Tíminn - 18.04.1991, Blaðsíða 5

Tíminn - 18.04.1991, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 18. apríl 1991 Tíminn 5 Fjórða alþjóðlega ráðstefnan um skynsamlega nýtingu sjávarspendýra í Reykjavík ósátt við vísindanefnd Alþj. hvalveiðiráðsins: Vís indanefndin brást ítrekað skyldu sinni Mikll samstaða varð með hvalveiðiþjóðum á fjórðu alþjóðlegu ráð- stefnunni um skynsamlega nýtingu sjávarspendýra, sem lauk í gær í Reykjavík. Með henni hafa þær náð upp slíkum þrýstingi á Alþjóða- hvalveiðiráðið að það á vart aðra kosti en heimila hvalveiðar á ný. Annars er Norður- Atlantshafsnefndin svokallaða búin til að taka við hlutverki þess. Norðmenn lýsa yfir að þeir hefji hrefnuveiðar að ári. Halldór Ás- grímsson sjávarútvegsráðherra seg- ir að þar með hafí Norðmenn dregið línuna, sem aðrir munu fylgja. Ráðstefnan í Reykjavík er framhald af ráðstefnum, sem haldnar voru í Reykjavík í janúar 1988, Þórshöfn í aprfl 1989, og í Noregi í aprfl 1990. Ákveðið hefur verið að halda næstu ráðstefnu á Grænlandi að ári. Á alþjóðlegum ráðstefnum um skynsamlega nýtingu sjávarspen- dýra mætast fulítrúar íslands, Fær- eyja, Grænlands, Noregs, Sovétríkj- anna og Japans. Nú voru þar einnig áheyrnarfulltrúar frá Kanada og Al- aska. Á dagskrá ráðstefnunnar voru fjög- ur meginmál. í fyrsta lagi var lagt mat á ástand langreyðarstofnsins, einstakir hvalastofnar afmarkaðir og stjórnunaraðferðir endurskoðaðar. Þessum málum hafa íslendingar einmitt haldið á lofti, nú síðast á aukafundi vísindanefndar Hvalveiði- ráðsins í febrúar. í annan stað samhæfðu þjóðirnar afstöðu sína fyrir umhverfísráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna, sem haldin verður 1992. Þar má enn vænta mikillar andstöðu við veiðar sjávarspendýra. í þriðja lagi var nýting smáhvala rædd. Fram kom að Hvalveiðiráðið hefur ekki markað henni skýra stefnu og því hefðu hvalveiðiþjóð- irnar sjálfar skyldum að gegna í þeim efhum. í fjórða lagi ræddu menn hvort stofna skyldi sérstaka svæðisbundna alþjóðastofnun til að stjórna nýt- ingu sameiginlegra sela- og hvala- stofna í Norður-Atlantshafi. Það mál kom til kasta Norður- Atlantshafs- nefndarinnar, sem hvalveiðiþjóðir stofnuðu með sér í fyrra. Nefndin notaði tækifærið, sem ráðstefnan gaf, og kom saman til fundar. Þar ræddu menn m.a. hugsanlegar leið- ir þjóðanna til að vernda og stjórna veiðum á sameiginlegum stofnum sjávarspendýra í Norður-Atlantshafi. Auk þess reyndu menn að meta við- brögð annarra þjóða við þeim. Það má ljóst vera að Norður-Atlantshafs- nefndin er tilbúin að taka við hlut- verki Alþjóðahvalveiðiráðsins, ef með þarf. í tilkynningu frá þátttakendum í fjórðu Alþjóðlegu ráðstefnunni um skynsamlega nýtingu sjávarspen- dýra segir m.a.: „Ráðstefnan fjallaði einnig um og lýsti yfir áhyggjum yf- ir að Vísindanefnd Hvalveiðiráðsins hefði hvað eftir annað brugðist skyldu sinni varðandi framsetningu hagnýtra stjórnunarreglna á grund- velli nýrrar þekkingar. Ráðstefnan vekur sérstaka athygli á nauðsyn þess að ákvæðum Alþjóða- sáttmála um stjórn hvalveiða frá 1946 sé réttilega framfylgt, sérstak- lega varðandi stjórn og umsjón hvalveiða." Nú hafa Norðmenn lýst því yfir að þeir muni hefja hrefnuveiðar í vís- indaskyni að ári. Við þá ákvörðun sína munu þeir standa á ársfundi Al- þjóðahvalveiðiráðsins í maí. „Við höfum hingað til lagt línuna, sem Norðmenn hafa fylgt. Nú hafa þeir lagt línuna, sem við munum fylgja," segir Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra. „Ég er þess fullviss að við munum heQa hval- veiðar að nýju næsta sumar. Með þjóðunum sem hér voru náðist mik- il samstaða, og þær verða samstíga á fundi Hvalveiðiráðsins í vor. Ef það heimilar ekki hvalveiðar, verður hver þjóð fyrir sig að taka ákvörðun um úrsögn. Fundur Norður-Atlantshafsnefnd- arinnar var mjög árangursríkur. Við höfum ekki leyst hvalamálið, en náð mikilsverðum áfanga," segir Halldór Ásgrímsson sjávarútvegs- ráðherra. -aá. Um þriðjungi færri atvinnulausir í mars en undanfarin tvö ár: INNAN VK> 1% í R-KJÖRDÆMUM Um þríðjungi færrí voru at- vinnulausir í mars heldur en í sama mánuði tvö undanfarín ár. Skráð atvinnuleysi svaraði til þess að um 1.800 manns (1,4%) hafi verið án vinnu allan marsmánuð, sem er fækkun um nær 400 manns frá febrúar. Fyrst og fremst hefur vinnu- Iausum fækkað á Suðurnesjum þar sem aðeins 0,7% mannafl- ans vantaði vinnu í mars (helm- ingi færrí en í febrúar) og á Reykjavíkursvæðinu, niður í 0,9% af mannafla. Reykjavík var þó eini staðurínn þar sem mun fleiri karlar voru á at- vinnuleysisskrá (um 300) en konur (um 200). Raunar fækkaði atvinnulausum einnig umtalsvert á Suðurlandi, niður í 1,8%. Nokkuð margar konur eru þó án vinnu, 2,9%, en aðeins 1,2% karl- anna. Atvinnuleysi er ennþá töluvert, og mest, á Norðurlandi vestra eða 4,3% mannaflans. Eina af hverri 21 konu og 25. hvern karl vantar vinnu. Og þetta er líka eina landsvæðið þar sem vinnulausum fjölgaði lítillega (á Sauðárkróki og Siglufirði) á milli febrúar og mars. Á Austurlandi vantaði störf handa 3,3% mannaflans og á Norðurlandi eystra 2,8%. Bitnaði þetta svipað á konum og körlum í þessum lands- hlutum. Á Vesturlandi vantar fyrst og fremst störf handa kvenþjóðinni. Um 2,9% þeirra eru án vinnu, en aðeins 0,8% karlanna. Þótt atvinnumálin virðist ofarlega í hugum Vestfirðinga í kosningabar- áttunni, komust þeir vart á blað í at- vinnuleysisskýrslum núna í mars- mánuði, fremur en venjulega. Atvinnuleysi í kjördæminu svaraði aðeins til 9 manns án vinnu í mán- uðinum, þar af voru 4 karlar á Þing- eyri og 4 karlar og 1 kona á ísafirði. Sem hlutfall af mannafla var þetta 0,2% atvinnuleysi. En það er álíka hlutfall og á landsvísu um hásumar- tímann á mestu þensluárum síðasta áratugar. - HEI Staðgreiðsluverð með ryðvöm og skráningu: SPORTS CAB bensín kr. 1.371.000 m/vsk. CREW CAB bensín kr. 1.433.000 m/vsk. SPORTS CAB diesel kr. 1.409.000 m/vsk. CREW CAB diesel kr. 1.511.000 m/vsk. ISUZU pallbílarnir hafa vakið sérstaka athygli fyrir fallega og nýtískulega hönnun. Þeir eru sterkir og kraftmiklir, en samt mjúkir og þægilegir í akstri. Berðu ISUZU pallbílana saman við bestu og vinsælustu jeppana á markaðnum í dag. Þeir þola fyllilega þann samanburð, enda eru ISUZU RODEO jepparnir, sem nú fara sigurför um Bandaríkin, smíðaðir á sömu forsendum. Berðu líka verð, stærð og gæði pallbílanna saman við það sem aðrir bjóða. Komdu svo til okkar og aktu bílunum til reynslu. Þú munt sannfærast um að þeir eru fremstir í sínum flokki. ÞRIGGJA ÁRA ÁBYRGÐ! ÁRLEG ÓKEYPIS SKOÐUN Á VEGUM FRAMLEIÐANDA j)@iny)K)íM lU Uís HÖFÐABAKKA 9 112 REYKJAVÍK SÍMI 91 -670000 og 674300

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.