Tíminn - 17.04.1991, Page 13
Miðvikudagur 17. apríl 1991
Tíminn 13
Sumarhjólbarðar
Hágæða hjólbarðar
HANKOOK frá KÓREU
Á lágu verði.
Mjög mjúkir
og sterkir.
Hraðar
hjólbarðaskiptingar.
Barðinn h.f., Skútuvogi
Sími: 30501 og 84844
2
BÚSTJÓRI
Starf bústjóra við Einangrunarstöðina í Hrísey er
laust til umsóknar. Búfræðimenntun áskilin.
Laun samkvæmt hinu almenna launakerfi starfs-
manna ríkisins.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og
fyrri störf sendist fyrir 1. maí nk. til yfirdýralækn-
is, Rauðarárstíg 25, 150 Reykjavík.
BÍLALEIGA
AKUREYRAR
Traustir hlekkir
í sveiganlegri keðju
hringinn í kringum landið
Bílaleiga nieO útibú
allt í kringum landið,
gera þér inúguiegt að leigja bíl
á cinum stað
og skila honum á öðruni.
Nvjustu
MITSUBISHI
bílarnir alltaf til taks
- rr
Revkjavík: 91-686915
Akureyri: 96-21715
Borgarnes: 93-71618
ísafjörður: 94-3574
Blönduós: 95-24350
Sauðárkrókur: 95-35828
Egilsstaðir: 97-11623
Vopnafjörður: 97-31145
Höfn í Hornaf.: 97-81303
ÓDÝRIR
HELGARPAKKAR
OG
dælur
FRÁ
BENSÍN EÐA DIESEL
Mjög gott verð
Rafst.: 600-5000 W
Dælur: 130-1800 l/mín
AUGLÝSINGASÍMAR TÍMANS:
680001 & 686300
Jé held
ég gangi heim"
Eftir einn -ei aki neinn
uÉUMFERÐAR
Urað
Fyrsti kvenstríðsfanginn
heldur brúðkaup í ágúst
Nafnið Melissa Rathbun-Nealy komst á hvers manns varir þegar
hún var tekin til fanga í Persaflóastríðinu, fýrst bandarískra her-
kvenna. Hún hefur nú opinberað trúlofun sína og Michaels Cole-
man, sem líka var hermaður við Persaflóa.
Mamma og pabbi voru ósköp ánægð að fá dóttur sína aftur heim
heila á húfí. En kærastann hennar þekkja þau ekki neitt, enda átti
hún annan þegar hún fór í stríðið.
Melissa Rathbun-Nealy kom heim
úr íröskum stríðsfangabúðum á
tuttugasta og fyrsta afmælisdaginn
sinn, 9. mars sl. En þó að aldurinn
sé ekki hár hefur margt gerst í lífi
þessarar ungu bandarísku stúlku.
Hún hefur verið sæmd ýmsum
heiðursmerkjum og viðurkenning-
um fyrir þátttöku sína í stríðinu og
hún hefur tilkynnt trúlofím sína og
Michaels Coleman, sem líka gegndi
herþjónustu í Persaflóastríðinu.
Það er svo sem ekkert óvenjulegt
að 21 árs stúlka opinberi trúlofun
sína, en Melissa virðist skilja eftir
sig fleiri brostin hjörtu en búast má
við af ekki eidri stúlku. Móðir kær-
asta hennar úr gagnfræðaskóla er
a.m.k. ekki sátt við þessa nýju trú-
lofun. Hún segir svo frá að Melissa
og sonur hennar, Rodney Bozman,
hafi kynnst 1986 og hafi ætlað sér
að giftast strax og þau lykju skóla-
námi. Sjálf segist hún hafa trúlof-
unarhringinn, sem Rodney ætlaði
að gefa Melissu, í vörslu sinni.
Ekkert varð þó af þeirri trúlofun,
þar sem foreldrar þeirra beggja
lögðust gegn henni vegna þess
hvað þau voru ung. Melissa gekk þá
í herinn, á hælana á Rodney sem
þegar var þar kominn, og það skipti
engum togum að hún giftist snar-
lega öðrum hermanni, Anthony
Nealy. Þau skildu eftir nokkra mán-
uði. Mamma Rodneys segir það
hjónaband hafa verið byggt á alger-
um misskilningi, enda hafi þau
Rodney og Melissa verið ætluð
hvort öðru frá upphafi.
En eitthvað hefur skolast til um
tilfinningar Melissu, því að þegar
hún skrifaði vinkonu sinni frá víg-
línunni nefndi hún nýju ástina í Iífi
sínu Mike og það var Michael Cole-
man sem fylgdi Melissu til opin-
beru athafnarinnar í Washington
DC þar sem hún fékk viðurkenn-
ingu fyrir frammistöðu sína í stríð-
inu. Hún hafði staðið á því fastar en
fótunum að írakamir sneru aftur
til að bjarga félaga hennar, David
Lockett, sem þeir höfðu skilið eftir
særðan í eyðimörkinni.
Melissa Ienti svo sem líka í ástar-
ævintýri í fangavistinni. Ensku-
mælandi fangavörður gætti þess
vel og vandlega að hún fengi nóg
að borða og drekka og deildi bróð-
urlega með henni sígarettu-
skammtinum sínum. Hann bar
upp hátíðlegt bónorð við hana, á
hverjum degi, og hún hryggbraut
hann jafnoft. Gullhamramir, sem
hann sló henni vom ekki í hógvær-
ari kantinum. Hann líkti henni við
Brooke Shields og sagði að hún
væri eins djörf og Sylvester Stall-
one!
Auðvitað vom foreldrar Melissu
áhyggjufullir meðan einkabam
þeirra var í óvinahöndum. En nú
virðast taka við önnur vandamál:
að reyna að vinna úr ástamála-
fiækjunni, sem ekki er víst að hún
sé einfær um að átta sig á.
SNEMMA BEYGIST KRÓKURINN
— Amber Rose Le Bon sigrar tískuheiminn í París
Amber Rose Le Bon er ekki há í
loftinu. Hún er ekki heldur alveg
stöðug á fótunum. Samt var hún
óumdeild stjama á tískusýning-
um Chanels fyrir skömmu.
Amber Rose er ekki nema 18
mánaða gömul. Hún er dóttir
bresku stórfyrirsætunnar Yasmin
og popparans Simons Le Bon í
Duran Duran og alls ekki óvön
því að eftir henni sé tekið. Enda
er hún ekki enn búin að læra
hvað orðið „feimirí' þýðir. Hún
skálmaði hin glaðasta með
mömmu sinni niður sýningar-
brautina, í sérhönnuðum galla
eftir Karl Lagerfeld, en áður hafði
hún aðeins kynnt sér rándýru
snyrtivörumar sem mamma
hennar notar í vinnunni, og það
var sko ekki síður skemmtilegt.
„Þetta er skemmtilegt Kannski
ég verði tískusýningardama
eins og mamma þegar ég verð
stór. En núna þarf að leiða mig,
því að ég er ekki nema eins og
hálfs árs görnul."
Yasmin Le Bon er greinilega stolt af dóttur sinni. Hún á von á bami
nr. tvö í haust.