá báðum, og á flugleiðinni til Aust- ur-Asíu, en í Japan er vænlegast að selja flest það er að nýjungum verður í vöruþróun. Við erum í fágætri aðstöðu til að semja frjálsir og óháðir til allra átta, endist okkur metnaður og manndómur til. Á tímum landhelgisdeilna stóð- um við öll saman í þjóðlegum metnaði. Nú heyjum við enn af- drifaríkari landhelgisbaráttu. Ekki til einangrunar eða afturhalds til úreltra gilda, heldur hið gagn- stæða. Til að eiga heimsbyggðina alla að frjálsum vettvangi. Ættjarðarást og metnaður um sérstöðu eru sígild. Án oflætis. Einar Benediktsson kvað í sínu Sóleyjarkvæði: Föðmuö af ylstraum á eina hlið, á aðra af sæfrerans harðleikna taki, áttvís á tvennar álfustrendur, einbýl, jafnvíg á báðar hendur, situr hún hafsins höfuðmið. í þessum orðum skáldsins er vel lýst hnattstöðu íslands og afstöðu til heimsálfa í austri og vestri. Þótt íslendingar búi ekki í nánu sam- býli við neina þjóð er íslenska þjóðin eigi að síður miðsvæðis í heiminum. Hlöðver Þ. Hlöðversson Þórarinn Þórarinsson: Uffe Ellemann-Jensen og samningar Efta og EB Danski utanríkisráðherrann, Uffe EHemann-Jensen, hefur sent íslendingum boðskap sinn í grein, sem birtist í Morgunblaðinu 23. mars síðastliðinn. Boðskapur danska ráðherrans er eins og vænta mátti, að íslendingum berí að elta Dani eins og áður fyrr og ganga í EB. Rök danska ráðherrans eru m.a. þessi: „Saga Norðurlandanna sýnir greinilega að hin einstöku ríki hafa ávallt kosið að tengjast meginlandi Evrópu pólitískt á mismunandi vegu.“ Af þessum orðum hins danska ráðherra verður ekki annað skilið en að hann telji ekki ísland til Norðurlanda. Reynsla ísiendinga á þessari öld sýnir, að þegar mest hefur reynt á, hefur Island talið nauðsynlegt að leita sér stuðnings í öðrum áttum. í heimsstyrjöld- inni síðari, þegar mest reyndi á, lögðu íslendingar kapp á að rjúfa tengslin við Danmörku til þess að dragast ekki með Dönum inn í Evrópu, og til þess að leita sér stuðnings í öðrum áttum. íslend- ingar höfnuðu ástsælum dönskum konungi og leituðu samstarfs við Bandaríkin, sem hefur reynst þeim vel og haldist til jiessa dags. Það gæti rofnað, ef Islendingar eltu Dani inn í EB. Innan EB er nú sterk hreyfing, sem vill láta banda- lagið taka við vörnum Vestur-Evr- ópu og gera hana óháða Bandaríkj- unum. Það gæti því leitt af því, ef við eltum Dani inn í EB, að við Þeir, sem eru fylgjandi aðild fslands að EB reyna að hræða íslend- inga með því, að þeir muni einangrast frá Evrópu og slíta öll menningarleg og fé- lagsleg tengsli við Evr- ópulöndin. Þessu sama var haldið fram þegar við slitum stjómarfars- leg tengsli við Dan- mörku, að þar með værí höggvið á öll tengsli við Danmörku og raunar önnur Norðurlönd. Reyndin hefur orðið þveröfug. yrðum að slíta tengslin við Banda- ríkin. Áður en ísland getur tekið ákvörðun um að sækja um aðild að EB, þarf það að verða Ijóst, hvað verður úr því brölti Evrópuþjóða að breyta því í hernaðarbandalag, sem annist varnir Vestur-Evrópu, án tengsla við Bandaríkin. Þeir, sem eru fylgjandi aðiid ís- lands að EB reyna að hræða ís- lendinga með því, að þeir muni einangrast frá Evrópu og slíta öll menningarleg og félagsleg tengsli við Evrópulöndin. Þessu sama var haldið fram þegar við slitum stjórnarfarsleg tengsli við Dan- mörku, að þar með væri höggvið á öll tengsli við Danmörku og raun- ar önnur Norðurlönd. Reyndin hefur orðið þveröfug. Sambandið við Danmörku hefur stórbatnað og norræn samvinna með þátttöku íslendinga hefur blómgast. Ég hef ekki þá vantrú á Evrópuþjóðum að þær muni einangra Islendinga, ef þeir ganga ekki í EB; þvert á móti hygg ég, að Evrópumenn muni þá veita hinni sjálfstæðu eyju úti í miðju Atlantshafi og menningu hennar enn meiri athygli og vinna að því að styrkja menningarleg og félagsleg sambönd við hana. Ég ætla þá að víkja að þeim þætti í grein danska ráðherrans sem er Uffé Ellemann-Jensen vægast sagt barnaleg ímyndun hans í mínum augum. Hún er sú, að ef Norðurlönd öll gengju í EB gætu þau myndað samtök innan EB, sem gætu orðið áhrifameiri en sameinað Þýskaland. í fyrsta lagi er það augljóst, að Þjóðverjar hafa 4-5 sinnum fleira fólk á bak við sig en Norðurlönd öll samanlagt og hlyti því afstaða þeirra að vega meira en Norðurlandamanna. Annað myndu þeir ekki sætta sig við til lengdar. Hitt er það, að erfitt mun reynast að sameina alla fulltrúa Norðurlanda í eina heild, því að þeir eru tilnefndir af ólíkum flokkum og hefur því aldrei verið reynt að gera Norður- landaráð að pólitískri stofnun. Þannig mundi reynast erfitt að láta norræna fulltrúa mynda samstæð- an hóp í hafréttarmálum. Á Hafrétt- arráðstefnunni tókst aldrei að fá norræna fulltrúa til að mynda sam- stæðan hóp í einu mesta deilumál- inu, víðáttu fiskveiðilögsögunnar. Þar beittu Svíar sér eindregið gegn íslendingum og Norðmönnum og stóðu með meginlandsþjóðum í þeim átökum. Danir virtust líka þeirrar skoðunar, en höfðu hægt um sig vegna Grænlendinga og Færeyinga. Ég óttast að ekki reynist unnt að mynda samstæðan hóp norrænna fulltrúa um þessi mál innan EB, ef til kæmi. Það er af þessum ástæðum, sem ég hef aldrei haft trú á, að samn- ingar myndu takast milli EB og Efta um evrópskt efnahagssvæði. Þegar til alvörunnar kemur munu Svíar bregðast íslendingum eða reyna að þvinga þá til undanhalds. Ég hefi því vissan grun um það að stefnufestan geti bilað hjá Islend- ingum á hinum sameiginlega ráð- herrafundi EB og Efta, sem á að reyna að ná samkomulagi í næsta mánuði.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.