Tíminn - 03.04.1991, Qupperneq 13
Miðvikudagur 3. apríl 1991
Tíminn 13
BILALEIGA
AKUREYRAR
Traustir hlekkir
í sveiganlegri keðju
hringinn í kringum landið
Bflaleiga með útibú
allt í kringum landið,
gera þír möguiegt að leigja bíl
á cinum stað
og skila honum á öðrum.
Nvjustu
MITSUBISHI
bílarnir alltaf til taks
Reykjavík: 91-686915
Akureyri: 96-21715
Borgarnes: 93-71618
ísafjöröur: 94-3574
Blönduós: 95-24350
Sauðárkrókur: 95-35828
Egilsstaðir: 97-11623
Vopnafjörður: 97-31145
Höfn í Hornaf.: 97-81303
ÓDÝRIR
HELGARPAKKAR
Robln
Rafstöðvar
OG
dælur
FRÁ
BENSÍN EÐA DIESEL
Mjög gott verð
Rafst.: 600-5000 W
Dælur: 130-1800 l/mín
Ingvar
Helgason hf.
Sævarhöfða 2
Sími 91-674000
Umsjónarmaður tölvumála
Búnaðarfélag íslands óskar að ráða umsjónar-
mann tölvumála hjá félaginu. Starfið krefst góðr-
ar kunnáttu í gerð hugbúnaðar og notkun vél-
búnaðar. Góð búfræði- og landbúnaðarþekking
er æskileg.
Umsóknir sendist til Búnaðarfélags ísiands fyrir
25. apríl nk.
Nánari upplýsingar veita Pétur Þór Jónasson og
Jónas Jónsson í síma 19200.
Búnaðarfélag íslands
Bændahöllinni
Pósthólf 7080 -127 Reykjavík.
Framtíðarstarf
Starfskraftur með vélritunar- og
enskukunnáttu^ óskast.
Viðkomandi þarf að setja sig inn í
tölvusamskipti og innskrift á auglýs-
ingum.
Upplýsingar hjá framkvæmdastjóra í
síma 686300.
Notaö &nýtt
KOSNINGA-
MIÐSTÖÐIN pf —á
BORGARTÚNI 22 ri*
jjjk REYKJAVÍK
BwC * Gestgjafar miðvikudaginn 3. ■lU' .
GunnarB.
Guðmundsson
apríl: Gunnar B. Guðmundsson
og Anna Kristinsdóttir.
Anna
Kristinsdóttir
Fjaðrafok út af ummælum
Vanessu Redgrave
vegna Persaflóastríðs
Breska leikkonan Vanessa
Redgrave þykir heldur betur fara
sínar eigin og róttæku leiðir í
stjórnmálum. Og hún liggur
ekki á skoðunum sínum þó að
hún viti áreiðanlega að þær eiga
ekki upp á pallborðið hjá hinum
breiða meirihluta almennings
sem dansar eftir pípu ráðandi
valds hverju sinni.
í nýafstöðnu Persaflóastríði lét
Vanessa sem oftar rödd sína
heyrast þegar hún hvatti til þess
að „hersveitir Bandaríkjamanna,
Breta og annarra heimsveldis-
sinna“ yrðu kallaðar heim áður
en átökin hófust. Auðvitað var
ekkert hlustað á hana frekar en
endranær, en þessi orð hennar
urðu fleyg og höfðu ýmsar af-
leiðingar, m.a. þær að rift var
samningi sem gerður hafði verið
við hana um að leika á sviði í
Boston.
Meira veður hefur þó verið gert
í fjölmiðlum af því að sagt er að
slest hafi alvarlega upp á vinskap
hennar og Lynn systur hennar
sem búsett er í Bandaríkjunum
og lítur á þau sem heimkynni
sín. Ef satt er er þetta sérlega
óheppilegur tími fyrir vinslit
þeirra systra þar sem þær leika
saman um þessar mundir, ásamt
bróðurdóttur sinni Jemmu, í
leikriti Tsékovs, „Þrjár systur" og
hefur sýningin fengið ákaflega
góða dóma og víða verið sett
upp.
Þessa dagana eru „Þrjár systur"
á fjölunum í Zúrich í Sviss og
þar eins og annárs staðar eru
systurnar hundeltar af frétta-
mönnum sem spyrja þær í þaula
um ósamlyndið. Þegar Vanessa
verður fýrir svörum vill hún
gera lítið úr því og svarar ein-
faldlega: „Ef fólk með ólíkar
skoðanir getur ekki unnið og lif-
að í sátt og samlyndi þýddi það
hreinlega að mannkynið væri
búið að vera“. Þegar farið er að
spyrja hana um álit hennar á
um þessa dagana. Þá vitum við
það.
Vanessa Redgrave er stöðugt spurð hvort hún og Lynn systir henn-
ar séu orðnar óvinir. Hún er minna spurð um samvinnu þeirra í
„Þrem systrum" en leiksýningin hefur fengið frábæra dóma.
Persaflóastríðinu, sem ætti þó að
vera öllum kunnugt eftir allan
fréttaburðinn, grípur framleið-
andi sýningarinnar í taumana.
Sýningin „Þrjár systur" hefur
fengið frábæra dóma eins og fyrr
segir og enginn neitar því að þær
Redgrave-frænkur eru allar
mjög góðar leikkonur. Þær búa
allar á sama hótgli í Zúrich, en
sagt er að systurnar tvær eigi fátt
vantalað hvor við aðra í frítím-
Gerír það gott
á fótleaaiunum!
Það er ekki nóg með að Kim
hafi fallega fótleggi. Hún kann
líka þá list að fara í sokkana á
þokkafulian hátt og þykir það
góð auglýsing fýrir sokkafyrir-
tækið.
J 1
Leikkonan Kim Basinger hefur
heldur betur dottið í lukkupott-
inn, og getur þakkað það fótleggj-
unum. Hún hefur nýverið gert
tveggja ára auglýsingasamning
við sokkafyrirtæki og fær fjórar
milljónir dollara á þessum tíma
fyrir það eitt að koma fram í
tveim auglýsingum og sitja fyrir
hjá Ijósmyndara tvisvar.
Tálsmaður fyrirtækisins er al-
sæll og þykist hafa gert góð við-
skipti þar sem Kim sé „hin full-
komna kona“, hún sé kvenleg,
mjög munaðarfull og ákaflega fal-
leg. Og varla fær þessi 35 ára feg-
urðardís og fyrrverandi Playboy
fyrirsæta áhyggjuhrukkur á
næstunni vegna peningamála.
Kim Basinger er „hin full-
komna kona“ segir sokkafram-
leiðandinn og finnst það fjög-
urra milljóna doliara virði að fá
hana til að auglýsa vaming
fýrirtækisins.