Tíminn - 18.04.1991, Qupperneq 7

Tíminn - 18.04.1991, Qupperneq 7
Fimmtudagur 18. apríl 1991 . .minn 7 Dr. Þór Jakobsson: Er gaman að vera gamall? - aldraðir í velferðarríkinu Grein þessa skrifa ég í lítilli von um skjót áhrif. Samt vil ég leggja lóð mitt á vogarskálaranar og hvet fólk í svipuðum sporum að taka ekki öllu með þegjandi þögninni - eins og þeirra eigin skjólstæðingar. Fólkið sem ég á við eru aðstand- endur aldraðra. Skjólstæðingamir geta ekki leng- ur borið hönd fyrir höfuð sér. Þeir eru leiksoppar skilningsleysis og miskunnarleysis þjóðféiags sem bersýnilega er orðið of flókið fyrir þá sem ráðið hafa ferðinni. Þetta er mergurinn málsins. Ráðamenn ráða hreint og beint ekki við verkefni sitt. Eg trúi ekki að þeir yppti öxlum yfir vandræðum gamla fólksins í Reykjavík og nágrenni. Senni- iega hafa þeir ekki brennandi áhuga á málaflokknum en von- andi hefðu þeir reynt að stemma stigu við hinni skammarlegu þróun sem orðin er, ef þeir hefðu haft vit á að sjá hana fyrir. Það trúir því enginn fyrr en hann tekur á hve illa er komið málum í þessum efnum í vel- ferðarríkinu marglofaða. Aldr- aður eldist og veikist og verður smám saman eða skyndilega hjálparþurfi. Tíðni gagnkvæmra símtala og heimsókna hins aldr- aða og aðstandenda vex að sama skapi. Börn og tengdabörn hjálpa með glöðu geði og gera hvað þau geta til að Iétta undir. Jafnvel barnabörn hlaupa undir bagga, annars önnum kafin við lexíur sínar eða heimili og at- vinnu - og taka að sér vakt hjá ömmu eða afa. En mánuðir líða og Elli kerling tekur að leggjast með æ meiri þunga á aldraðan föður eða móð- ur og bæði í senn þegar því er að skipta. Gamla fólkið er ekki lengur einfært um húshald og viðhald eigin heilsu. Heimilis- hjálp hins opinbera, sem er góðra gjalda verð, kemur að góð- um notum. Þar er gott fólk í vinnu, illa launað. En tíminn líð- ur enn og hinn aldraði kýs í sam- ráði við aðstandandendur að láta gott heita. Hann neyðist til að flytja. Þá hefst ballið. Aðstandendur taka að þreifa fyrir sér hjá því op- inbera og árétta fyrri umsóknir um vist á dvalarheimili sem samdar höfðu verið af forsjálni Þá hefet ballið. Að- standendur taka að þreifa fyrir sér hjá því opinbera og árétta fym umsóknir um vist á dvalarheimili sem samdar höfðu verið af forsjálni meðan allt lék í lyndl. Þærreynast einskis virði, því gamli maðurinn er dæmdur eftir hellsufarinu en ekki forsjálninni. meðan allt lék í lyndi. Þær reyn- ast einskis virði, því gamli mað- urinn er dæmdur eftir heilsufar- inu en ekki forsjálninni. Það er sök sér. Hins vegar er skelfilegt að uppgötva að for- sjálni virðist í engu eiga upp á pallborðið hjá stjórnmálamönn- um í þessum efnum. Þeim virð- ist fyrirmunað að leggja saman og sjá fyrir fjölda þeirra sem að öllum líkindum sem að öllum líkindum munu verða orðnir 75 ára gamlir eftir tiltekin ár. Það þarf enga mannfjöldafræðinga til að reikna slíkt út í litlu landi. Við erum ekki í Indlandi. Þar kemur að mjög brýnt verð- ur að fá inni á heimili fyrir hinn aldraða. Hefst þá píslarganga öldungsins milli Pontíusar og Pílatusar. Hún tekur margfalt lengri tíma en sú frægasta í sög- unni og auk þess eru þeir marg- faldir pontíusarnir og pílatus- arnir sem ganga verður fyrir til skiptis. Lífsreyndur öldungurinn tekur smánargöngunni án þess að mögla, sem oftast endar með tímanum á golgatahæð velferð- arríkisins, og leysist þar með úr vandræðunum. Hins vegar sljákkar smám sam- an í hofgírugum dætrum og son- um sem botna því minna í dá- semdum kerfisins sem þeir kom- ast í kynni við fleira gott fólk - lækna, hjúkrunarfræðinga, fé- lagsráðgjafa, félagsráðgjafa, deildarstjóra, forstjóra, stjórnir og starfsfólk dvalarheimila, um- önnunarheimila, hjúkrunar- heimila, sjúkrahúsa og heimilis- hjálpar. - Ágætis fólk en virðist máttlaust. Ég læt staðar numið. Tugir manna, sumir segja hundrið, munu vera á biðlistum hjá dval- arheimilunum. Og auðvitað verða þúsundir fyrir barðinu á vandanum, þvf heimilishald, vinnutími og margt fleira í dag- legu lífi aðstandenda mótast af aðstæðunum: ótal snúningar, heimsóknir, gistingar og vökur reyna á þolrifin. Og þeim sem máttin hafa, völd- in og peningana hefur yfirsést. Nu ættu þeir að kynna sér málin betur og leggja metnað sinn í að ráða fram úr þessum vanda á næstu árum. Kristín Ottósdóttir hárgreiðslumeistari: Viðhorf heimastjómarmanns til heilbrigðismála Hreinlæti á nærri öllum sviðum mannlegs lífs er undirstaða þess að hindra útbreiðslu sjúkdóma og kemur í veg fyrir eyðileggingu matvæla. Persónulegt hreinlæti hvers og eins er mjög mikilvægt, bæði fyrir heilsu hans sjálfs og þeirra sem hann umgengst. Skortur á hreinlæti etur orsakað illa lyktandi einstakling sem er til óþæginda fyrir aðra. Óhreinlæti í sambandi við matar- gerð getur orsakað mikla skemmd á heilsu með matareitrun og gífurlegt tjón á verðmætum. Allir vita hve mikið tjón getur orðið á heilsu manna ef hreinlæti skortir á sjúkra- stofnunum. Heilsuvemd hverrar manneskju byrjar strax við frjóvgun eggs í móð- urkviði. Heilbrigði hvers einstak- lings veltur að verulegu leyti á hvernig næringu móður á með- göngutíma er háttað. Komið hefur í Ijós nýlega að tiltölulega lítil neysla áfengis, tóbaks eða lyfia getur haft verulega slsem áhrif á þroska ein- staklings alveg frá upphafi. Andleg uppbygging hvers einstaklings byrjar strax við fæðingu, en ég hef heyrt því haldið fram að hún byrji nokkuð fyrr. Það uppeldi og viðmót sem einstak- lingur hlýtur í uppvexti hefur úrslita- áhrif á andlega heilsu hvers einstak- lings og þau áhrif sem hver verður fyrir í uppvexti geta varað alla ævi. Ég hef rætt við fólk sem starfar við fé- lagslega þjónustu og eftir því sem það segir eru t.d. þeir unglingar sem lenda á glapstigum svo til eingöngu þeir sem hafa farið á mis við þá að- hlynningu og hlýju sem þeim er nauðsynleg. Yfirgnæfandi meirihluti þeirra kemur frá heimilum í upp- lausn, sérstaklega vegna diykkju- skapar eða eiturlyfjavandamála heima fyrir. Ákveðin lágmarkshreyfing er hverj- um manni nauðsynleg til að halda góðri heilsu. En í þessu sem öllu Höfundur er í 4. sæti á H-listanum í Reykjavík öðru er skammt öfganna á milli. Mikið er um það að æfingar gangi of langt og gæti það orðið til þess að eyðileggja meira en það sem ætlað er að bæta. Nýjustu rannsóknir í sambandi við hreyfingu benda til þess að tíma- lengd á dag við hvers konar rösklega hreyfingu sé um það bil hálftími. En þessara rannsóknir benda til þess að verulega mikil hreyfing umfram þennan tíma efi ekki neina viðbót við þau æskilegu áhrif sem hreyfingin hefur. Næring hvers einstaklings hefúr mikil áhrif á heilsu og vellíðan hvers manns. Þrátt fyrir verulega miklu meiri þekkingu í næringarfræði en nokkum tíma áður virðist hættan í sambandi við ýmis aukefni í matvæl- um hafa aukist en ekki minnkað. Gíf- urlegt magn alls konar aukefna er nú notað í sambandi við framleiðslu og ræktun matvæla, sum þessara efna eru lítið og jafnvel ekki rannsökuð með tilliti til þeirra áhrifa sem þau geta haft á þá sem neyta þeirra. í dag er það nánast útilokað jafnvel fyrir sérfræðinga að komast hjá því að neyta óæskilegra efria í matvælum. Svo mikil breyting hefur orðið á í sambandi við fyrirbyggjandi aðgerðir vegna sjúkdóma að telja verður það algjöra byltingu. Með sama áfram- haldi á aðgerðum til þess að hindra sjúkdóma virðist líklegast virðist lík- legast að flestir sjúkdómar sem hrjáð hafa mannkynið frá örófi alda verði nánast horfnir hjá næstu kynslóð- um. En nýir sjúkdómar virðast spretta upp jafhóðum og þeir gömlu hverfa og virðast þeir vera enn flókn- ari en þeir sem fyrir voru. Það er eins og nýir sjúkdómar geti alltaf ögrað þeirri tækniþekkingu sem við búum við hverju sinni. Umhverfisvernd verður æ mikil- vægari eftir því sem lengra líður. Gífurleg framleiðsla á alls konar eit- urefnum á sér stað úti um allan heim. Milljónum tonna af efnaúr- gangi er ausið út í náttúruna á hverri klukkustund allt árið um kring. Einnig og ekki síst er gífurleg hætta frá kjamorkuverum en úr- gangur frá þeim getur tekið árþús- undir að verða óskaðlegur. Fram- leiðsla á flúorkolefnum er um það bil að eyða ósonlagi jarðarinnar með afleiðingum sem eru sennilega þær að mögulega getur það eytt öllu lífi á jörðinni. Byggja verður gífurlega öfluga sam- stöðu sem flestra manna og þjóða veraldarinnar til að snúa við þeirri hættulegu þróun sem á sér stað.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.