Tíminn - 17.04.1991, Qupperneq 16
AUGLÝSINGASÍMAR: 680001 & 686300
RÍKISSKIP
NUTIMA FLUTNINGAR
Halnarhusinu v Tryggvogotu,
________S 28822________
Ókeypis auglýsingar
fyrir einstakiinga
POSTFAX
91-68-76-91
rvaanríel
7P' HÖGG-
> . DEYFAR
Verslið hjá fagmönnum
Qj varahlutir
)rJ/ HaaarshöfAa 1 - s. 67-6744 Jf
A w A
Iíniinu
MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 1991
Norður-Atlantshafsnefndin:
Kemur hugsanlega í stað
Alþjóðahvalveiðiráðsins
Nú stendur yfír í Reykjavík 4. alþjóðlega ráðstefnan um stjórnun
og skynsamlega nýtingu sjávarspendýra. Þar mætast fulltrúar
frá íslandi, Færeyjum, Grænlandi, Noregi, Japan og Sovétríkjun-
um. Auk þeirra senda Kanadamenn, sem sögðu sig úr Alþjóða-
hvalveiðiráðinu í fyrra, áheyrnarfulltrúa. Þar er m.a. rætt hvort
þessar þjóðir eigi að stofna með sér formleg samtök, væntanleg-
an arftaka Alþjóðahvalveiðiráðsins.
Á ráðstefnunni verður reynt að ná kenna nú að engin vísindaleg rök
sem mestri samstöðu með þessum
þjóðum. Meðal annars verður rætt
hlutverk Norður- Atlantshafsnefnd-
arinnar í að samhæfa rannsóknir og
veiði á sjávarspendýrum. Er þá orð-
ið stutt í að hún taki alveg við hlut-
verki Alþjóðahvalveiðiráðsins.
Það vita menn innan ráðsins. Bret-
ar virðast tilbúnir að leyfa takmark-
aðar veiðar. Ráðamenn þar viður-
séu gegn hvalveiðum. Úr því eiga
Bretar aðeins eina leið. í andstöðu
sinni við hvalveiðar hafa þeir alltaf
farið að ráðum vísindamanna. Það
verða þeir að gera áfram, ef nokkur
á að taka mark á þeim. í annan stað
óttast breskir ráðamenn, ekki á
ósekju, að Japanir, íslendingar og
Norðmenn segi sig úr Hvalveiðiráð-
inu, ef takmarkaðar veiðar verða
ekki leyfðar. Með því væru dagar
ráðsins líka taldir. Breskir ráða-
menn óttast að þá verði heldur
engri stjóm komið á hvalveiðar.
Þeir vilja því flest til vinna að halda
ráðinu saman. Bandarískir ráða-
menn hafa einnig lýst þeim ásetn-
ingi sínum að sækja um veiðileyfi
fýrir Inúíta í Alaska á ársfundinum í
vor. Virðist nú mega ná upp nógum
þrýstingi innan Alþjóðahvalveiði-
ráðsins til að tryggja takmarkaðar
veiðar á ný. Ef ekki, hefur þegar ver-
ið lagður grundvöllur að nýju ráði.
Frá ráðstefnunni í gær. Hermann
Sveinbjömsson, aðstoðarmaður
sjávarútvegsráðherra.
Tímamynd: Ámi Bjama
Islenskir hópferðahafar fara óvenjulega
leið við rútubílakaup og spara stórfé:
Ríkisstjómin samþykkti neyðaraðstoð við Kúrda:
Bflgrindur keyptar í
Þýskalandi og yfir-
byggðar í Júgóslavíu
Nú eru í smíðum suður í Júgó-
slavíu 8 rútubílar fyrir íslenska
hópferðahafa. Grindurnar að bílun-
um eru af gerðinni Mercedes Benz
og keyptar í Þýskalandi, en síðan er
smíðað yfír þær í Júgóslavíu eftir
íslenskum teikningum. Að sögn
Gjaldþrot Amarflugs.
Ríkissjóður greiðir
laun starfsmanna:
Tugmitljóna
launakröfur
Fyrrverandl starfsmenn Amar-
flugs krefja þrotabú fýrirtækis-
Ins um 100 milljónlr króna.
Kröfur þeirra ganga fyrir öðrum
kröfum. Þó er jjóst að þrotabúió
getur aðeins greitt Iítinn hluta
þeirra. Þegar málskostnaður
hefur verfð greiddur, koma til
skipta um 10 milljónir.
Ríkið er samkvæmt iögum
ábyrgt fyrir launakröfum sem
ekki fást greiddar. Þó þar sé á
ákveðið hámark, er Ijóst að út-
gjöld rikissjóðs nema tugum
milljóna. -aá.
Skarphéðins D. Eyþórssonar hjá
Hópferðamiðstöðinni munar miklu
í verði að hafa þennan hátt á.
Skarphéðinn segir að til þessa hafi
hópferðahafar nær eingöngu keypt
nýja bfía af gerðinni Mercedes Benz.
Þeir séu hins vegar afar dýrir. Sl.
haust fóru nokkrir menn saman og
könnuðu þann möguleika að kaupa
bílgindur og láta smíða yfir þær í
Júgóslavíu. Skarphéðinn segir að í
skoðunarferð í júgóslavneskum
verksmiðjum heföi þeim virst
vinnubrögðin vönduð og ekki síðri
en annarsstaðar. í framhaldi af þessu
var síðan farið til Þýskalands þar
sem keyptar voru bfígrindur af
Benz- gerð og þær sendar til Júgó-
slavíu. Þar er nú verið að smíða yfir-
byggingu á þær. Verkteikningar eru
íslenskar og maður héðan fýlgist
með verkinu. Bílarnir koma hingað
til landsins í tveimur sendingum. Sú
fýrri kemur um miðjan maí og sú
síðari í miðjum júní.
„Það munar geysimiklu í verði að fá
bílana svona, eða kaupa þá tilbúna
úr verksmiðju. Nýir bfíar, 50 til 60
manna, kosta í kringum 30 milljón-
ir króna. En með þessu vonumst við
til að geta fengið þá fyrir 15-18
milljónir.“ sagði Skarphéðinn. -sbs.
Island sendir 70
Ríkisstjórnin samþykkti í gær að
veija þeim 70 milljónum, sem eft-
ir voru af fjárveitingu sem á sín-
um tíma var ákveðið að veita til
flóttamannahjálpar vegna Persa-
flóastríösins, til neyðarfajálpar við
Kúrda. Jón Baldvin Hannibalsson
utanríkisráöherra flutti tlllögu
þessa efnis f ríkisstjóminni. Haft
verður samráð við fjárveitinga-
nefnd og samstarfshóp ráðuneyt-
anna, sem fjallaði um málið þegar
þaö var á dagskrá í janúar, um
skiptíngu fjárins. Rauði kross ís- þeim til hjálpar hefur farið seint
lands mun annast framkvæmdina af stað. Það er nauðsynlegt að
í samráði við alþjóðleg hjálpar- þjóðir heims leggi sitt af mörkum
samtök. til að aðstoöa Kúrda,“ sagði Jón
„Vlð horfum upp á það þessa Baldvln.
dagana að maður, sem nú hefur Ekld hefur verið ákveðið hvemig
áunnlð sér títiiinn böðuliinn frá fjárveltingin verður nýtt. Hugsan-
Bagdad, skirrist ekki við að fremja legt er að íslensk matvæli, ullar-
raunvemlegt þjóðarmorð á þess- teppi eða aðrar skjólflfímr frá ís-
ari marghijáðu þjóð. Tugþúsundir landi verði sendar til hjálparsvæð-
em við dauðans dyr vegna matar- anna. Jón Baldvin sagöi mikilvægt
skorts, kulda og ofsókna morð- að nýta fjárveitínguna sem allra
sveita Saddams. Alþjóðlegt átak best. -EÓ
Poppstöðvarnar skrúfa upp og reyna að yfirkeyra hverjar aðrar:
ALLT í BOTN
Útvarpsstöðvar hér á landi hafa
mjög háan sendistyrk, sem er jafn-
vel hærri en hann gerist í öðmm
löndum. Styrkur tónlistarstöðv-
anna er frá 75 í allt að 100 kílórið.
í nágrannalöndunum em reglur
um að styrkurinn skuli vera 75
kílórið.
Þegar strikinu á FM-kvarða út-
varpstækis er snúið koma stöðvarn-
ar missterkt inn. Sumar mjög sterkt
og aðrar vægt. Hans Þormar, tækni-
fræðingur hjá Pósti og síma, segir
að sendistyrkur útvarpsstöðvanna sé
á bilinu 75 til 100 kflórið, en styrkur
Rásar 1 sé aðeins um 50. Þannig er
hægt með ákveðinni tækni að
þjappa hljóðinu saman þannig að
útsent hljóð verður mjög hátt. En
um leið minnka tóngæðin.
Engar ákveðnar reglur eru til hér
á landi um hver styrkur útvarps-
stöðva skuli vera.
Hans Þormar segir að hann sé
þeirrar skoðunar að setja þurfi regl-
ur um sendistyrk útvarpsstöðva.
Æskilegt sé að hann verði bundinn
við 75 kfíórið eins og viðgengst er-
lendis.
-sbs.