Tíminn - 18.04.1991, Blaðsíða 15

Tíminn - 18.04.1991, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 18. apríl '91 r Tíminn 19 DAGBÓK 8LENSH aT.FRÆDI íslenska alfræöioröabókin fær frábærar viötökur Fyrsta sendingin af íslensku alfræði- orðabókinni, samtals 2.400 bækur, er uppseld. Bókaútgáfan Öm og Örlygur er nú að hefja sölu á næstu sendingu, sem telur jafnmargar bækur. Þetta er meiri sala bókarinnar en ráð var fyrir gert í upphafi. Um helmingur sölunnar fór fram fyrir jól, en ninn helmingurinn á fyrstu þremur mánuð- um þessa árs. Aðalsölutími bókarinnar er hins vegar rétt að hefjast og er búist við að sala hennar verði jöfn og þétt allt þetta ár. Þessar góðu móttökur auka bjartsýni á að íslenska alfræðiorðabókin komi til með að standa undir útgáfukostnaði fyrr en ráð var fyrir gert. Afmælis- og minningargreinar Þeim, sem óska birtingar á afmælis- og/eða minningargreinum í blaðinu, er bent á, að þær þurfa að berast a.m.k. tveimur dögum fyrir birtingardag. Þœr þurfa að vera vélritaðar. Kópavogur — Kosningahátfð Guörún Alda Siv Guömundur G. Harðardóttir Friöleifsdótdr Þórarinsson Kosningahátíð B-listans í Kópavogi verður haldin í Félagsheimili Kópavogs, fimmtu- daginn 18. apríl. Stutt ávörp. Fjölbreytt skemmtiatriði. Fundarstjóri verður Guðmundur G. Þórarinsson Húsið opnað ki. 20.30. Norðurlandskjördæmi eystra Aðalkosningaskrífstofa framsóknarmanna í Norðurlandskjördæmi eystra að Hafnarstræti 90, Akureyrí, símar 96-21180, 96-26054 og 96-26425 er opin alla virka daga frá kl. 9.00-22.00. Höfum einnig opnað skrifstofu á Dalvík, Hafnarbraut 5, sími 96-63191 og á Húsavík, Garðarsbraut 5, sími 96-41225. Félag eldri borgara Spiluð verður félagsvist í Risinu í dag kl. 14. Margrét Thoroddsen verður með við- talstíma milli kl. 13 og 15. Dansleikur kl. 20.30. Minni salur er lokaður á fimmtudögum. Munið vorferðina nk. laugardag að Bás- um í Ölfusi. Farið verður kl. 18 frá Ris- inu. Pantanir í sfma: 2-88-12. Tombóla verður haldin í íþróttahúsinu Digranesi í Kópavogi sunnudaginn 21. apríl kl. 13- 18. Góðir vinningar, engin núll. íþróttafélag Kópavogs. Frá Ásmundarsafni í Ásmundarsafni stendur yfir sýning sem ber yfirskriftina „Bókmenntimar í list Ásmundar Sveinssonar“. Jafnframt hefur verið tekin í notkun ný viðbygging við Ásmundarsafn. Ásmundarsafn er opið frá kl. 10-16 alla daga. Frá Kjarvalsstööum f vestur- og austurforsal Kjarvalsstaða stendur yfir sýning á vattstungnum bandarískum teppum „Contemporary Quilts", sýning á vegum Menningar- stofnunar Bandaríkjanna og Menningar- málanefndar Reykjavíkur. Síðasta sýn- ingarhelgi. Kjarvalsstaðir eru opnir daglega frá kl. 11.00 til 18.00 og er veitingabúðin opin á sama tíma. Söngnámskeið Ágústa Ágústsdóttir sópransöngkona heldur söngnámskeið í Reykjavík dagana 28.-30. aprfl næstkomandi. Undirleikari á píanó verður Elfrún Gabríel frá Leipz- ig- Þátttakendur fá nánari upplýsingar í síma 94-7672 eða 91-656617. Ráóstefna geðhjúkrunar- fræóinga Deild geðhjúkrunarfræðinga innan Hjúkrunarfélags íslands heldur ráð- stefnu um: „Viðhorf neytenda til geð- hjúkrunar og geðheilbrigðisþjónustu" að Borgartúni 6, 4. hæð, föstudaginn 19. aprfl kl. 13.00-17.00. Ráðstefnan er öll- um opin. Hafnarborg Björgvin Sigurgeir Haraldsson sýnir nú 47 akrílmálverk í Hafnarborg, menning- ar- og listastofnun Hafnarfjarðar. Síðasta sýningarhelgi. í Sverrissal er sýning á verkum í eigu safnsins. Sýningarsalir eru opnir kl. 14- 19 dag- lega nema hvað lokað er á briðjudögum. Spilakeppni F.E.B. í Kópavogi Önnur umferð í þriggja kvölda spil- keppninni hefst að Áuðbrekku 25 annað kvöld, föstudaginn 19. apríl kl. 20.30. Dans að venju. Allir velkomnir. Útivist um helgina Póstgangan, 8. áfangi Sunnudaginn 21. aprfl: Haldið verður áfram að ganga leiðina sem Sigvaldi Sæ- mundsson, fyrsti fastráðni landpóstur- inn, fór sína fyrstu póstferð 1785. Geng- ið verður frá Arfadalsvík um Járngerðar- staði, Hóp, Þorkötlustaði og Hraun. Síð- an verður haldið yfir Siglubergsskarð, framhjá Drykkjarsteini að Méltunnuklifi. Brottför kl. 10.30 fýrir þá sem vilja ganga alla leiðina: Arfadalsvík-Mélt- unnuklif. Kl. 13.00 er boðið upp á styttri ferð sem sameinast árdegisgönguni við Hóp. Kl. 13.00 er einnig boðið upp á létt- ari ferð fyrir fjölskyldur sem eru að byrja að ganga frá Siglubergsskarði að Mélt- unnuklifi. Göngukort allra hópanna verða stimpluð á pósthúsinu í Grindavík. Brottför í allar ferðirnar frá BSÍ- bensín- sölu. Stansað á Kópavogshálsi, við Ás- garð í Garðabæ og við Sjóminjasafnið í Garðabæ. Ferðir 25.-28. aprfl Skíðaganga Gengið með allan viðlegubúnað frá Húsafelli yfir Kaldadal niður á Þingvelli. Gist í tjöldum. Meðalerfið ferð fyrir vant skíðagöngufólk. Fararstjóri: Óli Þór Hilmarsson. Húsafell og nágrenni Farið í hellana í Hallmundarhrauni, Surtshell og Stefánshelli, gengið niður með Norðlingafljóti — Barnafoss, Hraunfossar — og gengið á Strút ef veð- ur leyfir. Fararstjóri: Ingibjörg Ásgeirs- dóttir. 27.-28. aprfl Úlfljótsvatn Gengið um Grafning: Úlfljótsvatnsfjall — Þingvallavatn — Skinnhúfuhöfði, en þetta er fallegt svæði sem býður upp á marga athyglisverða staði. Fararstjóri: Bjöm Finnsson. Ferðafélag íslands Laugardagur 20. aprfl kl. 11 Gönguferð um gosbeltið Raðgangan 1991,1. ferð endurtekin Margir misstu af frábærri upphafsferð raðgöngunnar síðastiiðinn sunnudag, en þess vegna verður gangan endurtekin nú á laugardaginn. Heimkoma í síðasta lagi kl. 16.30 síðdegis. 1. Gengið um Reykjanestá og Krossvík- urberg yfir Háleyjabungu á Þjóðveg. 2. Ennfremur ný og áhugaverð ganga í boði fyrir þá sem voru með síðast: Vala- hnúkar — gígaröðin Stampar — Skála- fell. Nú er tækifærið að vera með frá byrjun. Biðin eftir kosningaúrslitunum verður auðveldari eftir hressandi útiveru með Ferðafélaginu. Brottför frá Umferðar- miðstöðinni, austanmegin. Hægt er að koma í rútuna á leiðinni. Ferðagetraun. Sunnudagsferðir 21. apríl kl. 13: a. Keilir Ekið inn á Höskuldarvelli og gengið þaðan á þetta skemmtilega fjall sem flestir ráða við. b. Keilisnes — Staðarborg. Nú er tæki- færi til að kynnast þessari margum- ræddu strandlengju. Staðarborgg er fal- leg hringhlaðin fjárborg. Brottför frá Umferðarmiðstöðinni, austanmegin. Hægt er að koma í rútuna á leiðinni, t.d. við kirkjugarðinn í Hafnarfirði. Kvöldvaka um íslenska hraunhella verður á þriðjudagskvöldið 23. apríl í Sóknarsalnum, Skipholti 50a. Einstakt tækifæri til að kynnast undraheimi ís- lenskrar náttúru. Einstakt tækifæri til að kynnast undraheimi íslenskrar náttúru, neðanjarðar. Góð myndasýning og frá- sögn Björns Hróarssonar jarðfræðings. Sumri fagnað í landmannalaugum Skíðagönguferð 25.-28. aprfl Brottför á sumardaginn fyrsta kl. 8. Gengið frá Sigöldu. Kynnist Land- mannalaugum í vetrarbúningi. Gist í upphituðu sæluhúsi F.f. Upplýsingar og farmiðar á skrifstofu. Aprfltilboð á eldri árbókunum Til loka aprfl veröa sett af árbókum F.í. (1928-1990) seld með 50% staðgreiðslu- afslætti. Ath. tilboðiö gildir eingöngu ef allar bækumar eru keyptar. Nánari upp- lýsingar á skrifstofunni, Öldugötu 3, símar: 19533 og 11798. Fax 11765. Lína Langsokkur Laugardaginn 20. aprfl nk. kl. 15 í Fé- iagsbíói frumsýnir Leikféiag Keflavíkur bamaleikritið „Línu langsokk" eftir Astr- id Lindgren, leikstjóri er Hulda Ólafs- dóttir. Alls taka um 30 manns þátt í sýning- unni. Með hlutverk Línu fer Vigdís Jó- hannsdóttir. Næstu sýningar verða sunnudaginn 21. aprfl kl. 14 og kl. 17. 6255. Lárétt 1) Klausturforstjóri. 6) Tunnu. 8) Glöð. 10) Fugl. 12) Gangþófi. 13) Féll. 14) Lærði. 16) Sigað. 17) Fugl. 19) Lands. Lóörétt 2) Kænu. 3) Tón. 4) Tölu. 5) Bjór. 7) Sammála. 9) Fiska. 11) Gubbað. 15) Fita. 16) Elska. 18) Kyrrð. Ráðning á gátu no. 6254 Lárétt 1) Karar. 6) Lóm. 8) Lóa. 10) Léð. 12) Að. 13) La. 14) Kal. 16) Til. 17) Sóa. 19) Háski. Lóörétt 2) Ala. 3) Ró. 4) Aml. 5) Slakt. 7) Að- all. 9) Óða. 11) Éli. 15) Ljá. 16) Ták. 18) Os. Bilanir Ef bilar rafmagn, hitaveita eða vatnsveita má hringja í þessi símanúmer: Rafmagn: i Reykjavík, Kópavogi og Seltjarn- amesi er sími 686230. Akureyri 24414, Kefla- vik 12039, Hafnarfjöröur 51336, Vestmanna- eyjar 11321. Hitaveita: Reykjavlk simi 82400, Seltjamar- nes simi 621180, Kópavogur 41580, en eftir ki. 18.00 og um helgar I sima 41575, Akureyri 23206, Keflavik 11515, en eftir lokun 11552. Vestmannaeyjar simi 11088 og 11533, Hafn- arfjörður 53445. Sími: Reykjavlk, Kópavogi, Seltjarnamesi, Akureyri, Keflavik og Vestmannaeyjum til- kynnist I síma 05. Bilanavakt hjá borgarstofnunum (vatn, hita- veita o.fl.) er i sfma 27311 alla virka daga frá kl. 17.00 til kl. 08.00 og á helgum dögum er svaraö allan sólarhringinn. Tekiö er þar viö til- kynningum á veitukerfum borgarinnar og I öðrum tilfellum, þar sem borgarbúar telja sig þurfa aö fá aöstoð borgarstofnana. 17. apríl 1991 kl. 9.15 Bandaríkjadollar.... Steriingspund..... Kanadadollar...... Dönskkróna........ Norskkróna....... Sænsk króna....... Rnnskt mark....... Franskur franki... Beigiskur ffanki.. Svissneskur frankl. Holienskt gyllinl. Þýskt mark........ ftölsk lira...... Austurriskur sch... Portúg. escudo... Spánskur peseti.... Japansktyen...... Irskt pund....... SérsL dráttarr... ECU-Evrópum...... Kaup Sala ...58,870 59,030 .105,377 105,664 ...51,234 51,373 ...9,2381 9,2632 ...9,0863 9,1110 ...9,7929 9,8195 .15,0313 15,0721 .10,4565 10,4849 ...1,7188 1,7235 .41,5162 41,6291 .31,3982 31,4835 .35,3860 35,4822 .0,04765 0,04778 ...5,0271 5,0408 ...0,4058 0,4069 ...0,5723 0,5739 .0,43561 0,43679 ...94,548 94,805 .80,4776 80,6964 .72,8899 72,0880

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.