Tíminn - 17.04.1991, Side 10

Tíminn - 17.04.1991, Side 10
10 Tíminn Miðvikudagur 17. apríl 1991 MINNING Bjami Stefánsson formlistamaður Fæddur 13. september 1923 Dáinn 27. mars 1991 Þann 5. apríl sl. var til moldar bor- inn, Bjarni Stefánsson, formlista- maður við Þjóðleikhúsið í Reykja- vík. Jarðarförin fór fram í kyrrþey að ósk Bjarna. Bjarni fæddist að Steinholti í Gler- árþorpi við Akureyri 13. sept. 1923. Hann var sonur sæmdarhjónanna, Stefáns Kristjánssonar, sjómanns og starfsmanns Gefjunar, og Kristínar Bjarnadóttur konu hans. Þau eru nú látin fyrir nokkrum árum síðan. Þegar Bjarni var á 5. ári fluttist fjöl- skyldan til Reykjavíkur, ásamt yngri bróður hans, Braga, og þar fæddust yngri bræður hans, Baldur prentari og Höskuldur blikksmiður. Ég kynntist Bjarna fyrst þegar hann bjó að Freyjugötu 1, á fimmta áratugnum, en þar bjó einnig Skúli Hansen tannlæknir, sem var söng- unnandi, plötusafnari og diskofil eins og það er kallað á plötumáli. Við ívar heitinn Helgason, sem einnig var kunnur plötuvinur, kom- um oft til Skúla, þá til að heyra nýj- ustu sendingar bestu samtíma söngvara sem til voru, en Skúli fékk plötur þessar frá Mflanó og London, einnig á ferðum sínum víða um lönd á þessum árum. Skúli kynnti okkur fyrir Bjarna, sem einnig var plötu- safnari og diskofil. Þar tókust kynni með okkur og vinátta sem stóð alla tíð síðan og hef ég talið Bjarna til minna bestu vina. Bjarni gekk í Myndlistaskólann í nokkur ár og var myndlistamennt- aður hjá Jóhanni Briem og Finni Jónssyni listmálurum. Síðar var Bjarni um skeið í Englandi við formlistanám. Á eftirstríðsárunum vann hann um tíma við nokkur leik- hús þar í landi. Bjarni kvæntist Guðbjörgu Bene- diktsdóttur ritara, en þau slitu sam- vistum í vinsemd eftir nokkur ár. Bjarni var barnlaus. í kringum 1947 eða 8, stóð fyrir dyrum Snorrahátíðin mikla í Reyk- holti. Guðlaugur Rósinkranz, verð- andi Þjóðleikhússtjóri, var fram- kvæmdastjóri hátíðarinnar. Hann fékk Bjarna ásamt fleirum til að annast skreytingar hátíðarsvæðis- ins, sem tókst mjög vel og vakti at- hygli fyrir smekkvísi og kunnáttu. Guðlaugur sá í Bjarna þann hugvit- sama formlistamann sem hann taldi Þjóðleikhúsið ekki mega missa af, og réð hann til starfa þar sem Bjarni starfaði til dauðadags. Bjarni var mjög fær formlistamað- ur. Margar af styttum hans, Mad- onnum og skúlptúrum af Rómverj- um voru gerðar úr frauðplasti, sem tóku slíkum breytingum í höndum hans að gestum leikhússins sýndust þær gerðar úr þungum marmara, Bjami Stefánsson og rómverskir skúlptúrar í Þjóðleikhúsinu. séð utan úr sal, svo maður nefni ekki allar grímurnar og vasana frá öllum tímum. Það eru því miður ekki margir sem átta sig á því hve gífurleg vinna og útsjónarsemi ligg- ur að baki formlistagerð, djúphugs- uð kunnátta og mikill tillestur. Þess oftar undrar mann hve fákunnandi eða ófróðir sumir leiklistarumsegj- endur eru þegar þeir fjalla um leik- verk eða óperur að þeim yfirsést oft- ar en sjaldan sá þáttur formlistar, sem bjargar oft lélegri leikmynda- gerð. Bjarni hafði mörg áhugamál og ólík, öll menningar- og listalegs eðl- is. Um árabil stundaði hann Ijós- myndun með ágætum árangri og stúderaði þessi fræði vel. Þessi list- grein kom honum oft vel í starfi hans við leikhúsið. Þess má geta að myndir teknar af Bjarna hafa birst í erlendum tímaritum. Gaman var að fara með honum á málverkasýningar. Hann var sér- fræðingur í þessu og benti okkur á hin ýmsu tilþrif og einkenni sem við komum ekki alltaf auga á við íyrstu sýn. Eins og margir vita var Bjarni frá- bær teiknari og það er synd að hann skyldi ekki hafa haft sig nokkuð í frammi á því sviði, því það var ástæða til, hann átti þar erindi. Bjarni var mikill bókaáhugamaður og var tíður gestur á bókauppboð- um. Hann átti vandað sérvalið einkabókasafn á ýmsum málum um velflest áhugamál sín. Einnig átti hann frumútgáfur margra góðra verka, enda var Bjarni ágætur tungumálamaður, talaði frönsku og ensku reiprennandi, skildi og las ítölsku og eitthvað í þýsku. Svo verður ekki skilið við Bjarna Stefánsson vin minn, að ekki verði minnst á aðaláhugamál hans alla ævi, en það var tónlistaráhugi hans. Músík umlék Bjarna allt hans líf og þá sérflagi sönglistin, drottning list- Norðuriandskjördæmi eystra Aðalkosningaskrifstofa framsóknarmanna í Norðurlandskjördæmi eystra að Hafnarstræti 90, Akureyri, símar 96-21180, 96-26054 og 96-26425 er opin alla virka daga frá kl. 9.00-22.00. Höfum einnig opnað skrifstofu á Dalvík, Hafnarbraut 5, sími 96-63191 og á Húsavík, Garðarsbraut 5, sími 96-41225. anna. Hann var mikill plötusafnari, diskofil, og í meira lagi vandlátur með söngvara. Plötusafn hans var sérvalið úrvalslið bestu söngvara í heimi á öllum tímum. Bjarni gerði skýran mun á þvf fáfengilega dúlli sem við höfum haft í kringum okkur undanfarið, og glæsilegum óperu- söng fyrri ára, enda var hann meira og minna þátttakandi í þeim óperu- sýningum sem skilið hafa eftir sig umtalsverðar listrænar endurminn- ingar. Það er varla hægt annað en að minnast á örfáa af þeim frægu og al- þekktu söngvurum sem allir plötu- vinir og safnarar þekkja og Bjarni hreifst svo af. Til að mynda Giovanni Zenatello, einn mesta Othello aldar- innar, sérstaklega „Esultate", inn- komu Othellos, atriði sem var tekið upp á sýningu 1928, og er talið það besta sem hefur verið gert, eða óper- an Aida frá 1929 með A. Pertille sem Radames og Dusolinu Giannini sem Aidu, talin klassískasta og best sungna innspilningin sem gerð hef- ur verið. Dusolina söng Aidu á móti Pétri Á. Jónssyni í Þýskalandi 1928. Franski söngvarinn Léon Escalais, hinn frægi Cesar Vezzani frá Kor- síku sem söng Faust, komplett 1933 með hinum fræga Frakka Marcel Jo- urnet. Svo maður nefni suma fræg- ustu Wagnersöngvara aldarinnar sem allir þekkja, t.d. Franz Völker, Max Lorenz, Lauritz Melchior, Leo Slezak. Bjarni var mjög imponerað- ur af gríska tenórsöngvaranum fræga Ulysses Lappas, og átti margar plötur með honum eða Urbano, Chaljapin, Spani. Belcantomeistari aldarinnar, Tito Schipa, G. de Luca, hinn fræga tenór Pattiera, hin ítalska Carmen, Gabriella Besanz- oni, svo mætti lengi halda áfram. Þess má geta að Bjarni stóð í bréfa- skriftum við marga af ofangreindu listafólki. Margir íslenskir söngvarar höfðu það kvalitet sem hreif Bjarna svo mjög hver á sinn veg, eins og Pétur Á. Jónsson, María Markan, Stefán ís- landi, Sigurður Skagfield, Gunnar Pálsson, Einar Hjaltested, Eggert Stefánsson o.fl. Bjarni var alla tíð mikill náttúru- unnandi. Hann ferðaðist vítt og breitt um landið, og dáðist að gróðri þess og fegurð. Hann ferðaðist mik- ið með Ferðafélagi íslands. í Öræf- unum hlustaði hann með andakt á hina stóru symfóníu, symfóníu þagnarinnar, með sóló ívafi smá- fuglanna. Sú symfónía er aðeins leikin í óbyggðum íslands, þessi hljómkviða. Sú var tíðin að plötuvinir komu saman á laugardögum hjá Ásmundi í Gramminu til að ræða málin og panta sérvaldar hljómplötur, með bestu söngvurum heimsins. Þar var líka drukkið kaffi, hlustað á músík og skoðaðir listar. Þegar best tókst til varð stemmningin eins og á Café Momus. Nú heyrir það sögunni til. Bjarni var oft gestur okkar hjóna við ýmis tækifæri. Mörg voru þau vellukkuð gamlárskvöldin og skemmtileg, þegar hann og aðrir vinir komu. Hann var skemmtilegur og kom vel fyrir í hvívetna, kurteis, ræðinn og hafði frá mörgu að segja á sinn sérstaka hátt og var þakklátur fyrir hvaðeina sem fyrir hann var gert. Það var alltaf ánægjulegt að fá Bjarna í heimsókn. Bjarni kom oft á heimili bróður síns, Baldurs Stefánssonar prentara, og konu hans, frú Bergþóru Frið- geirsdóttur, bæði við hátíðleg tæki- færi svo og þegar erfiðleikar Bjarna og sjúkdómur sóttu að. Naut hann umönnunar þeirra og hjálpsemi þar til yfir lauk. Bjarni lést á Borgarspítalanum 27. mars sl. eftir stutta en erfiða legu, langt um aldur fram. Það gaf lífinu gildi að hafa þekkt Bjarna, átt sam- leið með honum og eiga hann að vini. Við Maddý og fjölskyldan öll þökk- um honum samfylgdina. Minningin lifir um þennan hýra og glaða heið- ursmann sem vildi öllum svo vel. Hvfli hann í friði. Maríus Blomsterberg Kópavogur Kosningahátíð Stelngrimur Hermannsson Guðrún Alda Harðardóttir Siguröur Geirdal Kosningahátíð B-listans í Kópavogi verður haldin í Félagsheimili Kópavogs, fimmtu- daginn 18. apríl. Stutt ávörp. Fjölbreytt skemmtiatriði. Húsið opnað kl. 20.30. Kvöld-, nætur- og helgldagavarsla apóteka I Reykjavík 12.-18. april er I Ingólfsapóteki og Lyfjabcrgi, Breiðhoiti. Það apótek sem fyrr er nefnt annast eitt vörsluna fró kl. 22.00 að kvöldi til kl. 9.00 að morgnj virka daga en kl. 22.00 á sunnudögum. Upplýslngar um læknis- og tyfla- þjónustu eru gefnar I sima 18888. Neyðarvakt Tannlæknafélags islands er starfrækt um helgar og á stórhátiðum. Sím- svari 681041. Hafnartjörðun Hafnarfjarðar apótek og Norð- urbæjar apótek eru opin á virkum dögum frá kl. 9.00-18.30 og til skiptis annan hvem laug- ardag kl. 10.00-13.00 og sunnudag kl. 10.00- 12.00. Upplýsingar I simsvara nr. 51600. Akureyri: Akureyrar apótek og Stjömu apótek eru opin virka daga á opnunartima búða. Apó- tekin skiptast á sina vikuna hvort að sinna kvöld-, nætur- og helgidagavörslu. Á kvöldin er opiö í þvl apóteki sem sér um þessa vörslu, til kl. 19.00. Á helgidögum er opið frá kl. 11.00- 12.00 og 20.00-21.00. Á öðrum timum er lyfja- fræðingur á bakvakt. Upplýsingar eru gefnar I slma 22445. Apótek Keflavíkur Opifl virka daga frá k. 9.00- 19.00. Laugardaga, helgidaga og almenna frl- daga kl. 10.00-12.00. Apótek Vestmannaeyja: Opið virka daga frá kl. 8.00-18.00. Lokað i hádeginu milli kl. 12.30- 14.00. SeHoss: Selfoss apótek er opið til kl. 18.30. Opið er á laugardögum og sunnudögum kl. 10.00-12.00. Akranes: Apótek bæjarins er opið virka daga til kl. 18.30. Opiö er á laugardögum kl. 10.00- 13.00 og sunnudögum kl. 13.00-14.00. Garðabæn Apótekið er opið rúmhelga daga kl. 9.00-18.30, en laugardaga kl. 11.00-14.00. Læknavakt Læknavakt fyrir Reykjavfk, Seltjamames og Kópavog er I Heilsuvemdarstöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17.00 til 08.00 og á laugardög- um og helgidögum allan sóiarhringinn. Á Seftjamamesi er læknavakt á kvöldin kl. 20.00-21.00 oglaugard. Id. 10.00-11.00. Lokaöá sunnudögum. Vitjanabeiðnir, simaráöleggingar og timapant- anir I slma 21230. Borgarsprtalinn vaktfrá Id. 08- 17 alla virka daga fyrir fólk sem ekki- hefur heimilislækni eða nær ekki til hans (slmi 696600) en slysa- og sjúkravakt (Slysadeild) sinnir slösuðum og skyndiveikum allan sólar- hringinn (simi 81200). Nánari upplýsingar um lyfjabúöir og læknaþjónustu emgefnar i slm- svara 18888. Ónæmisaðgeföir fyrir fullorðna gegn mænusótt fara fram á Heilsuvemdarstöð Reykjavikur á þriðjudögum kl. 16.00-17.00. Fólk hafi með sér ónæmissklrteini. Sefljamames: Opið er hjá Tannlæknastofunni Eiðistorgi 15 virka daga kl. 08.00-17.00 og 20.00- 21.00, laugardaga kl. 10.00-11.00. Simi 612070. Garðabæn Heilsugæslustöðin Garðaflöt 16-18 er opin 8.00-17.00, slmi 656066. Læknavakt er I sima 51100. Hafnarijöröur Heilsugæsla Hafnarfjarðar, Strandgötu 8-10 er opin virka daga kl. 8.00- 17.00, slmi 53722. Læknavakt simi 51100. Kópavogur Heilsugæslan er opin 8.00-18.00 virka daga. Simi 40400. Keflavflc Neyðarþjónusta er allan sólarhringinn á Heilsugæslustöð Suðumesja. Simi: 14000. Sáiræn vandamái: Sálfræðistöðin: Ráðgjöf I sál- fræðilegum efnum. Simi 687075. Landspítalinn: Alla daga kl. 15 til 16 og kl. 19 til kl. 20.00. Kvenrtadetldin: kl. 19.30-20.00. Sængurkvennadeild: Alla daga vikunnar kl. 15- 16. Heimsóknartimi fyrir feður kl. 19.30-20.30. Bamaspitail Hringsins: Kt. 13-19 alla daga. Öldmnarfæknlngadelld Landspitalans Hátúni 10B: Kl. 14-20 og eftir samkomulagi. - Landa- kotsspitali: Alla virka kl. 15 til kl. 16ogkl. 18.30 til 19.00. Barnadeild 16-17. Heimsóknartimi annarra en foreldra kl. 16-17 daglega. - Borg- arsprtalinn I Fossvogi: Mánudaga til föstudaga kl. 18.306119.30ogeftirsamkomulagi. Álaug- ardögum og sunnudögum kl. 15-18. Hafnarbúðir Alla daga kl. 14 til kl. 17. - Hvfta- bandið, hjúkmnardeild: Heimsóknartimi frjáls alla daga. Grensásdeild: Mánudaga ti föstu- daga kl. 16-19.30. - Laugardaga og sunnu- daga kl. 14- 19.30. - Heilsuvemdarstöðin: Kl. 14 til kl. 19. - Fæöingarheimili Reykjavikur: Alla daga kl. 15.30 til kl. 16.30. - Kleppssprtali: Alla daga kl. 15.3061 kl. 16ogkl. 18.30 61 kl. 19.30. - Flókadeild: Alla daga kl. 15.30 til kl. 17. Kópa- vogshæiið: Eftir umtali og kl. 15 til kl. 17 á helgidögum. - Vifilsstaðasprtali: Heimsóknar- timi daglega kl. 15-16 og kl. 19.30-20. - St Jósepsspítali Hafnarfiröi: Alla daga kl. 15-16 og 19-19.30. SunnuNið hjúkmnarheimili I Kópavogi: Heim- sóknartími kl. 14-20 og eftir samkomulagi. Sjúkrahús Keflavikuriæknishéraös og heilsu- gæslustöðvar: Vaktþjónusta allan sólarhring- inn. Simi 14000. Keflavík-sjúkrahúsið: Heim- sóknartimi virka daga kl. 18.30-19.30. Um helgar og á hátíðum: Kl. 15.00-16.00 og 19.00- 19.30. Akureyri- sjúkrahúslð: Heimsóknartimi alla daga kl. 15.30-16.00 og 19.00-20.00. Á barnadeild og hjúkrunardeild atdraöra Sel 1: Kl. 14.00-19.00. Slysavarðsstofusími frá kl. 22.00- 8.00, simi 22209. Sjúkrahús Akraness: Heimsóknartimi Sjúkrahúss Akraness er alla daga kl. 15.30- 16.00 og kl. 19.00-19.30. Reykjavík: Seltjamames: Lögreglan simi 611166, slökkviliö og sjúkrabifreið simi 11100. Kópavogun Lögreglan simi 41200, slökkvilið og sjúkrabifreið simi 11100. Hafnarflörður Lögreglan simi 51166, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 51100. Keflavfk: Lögreglan simi 15500, slökkvilið og sjúkrabíll simi 12222, sjúkrahús 14000, 11401 og 11138. Vestmanneyjan Lögreglan, simi 11666, slökkviliö simi 12222 og sjúkrahúsiö simi 11955. Akureyri: Lögreglan símar 23222, 23223 og 23224, slökkviliö og sjúkrabifreið simi 22222. Isafjötðu': Lögreglan slmi 4222, slökkvilið simi 3300, brunasimi og sjúkrabifreið sími 3333. Wfcfc\.V.V,'/.'A-tvV.vwr ». .......

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.