Tíminn - 18.04.1991, Blaðsíða 17

Tíminn - 18.04.1991, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 18. apríl 1991 Tíminn 17 ÍÞRÓTTAFÉLAG HEYRNARLAUSRA (DEAF SPORTCLUB). Klapparstíg 28 ■ 101 Reykiavik. ísland - Sími: 91-13560 ■ Kennilala: 600580-0279 Dregið var í happdrætti Iþróttafélags heyrnar- lausra 27. mars 1991. Vinningsnúmer eru þessi: 1. 3481 8. 4571 2. 2639 9. 1946 3. 1393 10. 1374 4. 5400 11. 2123 5. 5401 12. 1937 6. 6478 13. 768 7. 2009 14. 2058 Vinninga ber að vitja innan árs. Vinningshafar hafi samband við íþróttafélag heyrnarlausra, Klapparstíg 28 í Reykjavík. Sími 91- 13560. Sumarhjólbarðar Hágæða hjólbarðar HANKOOK frá KÓREU Á lágu verði. Mjög mjúkir og sterkir. Hraðar hjólbarðaskiptingar. Barðinn h.f., Skútuvogi 2 Sími: 30501 og 84844 BÍLALEIGA AKUREYRAR Traustir hlekkir I sveiganlegri keðju hringinn í kringum landið Bflaleiga meö útibú allt í kringum landið, gcra þér mögulegt að lcigja bíl á cinum stað og skila honum á öðruni. Nvjustu MITSUBISHI bílarnir alltaf til taks Reykjavík: 91-686915 Akureyri: 96-21715 Borgarnes: 93-71618 ísafjörður: 94-3574 Blönduós: 95-24350 Sauðárkrókur: 95-35828 Egilsstaðir: 97-11623 Vopnafjöröur: 97-31145 Höfn í Hornaf.: 97-81303 ÓDÝRIR HELGARPAKKAR OG dælur ,_FRÁ BENSÍN EÐA DIESEL Mjög gott verð Rafst.: 600-5000 W Dælur: 130-1800 l/mín Ingvar Helgason hf. Sævarhöfða 2 Slmi 91-674000 K JOHNNY CARSON Johnny Carson er orðinn gam- all í hettunni í „Tonight Show“. En nú finnst stjómendum NBC kominn tími til að hann taki pokann sinn. Einhver langlífasti sjónvarps- þátturinn í Bandaríkjunum er „Tonight Show“, sem NBC- sjón- varpið sýnir um lágnættið. Stjórnandi þáttarins hefur verið um árabil Johnny Carson og að- stoðarmaður hans Ed McMahon. Nú berast þær fréttir að stjórn- endur NBC vilji skipta um stjórnanda og beri því við að þeir fari halloka í samkeppninni um athygli áhorfenda — og auglýs- enda. Nýi stjórnandinn, sem hef- ur orðið fyrir valinu, er Jay Leno, sem Johnny þjálfaði tii að vera staðgengill sinn þegar á hefur þurft að halda. Johnny er sagður bæði sár og reiður, en forsvarsmenn NBC segja að hann sé einfaldlega út- brunninn. Nú sé komið að því að endurnýja samninginn við hann og þess vegna kjörið tækifæri til að gera breytingar. En þeir vilja líka að þær verði sem sársauka- minnstar fyrir þessa gamalgrónu sjónvarpsstjörnu. Gallinn er bara sá að fréttirnar um breyt- ingarnar iáku út áður en tími vannst til að ræða þær við Johnny. Enn erfiðara verður fyrir að- stoðarmanninn Ed McMahon að aðlagast breytingunni. Hann hefur fyrir löngu lýst því yfir að fari Johnny fari hann sjálfur líka. Og nú hefur hann orðið sér úti um fleiri vandræði. Hann er sagður farinn að drekka ótæpi- lega og sumum finnst hegðun hans að undanförnu ekki eins og best væri á kosið. Þar ber hæst trúlofunarslit hans við krabba- memsveika konu og daður síðan við unga stúlku. Það virðast því dimmir dagar framundan hjá þeim félögum núna og margir sjónvarpsáhorf- endur eiga áreiðanlega eftir að sakna þessa fasta punkts úr til- verunni, „Tonight Show“ með þeim Johnny Carson og Ed McMahon, sem hefur fýlgt þeim inn í draumalandið í áratugi. Við skulum vona að þeir verði ekki svefnlausir! Lúxusvilla þeirra Cheryl Ladd og Brians Russell hefúr verið til sölu í eitt ár á 3,4 milljónir dollara. Nú hef- ur verðið verið lækkað niður í 2,8 milljónir, en enn er húsið óselt Kvikmyndastjömumar verðalíka gjaldþrota! „Það er dapuriegt að sjá allt, sem maður hefúr þrælað fýrir, hverfa," segir Cheryl Ladd, sem nú þarf að segja skiiið við lúxusinn í Holly- wood og setjast að uppi í sveit Nú er ástandið svart hjá leikkon- unni Cheryl Ladd og framleiðand- anum Brian Russell, svo svart að þau hafa ekki séð sér annað vænna en að segja skilið við Hollywood og flytja í sveitasæluna í Washington-ríki. Húsið þeirra er búið að vera til sölu í eitt ár, en er enn óselt og það bætir ekki úr skák í peninga- málum þeirra hjóna, en það eru einmitt þau sem hafa orðið þeim þungbær. Þau eru búin að biðja um að bú þeirra verði tekið til gjaldþrotaskipta, þar sem þau lýsa yftr 6 milljón dollara skuldum, á móti eignum upp á 4,6 milljónir dollara. í skjölunum kemur fram að þau hafa m.a.s. orðið að selja aðgangskortið sitt að fínum sveitaklúbb á 22,500 dollara. Verðið á húsinu þeirra hefur ver- ið lækkað úr 3,4 milljónum doll- ara í 2,8 miiljónir, en lækkunin hefur ekki dugað til. Þó er húsinu lýst þannig að það sé byggt í „frönskum sveitasetursstfl, um- kringt háum steinvegg og með stóru h!iði“. Þar eru fimm svefn- herbergi, vinnukonuíbúð, gesta- hús, bókasafn og sundlaug, og út- sýnið er stórkostlegt yfir borgina og hafið. Cheryl er sögð sjá mjög eftir húsinu. Peningaháskinn hefur gengið svo nærri hjónabandi þeirra, sem hefur staðið í tíu ár, að Cheryl er sögð hafa margsinnis yfirgefið mann sinn, en aiitaf komið aftur. Og nú eru þau hjónin komin að þeirri niðurstöðu að ef þau eigi að komast út úr vandræðunum verði þau að flytjast burt frá glæsilífinu f Hollywood og taka upp fábreytt- ari lifnaðarhætti. Washington- ríki varð fyrir valinu til búsetu. Cheryl er nú að leika í sjónvarps- myndinni „Changes", sem gerð er eftir sögu Danielle Steele. Hún er líka komin á skrá í aðalhlutverk í prufuþátt að nýjum sjónvarps- þáttum. Þar verður mótieikari hennar John Ritter.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.