Tíminn - 18.04.1991, Blaðsíða 3

Tíminn - 18.04.1991, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 18. apríl 1991 Tíminn 3 Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra segir utanríkisráðherra reyna að gera störf sín tortryggileg, störf sem hann hafi áður borið lof á: Hefur eitthvað komið fyrir Jón Baldvin? iTUR'íðR 18, FYRIR ÞA SEM EIGA SKILIÐ ÞAD BESTA ora ISLENSK OG EINKAR LJUFFENG VERTU EKKI í VAFA PROFAÐU! FÆSTINÆSTU VERSLUN iiiarineruö i b , S etftk, ÍJltfUT, 5* .'5<i s, . Vil i Si’iL t ?. iöVt 3.5 «. vegsráðherra EB-landa á árinu 1989 sagt að hugsanlega gæti EB fengið veiðiheimildir í íslenskri landhelgi gegn því að íslensk skip fái að veiða í landhelgi EB-landa. Halldór sagði þetta bragð Jóns Baldvins eiga sér sínar skýringar. ,Alþýðuflokknum varð það á fyrir þessa kosningabaráttu að setja það inn í sína stefnuskrá að hann útilok- aði ekki aðild að Evrópubandalag- inu. Það er ljóst að Alþýðuflokkur- inn telur nú að þetta hafí verið mis- tök og því hefði verið eðlilegast fyrir Alþýðuflokkinn að leiðrétta það. Ég hefði tekið slíka leiðréttingu gilda.“ Halldór sagði að utanríkisráðherra færi með samningsumboðið fyrir hönd íslenskra stjómvalda í viðræð- um EB og EFTA sem nú standa yfir. íslensku handrítin: ar ekki til útlána Menntamálaráðuneytið hefur staðfest reglur um lán handrita úr Stofnun Áma Magnússonar. Samkvæmt þeim er bannað að lána tíl sýninga erlendis höfuð- gerscmar íslenskra handrita. Nokkuð er um að sóst sé eftlr að fá fom íslensk handrit til sýn- inga eriendis. Um þessi útlán hafa engar formlegar reglur gilt, nema hvað útlánin eru háð samþykki rfkis- stjómarinnar hveiju sinni. Regl- uraar, sem nú hafa verið settar, hafa að geyma ítarieg ákvæði um skilyrði er varða vörsiu og með- ferð handritanna ef til útláns kemur. Lagt er bann við að iána til sýninga erlendis sex þeirra bóka sem taidar eru höfuðger- semar fsienskra handrita. Þar á meðal er Konungsbók Eddu- kvæða og Flateyjarbók. -sbs. „Ég hef hins vegar með viðræðum við flesta sjávarútvegsráðherra EB- landanna reynt að skapa meiri skiln- ing á sérstöðu íslands í sjávarút- vegsmálum og ég tel að mér hafí orðið þar verulega ágengt." Halldór benti á að íslensk stjórn- völd hefðu átt í viðræðum við EB öðru hverju síðan 1973, en í þeim hefði náðst lítill árangur. Hann sagði ljóst að EB og Islendingar þyrftu að hafa samvinnu um nýt- ingu ýmissa fiskistofna á norðan- verðu Atlantshafí. Við yrðum að taka mið af þeirri staðreynd að EB er með kaupum á fiskveiðiréttindum í fiskveiðilögsögu Grænlendinga að veiða karfa, rækju og loðnu úr sam- eiginlegum fiskistofnum íslands og Grænlands. Fiskiskip EB veiði auk þess smáþorsk við Grænland, þorsk sem annars hefði hugsanlega gengið til íslands. „Um þessi mál öll þurfum við að semja," sagði Halldór. „Við höfum spurt Evrópubandalagið ít- rekað: Hvað er það sem þið getið boðið okkur á jafnræðisgrundvelli í fiskveiðum? EB hefur engu svarað „Ég skil ekki hvað utanríkisráðherranum gengur til í þessu máli. Ég hef ekki fyrr orðið var við ódrengskap f minn garð af hans hálfu. Það hafa hins vegar aðrir kvartað undan því. Ég harma að utanrík- isráðherra skuli á ódrengilegan hátt ráðast að mér á síðustu dögum fyrir kosningar. Það hittir hann sjálfan en ekki mig,“ sagði Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra en Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra hefur sakað hann um hræsni, þar sem Halldór hafi, einn íslenskra stjórnmálamanna, léð máls á því að Evrópubandalagið fái gagnkvæmar fiskveiðiheimildir í íslenskri land- helgi. í Morgunblaðinu í gær segir utan- ríkisráðherra að Halldór hafi í við- ræðum við Manuel Marin, sem fer með sjávarútvegsmál fyrir hönd EB, og í viðræðum við fimm sjávarút- Sjálfstæðismenn nota fánann í baráttunni Forsætisráðuneytið telur ekki ástæðu til að grípa til aðgerða vegna notkunar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík á íslenska fánanum í kosningabaráttunni. Sjálfstæðis- menn sendu öllum Reykvíkingum litprentaðan bækling þar sem m.a. er mynd af íslenskum fánum. Marg- ir hafa kvartað undan þessu og spurst fyrir um það hjá ráðuneytinu hvort ekki sé verið að brjóta fánalög með þessu, en í þeim segir að ekki megi nota íslenska fánann í pólitísk- um tilgangi. Forsætisráðuneytið telur að sjálf- stæðismenn hafi gengið mjög nærri lagagreininni með þessari mynd- birtingu. Samt sem áður sé ekki grundvöllur til aðgerða í málinu. Forsætisráðherra hefur verið til- kynnt um þetta álit og hefur hann lýst sig samþykkan því. -EÓ Tölvukerfi hannaó fyrir fiskmarkaói I gær var undirritaður samningur á milli Verk- og kerfisfræðistofunnar um hönnun hugbúnaðarkerfis fyrir fjarskiptaviðskipti markaðarins. Ef vel tekst til mun þetta geta valdið straumhvörfum í starfsemi fisk- markaða hér á landi. Það kerfi sem hér um ræðir er eitt það fullkomnasta sem hannað hefur verið hér á landi. Þannig geta fisk- kaupendur, hvar sem er á landinu, tengst móðurtölvu Fiskmarkaðs Suðurnesja og boðið fisk til sölu eða kaupa. „Við bindum vonir við að með þessu kerfi geti bátar úti á hafi verið tengdir þessu kerfi og kaup- endur geti verið á sinni skrifstofu og boðið í fiskinn í bátnum," sagði Ól- afur Þór Jóhannsson, framkvæmda- stjóri Fiskmarkaðs Suðurnesja, við undirritun samningsins. Hann sagði þetta ekki marka að verið væri að leggja núverandi fyrirkomulag fiskmarkaða af, þ.e. svokallaða gólf- markaði, heldur væri þetta nýr möguleiki sem tölvutækni dagsins í dag byði uppá. -sbs. um það, enda hafa þeir ekkert að bjóða. Þeirra fiskimið eru mjög illa farin. Þar hefur verið stunduð rán- yrkja. Það eru því engar líkur á því að það geti nokkurn tímann orðið hagkvæmt að skiptast á veiðiheim- ildum við EB. Við höfum hins vegar alls ekki vilj- að blanda saman fiskveiðiheimild- um og markaðsmálum. Það kemur því ekki til greina að fallast á kröfu EB um að fyrir tollfrjálsan aðgang að mörkuðum EB með íslenskan fisk komi fiskveiðiheimildir í ís- lenskri landhelgi. Ríkisstjórnin er sammála um að það þurfi að hrinda þessari kröfu. Ég hef sem sjávarút- vegsráðherra lagt mig fram um að hrinda þessari sókn Evrópubanda- lagsins á hendur okkur. Ég hef skilað fundargerðum um óformlegar viðræður mín og sjávar- útvegsráðherra EB-landa, sem trún- aðarmáli, inn til ríkisstjórnarinnar og utanríkismálanefndar. Með því að birta brot úr þessum fundargerðum er ráðherrann að fremja trúnaðar- brot, sem kann að koma okkur illa í þeim viðræðum sem nú standa yfir og eru á viðkvæmu stigi. Ég fékk ekki neina gagnrýni á fundargerð- irnar þegar ég kynnti þær í ríkis- stjórn, þvert á móti, utanríkisráð- herrann fór viðurkenningarorðum um þessi störf mín. í árásum utan- ríkisráðherrans á mig í Morgun- blaðinu slítur hann allt úr samhengi og reynir að gera störf mín tor- tryggileg. Ég veit að kosningabarátt- an hefur verið ráðherranum erfið og mér er því næst að halda að það hafi eitthvað komið fyrir manninn," sagði Halldór. tlór Ásgrímsson ' v 1aræðumj'ið . _ OTl- RaWvki Hamúbalsson, utanríkisráíiherra legirJónBaldvinHa m hí»”*“v* luMÍðherr*. ____| .rfkUriíKT* "'““í herra [friuAri Ásenms- 5» riiUr Irtto « “ hag af.“

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.